Sunnanfari - 01.07.1900, Page 5

Sunnanfari - 01.07.1900, Page 5
37 sjónarmiði, en eg veit þó, að ekki eiga allar reykvískar yngisstúlkur hér óskilið mál, og hefði honum þá ekki átt að vera vorkunn að ná í eina þeirra, er hefði heyrt Ölaf Tryggvason nefndan. F.n þetta má ekki svo búið standa. Vér verð- um að vita og kannast við, að vér eigum arf, sem á að bera rentur og rentu-rentur í íslenzku þjóðlífi. Vér verðum að vita, hve mikils virði sá arfur er og hve miklu hann getur staðið straum af. Að öðrum kosti megum vér búast við að þjóðlíf vort flosni upp, að vér verðum andlegir öreigar og lendum hreppnum — hamingjan má vita hvaða hrepp. En hver er þá hinn and- legi arfur vor? Fyrst ogfremst er þaðtung- an vor, íslenzkan. Þar eigurn vér hliðskjálf þá, er sjá má úr um alla heima, töfrasprota þann er lýkur upphugmynd- um liðinna alda, gimsteininn, sem hefir sogið i sig geisla sorgar og gleði, vonar og ótta af augum þjóðarinnar á liðnum öldum, streng þann, seni geymir þrumu- gný og fossnið, laufþyt og lækjarnið islenzkrar náttúru og hvert andvarp, sem stig- ið hefir frá brjósti þjóðar- innar. Svo kvað Matthías: »Tungan geymir í tímans stranmi trú og vonir landsins sona, dauðastunur og dýpstu raunir, darraðarljóð frá elztu þjóðum, iieiftar-eim og ástar-bríma, örlagahljóm og refsidóma, land og stund í lifandi myndum ljóði vígð hún geymir í sjóði«. En vér eigum meira en málið sjálft; vér eig- um bókmentir ritaðar á því að fornu og nýu. Lítum á fornrit vor, Eddurnar, Noregskonunga- sögur, Fornaldarsögur Norðurlanda, og allar ís- lendingasögur. Er nokkur sá, sem þekkir þess- ar bókmentir til hlítar, svo dauðurúr öllum æð- um, að hjartað berjist ekki í brjósti hans, þegar á þær er minst? Eg fyrir mitt ieyti verð að segja, að eg get skilið, að sú stund komi ein- stöku sinnum yfir menn að þeir verði »leiðir 1 á öllu — utan Islendingasögum«, eins og skáldið kvað; en þegar þeir eru orðnir leiðir á þeim líka og meta þær einkis, er eg hræddur um, að menn 'séu orðnir leiðir á lífinu sjálfu, og dóm þeirra manna met eg einkis. Því hvað ér það, sem þessar sögur og kvæði leiða oss fyrir hugskots- sjónir ? Er það ekki hugs- ana- og tilfinningalíf og at- hafnir manna, sem sköruðu fram úr að þreki og einurð, manna, sem höfðu glögga sjón á því, sem einkenni- legt var í fari sjálfra þeirra og annara, manna, sem lifðu á sínar spýtuf og hirtu aldrei þótt þeir byndi eigi bagga sína sömu hnútum og samferðamenn, manna, sem höfðu þrek til að lifa, þó eitthvað blési á móti, en þorðu þó að horfast í augu við dauðann ? Og hefir það ekki einmitt á öllum öldum verið viðleitni manns- andans, að læra að þekkja sjálfan sig, grafa fyrir ræt- ur ástrí.ðanna, leita uppi Köldukvíslarbotna hatursins, gæta að því, hvernig neisti kærleikans glæðist og verður að björtu báli því meir sem örlögin blása á móti ? Og hvar er betra tækifæri til að temja sjón vora í þeim efnum en einmitt í fornsögum vorum? »IIverr er sá rnaðr, er fjórir ganga fyrri, fölleitr ok skarpleitr ok glottir við tönn ok hefir öxi reidda um öxl ?« Það var Skarpheðinn. Geysis-gos

x

Sunnanfari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sunnanfari
https://timarit.is/publication/140

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.