Sunnanfari - 01.09.1895, Blaðsíða 3

Sunnanfari - 01.09.1895, Blaðsíða 3
19 kominn að tíunda (decimera), og biður hann þá að gera svo vel og taka sig fyrstan, »þó þú vitir, að mér þykir ekki eins vænt um neinn mann eins og þig, nema manninn, sem einu sinni stal frá mér bókunum utanlands«. J>að varð ekki meira af tíundaninni, og héldu þeir vináttu sinni eptir sem áður.1) f>að er varla efi á því að alvara og vand- læti Schevings hefir verið skólanum hollara en hávaði og harðstjórn Bjarna rektors, þó að hún hafi, ef tií vill, haft sína kosti. Við lækinn. Brosandi situr þú bakkanum á, blómfagra meyja, en eg tíni strá og blómin í strauminn, er ber þau til þín og burt frá þér aptur, — og svona' er nú mín æfin og yndið á förum. Leiðirnar skilja og líkast til þá líð eg úr minni þér rétt eins og strá; en þú hefir unnað mér, það er mér nóg, þvi get eg dáið og sofið í ró, unz leiðirnar liggja aptur saman, þ>ar til þú vekur mig brosandi og blíð, — þá búum við saman um eilífa tíð; eg verð þá að eingli, og verð líkur þér, — þú varst það nú ætíð, því fyrirgefst mér, þó að eg elskaði eingil. Páll Olafsson. Frá Kaupmannahöfn. íslendingar hafa átt og^ eiga enn svo mikil samskipti við Dani, eiga svo mart undir högg að sækja til þeirra og eru neyddir til þess, eiga svo margar menjar og endurminningar bæði frá fyrri og siðari tímum í Kaupmannahöfn, höfuðborg Dana, að nærri má geta, að flestum mundi þykja fróðleikur í að heyra þar nokkuð sagt frá, hvað það er og hvernig því sé varið þar i borg, sem að einhverju leyti er bundið við ísland eða lsland varðar að einhverju, þv{ það ætlum vér að allur þorri manna sé lítt fróður um. það verður því nú í Sunnanfara um hríð skýrt frá í all-langri grein, er skipt verður niðuríkafla, sem koma munu út smám- saman og verða ritaðir af sinu sinni hverjum, öll- um þeim helztu stofnunum hér í borg, sem hafa þýðingu fyrir ísland, svo sem ráðuneytinu fyrir Is- land, Háskólanum, Stúdentagarðinum (Garði) og lífi íslenzkra stúdenta hér, Kommunitetinu og sjóð- um, er Jslendingar geti feingið styrk úr, söfmim, er hafa íslenzka muni að geyma, svo sem Jiíkisskjala- safni, Konungsbókhlöðu, Háskólabókhlöðu og Árna safni Magnússonar, Náttúrugripasafni, safni Alberts ') Saga þessi er tilfærð hér eins og mér sagði liana Kontáð prófessor Gíslason. (J. p.)' J>orvaldssonar, Bœjarskjalasafninu og Forngripa- safninu norræna, fyjóðgripasafni, félögum, svo sem Bókmentafélagi, Fornfræðafélagi, Fornritafélagi, ís- lendingafelagi, félagi íslenzkra stúdenta, helztu íslenzk- um verzlunarfelögum og kaupmönnum. Ekki verður þó sagt frá þessu i neinni fastri röð heldur eptir því, sem fyrir fellur. Mun frásögnin einkum verða skýrandi og fræðandi, en þó sagður kostur og löstur á hverju sem er, ef svo ber við að horfa. Ætlum vér að þetta geti verið meðal annars til góðs fyrir marga menn, er koma hingað ókunnug- ir frá Islandi. Mun í næsta blaði verða tekið til þessara mála. Sannsögli Boga Melsteðs. Af því að Bogi Melsteð hefir dirfzt í Fjallkon- unni að lýsa þau orð ósannindi, sem höfð voru eptir honum í Sunnanfara IV, 12(bls. 94)umháskólasjóðinn, birtist hér vottorð frá þrem mönnum, sem eru fult eins valinkunnir og Bogi, og voru viðstaddir og heyrðu munnsöfnuð hans : »|>að vottum við undirritaðir, að við vorum á íslenzka stúdentafundinum í Kaupmannahöfn 25. Apríl þ. á. og sáum að cand. mag. Bogi Th. Mel- steð gekk að sæti Dr. Jóns þorkelssonar, er þá hafði í erindi minzt á stofnun háskólasjóðsins, og getið þess, að Bogi hefði meðal annara skrifað undir áskorun um samskot til hans, og heyrðum við þá, að Bogi Melsteð skaut þeim orðum að Dr. Jóni og laut jafnframt niður að honum: »f>ú hefir þá stolið nafni mínu undir hana«. Kaupmannahöfn 6. Júlí 1895. Siguröur Pe'tursson. porst. Gíslason. Enn fremur sagði Bogi Melsteð, er Dr. Jón bað hann ítreka orð sin: »þú munt bezt vita sjálfur, hvernig þú hefir komizt að því«. Siguröur Pétursson.1) það votta eg undirskrifaður, að eg heyrði cand. mag. Boga Th. Melsteð mæla þau orð til Dr. Jóns þorkelssonar á stúdentafélagsfundi hér 25. Apríl þ. á., að Jón hefði stolið nafni sinu und- ir áskorun til samskota til háskólasjóðsins. Kaupmannahöfn 13. Júlí 1895. Jens B. Waage.< Hér virðist ekki þurfa framar vitnanna við, og verður það nú Boga að klóra sig út úr þessu. Vísa Séra Páls Skálda um Jón Torfabróður; þú hefir leingi lífs um tíð lagt þig í að slaðra bölvað haugabull og níð bæði' um mig og aðra. 1) pessi yfirlýsing Sigurðar Péturssonar kemur að aungu leyti í bága við yfirlýsingu hans í Fjallkonunni XII, 32, þvi að þar með vill hann ekki annað segja en að Bogi hafi ekki lýst þeim orðum yfir, er hann mælti, heldur að hann hafi sagt þau við Jón porkelssou, og, ef til vill, ekki ætlazt til að þau yrði vottföst. — Að öðru leyti er víst ekki mikið að byggja á heymarleysi Helga Jónssonar og Sæmundar Bjarnhéðinssonar, góðkunningja ábm. þessa blaðs. J. p.

x

Sunnanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnanfari
https://timarit.is/publication/140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.