Sunnanfari - 01.02.1896, Síða 7

Sunnanfari - 01.02.1896, Síða 7
63 Brynjólfur biskup. Vísur þær undir fyrsta lið (I), sem séra Einar Hálfdanarson eignar Brynjólfi biskupi hiklaust, og prentaðar voru þegjandi eptir hans orðum. eru þó að minsta kosti ekki að öllu eptir biskup. Fyrri vísan (Hora novissima) er upphaf að kvæði Bernharðs hins helga af Clairuaux »De contemtu mundi«, og hefir meistari Eiríkr Magnússon bent á það. Er þá líklega svo að skilja, að biskup hafi haft mætur á þessari vísu, og haft hana að nokkurskonar orðtaki. Um síðari vísuna (Vir videas) er að svo stöddu óvísara, en þó gæti staðið líkt á með hana og hina. Fornraenjarannsóknir á íslandi- Daníei Bruun herforingi, sem fyrri hefir rannsakað rústir eptir Norðmenn á Grænlandi og ritað merkilega um þær, hefir nú feingið fé bæði af stjórninni og Carlsbergssjóði til fornmenjarannsókna á Islandi. Fer hann til íslands í Apríl. Ætlar hann einkum að kanna eyðibýli og afskektar sveitir, þar sem fornir siðir og húsabyggingar helzt haldast við; grafa ætlar hann og upp gamla þingstaði, og bú- skaparlag og fiskiaðferð manna vill hann líka kynna sér. Skrá um ferðabækur um öll lönd, og þar á meðal Island, höfum vér feingið frá Skandinavisk Antikvariat (Gothersgade 49, Kjöbenhavn K), sem hefir bækurnar til sölu. Skulum vér sérstaklega benda mönnum á bækurnar, er snerta ísland, því að þar eru i sumar hinar fágætustu og merkileg- ustu bækur (t d. Eggerz, Henderson, Hooker, Mackenzie, ferðabók Eggerts og Bjarna, ferðabók Olavii, o. fl.) og er verðið á þeim sanngjarnt. f>ar er og prentuð mynd af Reykjavík frá 1848. Gott vitni, ef gub bæri. I .B-deild siðustu Alþingistíðinda (1074 dálki) getur Skúli Thoroddsen þess, að Andreas Dybdal, forstjóri íslenzku stjórnardeildarinnar, — sem annars var ekki í Kaupmannahöfn á því tímabili, þegar Skúla fyrst var vikið frá embætti, heldur gegndi Ólafur skrifstofustjóri Haldórsson störfum hans þá — hafi ritað sér það 1893, »að liann hafi aldrei heyrt Skúla nema að illu getið«. Eru þetta eptirtekta- verð orð, þegar gætt er að því, að Skúli var talinn með duglegustu embættismönnum, þótt hann væri ekki kallaður þægur stjórninni, Hvað, sem menn segja um Skúlamálið, þá sýnist þetta ótætis- rógur, og leggi stjórnin trúnað á mikið af slíku, þá mun hún geta rent grun í hvaða traust og virðingu menn muni fá á henni. En hverir valda þessum rógi, og hverir eru það sem liggja í eyr- unum á blessuðum »departementchefinum«? Hérar á íslandi. 1784 voru fluttir til íslands nokkrir hérar og var þeim slept þar í einhverjum skógi. þ>eir sáust aldrei eptir það, og er mál manna að tóan hefði tekið þá. f>essi héragrey hafa óvart valdið mjög skrítnutn misskilningi, sem eg get ekki stilt mig um að leiðrétta hér. 1 formálanum fyrir Dýrafræði Benedikts Gröndals steudur rneðal annars: »Héra hefi eg eigi talið sem íslenzkt dýr, þótt hann væri fluttur hingað og hans sé getið í Búalögum (Bls. 194)«. þ>að kom mér á óvart að héra skyldi vera getið í Búalögum, þótt þar kenni reyndar margra grasa, og fletti eg því upp í þeim (Hrappsey 1775), en bókin er ekki nema 157 bls. þ>á fór eg í 3. útg. af Atla (Kmh. 1834), því Búalög eru prentuð aptan við hann, og viti menn: þar stendur að skinn af fimm eður sex vetra uxurn kosti 35 álnir, en »en af veturgömlum hérum 10 álnir«. »Hérum« þýðir hér um bil, eins og lætur að líkindum, en á ekkert skylt við héra. 01. Dav. fflesta frímerkjasafn i, veröldu er i British Museum i Lundúnum. Atti það fyrri Tapling þingmaður, og hafði hann safnað til jjess um tutt- ugu ár af miklu kappi. þar er fjöldi af fásénum spjaldbréfum og frimerkjaumslögum og fleira þess konar, en frimerkin sjálf eru um 200,000 að tölu og eru talin 50,000—60,000 pda virði. Tekjur nokkurra íslenzkra kaupmanna 1895 96, eptir skattgjaldaskrá Kaupmannahafnar. Efstur á blaði er C. J. Hoephner með 44,000 kr., þá F. Fischer með 32,000 kr., þá Jón Vídalín með 30,000 kr., þá Thor. E. Tulinius með 28,000 kr., þá Sigurður Jóhannesson með 21,800 kr.1), þá 0. É. Muus með 18,000 kr. og þá hver af öðrum þeirra, er skráin nær yfir. „Sameiningin“, mánaðarrit til stuðnings kirkju og kristindómi íslendinga, gefið út af hinu ev. lút. kirkjufélagi í Vesturheimi og prentað í Winnipeg. Ritstj. Jón Bjarna- son. Verðí Vesturh. I dollar árg., á Islandi nærri því helm- ingj iægra: 2 kr. Mjög vandað að prentun og ritgerð allri. IO. árg. byrjaði í Marts 1895. Fæst í bókaverzlun Sig. Krist- jánssonar í Reykjavík og hjá ýmsum mönnum víðs vegar út um alt land. ,,Heimskringla“, útbreiddasta (2500 eintök) og stærsta ísl. blað í heimi kemr út í Winnipeg, Man. í Heimskringlu-húsinu að 653 Pacific Ave, hvern laugardag, 24 dálkar tölublaðið. Kostar $2 Árg., 7 kr. t Danmörku, 6 kr. á Islandi. „Öldin“, mánaðarrit, 32 dálkar hvert hefti, kemr út einu sinni á mánuði. Kostar $1, 3 kr. 50 au. í Danmörku, 3 kr. á Is- landi. — Allir kaupendr »Heimskringlu* fá »Öldina« ókeypis. — Ritstjóri beggja þessara blaða er hr. Eggert Jóhannsson. ') Sigurður kom bláfátækur til Kaupmannahafnar fyrir 20—30 árum og var þá við trésmíðar; sneri sér því næst að matvöruverzlun og hefir nú spunnið sig svona upp. Hann verzlar ekki við Island, heldur mest við England og pýzkaland.

x

Sunnanfari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sunnanfari
https://timarit.is/publication/140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.