Sunnanfari - 01.05.1894, Page 6
86
af sér bláu gleraugum og best ef hann þá lánaði
Hannesi þau tíma og tíma, því við það mundu báðir
vinna. Öll kvæði Einars eru örstutt og er auðséð að
hann gerir sér far um að segja alt með sem tæstum
orðum og fclla burt alt sem ekki beinlínis hjálpar til
að skíra aðalhugsunina. Þau eru því flest þaulhugsuð,
og margt í þeim svo vel sagt, að fæstir munu hlaupa
svo fram hjá því að þeir ekki Iæri það og muni.
Formið er ifirleitt þítt eins og hugsanirnar, en ekki
hefur Einar jafnmikið vald ifir kvcðandi og Hannes.
Smákvæðin: »Vorvísur«, »Eptir barn« og »Umjólin«
eru mjög lipur og þíðleg. »Endurminníngar«, kveðið
eftir Gest heitinn Pálsson er ágætt kvæði, ein hin
bestu eftirmæli sem ég man eftir á Islensku. »Siglíng
lífsins« er ekki jafngott kvæði og þau sem ég nú hef
nefnt. Það er svo oft búið að segja okkur að við
séum að flækjast á völtum skeiðum á lífsins hafi að
flestir munu hafa haft þá líkíngu í huganum laungu
áður en þeir lásu þetta kvæði. Undarlegt er það,
að Einar, sem annars hefur auðvitað vandað svo
mjög valið á kvæðunum, skildi ekki geta feingið af
sér að skera niður brúðkaupskvæðin. Ég fæ þó ekki
betur séð en að þau séu að öllu leiti ómcrkilcg og
lík öðrum þessháttar kvæðum. Eitt af tækifæris-
kvæðunum er gott: »Minni Vcsturhcims«.
Það hefur á allan hátt verið reint að slá til
hljóðs firir kvæðum Hannesar og er það að ímsu leiti
fétt. En því þá ckki eins firir kvæðum Einars? Hér
getur ekkert annað á milli skilið en persónulegt vin-
feingi, því, að því er ég þekki hugarfar hinna hraustu
dreingja og hárprúðu snóta Isalands, mun jafnvel
fleirum, sem báðar bækurnar lesa niður í kjölinn,
þikja vænna um kvæði Einars.
Alt til þessa tíma hafa islensku skáldin geingið
ótrauðlega fram í því að stirkja með kveðskap sínum
kirkjukreddurnar og guðstilbeiðsluna; flest þcirra hafa
ort meira cða minna af sálmum, dírðlegum lofsaungum,
trúarljóðum og heitu bænakvaki. Var það óþarfi
firir okkur Islendínga að braska svo mjög í því að
fá sálmabókina níju, því vel hefði mátt nota ljóð-
mæli skáldanna í kirkjunum í stað sálmabóka. Reindar
kemur fram í sumum kvæðum Kr. Jónssonar megn
efagirni, en hann biður líka oft sem besti prestur.
Jón Olafsson er í firstu kvæðum sínum sanntrúaður
maður, en alkunnugt er að hann hefur nú firir laungu
snúið baki við kirkjunni og orþodoxiunni og geingið
vel fram í því að fletta ofanaf hjátrúnni og vana-
kreddunum. I kvæðinu »Opið bréf til séra Jóns
Bjarnasonar«, sem er merkilegt kvæði og vert eftir-
tektar, hefur hann skírt frá trúarskoðunum sínum.
Þeir Hannes og Einar láta reindar trúna liggja milli
hluta; kvæði Hannesar: »Kirkjan brennur« snír sér
að kirkjunni en ekki trúnni. Þó má sjá það af kvæð-
um þeirra að báðir eru þeir »aþeistar« (guðleisíngjar).
Þetta kemur fram í kvæði Hannesar »Sisturlát« og
hjá Einari í »Endurminníngar« og sömuleiðis í »Sjötta
ferð Sindbaðs«, þótt ofur hóglega sé í sakirnar farið.
Mörgum löndum vorum, sem þikjast vera góðir menn
og guðhræddir, mun þikja þetta ljótt og líklcga rángt
að tala svo bert um það. En guðleisið á marga
filgismenn, einkum meðal mentaðra manna, út um
heim allan og eins meðal okkar Íslendínga, þótt svo
sárfáir þori opinberlega að gángast við þeirri lífs-
skoðun, sem það biggist á, og alstaðar á það fleiri
hjörtu en opinbera játendur. Svo mun það og verða
meðan þeir, sem völdin hafa, stjórnir ríkjanna, sem
veita embætti öll og opinberar síslanir halda hlífi
skildi ifir guðstrúnni og kreddunum, en hleipidómar
meðal almenníngs gera það óheppilegan þröskuld (
vegi þeirra, sem leita eftir alþíðuhilli.
(meira).
Þorstcinn Gíslason.
Ný rítgjörö um íslenzka málfræði. Nokkrir
danskir vísindamenn hafa nýlega gefið út safn af
málfræðislegum ritgjörðum, til virðíngar við Vilhelm
Thomsen háskólakennara, og er ein þeirra eptir
Dr. phil. Finn Jónsson, um meðferð á útlendum
orðum í norrænum kveðskap að fornu fari. Rit-
gjörðin er 26 síður i stóru áttablaðabroti og fremur
þur, eins og títt er urn samskonar ritgjörðir, en
allmerkileg í raun og veru. Flest af orðum þeim,
sem höf. drepur á eiga rót sína að rekja til
hebresku (manna nöfn og staða) og svo til grisku
eða latnesku. Sum eru aptur keltnesk að uppruna
og fáein rómönsk. Fyrst og fremst drepur höf. á
uppruna orðanna og rannsakar svo hjóðgildi þeirra,
áherzlu o. s. frv. Eg efa ekki að ritg. sé vel af
hendi leist, það sem hún nær, en þó hefir höf.
sézt yfir að minnast á orðið taura, sem kemur fyrir
i Laufás-Eddu og auðsjáanlega er dregið af latneska
orðinu Ihesaurus. I niðurlagi greinar sinnar gefur
höf. í skyn, að hann kunni einhvern tímann seinna
að rita um öll útlend orð, sem komin eru inn í
(forn)íslenzkuna , og væri æskilegt að þessháttar
ritgjörð yrði gefin út sem allra fyrst, því þessi
hluti norrænnar málfræði hefir orðið mjög útundan
enn sem komið er, eptir því sem eg veit bezt.
ÓI. Dav.
Íslendíngar í Dansk Biograflsk Lexikon vii.
1893. I. Hansen-Holmsted: J. P. Havstein amt-
maður, bls. 171—72, séra Arni Helgason, bls.
289—90, Jón landlæknir Hjaltalín, bls. 458—60,
Oddur læknir Hjaltalín, bls. 460, Olafur biskup
Helgason, bls. 461—62, þorsteinn Elias Hjaltalín
íslenzkur málari, sem ílendist i þýzkalandi, bls.
462. Dr. Kr. Kaalund hefir ritað um alla þessa
nenn nema málarann. Um hann hefir F. J. Meier
ritað. Af útlendum mönnum, sem sérstaklega
koma Islandi við eða sögu þess má nefna Lud-
vig biskup Harboe, bls. 84—B7 og Einglendínginn
Ebenezer Henderson, bls. 338—39. Hann ferðaðist
um alt ísland 1814—15 og breiddi út. 5000 Biblíur
og jafnmörg Nýatestamenti meðal almennings.
Ól. Dav.