Sunnanfari - 01.06.1895, Side 5

Sunnanfari - 01.06.1895, Side 5
93 marga ánægjustund af kvæðum hans, að vænta má, að mörgum muni þykja gaman að fara að sjá framan í hann, og er þá hcrna mynd af honum. Vér ætlum ekki að gera hér langa prédikun um þ>orstein, en geta skulum vér þess, að hann er fæddur í Hlíðarendakoti í Fljótshlíð 27. Sept. 1858, og ólst þar upp hjá bónda einum þ>orsteini að nafni, og heitir þ>orsteinn í höfuð á honum. En Erlingur faðir þ>orsteins skálds lifir enn og er Pálsson, og hefir búið í Fljótshlíðinni; bjó Páll faðir hans og í Fljótshlíð og var Arn- bjarnarson, og kunnum vér ekki þá ættartölu leingri. En móðir Erlings föður þ>orsteins var Helga dóttir Erlings í Brautarholti, Guðmunds- sonar í P'ljótsdal, Nikulássonar sýslumanns { Rangárþingi, þess er drekkti sér í Nikulásargjá á alþingi 1742, erhann átti ímáli nokkruheldurtæpu, en faðir hans var Magnús sonur Sigríðar stórráðu Magnúsdóttur; var hann kall- aður Benediktsson, Páls- sonar, Guðbrandssonar bi- skups, en ekki gerði Páll lög- maðurVídalín mikið úr þeirri frændsemi einhverntíma,þeg- ar Magnús var að státa af því, að hann væri í ætt við Pál: Láttu ganga lestur um kring, letjast gestir fínir, fjandinn eigi þinn fjórmenn- ing þá frá er er skilinn og mínir. Kona Guðmundar í P'ljótsdal var Helga dóttir Pirlings P'inarssonar á Raug- arfelli, en kona Erlings í Brautarholti var Anna María systir séra Pá!s skálda, Jóns- sonar faktors á Vestmanna- eyjum, Eyjólfssonar bónda í Vestmannaeyjum, Jónssonar. Séra Páll var níðskælda hin mesta,en allra manna orðhagastur og meinlegastur og maður bráðgáfaður. Ekki eru aðrar skamma- vísur betri til en eptir Pál, en hann gat líka ort fagurlega. þ>orsteinn kom í skóla 1877 og var þá orðlagt að austan hvert skáld hann væri, enda studdu þau skáldin nokkuð að námi hans undir skóla, Steingrimur Thorsteinsson og Matthías Jochumsson, og jafnan var Steingrimur hor.um vel síðan á margan hátt. Hafði Jón söðlasmiður Jónsson í Hlíðarendakoti komið honum á fram- færi við þau skáldin. þ>að þótti fljótt brydda á því í skóla, að þ>orsteinn væri flestum mönnum hagmæltari; orti hann og mart í skóla, og var sumt af því prentað, og prentuð höfðu enda verið eptir hann kvæði áður hann kom í skóla. 1883 útskrifaðist þ>orsteinn úr latínuskólanum og Porsteinn Erlingsson. fór sama haust til Kaupmannahafnur, þá í bili mest fyrir styrk höfðingsmanns eins í Rangár- þingi (þ>orvalds á þ>orvaldseyri). Stundaði fyrst lög um tíma, en hætti síðan við það, og varð ekki af embættisprófi. Framan af Hafnarárum sínum orti þ>orsteinn töluvert, en nær ekki þeg- ar leingra leið, þar til útgefendur Sunnanfara feingu hann 1891 til þess að taka upp aptur kveð- skap sinn og hófu að flytja kvæði hans í blaðinu. Síðan hefir kveðskap hans borið ört á og hann ort mart ágætlega síðan, svu að nú dettur eingum manni annað í hug en að telja hann eitt af vor- um beztu skáldum. þ>að hefir verið fundið að sumum kvæðum hans, að þau væri efnislítil og má það satt vera; þóttust menn og í skóla verða þess varir, að þ>orsteinn legði meiri áherzlu á fagran frágang kvæða sinna en efni. þ>ví var það, að einn af skólabræðrum hans sagði eitt sinn í skóla í gamni um þ>orstein, »að hann væri góð- ur, ef hann hefði eitthvað í kjaptinn að láta«. En hvað sem því líður, þá er hitt og víst, að mörg af kvæðum hans eru svo þrungin af efni, að þéss eru fá dæmi á vora tungu, og þarf þar ekki að benda á annað en Orlög guð- anna og Vcstmenn, sern bæði eru prentuð í Sunnanfara. það hefir enn verið fundið ► þ>orsteini til foráttu, að það væri miður hollar lífsskoð- anir, sem kæmi fram í sumum kvæðum hans, og getum vér ekki neitað því, — þótt vér höfum verið að halda um höfuðið á því,— að betur gæti hann varið góðu pundi en til árása á kristindóm, því að þótt menn trúi eingu, er j kristindómurinn þó »históriskur« helgidómur. — En öll kvæði þ>orsteins eru frábær að liðugleik og öllum ytra frágangi, og tvísýnt er það, hvort nokkur hafi sá ort á íslenzku, er taki honum fram í rímsnild. Mun kveðskapur Steingríms hafa haft góð áhrif á þ>orstein til vandvirkni, en hins vegar er og auðfundið á sumum kvæðum hatis, að léttleika og lipurð Sigurðar Breiðfjörðs hefir honum fundizt mikið til um. Að útlend skáld hafi haft nokkur veruleg áhrif á hann mun tæplega verða sagt. Vísa séra Andrésar Hjaltasonar, sem prentuð var í Sf. IV, 7. eptir alskript Gísa Komhðssonar ritar frú Torf- hildur Hólm ábyrgðarm. Sf. eptir f>órunni dóttur SÓra Andrésar, að sé réttari svo: Valdsmannsræðan önduð út embættis úr þönum o, st frv*

x

Sunnanfari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sunnanfari
https://timarit.is/publication/140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.