Sunnanfari - 01.02.1896, Qupperneq 6

Sunnanfari - 01.02.1896, Qupperneq 6
62 þetta má teljast stórsynd á vorum dögum, og vil eg ekki reyna að mæla því bót, að dönsk- unni var ekki slett á þessum stað, þó líkt hafi hent meiri íslenzkugarpa en Gr. Th. og, F(inn) J(ónsson) báða til samans, svo sem Jón Olafsson, sbr. útg. hans af ljóðmælum Kristjáns Jóns- sonar, o. fl. Annars er greinarkornið í »Eimreiðinni« svo sérstaklega ómerkilegt, að það gegnir^ furðu, enda þótt það sé ritað af(!) dr. Finni. í grein- inni stendur fyrst, að eg hafi alls ekki reynt að sýna hvort S. Br. hafi orðið fyrir áhrifum af erlendum skáldskap, og að »Fjöllin á Fróni« sé þýtt kvæði. J>etta er hvorttveggja rangt hjá Finni og verður ekki séð hversvegna hann hefir fremur kosið að koma þessum lokleysum á framfæri en einhverjum öðrum. Hann tekur það og fram, að hann skilji ekki mælt mál á til- teknum stað í forinálanum, og verð eg að játa, að mig hefði furðað meira ef hann hefði sagzt skilja eitthvað í bókinni. Um leið fullyrðir hann og »að þar sé ekki talað eitt orð af þekkingu«, og er það að líkindum þekking á litlu bókmenta- sögunni hans, sem þar er átt 'við, en það er satt, að mér hefir ávalt verið það kver svo ógeðfelt, vegna þess hve ilt mál er á því, og vegna þess hve viðvaningslega er farið með efnið, að eg hefi aldrei enzt til að lesa mikið í einu í kverinu og má því vel vera að mér hafi gleymzt að kynna mér einhvern misskilning Finns á bókmentum vorum að fornu og nýju. Um ritdóm dr. Gr. Th. vil eg tala sem minst. þ>ó virðist vera meinlaust að minnast þess, að dr. Gr. virðist alls ekki hafa veitt eptir- tekt því, er stendur í formálanum um ástæður til þess hvernig valið var í safnið, og hrekur því ekkert af því, sem eg hefi til tníns máls f því efni. Annars eru dæmin, er hann tekur til sönnunar því, að of inikið hafi verið tekið í safnið, ekki heppileg, því mart er mikið lakara í »UrvaIsritunum« en það sem hann nefnir. þ>að sem dr. Gr. telur óhæft í úrvalsriti sjálfsmentaðs rímnaskálds frá dögum S. Br. er alt mikið betri skáldskapur en mart það, sem tekið er upp í kvæðabækur ýmsra hinna svo kölluðu lærðu skálda frá seinni tímum. Og svo mikið mun óhætt að segja, að þynnast mundu bindin ef í kvæðasafni Hallgríms Péturssonar væri alt það felt úr, sem teljast má verra að sínu leyti en það sem dr. Gr. þykir ótækt hjá S. Br. Eg verð og að geta þess, að mér þykir það hart er dr. Gr. finnur mér til foráttu, að mér hafi tekizt að sýna einmitt það, sem eg ætlaði að sýna, sem sé að Jónas Hall- grímsson hafi að miklu leyti á réttu að standa í Fjölnisritdóminum gamla, en staðhæfing dr. Gríms um það, að íslenzkar bókmentir hafi litla uppbygging af úrvalsritum S. Br. fellur mér ekki þungt fyr en hann hefir leitt rök að því. þ>að hefir hann ekki gjört með grein sinni í Fjall- konunni. »Siðhöttur« talar meira um formálann en sjálfa útgáfuna. Hann telur það mjög fjarri sanni, »að kristni og erlend kúgun hafi hjálpazt að því að kæfa sagnalist og hetjukveðskap gömlu íslendinga«. Eg hélt nú satt að segja, að einginn meðalmentaður maður mundi efast um að þetta væri rétt; og vil eg leyfa mér að benda Síðhetti á að lesa eitthvert alment rit, sem minnist á afdrif hinnar heiðnu menningar á íslandi, svo sem Rosenberg (Nordboernes Ándsliv), K. Maurer o. fl., svo hann geti fræðst um það hvert er álit annara en hans í þessu efni. Um leið vil eg biðja hann gjöra svo vel að láta sér skiljast að það kemur þessu máli alls ekki við »hvenær sögurnar eru ritaðar, eða hvort kristnir menn hafi ort Eddukvæðin«. þ>vf eg segi alls ekkert um það hve leingi kristni og erlend kúgun hafi verið að kæfa hina fornu list og kveðskap, enda hygg eg og að »Síðhöttur« standi einn uppi með þá skoðun, að Jcristnir menn hafi ort Eddukvæðin. þ>að er alt annað þó kvæðin hafi verið ort á íslandi eptir að kristni var lögleidd. Einginn maður, sem var gagntekinn af hinni nýju trú, gat ort hin heiðnu goðaljóð, og eingum hefir dottið í hug að telja Eddukvæðin ávöxt kristninnar nema »Síðhetti«. þ>að sem ritd. segir um sálmakveð- skapinn er jafn vanhugsað. Eg segi í formál- anum að »sálmarnir sé hið auðvirðilegasta sem andi hinnar íslenzku þjóðar hafi skapað«. f>etta vill »Síðhöttur« hrekja með því að fullyrða að sálmar vorir sé jafngóðir og sálmar annara þjóða um sama leyti. þ>etta er nú að vísu ekki satt. En látum vera að svo sé. Röksemdir »Síðhattar« eru jafn rangar eptir sem áður; því eg var að eins að bera saman svo kallaðan and- legan og veraldlegan skáldskap á íslandi. Mér hefði verið miklu kærara að fást við þessa heiðruðu ritdómendur, ef þeir hefðu minzt réttlátlega og með góðum rökum á eitthvert meginatriði í þrætunni um það hvert sé skáld- legt gildi Sigurðar Breiðfjörðs eða hans lika, og hvernig mér hafi tekizt að sýna mynd af skáld- skap hans á því rúmi, sem eg átti kost á. En þvf er að tjalda sem til er, og læt eg mér nægja að taka fram það, sem þegar er sagt, því fremur sem eg finn, að þessir og þvílíkir ritdómar eru í rauninni ekki þess verðir, að þeim sé svarað. Einar Benediktsson. Fornbréfasafns IV. bindi (2. hepti) erútkomið; nær yfir árin 1429—1449.

x

Sunnanfari

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sunnanfari
https://timarit.is/publication/140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.