Sunnanfari - 01.06.1893, Blaðsíða 6

Sunnanfari - 01.06.1893, Blaðsíða 6
110 Eðvald Jakob Johnsen, íslenzkur læknir hér í borginni, andaðist 25. April. Hann fæddist 1. Warts 1838 á Húsavlk og var faðir hans Jakob f>órarinsson Johnsen, en móðir hans HiFdur Johnsen, er andaðist hér í borginni fyrir tæpum tveim árum síðan. Eðvald læknir út- skrifaðist úr Reykjavíkurskóla 1859 og tók próf i læknisfræði hér við háskólann 1867; 1867 —68 var hann héraðslæknir í Eyjafjarðar- og jáingeyjarsýsl- um, en flutti þá aptur hingað til Danmerkur. Um nokkurn tima var hann í Amsterdam hjá Mezger hinum fræga »Massage«-lækni, og lærði af honum list hans og gaf sig upp frá því eingöngu við þeim lækningum og var hann talinn lækna fremstur hér í bæ í þeirri grein. Hann var maður einkar-gjörvilegur ásýndum, gleðimaður mikill og vel látinn af öllum. Lík hans var brent og hann hafði sjálfur óskað þess að svo væri gert. JÓn Johnsen kammerráð, sonur Gríms amtmanns, er dáinn í 20. Apríl. Hann hafði tyrrum stöðu nokk- ura í féhirðslu háskólans, en hafði sagt af sér fyrir nokkru. Dáin er í hárri elli ekkja Bardenfleths, er stipt- amtmaður var á íslandi fyrir 50—60 árum, hin göf- ugasta kona og góðviljaðasta íslandi. Hún var for- stöðukona fyrir Valleyjarklaustri, er brann nú fyrir skemstu og andaðist hún nokkru síðar. Bardenfleth hefir verið einna merkastur þeirra stiptamtmanna, er útlendir hafa verið á íslandi og líklega mest virður breði erlendis og af íslendingum sjálfum1). Nýtt kvæðasafn eptir Dr. Grím Thomsen, sem hafi meðal annars inni að halda þýðingar eptir grísk og latnesk skáld, hefir Gyldendals bóka- verzlan í Kaupmannahöfn boðizt til að gefa út og munu þau koma út innan skamms. þeir sem vilja eignast þau geta farið að panta þau nú þegar fyrir fram, ef þeir vilja, hjá útgefandanum (Gylden- dals Boghandel, Kjobenhavn). Ártíðaskrár íslenzkar. 1. hepti af þeim er nú útkomið frá Bókmentafélaginu. Landsbankinn í Reykjavík og „Landsmands- banken'1 í KaupmannahÖfn hafa gert þann samning ') Etazráð Steenstrup hefir sagt oss svo látandi sögu um virðing þá sem íslendingar báru fyrir Bardenfleth. það var 1840, þegar Steenstrúp var að ljúka ferðum sínum á Is- landi, að þeir Jónas Hallgrímsson og hann voru orðnir naumt fyrir að ná i skip í Reykjavík og riðu mikinn suður Mosfells- heiði. Hefst Jónas þá upp úr eins manns hljóði og segir við Steenstrup: »þú ert vitringur mikill og getur víst sagt mér, hvort stiptamtmaður er heima í Reykjavík í dag«. »Nei«, svaraði Steenstrup, »hvernig á eg að geta sagt um það í 3 mílna fjarska?« «Sérðu ekki mann ríða þar á leyti og skjálgra á ýmsar bendur?« mælti Jónas. »Vist má eg hann sjá«, kvað Steensttup. þá mælti Jónas: »það er nú prófasturinn héina, og úr því hann hefir feingið sér svona neðan i því, get eg sagt þér að stiptamtmaðurinn er ekki heima«. með sér, að »Landmandsbánken« verður einka um- boðsmaður Landsbankans bæði í Danmörku og annarstaðar í útlöndum, tekur seðla Landsbankans og selur af höndum og gefur ávísanir á Lands- bankann. Dr. Finnur JÓn8S0n kvað ætla að ferðast til Noregs í sumar. íslenzkar smíðar og vefnaður. Meðai annars sem frú Emma Fischer hefir haft til sýnis hér í sam- saungshöllinni í Breiðgötu Nr. 28 er íslenzkur skaut- búningur, ábreiður íslenzkar og íslenzkt silfursmíði og kvað þetta að nokkru vera orðið' fyrir aðstoð frú þóru Pétursdóttur Thoroddsen. Reyndar er búningurinn ekki upp á það bezta og smiðisgripirnir hvorki gamlir né afbrigðagóðir. Eigi að síður fer þó eitt af heldri blöðum Dana (»Dageladet») svo feldum orðum um þessa muni: »Búningurinn er ekki einttngis einkennilegur og áferðarfagur heldur er hann settur haglegu gull- skrauti og ger með skrautsaum, sem víst er vert að kvennfólkið núna veiti eptirtekt. Eptir þekking þeirri, er frú Fischer hefir feingið á þenna og annan hátt um handiðnir (hannirðir) íslendinga í fyrri daga, þykist hún sannfærð um að á því landi, þar sem það gamla sé geymt með svo mikilli rækt, mætti fá beinlínis fræðslu eða óbeinlínis frumlag i mör'gu, er snertir handiðnir, svo að það jafnvel tæki fram hannirðum Norðmanna og Svía. það má líka sjá á þeim íslenzku skrautgripum, sem sýndir eru, að mart merkilegt gull- og silfursmíði muni mega finna á Islandi. og sýning frú Fischer, þótt ekki sé hún stór, á það skilið að henni sé veitt eptir- tekt fyrir þær bendingar, sem hún gefur f þá stefnu, er áður nefndum vér«. Betra er seint en aldrei. ólafur konungur Haraldsson hefir eins og menn vita verið þjóðdýrð- lingur Norðmanna og haldinn þar sannheilagur maður í kathólskum sið, en aldrei hafði liann samt komizt svo hátt, að páfinn hefði tekið hann í heilagra manna tölu (kanónísérað hann) og þar með viðurkent helgi hans. En nú í ár hefir Leo páfi hinn 13. kanónísérað Ólaf konung 862 árum eptir dauða hans og hálfri fjórðu öld eptir að Norðmenn hafa kastað kathólskum sið. Sifjaspellsmálið Guðmundar Jónssonar á Úlfá í Eyjafirði, er getið hafði barn við dóttur sinni og tekið hana nauðuga til samræðis, hetír verið dæmt í hæsta- rétti, og Guðmundur feingið 8 ára hegningarhús. Hundar frá íslandi til hernaðar. M. Kristen- sen kapteinn við tíundu herdeildina í Álaborg hefir að undanförnu verið að venja hunda við hernað og heldur því enn á fram, ög á nú í ár að kaupa tvo íslenzka hvolpa, sem á að koma í hernaðarkenslu hjá honum. í sumar meðan Jón þorkelsson verður á alþingi á Islandi gefur Sigurður Hjörleifsson Sunnanfara út að öllu upp á eigin ábyrgð og hefir einn ritstjórn hans á hendi. Sú breyting verður um þessi árganga mót blaðsins, að Jón þorkelsson tekur að sér gjaldkera- störf þess. þó gegnir Sigurður þeim í fjarveru hans sumarlangt. Eigi að síður geta þeir menn, sem er það hægra, greitt andvirði blaðsins til Jóns meðan

x

Sunnanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnanfari
https://timarit.is/publication/140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.