Sunnanfari - 01.06.1895, Side 4
92
og stöðva frumhlaupið móti þeim, að hann þá
ekki skuli reyna að velja og þýða kvæði eptir
það skáld, sem bezt mundi falla við skap manna
nú á dögum og þar að auki er eitthvert hið
helzta skáld Grikkja, nfl. J>rc>krítos. Hann hefir
aðeins tekið eitt kvæðisbrot eptir þetta mikla
skáld. J>eókrítos lýsir betur lífinugríska en nokk-
urt annað griskt skáld; þau eru sum háfleygari
og stórkostlegri en hann, en hann er einstakur
og framúrskarandi í sinni röð. Gr. Th. hefði
gjört bókmentum vorum miklu meiri greiða, með
því að þýða »Seiðkonurnar« eða »Konurnar á
Adonishátíðinni« eptir f’eokrltos, heldur en með
því að þýða það, sem hann hefur þýtt úr Pindar.
En svo kemur nokkuð skrítið. í inngangs-
kvæðinu til þessa kafla bókarinnar (Til rektors
Jóns J>orkelssonar) segir hann:
»íslenzkað eg aðeins hefi Pindar
»Yngri skáldunum til fyrirmyndar;
og það er af því, að:
»Eins og hann er allra háfleygastur,
»Orninn skygni meðal fugla smærri,
»Allt eins var hann greppa guðhræddastur
»Guða því hanns töðvum flaug svo nærri«.
Já, ekki held jeg að yngri skáldin muni taka sér
Pindar til fyrirmyndar. þ>eir af þeim, sem vildu
yrkja guðrækileg kvæði, ættu heldur að líkja
eptir tveimuraf framúrskarandi íslenzkum skáldum,
Hallgrími Péturssyni og Valdimar Briem, þar sem
guðræknin er mifclu ríkari en hjá Pindar, og þar
að auki skilja nútímamenn þau miklu betur.
J>á koma ýmsar þýðingar eptir þrjú hin
mestu sorgarleikjaskáld Grikkja, þá Æschylos,
Sofokles og Euripides. í þennan kafla af þýð-
ingunum er mest varið. Sumstaðar er mjög vel
þýtt, á einstaka stað jafnvel meistaralega, en það
er langt frá því alstaðar og stundum fer mart mið-
ur en skyldi. Bezt þykir mér þýdd: »Kórsaungur
úr Oidipúsi á K.ólonos« (Höldum sem ei hófsins
gæta) eptir Sofokles, og »Kórsaungur hertekinna
kvenna« úr »lfígenía í Táris« eptir Euripídes.
f>að mætti nefna fleiri. þ>ýðandinn fer ekki nærri
orðunum, en lætur sér meira ant um meininguna,
og er það auðvitað alveg rétt. Sumstaðar
skemmir hann kvæði, sem á frummálinu eru ljóm-
andi falleg; til dæmis má taka kórsaunginn úr
»Medeja« eptir Euripides, sem Gr. Th. þýðir
undir íslenzku grallaralagi. fegar eg les það
kvæði á grísku, finst mér það mjög fagurt, en
ekki þykir mér vitund koma til þess á íslenzku
í þýðingu Gr. Th. Einkum er það eitt, sem er
afleitt, og spillir mjög miklu hjá þýðandanum.
Hann er sem sé alt of mikill íslendingur. J>að
sem er einn afhelztu kostum Gr. Th. þegar hann
yrkir frá eigin brjósti verður|honum að falli þeg-
ar hann fer að þýða. Hann þýðir t. a. m. fjölda af
kvæðum undir íslenzkum þjóðlögum, hleður sam-
an gömlum kenningum og nöfnum úr Eddu í þau
og gætir ekki að því, að á þennan hatt tekst
honum að flæma burt allan grískan blæ af kvæð-
unum. J>ýðandinn getur þess sjálfur í formála
bókarinnar, að sín skoðun sé að Hómer eigi að
þýða orðrétt og undir bragarhcetti frumkvœðanna
(o: í hexametrum). þ>etta er auðvitað alveg rétt,
°R ég er Gr. Th. samdóma þar að öllu leyti.
Mér er t. a. m. blóðilla við að lesa þýðingarnar
íslenzku (í ljóðum) áílionskviðu og Odyseifskvæði,
bara af því að þær eru undir fornyrðalagi, en
ekki hexametrum. En lýrisk kvæði grísk er ekki
hægt að þýða eptir bragarhætti frumkvæðanna,
nema rétt á einstaka stað. En þá dugar ekki að
koma með einhvern bragarhátt, sem er einkenni-
legur fyrir Island, og nota hann við þýðinguna.
Kvæðin eru grísk og verða grísk og maður á að
láta útlendan (grískan) blæ vera á þeim, og brag-
arhætti þeirra. Bragarhátturinn á kórsaungunum
grísku ætti að vera mjög fjölbreytilegur, og ekki
hið sárleiðinlega þjóðlag, sem Matthías Jochums-
son notar í »Látum hnífa hvassa stýfa haus frá
bo!«. Grímur Thomsen notar það opt; hann
rífur hinn glæsilega gríska skarlatsbúning burt af
kvæðunum, og færir þau i móleita íslenzka dugg-
arabandspeisu. |>essi bragarháttur á vel við hjá
Matth. Joch., þar sem íslenzkir alþýðumenn tala,
en er mjög afkáralegur þegar hann á að lýsa
tilfinningum grískra kvenna og öldunga, eða vín-
óðar Bakkosarbrúðir kveða söngva með því lagi.
Af öðrum kvæðum má nefna kvæðisbrot
eptir Alkman, snildarlega þýtt, og kvæði eptir
Meleager og Sapfó. Svo eru þar liprar og fyndn-
ar smávísur eignaðar Anakreon og ýmislegt
annað, sem er bæði fagurt og einkennilegt.
J>ó nú ýmsa galla megi finna á þýðingum
þessum, á Dr. Grímur Thomsen samt miklar
þakkir skilið fyrir þær. Bara að aðrir vildu nú
ganga í fótspor hans og þýða fleiri af þessum
snildarverkum. J>að er t. d. mjög leiðinlegt að
vita, að ekki eitt einasta grískt leikrit er til heilt
á íslenzka tungu, og þó eru til ýmsir menn á
íslandi, sem væru færir um að þýða þau. J>að
hefir ýmislegt verið þýtt, sem minna hefir verið
varið í. Bókmentafélagið ætti að gefa slíkt út,
því óvíst er, hvort bóksalar myndu fúsir á það.1)
Yfir höfuð að tala tel eg bók þessa með
beztu og merkilegustu bókum sem út hafa komið
nú um langan tíma á íslenzka tungu. Get eg
ekki nógsamlega hvatt menn til að kaupa bók-
ina og lesa hana, því hún er bæði þjóðinni, bók-
mentum hennar og skáldinu sjálfu til mikils sóma.
Kaupmannahöfn, í Febrúarmánuði 1894.
Sigfús B. Blöndal.
Þorsteinn Erlingsson.
Menn hafa nú svo opt séð nafn J>orsteins
skálds hér í Sunnanfara og sjálfsagt haft svo
’) Ábm. Sf. er ósamþykkur mörgu af því, sem hér
J. p.
segir.