Sunnanfari - 01.09.1895, Blaðsíða 7

Sunnanfari - 01.09.1895, Blaðsíða 7
23 minnisstæður ekki siður fyrir það, hvað rettlátur og góður rnaður hann var — svo þektum vér hann — , heldur en fyrir það, hve ljós hann var og lærður i fræðum sínum, og — svo mæta oss hér i þessari bók gamlir kunningjar, sem eru skýringar Konráðs yfir Hrynhendu og Hrafnsmíú, VeUeklu og Bekste/ju, því að þá fyrirlestra hlýddum vér á einna fyrst hér við háskólann. Frá Oísla M. Thompson, Gimli: M. J. Savage: Trúin á guð. Atta fyrirlestr- ar. þýtt hefir Rev.(!) Magn. J. Skaptason. Sér- prent úr Dagsbrún II. árg. Gimli, Man. Prent- smiðja G. Thompson's 1894. Ljóðmæli eptir Harald G. Sigurðsson. Gimli, Man. Prentuð í prentsmiðju G. M. Thompson's 1895. Móður minni Madm. Ingibjörgu Jónsdóttur eru ljóðmæli þessi tileinkuð. Höffundurinn]. Höfundur þessara kvæða er ungur maður, eptir því sem Sunnanfara hefir verið skrifað, og er því hálfgerð synd að vera harður við hann. En því ör ekki hægt að neita, að kvæðin eru of- boð efnislitil og hugsunin staðlitil og sundurlaus; þau eru sviplitil, en meinlaus eru þau og meiða aungvan. Helzti kostur kvæðanna er það, að þau eru liðug og optast slétt og laglega ort. þó bregður út af þvi, og er kvæðið »Unnustinn á banasænginni« (bls. 3) t. a. m. öldungis afleitlega ort. þar er hver ljóðstafagallinn ofan í annan. það getur þó verið, ef skap og gáfur eru i þess- um unga manni nokkurn veginn á móta við hagmælskuna, að það rætist úr honum, og hann verði þó einhvern tíma barn í brók sem skáld. Frá höfundinum: Odin's horse Yggdrasill by Eirikr Magnússon, M. A., (flutt i málfræðingafélaginu í Kambryggju). London 1895. Höfundurinn ætlar, að Yggdrasill sé sama og; Yggjar drasill (= drösull = hestur) eða hestur Oðins). HenrekUt Bjalki (Henrich Bjelke) var, eins og menn vita, leingi höfuðsmaður á Islandi á 17. öld, þó hann væri þar sjaldan að staðaldri sjálfur Hann svældi þar samt undir sig töluvert mikið jarðagóz, sem kunnugt er (Bjálkajarðir); þótti þó með skárri höfuðsmönnum, enda var hægt að gera Helga min að jafnast á við suma, því að ekki þótti til fríðs að vanda, að skapa íslendingum yfirvöld, svo að stundum feingu þeir hinar fagn- aðarlausustu »sendingar«. I Danmörku þótti Hen- rekur Bjálki hinn mætasti maður, sem hann og var. Hafa nú Danir nýlega rannsakað legstað hans og þeirra Bjálkanna fleiri i Nesbæjarhólmi; hefir kista hans verið skrautleg og af viðhöfn mik- illi, en lítt um hana hirt, og á nú að gera henni betri skil en verið hefir. Geirfuglar. Geirfuslsegg var selt fyrir nokkru við uppboð í Lundúnaborg fyrir 3,400 kr. handa safni einu, en í fyrra komst geirfuglsegg d uppboði í 5,700 kr. Boðinn var og upp geirfuglshamur, en hann gekk inn af því að það fékst »ekki meira« en 6,500 kr. boð í hann. Geirfuglar eru nú, eins og menn vita, aldauða og seinustu fuglarnir, sem menn vita um voru við Geirfuglsker fyrir Reykja- nesi. Nú er sagt að til muni vera nær 80 geir- fuglahamir alls í veröldunni, og af þeim eru 22 á Englandi, 20 á þjóðverjalandi, 8 á Frakklandi, 4 í Austurriki og þar fram eptir götunum. það væri ekki ónýtt fyrir ykkur, landar góðir, að finna lifandi geirfugla, en það væri dýr málsverður, hver fugl sem drepinn væri og étinn. Pappír fóru menn fyrst að búa til i byrjun 15. aldar. það hefir leingi verið geipað um það, hvað menn hafi verið aptur úr í öllu á íslandi á 15. öld, en í því að nota pappír hafa þeir þó ekki verið það, því það vita menn með rökum, að pappír hefir verið hafður þar til bréfagerða 1423, og mun það ekki hafa verið orðið alment öllu fyr í öðrum löndum. En hið elzta bréf, sem nú er til og ritað er á íslenzku, er gert 1437, og alla 15. öld hafa menn án efa öðrum þræði haft pappir til ritgerða og úr því. þó hættu menn ekki alveg að rita á skinn fyrri en á 17. öld. ..Sameiningin''. mánáðarrit til stuðnings kirkju og kristindómi íslendinga, gefið út af hinu ev. liit. kirkjtifélagi í Vesturheimi og prentað í Winnipeg. Ritstj. Jón Bjarna- son. Verð í Vesturh. I dollar árg., á Islandi nærri þvi helm- ingi lægra: 2 kr. Mjög vandað að prentun og ritgerð allri. IO. árg byrjaði í Maits 1895. Kæst í bókaverzlun Sig. Krist- jánssonar i Reykjavík og hjá ýmsum niönnum víðs vegar út um alt land. „Heimskringla", útbreiddasta (2500 eintök) og stærsta ísl. blað í heimi kemr Út í Winnipeg, Man. í Heimskringlu-húsinu að 653 Pacific Ave, hvern laugardag, 24 dálkar tölublaðið. Kostar $2 Arg., 7 kr. i Danmörku, 6 kr. á íslandi. „Oldin", mánaðarrit, 32 dálkar hvert hefti, kemr út einn sinni á mánuði. Kostar .^1, 3 kr. 50 au. í Danmörku, 3 kr. á Is- landi.— Allir kaupendr •Heimskringlu" fá ¦ ölcfina* ókeypis. — Ritstjóri beggja þessara blaða er hr. Eggert Jóhannsson. Nikolai Jensen's skraddarabúð í stór- og smákaupum Kjöbmagergade 53, 1. Sal (beint á móti Regentsen) Kjöbenhavn K. óskar framvegis að skipta við Islendinga. Sýnis- horn af vörum send ókeypis. Stjörnu-heilsudrykkur. Stjörnu-heilsudrykkuTÍnn skaTar fram úr alls konar „Lífs-Elixír", sem menn alt til þessa tíma bera kensli á, bæði sem kröptugt læknislyf og sem ilmsætur og bragðgóður drykkur. Hann er agætur læknis- dómur, til að afstýra hvers konar sjúkdómum,

x

Sunnanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnanfari
https://timarit.is/publication/140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.