Sunnanfari - 01.10.1895, Blaðsíða 2

Sunnanfari - 01.10.1895, Blaðsíða 2
26 sást í völlinn fyrir hestum og fólki, þegar allir voru stignir af hestbaki. Herra Gísli Hákonar- | son var mikill höfðingi og rausnarmaður; sagði alla sína gesti velkomna, en sagðist afskilja alla norðlenzka hæversku«. Jafnan hafði Gísli mikinn byr hjá danska valdinu; var og stundum í nöfuðsmanns stað, sem ekki var þá vandi um íslendinga; betur slapp hann og hjá ákúrum en aðrir embættis- menn 1618 hjá þeim umboðsdómurum Friðriki Frís og Jörundi Vind, en eingu að síður var hann íslenzkur í skapi og vildi halda íslenzk lög; er lögbók hans enn til (í Kongsbókhlöðu í Kaupmannahöfn) rituð á pappír með skrauti miklu og letur víða logagylt. Gísli lögmaður tók banasótt sína, er hann stóð yfir grepti Odds biskups, og heyrðu þeir, sem fylgdu honum heim, að hann stundi hljóð- lega og hafði á orði við þá, er með honum voru, að hann mundi eiga skamt eptir, og lézt hann næsta morgun, að því er erfiljóðin segja, hinn 8. Febrúar 1631. Eptir hann kvað Brynj- ólfur biskup þetta: Quis tumidum surgat postquam Gislauus Hakonis undique vir magnus vertit in hos cineres. En séra Einar Kolbeinsson í Lóni þýddi það svo á íslenzku: Hver mun upprísa stykkjastór? stórmennið á burtu fór herra Gísli Hákonar, hann til ósku tærist þar. Mynd sú af Gísla lögmanni, er birtist hér, er tekin eptir teikning Sigurðar málara eptir oliumynd, sem þá var í Hólakirkju í Hjaltadal, en er nú glötuð. Lambablómi séra Gunnars Pálssonar.1) Lömbin má hafa á vorin væn, ef vel er með þau farið, á haustin þau lfta, af hornum græn held eg ei stórt í varið; tímdu því bóndi að hafa þinn hrút af hreinni töðu steyttan út og Kúga ei ærnar parið. Viljírðu að skerist vel þitt fé, viljirðu ullar gæði, að horað það ekki sjá til sé, svo fylgjast mót þau bæði, beittu því ei i bölmóðsgríð sem berserkur í hverri hríð, veit hey og hússins næði. *) Eptir kvæðabók skrifaðri vestur í Dölum 1748 og þar eptir. Ef töðuhár getur til þess mist til eg það mikið bata, húsrúm og þrifnað lær með list, lát bringuskarn ei ata; hroðvirkur aldrei hrósun fann, hristu vel fóðrið, dánumann, ei slíkt sem hrafnar hrata. Stundaðu ei upp á horsins heill, hún er þér eingin prýði, kvalari skepna vert ei veill með vondu nirfils strlði; tímdu að skera tíð þá er, tímdu að gefa, ef björg ei þver, svo fé þitt böl ei bíði. Á haust fram togi ei heldur langt húsfreyjan rollu sína, þá veður kemur stirt og strangt, stofnast vill þar af pína, um lambgymbrar þér lát og hægt, leingi skyldi því kyni vægt, það mun gagn seinna sýna. Ruglaðu ei saman öllu í eitt, sem áttu sauðkindanna, aldurs og krapta gættu greitt og glögt þann mismun kanna; þeim veturgömlu gymbrunum gerðu nærfelt sem lömbunum, raun þá munt síðar sanna. Árlega bæl þú alt þitt fé á þínu túni breiðu, grasbót mikil það get eg sé, sem gefst þér vís til reiðu, hleyptu ei snemma heldur til, harðinda lömb eg forðast vil, þau stýra ei gagni greiðu. Sumir menn færa fljótt i stekk þá fimm eða sex hafa borið, töðu hárs skerðing þeygi þekk þeim er langt fram á vorið, en kirking grass og kuldastrá kunna þeir síðan líca fá, og sitt það sáð upp skorið. Fljótamannsweins var fallegt ráð, er frumvaxta gras sligaða upp lét sitt bítast allt í bráð, það aðrir héldu skaða, það gat sprottið, en þeirra’ ei réttzt, því hefir meiri hans yrði fréttzt, heldur en hinna taða. Könnumst vér og við kreppulömb köttum líkari en sauðum, of sæl ei þeirra sýnist vömb

x

Sunnanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnanfari
https://timarit.is/publication/140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.