Sunnanfari - 01.10.1895, Blaðsíða 4
28
er það stunda. Hef eg þó einu sinni skygnst
lítillega inn f leyndardóma þeirra, og er sú saga
til þess. Einn af kunningjum mínum, er læknis-
fræði stundaði í þann tíð, hafði sagt mér mikið
af athöfnum þeirra og afreksverkum viður sjúka
menn, og fýsti mig mjög að sjá þá fremja sinn
feiknaleik, því aldrei hafði eg séð mannslíkama
skorinn. Sagði hann að vel gæti eg komið með
sér þann sama dag. Fórum við þá og lézt eg
vera læknir og tók mér sæti hjá öðrum stúdent-
um. Var þá inn borinn sjóari einn gamall og
lagður á borð í miðri stofunni. Var hann þrút-
inn mjög af drykkjuskap og gekk illa að svæfa
hann og kauraði í honum og drundi hann hálf-
skiljanleg blótsyrði á ýmsum tungum. Hugði
eg hann í dauðateygjunum, en læknar kváðu
það svefnóra og brá þeim hvergi. Og er tími
var til gekk kennarinn að honum með brýndum
knífi og risti allsvaðalegan skurð í kné sjóarans
og flaut þar jafnskjótt út blóð og vatn. En eg
er maður illa hugaður og svo brjóstgóður, að
ekkert má eg aumt sjá. Var næst mér að leita
á dyr, en læknar teygðu allir fram álkurnar og
viidu allir vera næstir, svo sem þá er hrafnar
sækja að hræi. Var mér sagt að þetta væri
að eins svipur hjá sjón; kváðust þeir ekki bregða
sér við aðra eins smámuni. J>að er kunnugt að
völlur hefir verið nokkur á íslenzkum læknaefn-
um í Höfn nú á síðustu og verstu tímum. Hafa
þeir gert harla lftið úr námsfélögum sínum, sem
heima lesa, og jafnvel viljað koma læknaskólan-
um fyrir kattarnef. Hafa þeir og mjög verið
látnir sitja fyrir embættisveitingum. En sú mun
reyndin á að skoðun þtirra breytist með tíman-
um og er það trú mín, að þessir hinir sömu
menn verði beztu stólpar skólans og stoðir þeg-
ar fram í sækir, einkum ef þeir yrðu þar
kennarar.
Af málfræðinganámi er það norrænt mál
og bókmentir, er oss íslendinga varðar mest
um. En því hefir áður verið lýst í Sunnanfara
og getið lærimeistarans í norðurlandamálum,
Wimmers rúnafræðings, og skal hér að eins litlu
við bætt. Hann er vísindamaður kallaður, en
ekki gera allir jafnmikið úr verkum hans. Hann
hefir ritað norræna eða íslenzka málfræði og
hlotið viðurkenningu fyrir, en sögurnar segja
ýmislegt um, að þar hafi hann notið að styrks
góðra manna. Ekkert inndæli má það heita að
hlýða á fyrirlestra hans. f>eir eru þurrir sem
registur og andlausari en almanakið. Hann
flytur þá með ákefð, því maðurinn er áhuga-
maður. En málrómurinn er óviðfeldinn og per-
sónan lítil og óveruleg, svipurinn ekki laus við
að vera það sem menn kalla kindarlegur. Mætti
það embætti vel vera betur skipað og teldi eg
það happ norrænum fræðum, að mold greri
sem fyrst yfir höfuð hans. Margir eru kennar-
ar í hinum gömlu suðrænu málum, grísku og
latínu, og sérstakir kennarar í hinum yngri mál-
um hverju fyrir sig og fer eg ekki fleiri orðum
um það.
Náttúrufræðisnámi verður sérstaklega lýst.
Ekki getur heitið að stúdentalff sé fjörugt
í Kaupmannahöfn, eða að það hafi nokkur veru-
leg áhrif á borgarlífið eða þjóðlífið í heild sinni
svo sem áður var. Stúdentar búa hingað og
þangað um borgina einn og einn eða tveir og
tveir saman. Verður ekki sagt, að þeir myndi
nokkurn sérstakan hóp gegn öðrum borgarlýð.
Tveim félögum halda þeir þó á lopti og er
greiningin bygð á mismunandi stjórnmálaskoð-
unum; fylgir annað hægrimönnum en hitt vinstri.
Nokkrir íslendingar eru altaf í báðum þessum
félögum, en þó er það nú minna en áður var
og eru flestir í hvorugu. pá er enn félag er
heitir »Stúdentaheimilið« og er stefna þess kirkju-
leg og það nær eingaungu sótt af guðfræðingum.
í félögunum eru samkomur haldnar einu sinni á
viku og þar fluttar ræður. Bækur kaupa þau
á öllum málum, einkum tímarit og fagurfræðis-
bækur. Alla daga hafa stúdentar aðgáng að
samkomustöðum félaganna og geta setið þar,
lesið og skrifað svo opt sem þeir vilja. þ>ar er
og veiting matar og drykkjar. Mest er félagslíf
meðal stúdenta á Garði og mynda þeir, er þar
búa, ríki út af fyrir sig; verður því lýst sérstak-
lega. í fyrra vetur stofnuðu stúdentar blað, er
heitir »Stúdentablaðið«. þ>að er á stærð við
Sunnanfara og kemur út á vikufresti. Á það
að halda uppi létti stúdenta gegn kennendum
og háskólastjórninni
Ferðum íslendinga til Hafnarháskólans frá
upphafi og fram á vora daga er ýtarlega lýst
af ritstj. Sunnanfara (I, 4). Mart hefir verið
rætt og ritað um þær utanferðir nú á síð-
ustu tímum og er það mín skoðun, að Hafnar-
veru íslenzkra stúdenta ætti sem fyrst að- vera
lokið, og væri allvesalmannlegt að líta rauðum
augum eptir ölmusunum þótt þær yrðu með öllu
at teknar. Nú sem stendur eru þær góðar þeim
fáu einstaklingum, sem þeirra njóta, en þær eru
einganveginn svo mikið fé að vert sé að láta
þær binda alla mentun íslendinga við Kaup-
mannahöfn, ef menn annars ætla að breytingar
á þessu yrðu til verulegra bóta, og sú skoðun
mun altaf vera að verða almennari meðal ís-
lendinga. Tillaga alþingis um breyting á ölmusu-
veitingunni er góð og gefur nú brátt að líta
hvernig henni reiðir af. Langt mál mætti skrifa
um líf íslenzkra stúdenta í Höfn, en hér er ekki
rúm til að fara út í þá sálma. Þeir hafa getið
sér ófagra sögu meðal Dana. Og það er al-
geing skoðun hér enn að íslenzkir stúdentar séu
drykkfeldir úr hófi, ribbaldar, óreiðumenn, bar-
dagamenn og berserkir. En alt slíkt er bygt á
gömlutn munnmælum, því nú mega þeir heita
spakir menn og eru sizt meiri ölsvelgir en Danir