Sunnanfari - 01.05.1894, Page 3

Sunnanfari - 01.05.1894, Page 3
83 vilja ná i og lesa og er það eðlilegt. First af þvi að hún lisir heimssiníngunni, sem meir hefur verið um talað nú síðastliðið ár en nokkuð annað og er þar að auki skrifuð af séra Matthíasi, í öðru lagi munu margir vænta þar skíringar á vestur- faramálinu, sem vakið heíur almenna umhugsun heima nú A siðari árum. Ekki mun bókin verða til að draga úr Ameríkuhug Islendinga. En þeir, sem lesa hana til að fá lausn á útflutnínga- spursmálinu, hafa imisiegs að gæta. Höf. er kostaður til þessarar ferðar af Vestur-lslendíngum, fær ókeipis ferð, að miklu leiti, fram og aftur á fólksflutníngaskipum Beaverlínunnar mót því að lita til með vesturförum og skíra »rétt« frá ástandi landa vestra, auðvitað á það að skiljast svo: slasta ekki landið,« enda eru lísingar hans á Vesturheimi allglæsilegar. Enn ber þess að geta að höf. sér landið í fegursta sumarskrauti, Chi- cagóborg i glisfötum siníngarinnar, lífið i hátíð- abúníngi og fólkið á fagnaðarsamkomum, þar sem allir skarta því besta sem þeir eiga til. f>ó skal ég taka það skírt fram að ég drótta ekki minstu hlutdrægni að séra Matthiasi i þessu efni. þvert á móti getur mér ekki annað virst, en að hann líti hlutdrægnislaust á málið og er auðheirt að honum ris hugur við hinum miklu útflutníngum eins og öllum þeim, sem elska íslenskt þjóðerni og íslenskt mál og trú hafa á framtíð landsins og lslendínga sem þjóðar. En höf. verður að lisa landinu og lífinu eins og það birtist hon- um og fólkinu eins og það kom fram við hann. En að heimta af honum að hann á svo stuttum tíma sjái og skinji alt eins og er, getur hver maður séð að er óhugsandi. Hann gefur stuttar lísíngar A Canada eftir ferðasögum enskra, skoskia og irskra bænda, sem Canadastjórn hefur kostað til að ferðast um landið, líta á kjör manna og lísa hvorutveggja. Séra Matthias tekur það slu’rt fram, að þeir einir sem fullorðnir flitja vestur sé íslenskir, hin næsta kinslóð verði meir ameríkönsk, sömul. að níbiggjarnir verði að leggja á sig mikið erfiði til að komast áfram, það sé first afkomendurnir sem njóta. Straumurinn vestur um haf, sé hann eins stór og verið hefur hin siðustu ár, eða vaxi hann, sem nú er útlit firir, er og verður Islandi til stórtjóns og spáir jafnvel eiðileggingu á öllu islensku. En aðferöin til að hefta þetta er hvorki né verður sú, sem blöðin heima beita eða þíngið vildi 'beita. það sem breitingar þarf er ástandið heima firir. það er fásinna að ætlast til að föðurlandsástin ein haldi mörgum heima; maðurinn heimtar frelsi og leifi til að neita krafta sinna eins og hann vill og hvar sem hann vill. það er skiljanlegt, að við samanburðinn á Islandi og Ameríku verði hún svo opt þingri á metunum og það þótt ástin á föðurlandinu togi af alefli í vogararminn á rnóti. þar er frelsi og auður, en heirna flpekjast enn firir fótum okkar gamlir riðhlekkir kúgunarinnar, en fé er litið og geingur mjög til að launa óþarflega fjölmennan embættalíð og því minna til verklegra framfara eða umbóta á landinu. Lífið er dauft og dofið, aungar almennar hreifíngar geta haldið huganum föstum, fá framfarafirirtækji, sem menn geti fest sig við, trúað á og lagt krafta sína i. það eina mál sem vakið hefur almenna hreifingu heima og, að því er virðist, sterkan áhuga er stjórnarskrármálið. En hverjar vonir gefur það landsmönnum til að binda hugi þeirra heima? Ar eftir ár hamrað til ónítis á blágrítisskalla stjórnar- innar dönsku! Háskólamálið virðist hafa feingið allmikið filgi. Gefur nú að líta hvernig það fer. Nei! Vesturferðir verða hvorlci heftar með lög- boðum né blaðaskömmum. Hið eina er að festa hugi manna við eitthvað heima, einhverjar hreifingar, einhver firirtæki þar sem vonin um framgáng og árángur bindur. það er eina bandið, sem ekki er óeðlilegt og óþolandi. Ef Islendingar losnuðu algerlega við afskifti Danmerkur, reindu óháðir hverju þeir megnuðu og hvað í Iandinu bír, og ef þeir þá findu ekkert, sem benti þeim að vera heima, þá — fari þeir allir til Ameriku, Afríku eða Australíu, eða hvert sem þeir vilja. þá, en fir ekki, er fullreint, hvort islenskt þjóðerni, islenskt mál og andi er með öllu útlifað í sögu heimsins. En það líf, sem enn er í islensku þjóðinni, og glæðst hefur að mun á. þessari öld, bendir á annað. Nátturlega er hægt að drepa þetta. En eigi það að lifa verður það að lifa á Islandi, í Ameriku lifir það ekki; það sér hver maður. »Við erum gerðir til að s"kapa sögu, en ekki til að læra sögu,« sagði einn Vestur-Islendínga við séra Matthías. En sagan er nú til á undan okkur og það leikur einginn okkar það eftir drottni al- máttugum, sem hann gerði í firndinni: að skapa af aungu, ekki Amerikumenn fremur enn aðrir. Við erum miklu fremur gerðir til að halda áfram sögu og þá first og fremst okkar eigin sögu. Má vel vera að með vaxandi samgaungum og friðar- sambandi milli þjóðanna hverfi föðurlandsástin, hverfi firir heimsástinni. En það verður ekki fir en andi mansins er orðinn miklu stærri og verkahringur hans miklu víðari en nú er. Astin nær ekki leingra en maðurinn ætlar að láta áhrif sin ná, ekki út- firir verulegan eða ímindaðan verkahring hans, nema hvað endurminníngarnar tómar geta bundið hana. En sú ást, sem aðeins er bundin við endurminníngarnar er ónít firir framsókn mann- kinsins, það er ellinnar ást, sjúkleiki i tilfinníngalífi mansins. þótt fagurt sé að heira um föðurlandsást Vestur-Islendínga þá er hún Islandi ónít svo framar- lega sem hún ekki er tvinnuð saman við vonina um að vinna firir það og trúna á viðreisn þess og framtið, en það virðist vera lítið um þetta hjá þeim mörgum hverjum, enda eru það ekki nema stöku menn meðal þeirra, sem geta fundið hana [>annig, allur fjöldi þeirra hljtur að vera Islandi

x

Sunnanfari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sunnanfari
https://timarit.is/publication/140

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.