Sunnanfari - 01.09.1895, Blaðsíða 5

Sunnanfari - 01.09.1895, Blaðsíða 5
21 þeim göltur ei'nn og lét grimmlega. Sparkaði þá Bjarni aptur undan sér fætinum og rak spor- ann á kaf inn í trýni galtarins og reif út úr, svo að skepnan rak upp ógurlegt hljóð, og vai ð að drepa hana. En Bjarni leit ekki einu sinni við, eins og ekkeit hefði í skorizt. þó að það sé vandséð, hvort að skólinn hafi haft gott eða ílt af stjórn Bjarna, þá er hann þó svo stórfeing persóna, að hans verð- ar leingi minzt og margir munu hafa gaman af að sjá svip hans, og þó hann væri hrossabrest- ur þá var og er sjálfsagt mörgum manni mein- laust við karlinn. Varla verður Bjarni talinn mjög íslenzkur maður; hafði og leingi verið embættismaður í Danmörku áður hann fór til íslands. Og það meistarastykki gerði hann að koma því á, að gefnar væri skólaskýrslurnar út ekki síður á dönsku en íslenzku, og stóð svo þar til Jón rektor Jporkelsson kom þeim óvanda af. Bjarni átti eina dóttur barna. Hún íleingd- ist í Danmörku. DÍspÚtaZÍUr við háskóla höfðu fyrrum verið svo fjörugar, að nú eru þær ekki orðnar nema svipur hjá sjón; gat þá mönnum stundum hrotið hreystiyrði, og þá kom stundum mart úr kafi. Gamall blaðamaður danskur (J. Davidsen), sem mundi langt fram, sagði 29.~Marts 18901) frá þessari sögu, er gerðist víð háskólann í Kaup- mannahöfn í ungdæmi hans: »Eg minnist nú hneykslis eins, sem kom fyrir við doktorsdispútazíu í æsku minni, og vakti óvenju- lega mikla eptirtekt manna. Kandidat einn í guðfræði, er var hálfbróðir eins nafnkends kennara við há- skólann2), ætlaði sér að verða doktor í guðfræði, og hafði lagt dispútazíu sína undir dóm háskólans, og hún verið dæmd verð þess í alla staði, að hann verði hana fyrir nafnbót þessari. það var kominn saman múgur og margmenni i sal þann í háskólanum, þar sem athöfnin skyldi fram fara; til þess að hlusta á. Skömmu eptir að annar hinna tilskipuðu andmælenda hafði tekið til máls, kemur fram ungur maður, sem eg man ekki betur en væri íslenzkur stúdent, og rogast með heljarmikinn doðrant undir hendinni, og heimtar að mega tala sem aukaandmælandi. Honum var leyft það. Fletti hann þá upp doðrantinum og sýndi fram á það, að dispútazía doktorsefnisins væri svo að segja orð fyrir orð skrifuð upp úr skruddunni. Eins og geta má nærri rak alla í rogastanz á þvilíkri bíræfni. Doktórsefninu varð svo felmt við, að það var nær liðið yfir hann, og varð að styðja hann út ár salnum. Prófessorarnir, sem höfðu dæmt ritið gilt, nöguðu sig í handarbökin og dauðskömmuð- ust sín fyrir hvernig leikið hafði verið á þá, og að þeir skyldu ekki hafa þekt það guðfræðisrit, ) »Avisen<- ') Jens Möller (J. f>.). sem dispútazían var stolin úr, einkum af því að það kvað ekki hafa verið alveg óþekt bók meðal lærðra manna. En — samt varð kandidatinn doktor. það var áður búið að dæma ritið gilt«. þessi íslendingur, sem hér getur um, var þorleifur Repp (d. 1857), nafnkunnur máfræðingur á sinni tíð, og örðugur kappræðumaður og ekki vílinn. En nokkiu síðar (1826) ætlaði þorleifur sjálfur að gerast doktor, og var búið að dæma ritgerð hans gilda1), en sú ferð varð samt með slysum, þvi nú mundi Jens Möller honum þegjandi þörfina, þegar þorleifur skyldi verja hana munn- lega. Er sagt, að f'orleifur hafi svarað heldur óvirðulega aðfinningum, og hlegið nokkuð háðug- lega að andmælendum, svo að Orsted, sem þá var djákni i háskóladeildinni, hafi slitið umræðun- um og rekið þorleif úr forsætinu með þessum orð- um: »Absit risus, absit scurrilitas! Descende e cathedra, scurra!« (þ. e. burt með hlátur, burt með fiflaskap! Farðu niður úr forsætinu, fífl!). Endirinn varð sá, að Jens Möller reri svo undir í háskólaráðinu, að þorleifur fékk ekki doktors- nafnbótina, og þóttu það hrópleg rangindi, og að öllu þrælslega með hann farið. Byrgir Thorlacius, íslendingur að ætt, sonur Skúla rektors Thorlacius's, var þá einn með helztu kennurum við háskólann danska. Varð hann svo æfur yfir þessu gjörræði, er þorleifi var sýnt, að hann ritaði háskólaráðinu mjög þykkjufult bréf og sagði sig úr því. Nýprentaðar bæknr á. kostnað sigurðar bók- sala Kristjánssonar: 1) Saga Magnúsar prúða, er ¦Tón porkelsson tók saman. Khöfn 1895. Als 128 bls. (með mynd). 2) Saga Jóns Espólíns hins fróða, sýslumanns i Hegranessþingi, rituð af honum sjálfumí dönsku máli, en Gísli Konráðsson færði hana á íslenzkt mál, jók hana og hélt henni fram. Með formála, viðbæti og registri eptir Jón þorkelsson. Khöfn 1895. xlij +211 bls. Barnabæn gömul. Við skulum ekki gráta og ekki tala ljótt, þá verðum við svo stór og vöxum upp svo fljótt; við skulum lesa bænirnar, þá sofum við svo rótt; guð og allir einglarnir þeir vaka hverja nótt. Nýir stúdentar frá íslandi eru þessir komnir hingað nú : Bj'örn Bjarnason, Múlsýslingur; Jón Sveinbjörnsson (háyfirdómarason); Olafur Eyjólfson úr Flatey; Táll Bjarnason, sýslumanns frá Geita- skarði; Páll Sæmundsson frá Hraungerði; Sigurður Eggerz (Pétursson). Okurvexti tekur Sunnanfari ekki af því, sem hann á hjá mönnum, þótt þeir borgi hann ekki strax, og vonumst vér til að menn sjái svo sóma sinn að borga hann ekki siður fyrir það. ') llún heitir »De sermone .teptameu<.

x

Sunnanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnanfari
https://timarit.is/publication/140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.