Sunnanfari - 01.06.1893, Blaðsíða 3

Sunnanfari - 01.06.1893, Blaðsíða 3
107 5>að má segja með sanni að síðan Madvig lézt er einginn danskur vísindamaður jafnkunnur um víða veröld og Steenstrup, og eins og nærri má geta hafa landar hans ekki látið sitt eptir liggja að sýna honum sóma. þ>egar hann hafði verið háskólakennari í 25 ár, 1870, stofnuðu vinir hans og lærisveinar sjóð og átti að verja vöxtunum til að kosta merkisrit um náttúrufræði og hina elztu sögu Norðurlanda og hefir sjóður þessi þegar orðið til að styðja að útgáfu ýmsra merkisrita. Steenstrup er dr. phil. og med. frá háskólanum í Lundi og félagi í öllum hinum frægustu vísindafélögum í Norðurálfu. Nú skal þess getið að nokkru, hvað Japetus Steenstrup hefir átt við náttúrufræði íslands beinlínis. Eins og getið er um; hefir hann ekki samið neina bók um ferð sína á íslandi og er það skaði, en það mun liafa verið í ráði að þeir Jónas Hallgrímsson semdu náttúrufræði íslands. f>eir höfðu ferðast saman á íslandi 1839— 40 og voru beztu kunníngjar; var Jónas hjá Steenstrup í Sórey heilt ár, skömmu áður en liann dó. En Jónas dó frá öllu hálfköruðu og varð þá ekkert úr því að Steenstrup semdi náttúrufræði íslands, enda sóktu þá aðrar annir að við, háskólann o. s. frv. Aptur er drepið á náttúrufræði íslands í flestum af ritgjörðum hans um dýrafræði og nokkrar smáritgjörðir hefir hann ritað um ís- lenzka náttúrufræði. í ritum danska náttúru- fræðisfélagsins 1876 er t. a. m. ritgjörð um ís- lenzkar steinbítstegundir og heldur hann þvi þar fast fram, að »hinn ágæti« Eggert Olafsson hafi fyrstur manna lýst hlýranum og vill láta kalla hann »anarrhichas minor Eg. 01afs.« eptir Eggerti, en þeir Steenstrup og Jónas Hallgríms- son lýstu fyrstir úlfsteinbítnum »anarrhichas lati- frons Stp. Hlgr.« Ekki munu þessar nafrtgiptir vera almennar, en virðíngarvert er það af Steen- strup að halda fram sóma Íslendínga í þessu, þótt litlu skipti. þ>ess má geta t að Steenstrup ber mestu virðíngu fyrir Eggert Olafssyni og eg hefi sjálfur heyrt hann segja í fyrirlestri, að Eggert hafi verið 100 ár á undan tímanum. í ritum náttúrufræðisfélagsins 1867 er ritgjörð eptir hann um spendýr á íslandi, mest um mýs, og heldur Steenstrup því þar fram, á móti ýmsum náttúru- fræðíngum, að eingir, músategund muni vera til á íslandi, sem ekki sé til annarsstaðar. í sömu ritum 1855 er laung ritgjörð um geirfuglinn; ;er þar fyrst og fremst talað um geirfuglinn á ís- landi eptir öllum þeim ritum og skýrslum, sem Steenstrup gat náð í og þar næst sannar hann að geirfugl hafi verið til miklu víðar en á ís- landi, bæði á Norðurlöndum og jafnvel í Vestur- heimi. Enn hefir hann ritað stutta ritgjörð í sömu ritum um »díatómeur« í íslenzkri barna- mold. Eins og áður er drepið á hefir Steen- strup ritað margar ritgjörðir um kolkrabba og sannað meðal annars, að ýms ferlíki sem getið er um í gömlum ritum, voru ekkert annað en stórir kolkrabbar. I skýrslunni um hinn 5. fund norrænna náttúrufræðínga (1847) er fróðleg rit- gjörð eptir Steenstrup um tvo risavaxna kol- krabba frá íslandi, sem hafði rekið þar 1639 og 1790; ér getið um annan í annálum Björns á Skarðsá en hinn í ferðabók Sveins Pálssonar, sem ekki er til prentuð. J>essar voðaskepnur eru til þann dag í dag og á dýrasafninu í Kaupmannahöfn eru til partar^ af geysistórum kolkrabba, sem rekið hafði í Olafsfirði í manna minnum. Enn hefir Steenstrup haldið ýmsa fyrirlestra um íslenzka dýrafræði, sem eg veit ekki til að séu prentaðir svo sem urn tertsíer- myndunina á íslandi (1842) og um liridýr sem lifa í ósöhu vatni á íslandi (1846). Auk þess hefir Steenstrup hlynt að könnun íslands, að því er snertir náttúrufræði, af öllu megni. Hann átti mikinn þátt í að Grön- lund fór um lsland um árið til að rannsaka jurtalíf á íslandi og er »Islands Flora» tileinkuð honum. Eins hefir hann stutt ýmsa útlendínga sem hafa ritað um íslenzka náttúrufræði með ráðum og dáð. Plnn má geta þess að StCen- strup er kunnugri sögu íslands að fornu og nýu en flestir aðrir útlendíngar og yfir höfuð að tala hefir hann ávalt haft hinn mesta áhuga á öllu því, sem íslenzkt er. Honum hefir því ef- laust verið hin mesta ánægja þegar hann fékk færi á að koma aptur til íslands, 1874, því hann var fulltrúi háskólans á þjóðhátíðinni. Japetus Steenstrup er nú áttræður að aldri og hafa fáir menn unnið vísindunum jafnmikið gagn, því svo má heita að hann hafi verið vak- inn og sofinn í vísindunum 50 ár samfleytt. Ef honum endist aldur nokkur ár ennþá má vera að hann gefi út eitthvert merkisritið enn, en þótt hann íiefði ekki starfað nema helmínginn af því sem hann hefir gjört, væri það þó nóg til þess að hann yrði ávalt talinn með hinum merkustu náttúrufræðíngum, sem uppi hafa verið á þessari öld og hinum ágætustu vísindamönnum, sem Danmörk hefir átt frá aldaöðli. Olafur Davíðsson. Ymnabrot eptir Pindar. Sendi guð þér sorg og þrautir segðu eigi neinum frá, gaktu ei út á gatnabrautir að gráta svo að aðrir sjá; — en — ef aptur happ þig hendir, hann, sem alla gæfu sendir, lofaðu í augsýn allra þá. Gr. p. Legsteinar i Skálholti. I II. árg. Sunnanfara 2. tölubl. stendur grein um »fornmenjar«; kann eg höfundinum þökk fyrir L

x

Sunnanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnanfari
https://timarit.is/publication/140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.