Sunnanfari - 01.06.1893, Blaðsíða 1

Sunnanfari - 01.06.1893, Blaðsíða 1
S\S\*3\S\S\S\S\S\ 8 , 8 m Verí 2 kr. i$ j 50 aura árg., j í horgist fjrir @ 0 15. október. 0 \s\s\s\s\s\s\s\s 1S juisr i 1893 Japetus Steenstrup. pótt Danmörk sé lítið land og fáment, þegar hún er borin saman við stóru löndin, þá stendur hún þó ekkert að baki þeirra, að tiltölu, þegar litið er á mentir og vísindi. J>að er jafnvel furða hve Danir hafa átt mikinn þátt í að efla visindin og tná segja með sanni, að þeir hafi geingið betur fram í því en flestar aðrar þjóðir jafnfjölmennar eða jafnvel talsvert fjölmennari. Dönum hefir verið sýnt um öll vísindi, svo öldum skiptir, en svo Htur þó út, sem þeir séu einna hneigðastir fyrir náttúruvísindi, eða að minnsta kosti hafa Danir átt hvern ágæt- isnáttúrufræðínginn fram af öðrum, frá því á 1G. öld. Allir hafa heyrt getið um hinn fræga stjörnuspekíng Tyge Brahe (1546 — 1601). Niels Steensen eða Nicolaus Steno (1638—1686) er talinn faðir allrar vísinda- legrar jarðfræði og jók, auk þess, mjög þek- kíngu manna á líkama mannsins. Thomas Bartholin(1616—1680) var frægur læknir og náttúrufræðíngur. Ole Römer (1644 —1710) fann hraða ljóssins og var það hin merkilegasta upp- götvun. H. C. Orsted (1777 — 1851) fann, 1820, afl það sem nefnt er »elektrómagnetismus« og voru það upptökin til hinna stórkostlegu fram- fara sem rafurmagnsfræðin hefir tekið síðan. Loksins má nefna jafnhliða þessum máttarstólp- um náttúruvísindanna, mann þann sem Sunnan- fari flytur nú mynd af, Johannes Japetus Smith Steenstrup. Steenstrup er fæddur 8. mars 1813 norðan- til á Jótlandi. Hann varð stúdent 1832 og stundaði fyrst læknisfræði og náttúrufræði við háskólann, en svo einúngis náttúrufræði. Hann samdi þegar á úngum aldri ýmsar merkisrit- gjörðir um náttúru- fræði og fékk brátt mikið álit á sig. Vorið 1839 voru þeir J. C. Schythe sendir til ís- lands, til að rannsaka landið í jarðfræðislegu og náttúrufræðislegu tilíiti. Steenstrup hafði þar vetrarsetu og kom ekki til Danmerkur fyr en um haustið 1840. Ekki hefir Steen- strup ritað neina ferða- bók um ísland, en hann fór víða um land og kyntist vel eðli landsins og lands- mönnum ogstafar hlý- leiki sá, sem hann hefir ávalt síðan haft til íslands og íslend- ínga frá þessari ferð. Ymsum náttúrugripum safnaði Steenstrup^ á ferðalagi sínu um ís- land, bæði dýrum, jurt- um og steinum og skal þess getið að nokkru seinna hvað hann hefir ritað um þetta. 1841 varð Steenstrup kennari í náttúru- vísinduin við háskólann (akademíið) í Sórey. 1844 ferðaðist hann með krónprinsinum (Friðriki VII.) um Skotland og Færeyar. 1845 varð hann kennari við háskólann í Kaupmannahöfn í dýra- fræði og forstöðumaður dýrasafns háskólans. 1864 var það sameinað við náttúrugripasafn það, sem kent var við kónginn, og varð hann þá Japetus Steenstrup.

x

Sunnanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnanfari
https://timarit.is/publication/140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.