Sunnanfari - 01.07.1900, Blaðsíða 8
40
hestinum aftur á götuna og segir förunaut sín-
um, að nú sé óhætt að halda áfram.
Um kvöldið segir Hjálmar nafna sínum á
Æsustöðum, að þeir hafi mætt Baldvini Hinriks-
syni á Þverá i Hallárdal í skriðunum; hafi sér
jiótt hann nokkuð gustmikill og gruni sig, að
ekki nnini alt með feldu um hagi hans; því að
Iröfuðið hafi legið aftur á milli herða honum, en
blóðbogi staðið fram úr hálsinum. Fylgdarmaður
Hjálmars gat þess þá, að hann hefði alt í einu
skipað sér út úr götunni og því liefði hann hlýtt,
en ekkert séð nýstárlegt.
Hjálmar var um jólin hjá nafna sínum. En á
jóladagskvöldið konr sendimaður utan frá Þverá
i Hallárdal með þau tíðindi, að Baldvin Hinriks-
son hefði þá um morguninn skorið sig á háls,
þegar hann var að raka sig, látið um leið fallast
niður um stigagatið og brotnað úr hálsliðnum.
Sendimaður var á leið fram að Bergstöðum til
síra Hinriks, bróður Baldvins, til þess að láta
hann vita um þennan atburð. <S. X.
Geysis-gos.
Sá er munur á þessari mynd (bls. 37) og öörum
vanalegum myndum af geysis-gosum, að þær eru
gerðar effcir uppdráttum, en húti eftir ljósmynd (Sigf.
Eym.), sem engu getur skeikaö frá því sem rétt er
og hefir því þaö fram yfir, að hún er trúrri en þær
allar, en auðvitað um leið heldur óskyr, eins og
hlytur að vera um hlut, sem er á hviki.
Geysi sjálfum, frægasta hvernum í hinum gamla
heimi, hefir verið svo oft lýst og greinilega, að óþarfi
er að rifja það upp nenta lauslega. Vatnsstrókurinn,
sem hann þeytir upp, þegar honum tekst vel upp,
mun róttast talinn um 16 mannhæðir, og aflið, sem
hann beitir til þess, segja fróðir menn munu vera
viðh'ka og í gufuvél með 700 hesta afli. Hveriun
sjálfur er 10 faðma víð og 1 faðms djúp skál nið-
ur í 3 faðma háa hverahrúðurstrytu, sem er rúmir
30 faðmar að þvermáli að neðan. En niður úr
skálinni liggur pípa, 5 álna víð að ofan, en mjórri
nokkuð, er neðar dregur, 12 faðtna niður í jörðina,
on kvíslast þar í smærri æðar og sprungur. Þar
kemur brennheitt vatn upp um og fyllir skálina,
kólnar þar nokkúð, ofan í 90 stig (C.), en neðra
magnast hitinn þangað til, að vatnið fer að breyt-
ast í gufu og varpar þá af sér vatnsþunganum
efra í einum rykk í háa loft. Þá er kallað að hver-
inn gjósi.
Fornsöguþættir I.
250 bls.
INNIHALD: Goðasögur og forneskjusögur. For-
máli. Upphaf heims. Jötnar. Af Borssonum.
Jörð ok himinn. Sól ok máni. Nótt ok dagr.
Vindar. Arstiðir. Bifröst. Dvergar. Alfar. Askr
Yggdrasils. Mannkyn. Oðinn ok Frigg. Þórr.
Ullr. Baldr. Heimdallr. Bragi. Höðr. Viðarr.
Váli. Týr. Njörðr. Freyr. Freya. I.oki. Ragna-
rökkr. L'r Hávamálum. — Völsungar. Helgi
Hundingsbani. Sigurðr Fáfnisbani. Guðrún
Gjúkadóttir. Ragnarr loðbrók. Hrólfr kraki.
Böðvarr bjarki. Angantýr ok Hjálmarr. Hildr
Högnadóttir. Fróði Friðleifsson. Skýringar (á
torskildum orðum m. nt.)
Fornsöguþættir II.
230 bls
INNIHALD: Islendingasögur (I.) Ingólfr Arn-
arson. Ulfljótr. Þórðr gellir. Skafti Þórodds
son. Hallgcrðr langbrók. Gunnarr at Hlíðarenda.
Njáll, Bergþóra, Njálssynir. Kári Sölmundarson.
Ormr Stórólfsson. Sighvatr skáld. Þorsteinn
tjaldstæðingr. Þorsteinn rauðnefr. — Skýringar
(á torskildum orðum m. m.).
Hvert bindi kostar innb. I kr., í viðhafnarbandi 150 a.
ri
^unnanja
með myndum,
merkismönnum
kostar eins og áður i kr. 50 a.
árg., 12 bl. eða arkir, öll með
3—4 að jafnaði, af íslenzkum
og útlendum með við og við, af
mannvirkjum (húsum, kauptúnum o. fl.), einkenni-
iegu landslagi o. fl. Lesmálið verður stuttar ævi-
sögur manna þeirra, er myndirnar eru af, skýr-
ingar við aðrar myndir, isl. skáldsögur frumsamd-
ar og aðrar sögur, kvæði, stuttir ritdómar og ým-
islegur fróðleikur, bæði þjóðlegur og útlendur,
skrítlur o. fl.
Kitstjórar:
Björn Jónsson (útgef. og ábm.) og Einar Hjörleifsson.
Isafoldarprentsmiðja.