Sunnanfari - 01.07.1900, Blaðsíða 5

Sunnanfari - 01.07.1900, Blaðsíða 5
37 sjónarmiði, en eg veit þó, að ekki eiga allar reykvískar yngisstúlkur hér óskilið mál, og hefði honum þá ekki átt að vera vorkunn að ná í eina þeirra, er hefði heyrt Ólaf Tryggvason nefndan. En þetta má ekki svo búið standa. Vér verð- um að vita og kannast við, að vér eigum arf, sem á að bera rentur og rentu-rentur í íslenzku þjóðlífi. Vér verðum að vita, hve mikils virði sá arfur er og hve miklu hann getur staðið straum af. Að öðrum kosti megum vér búast við að þjóðlíf vort flosni upp, að vér verðum andlegir öreigar og lendum hreppnum — hamingjan má vita hvaða hrepp. En hver er þá hinn and- legi arfur vor? Fyrst ogfremst er þaðtung- an vor, íslenzkan. Þar eigum vér hliðskjálf þá, er sjá má úr um alla heima, töfrasprota þann er lýkur upphugmynd- um liðinna alda,gimsteininn, sem hefir sogið í sig geisla sorgar og gleði, vonar Og ótta af augum þjóðarinnar á liðnum öldum, streng þann, sem geymir þrumu- gný og fossnið, laufþyt og lækjarnið íslenzkrar náttúru og hvert andvarp, sem stig- ið hefir frá brjósti þjóðar- innar. Svo kvað Matthías: »Tungan geymir í tímans straumi trú og vonir landsins sona, dauðastunur og dypstu raunir, darraðarljóð frá elztu þjóSum, heiftar-eim og ástar-bríma, örlagahljóm og refsidóma, land og stund í lifandi myndum ljóSi vígð hún geymir í sjóði«. En vér eigum meira en málið sjálft; vér eig- um bókmentir ritaðar á því að fornu og nýu. Lítum á fornrit vor, Eddurnar, Noregskommga- sögur, Fornaldarsögur Norðurlanda, og allar ís- lendingasögur. Er nokkur sá, sem þekkir þess- ar bókmentir til hlítar, svo dauður úr öllum æð- um, að hjartað berjist ekki í brjósti lians, þegar á þær er minstr Eg fyrir mitt leyti verð að segja, að eg get skilið, að sú sturtd komi ein- stöku sinnum yfir menn að þeir verði »leiðir á öllu — utan Islendingasögum«, eins og skáldiö kvað; en þegar þeir eru orðnir leiðir á þeim líka og meta þær einkis, er eg hræddur um, að menn 'séu orðnir leiðir á lífinu sjálfu, og dóm þeirra manna met eg einkis. Því hvað er það, sem þessar sögur og kvæði leiða oss fyrir hugskots- sjónir ? Er það ekki hugs- ana- og tilfinningalíf og at- haínir manna, sem sköruðu fram úr að þreki og einurð, manna, sem höfðu glögga sjón á þvi, sem einkenni- legt var i fari sjálfra þeirra og annara, maima, sem lifðu á sínar spýtur og hirtu aldrei þótt þeir byndi eigi og samferðamenn, manna, sem höfðu þrek til að lifa, þó eitthvað blési á móti, en þorðu þó að horfast í augu við dauðann ? Og hefir það ekki einmitt á öllum öldum verið viðleitni manns- andans, að læra að þekkja sjálfan sig, grafa fyrir ræt- ur ástríðanna, leita uppi Geysis-gos Köldukvísiarbotna hatursins, gæta að því, hvernig neisti kærleikans glæðist og verður að björtu báli því meir sem örlögin hlása á móti ? Og hvar er betra tækifæri til að temja sjón vora i þeim efnum en einmitt í fornsögum vorum? »Hverr er sá maðr, er íjórir ganga fyrri, fölleitr ok skarpleitr ok glottir við tönn ok hefir öxi reidda um öxl ?« Það var Skarpheðinn.

x

Sunnanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnanfari
https://timarit.is/publication/140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.