Sunnanfari - 01.06.1893, Blaðsíða 7

Sunnanfari - 01.06.1893, Blaðsíða 7
111 hann er á íslandi í sumar. Að öðru leyti verða af- skipti okkar af útgáfu blaðsins óbreytt 'pins og að undanförnu. Bókmentasaga Dr. Finns hin forníslenzka og norræna. Fyrsta heptið af henni er nú koniið út hjá Gad bóksala, og er það um kveðskapinn. Af ásettu ráði fellum vér eingan dóm á þessa bók, af því að það yrði of langt mál, ef gera skyldi það með rökum. En þess má geta að þetta verður stærðarbók, sem mikil elja og vinnubrögð liggja í. Konráð Maurer prófessor í Múnchen á Bæjara- landi varð sjötugur 29. Apríl. Sendu þá allmargir ís- lendingar hér í Höfn honum að ytra frágangi fagur- ritað ávarp sem vott virðingar og þakklátsemi. Rit- safn mikið er gefið út af þjóðverskum og norrænum fræðimönnum til menja um Maurer þetta ár. Eru það fræðiritgerðir um ýms efni eptir sínu sinni hvern. þrír íslendingar hafa lagt þar orð í belg, sem sé Dr. Björn Olsen, Dr. Finnur Jónsson og Dr. Valtýr Guð- mundsson. Drauma-Jónssaga er útgefin (í fyrsta skipti) nú af Hugo Gering prófessor í Kiel, og er útgáfan (Halle 1893) tileinkuð Konráði prófessor Maurer á sjötugs- afmæli hans 29. Apríl síðast. Gering er allra manna vandvirkastur. EllÍStyrkur veitist ekki Islendingum í Danmörku samkvæmt Ellistyrkslögunuin 9. Apr. 1891, nema þeir hafi verið í Danmörku síðustu 10 árin, og hefir nú innanríkisstjórnin skorið svo úr, að orðin »her i Landet« (hér á landi) g-eti ekki náð til íslands, þótt það sé í sama ríki, heldur eigi það einungis við Danmörku, og gæti því ekkja ein, er sótti hér um ellistyrk, en fædd er á íslandi 20. Apr. 1819 og dvalið hefði í Kaup- mannahöfn síðan 1887, ekki feingið styrkinn. ,,Flateyjardraumur“1) Dr. Valtýs kvað nú ætla að rætast á þann hátt, að hann fær nú styrk til þess að fara í sumar til Vesturlanda, líklega helzt Irlands og Wales, til þess að kynna sér húsaskipan þeirra Kelt- anna, og samgleðjumst vér honum, að hann fær þó nokkura uppbót fyrir það, að honum brást sú von að að geta fylgt Flateyjarbók til Chicago. Enn hver veit nema að hann skvetti sér þangað upp á eigin spýtur frá írlandi karlkindin. Fornbréfasafnið Af því er nú komið út 4. hepti II. bindis, i6*/2 örk, sem er afarstórt registur2), efn- isyfirlit, formáli og titilblað við þetta bindi. Af III. bindi er enn fremur komið út 4. hepti, 12 arkir og má þar með heita lokið texta þess bindis. það nær fram til 1415, eða 11 —12 ár niður fyrir svartadauða. ’) Sbr. kímniblað Dana það er »Punch« heitir, er hafði sUimpingsgrein um bókarsendinguna og gæzluna á henni á leiðinni 6. Og 13. Apr. síðast. 2) J>að er bezt að nota hér tækifærið til þess að leið- rétta það strax, stm stendur í registrinu um salt. Eptri hluti fyrri klausunnar: »— v. vættir salts ■— til Odda 88, 691« ætti að standa aptan við fyrri saltklausuna. f>að er enda vafasamt hvort »xij. aurar í salti frá Vík« þýði ekki beinlínis salt, en ekki saltfisk. Sömuleiðis er misprentað ártalið við Loðinn lepp 1388 og 1389 fyrir 1288 og 1289. Flandrarar. 72 fiskiskip hafa farið í ár í einum flota frá Dunkerque til íslands. Voru á þeim 1261 sjómanna. þegar skip þessi voru komin af stað geingu konur og börn sjómanna þessara í kirkju að biðja fyrir þeim, og voru þá látin loga jafnmörg ljós í kirkjunni og sjómenn þeir voru margir, er lagt höfðu norður í höf. Bókmentaféiagsfundurvarhaldinn t Hafnardeildinni 16. Maí mjög fámennur (hæst greidd 12 atkvæði) og dauðadoppttlegur; endurkosin stjórn og varastjórn. Hr. Dr. Valtýr kosinn í Safnsnefnd, en hr. Dr. Finnur sagði þá af sér því starfi. í hans stað var svo kos- inn stud. mag. Bjarni Jónsson (með 6 atkv.) og ætlaði hann að afþakka, en hætti þó við það. Jungfrú Lehmann-Fihlé gerð að aukafélaga. Reikningar fram lagðir. Nokkrir sögðu sig í félagið. Og búið er nú. í^orvaldur Thoroddsen er ásamt þeim norður- förum Friðþjófi Nansen og Peary orðinn brétfélagi Landfræðisfélagsins í Berlinni. Sigurður Thoroddsen, cand. pplyt., sem dvalið hefir í Noregi í vetur, er nú kominn hingað aptur, og fer nú til íslands með þessu skipi. Yflrlýsingabráðafarsþvættingi þeirra mága Dr. Valtýs og Jóbannesar, cand. juris, í ísafoid (XX, 26; sbr. Jtjóðólf Nr. 21) svara eg þessu einu: 1, þangað til herra Dr. Valtýr minn hrekur eitt- hvað af því, sem stendur í Sunnanfara grein minni ætla eg að standa við hana og virða yfirlýsing hans að eingu. Úr því að Valtýr »býst við« að hann »muni láta dómstólana meta gildi« greinarinnar, þá er líklegt að hann biðji þá dómstólana um leið að meta það, hvers sá sé verður sem segir ósatt til nafns síns. Annars ætti Valtýr, ef liann kynni að bligðast sín, að þakka fyrir það að hann hafði ekki hér uni árið óhlutvandari keppinaut en mig. Hann gat hafa hitt þann fyrir, sem ekki hefði svífzt að draga þetta fram, þegar Valtý kom verst og jafnframt benda á hans hroðaskamntir um stjórnina í íslenzkum blöðum, en svo ónot um endurskoðunarmenn stjórnarskrárinnar í dönskttm blöðum, þótt eg héldi mig ofgóðan til að gera það. 2, A yfirlýsing Jóhannesar er ekki mikið að henda reiðttr, nema ef vera skyldi það, að hann vilji benda á, að það sé Valtýr mágur hans, er hafi æruna af Dagblaðsgreininni. þeir um það. Annars fer yfirlýs- ingin með ósannindi. því hefir aldrei verið lýst af- dráttarlaust yfir í Dagblaðinu, að greinin væri ekki eptir íslending og það er víst að Valtýr veit um höfund hennar, svo mikið hefir skilizt á honum; er því ekki óhugsanlegt að hann hafi feingið danskan mann til þess að fara með hana til blaðsins. það sem Jóhannes mun heingja hattinn sinn á eru orð þessa herra »X« (ósannað að það X sé ekki partur af Jóhannesi sjálf- um) í Dagbl. 7. Okt. 1891, þar sent hann kraumar yfir því að eg kalli sig íslending, af því eg geti ekki vitað, hvort hann sé það eða ekki, og bætir því svo við: »að öðru Ieyti segir hann (o: eg) ósatt«. En þessi orð eru auðsjáanlega sögð á huldu og eiga alls ekki frekara en verkast vill að þýða, að maðurinu neiti

x

Sunnanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnanfari
https://timarit.is/publication/140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.