Sunnanfari - 01.10.1895, Blaðsíða 1
1 \
ffl Verí 2 kr. S)
„ 6)
,n 30 aura arg., ýj
| Wrgisi fjrír |
0 fram. $
\&\5?.\S5\^\s&\sö
tí\s\s\S3S\^
Aiigljsingar jjj
20 a. imgin- d)
niálslína; % jjj
aura smáletar. \
Wsa6®SH6
V, 4
OKTOBBR
1895
Gísli lögmaður Hákonarson.
Jpað má búast við því að mönnum fari nú
að finnast Sunnanfari hverfast heldur til fornra
minna, því að um hríð höfum vér nú mest flutt
myndir framfarinna manna, og hér kemur nú
mynd af enn einum, en það er af Gísla lögmanni
Hákonarsyni, sem glæsilegastur höfðingi var á
íslandi á fyrra hluta 17. aldar, og er elzti lög-
maðurinn, sem nú er mynd til af.
Gísli lögmaður er fæddur á Hlíðarenda í
Fljótshlíð 1583. Var hann
af góðu bergi brotinn, son-
ur Hákonar sýslumanns í
Klofa (d. 1608), Árnasonar
sýslumanns á Hlíðarenda.
J?að er Langsætt. I móð-
urkyn var hann kominn af
ætt Jóns Pálssonar Maríu-
skálds. 1614 gerðist full-
komin óvild með Herleifi
Daa (Herlegdáð) höfuðs-
manni og Gísla lögmanni
Jpórðarsyni, svo að hann
misti þá lögsögu; er sagt
að Gísli Hákonarson hafi
heldur blásið að þeim kol-
unum, og var hann þá um
sumarið á alþingi kosinn
lögmaður sunnan og austan
og hélt því embætti til
dauðadags. Til eru erfiljóð
eptir Gísla lögmann merki-
leg. Er þess þar getið, að
hann hafi snemma þótt
mannvænlegur; þegar hann hafi verið barn
að aldri hafi einn af höfuðsmönnunum séð
piltinn, litist vel á hann, gefið honum grip
nokkurn og spáð vel fyrir honum; í skóla
hafi hann skarað fram úr að námi og hafi þar
»jafnan verið metinn mest meir en aðrir í gildi«.
Segir þar og, að Hákon sýslumaður faðir hans
hafi látið hann læra Jónsbók utan að. Fjögur
tungumál hafi hann kunnað: dönsku, þýzku,
ensku og latínu, og hafi verið að námi erlendis.
Hann var með hæstu mönnum að vexti og karl-
menni að burðum, allra manna kurteisastur og
prúðastur í framgaungu, lítillátur og glaður í
viðmóti, trölltryggur og raungóður vinum sín-
um; bæði málrómur hans og háttsemi var öll
fyrirmannleg; hár hans var bleikt eða glóbjart,
hörundslitur fagur; nokkuð rjóður í andliti. I
dómum sínum var hann réttlátur, og það er
sérstaklega tekið fram, að hann hafi »aldrei verið
drukkinn af víni« á þingum, og má af þvi ráða, að
í þá daga hafi það verið nokkuð alment, að
embættismenn hafi verið slompaðir við embætt-
isverk. Framan af bjó Gísli lögmaður í Laug-
arnesi, en 1617 keypti hann Bræðratungu í
Biskupstungum og bjó þar
siðan. Hýsti hann þar stór-
mannlega og er einkum
orðlagt bæjardyraportið í
Bræðratungu, er síðar eydd-
ist af þrumueldi. Heldur
var ríkismannarígur kallað-
ur milli hans og Ódds bisk-
ups eptir að Gísli flutti í
nágrennið við hann; fór þó
alt skipulega. Kona Gísla
var Margrét dóttir séra
Jóns Krákssonar í Görðum,
hálfbróður Guðbrands bisk-
ups, og er af þeim komin
mikil og merkileg ætt. Var
einn sonur þeirra Vigfús
sýslumaður á Hvoli faðir
Bauka-Jóns og þeirra
bræðra; annar var Hákon
faðir Sigríðar móður Udds
lógmanns. Kristínu dóttur
Gísla átti Jporlákur biskup
Skúlason; stóð brúðkaup
þeirra í Bræðratungu um haustið 1630 með
hinni mestu viðhöfn og þar höfð brúðgumareið;
lýsir Oddur annálaritari á Fitjum hófi því svo:
»Tjöld herra forláks stóðu langt norður í holt-
um frá Bræðratungu. Jpangað reið herra Oddur
neðan úr Tungusporði með sinni fylgd frá tjöld-
unum. Var brúðgumareiðin heim að staðnum á
laugardagskvöldið svo niðurskikkuð, að jafnan
riðu þrír og þrír samsíða, þar til helmingur
fólksfjöldans var af stað kominn, og þar eptir
tveir og tveir. Biskuparnir báðir riðu síðastir,
og voru hinir fyrstu þá komnir heim að Tungu,
þegar biskuparnir riðu fiá tjöldunuui. Ekki
Gísli Hákonarson.