Sunnanfari - 01.02.1896, Side 5

Sunnanfari - 01.02.1896, Side 5
61 Og eptir litla stund rann sólin upp yfir austur- tindana og glóandi sólskinið rann yfir fjöll og dali. {>að brá nýjum lit yfir grundir og gil, yfir hlíðar, hæðir og hóla, leiti og lágar. í því nær hálfan mánuð höfðu úlfgrá þokuský skriðið eptir fjallabrúnunum og rofað við og við í kol- svarta bjargtindana með gráar fannir í slökk- unum eins og í tröllaandlit. Nú léku sér ótal litir um fjallahnúkana, því sólargeislarnir speigluðu sig í votum melflysjunum, sem vatnið hafði þvegið í rigningunni, og glitruðu í jarðföllunum, sem lækir og skriður höfðu rifið í sundur, en á milli glóði á grænar hlíðarflesjurnar með dökkum lyngflákum í kring; og lækjarbunurnar og smá- fossarnir köstuðu tindrandi geislunum milli sín brekku úr brekku. Morguninn var yndisfallegur og aldrei höfðu sveitirnar verið fegri en nú meðan sólin greiddi fyrstu geislana niður yfir vota jörðina. Aður hafði loptið lafað yfir með þungum, þrútnum skýjum og þoka legið á hverri hæð og hverju felli. Nú var himininn orðinn blár og óendanlega hár og víður, og fellin og hamrarnir höfðu rétt úr sér og teygðu snasirnar upp í loptið eins og kýrnar þegar þær koma fyrst út á vorin. Fuglarnir höfðu steinþagað, en nú guilu þeir og sungu allt í kring. Alveg samskonar voru umskiptin hjá fólkinu. þ>egar veikin fór að skána hafði veðrið versnað. Nú flaug burtu sorg og þunglyndi eins og skýin fyrir sumarvindinum. Fötin voru breidd út, þvegin og þurkuð. Stúlkurnar komu út á túnin í hvítum línskyrtum, með hvítar skýlur og í léttum pilsum, og vinnumennirnir komu snögg- klæddir og berhöfðaðir. Gömul, hálfskemd sæti voru rifin í sundur, faung og dríli fuku allt í kring. Menn hlupu frá einum hólnum á annan. Um hádegið voru túnin alþakin af flekkjum og stúlkurnar hlupu syngjandi frá einum flekks- endanum í annan svo pilsin stóðu aptur undan þeim. Og ekki gáfu piltarnir sitt eptir. þ>að var verið að garða og nú var handagangur í öskjunni. Bændurnir og gamla fólkið rak eptir. Piltarnir spauguðu við stúlkurnar hvenær sem hlé varð á vinnunni, og stúlkurnar hlóu að því sem piltarnir sögðu. Um kvöldið lögðust allir þreyttir og ánægðir að sofa. Gamla fólkið bað guð að gefa að þessi blessaður þurkur héldist. Og það kvöld báðu margir hins sama, og næsta og aptur næsta og þar næsta og þar næsta dag hélst vindurinn, sólskinið og þurkurinn. Fólkið hamaðist við að rífa töðuna inn í hlöðurnar; það hló og spaugaði, fór snemma út á morgnana og inn í myrkri á kvöldin. Menn unnu meðan ljósið vanst, hættu dauðþreyttir á kvöldin og byrjuðu hálflúnir á morgnana. Túnin voru hirt á nokkrum dögum; svo var flutt upp af eingj- unum, þurkað og hirt. »Kanske guð gefi að það rætist úr heyskapnum þrátt fyrir allt og allt!« Sunnanvindarnir héldust og allt sem lá úti eptir vætukastið og veikindin hjálpaði sólin og sumarvindarnir fólkinu til að drífa inn í hlöður og heytóptir, þangað til menn höfðu náð hverju hári inn undir þak. Menn fóru að gleyma því, sem á hafði geingið, gleyma þeim dauðu, gleyma veikinni og óþurkunum, en voru aptur farnir að hugsa um að lifa. Skömmu eptir höfuðdaginn komu stillur og blíður og himininn varð bröndóttur eins og kattarskinn. Menn rifu upp heyið. Og þegar fjárgaungur byrjuðu utn haustið og heyskapnum var að mestu hætt, var sumarið um allar nærsveit- irnar talið meðalheyjár. Einstöku bær var auðvitað miður staddur, en það var vegna veik- indanna. »þ>etta hefði verið einmuna heyjár hefði veikin ekki spilt fyrir«. A réttunum um haustið voru allir kátir að vanda. þ>órður á Bakka var kendur og talaði út um alla heima og geyma, klappaði á öxlina á þeim, sem næstir honum stóðu, en talaði ilt um þá sem fjarstir voru. Björn á Jaðri hafði skvett dálítið í sig, en varð eins og optar meir úr því en hann ætlaðist til. Hann hafði húð- skammað þ>órð þar í réttunum fyrir sakleysi. En seinna sáu menn það til þeirra, að þeir lágu báðir fram á Selstúninu fyrir sunnan réttirnar og föðmuðust grátandi. Veikindasumarið var liðið, haustið var gott og nú var að hugsa fyrir vetrinum. porsteinn Gíslason. Ritdómar um »Úrvalsrit« Sigurðar Breiðfjörðs. þ>að er jafnan mjög leiðinlegt og optast óþarft verk, að eltast við að svara ritdómum, af því tagi, sem tiðkast mest á íslenzku nú, þegar skáldskapur er annars vegar. þ>að sem á veltur er auðvitað eitt, hvers virði verk það sé í sjálfu sér sem dæmt er um. En slíkt verður sjaldnast sannað eða skýrt til gagns þótt sýnt verði fram á að Pétur hafi flónskað sig um eitt allsendis ómerkilegt atriði og Páll um annað, í því máli, er þeir hafa viljað gjörast úrskurðarmenn um. Eg vil þó ekki leiða hjá mér með öllu, að minnasý á 3 af ritdómum þeim, er eg hefi séð um »Urvalsritin« eptir S. Br., því þeir eru jafn- vel lakari og léttari á metum en venja gjörist. þ>essir ritdómar eru samdir af(!) F. f. í »Eim- reiðinni« f. á., Grfmi Thomsen í »Fjallkonunni« XII, 39. og »Síðhetti« s. bl. XII, 40. þ>ess er ~7yrstAað geta, að allir þessir 3 dómendur virðast mjög hneykslast á því að eg hefi leyft mér að rita íslenzku forsetninguna »eptir« á fremsta blað bókarinnar í stað hinnar dönsku »af«^). Eg skal nú að vísu játa, að ’) Sbr. einnig íitd. í Sf., sem þó lætur sér nægja að segja að það muni naumcist vera íslenzka.

x

Sunnanfari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sunnanfari
https://timarit.is/publication/140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.