Sunnanfari - 01.10.1895, Blaðsíða 3

Sunnanfari - 01.10.1895, Blaðsíða 3
27 af sumarmosa rauðum, menn þó að hæli moldarbeit, mun það ei gagna hverri sveit hjá körlum trúartrauðum. Nú hefi eg kveðið nokkuð þér eg nenni ei yrkja meira, ef annað forstand eptir fer ávinna kantu fleira. Búskapar öðrum bálki þá bæti þeir við sem lyst hafa á, ef framar fýsast heyra. Frá Kaupmannahöfn. I. Háskólinn. Hér um bil í miðri Kaupmannahafnarborg stendur hús eitt allstórt og eigi óásjálegt; er það bygt af steini og grátt að lit. Aðaldyr vita mót austri og suðri og eru á miðjum hliðvegg og steinsúlur beggja vegna. En til tveggja handa frá dyrum og meðfram hlið hússins eru brjóstmyndir nokkurra manna, gerðar af bronze, og standa á allháum steinstöplum. þ>ar er mynd Maðvígs málfræðings leingst til hægri handar; sá maður var lærður vel, en mörgum er hann hvimleiður sakir latínulærdómsbóka sinna. Við nyrðri gafl hússins og áföst því er önnur bygg- ing hlaðin af rauðum tígulsteini. þ>að er bókhlaða háskólans. þ>ar er meðal annars bókasafn Árna Magnússonar. J>ar ræður fyrir Kristján Kaalund. þ>ar eru gömul handrit íslendinga. pangað koma norrænir fornfræðingar og málfræðismenn. J>ar var Benedikt Gröndal aldrei stipendiarius, sbr. gamla ísafold. petta er háskóli Dana. þ>ar eru lærðir flestir íslenzkir menn á síðari öldum, er leitað hafa æðri mentunar. Háskólinn var stofnaður af Kristjáni kongi I. árið 1478 eptir drottins burð og vígður ári síðar. En lítið kvað að honum með fyrstu sök- um kennaraskorts og fjáreklu. Kristján III. reisti við háskólann; tók hann undir sig eignir klaustra og kirkna samkvæmt lútherskum sið og fékk þannig fé. Eptir háskólalöggjöf frá 1539 áttu fastir kennarar að vera 14, en nú eru þeir um 70. Háskólinn skiftist í 5 deildir, en yfir þeim er háskólaráðið og kallast formaður þess rektor; hann hefir völdín árlangt. Auk hinna föstu kennara halda jafnaðarlega ýmsir aðrir fyrirlestra við háskólann og flestir kaup- laust; gera þeir það til að vinna sér »aktað« nafn og æru meðborgara sinna, en von um embætti síðar meir. 1728 brann háskólabyggingin, en hin nú verandi var reist á árunum 1831—36. Kenslunni er nú svo háttað, að tvisvar, þrisvar eða mest fjórum sinnum á viku halda lærifeður hver um sig fyrirlestra um fræði sjn. Tala þeir þá þrjá fjórðu hluta stundar. þ>eir standa við skeifumyndað borð á litlum palli í öðrum enda kenslustofunnar, en lærisveinar sitja á bekkjum og rita í kompur sínar það sem þeim þykir mest um vert af orðum kennarans. Mjög er misjöfn aðsókn að ræðustólum kennar- anna. Hef jeg aldrei skilið hvað því veldur, því nærri lætur að mér þyki þeir allir jafn leið- inlegir, og má þó ekki neita því, að hér er nokkur munur á. pessar eru fimm deildir háskólans: guðfræð- isdeild, lögfræðisdeild, læknadeild, heimspekis- deild og náttúrufræðisdeild. Til heimspekis- deildarinnar telst málfræði, sagnfræði, heimspeki, fagurfræði. Skal nú lítið eitt minnast á einstak- ar námsgreinir. Eptir fyrsta veturinn eiga allir stúdentar að taka próf í heimspeki. þ>á grein kenna tveir menn; heitir annar Höffding en hinn Krómann. Er einkum Höftding víða kunn- ur af ritum sínum. Hann er átrúnaðargoð læri- sveina sinna. Opt er hann skemtinn og fyndinn í ræðum sinum og að öllu er hann hinn við- kunnanlegasti og laðar mjög til sín hugi ungra manna, þeirra er á hann hlýða. Hefir hann haft mikil áhrif á andlegt líf Dana á síðari árum. Vilja flestir fremur sækja til hans en hins kenn- arans og er að öllum jafnaði svo þétt skipað í kenslustofu hans, að sætin nægja ekki, þótt hver sitji svo að segja ofan á öðrurn; sitja þá sumir upp á borðunum, aðrir út í gluggakistunum, hinir standa. Aðra fyrirlestra flytja heimspekis- kennendur fyrir þá, sem leingra eru komnir. Ekki hefi eg vanið komur mínar til guð- fræðiskennendanna og kann eg lítt að dæma um kenslu þeirra. En ef marka má orð mót- stöðumanna þeirra í trúarefnum, eru þeir kreddu- fastari en þörf gerist og ófrjálslyndari í skoðun- um en nú á sér stað við betri háskóla í hinum stærri löndum. Ættu íslendingar ekki að sækja guðfræðisnám til Hafnar. Lögfræðingar sækja fæstir kenslustundir á háskólann. Er það margra áratuga venja að þeir kaupa kenslu utan háskólans, og hafa margir lagamenn víðsvegar í bænum atvinnu af að lesa með löfræðingaefnum. Eru þau hjá kennaranum 4—6 í senn einn tíma á dag og gefa fyrir 12 krónur mánaðarlega. Margir munu koma svo til prófs að þeir liafa aldrei verið á fyrirlestri við háskólann og kunnugt er mér það, að svo er að mestu um alla islenzka stúdenta nú á síð- ari árum. Lögin lesa flestir til að komast í stöðu, einginn af áhuga fyrir námsgreininni, enda er hún kend með næsta mikilli smásmygli og afar þur og leiðinleg og sannur viðbjóður öllum réttþenkjandi mönnum. Bezt fellur sú námsgrein í geð þeim sem heimskir eru, en lögfræðinga- embættin eru feit og langar marga í. Læknanámið er mér ekki mjög kunnugt, þótt ýmsa þekki eg góða menn og miður góða

x

Sunnanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnanfari
https://timarit.is/publication/140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.