Sunnanfari - 15.01.1901, Side 7

Sunnanfari - 15.01.1901, Side 7
7 opna í kjöltu sér, og hvað litið sem út af bar, tók hann að þylja, eins og spikdós, þegar kom- ið hefir verið við fjöðrina í benni. Það var ó- þolandi að hlusta á hann þylja svona og draga seiminn; en hjá þvi varð ekki komist með öðru móti en því, að haga sér eins og prestur vildi. Menn fóru að kasta fæð á hvern þann, sem hætt var við að blóta, því að hegningin kom niður á öhum. Að tveirn vikum liðnurn las hann ekki nema helminginn af tímanum, og eftir mánuð hafði -hann ekkert að gera, að kalla mátti. Aldr- ei hefir nokkur siðferðisbylting gerst á skemmri tíma né verið gagngerðari. Presturinn okkar lét heldur ekki afskiftalaust dagfar rnanna annarstaðar. Eg hefi séð hann koma hlaupandi með biblíuna i hendinni, ef hann heyrði einhvern erfiðismann í gilinu láta sér létt- úðarorð um munn fara, stiga upp á moldarhrúgu beint á rnóti þeirn, er yfirsjónin hafði hent, og þylja yfir honurn alla ættartöluna í fyrsta kapí- tula nýjatestamentisins frámunalega alvarlega og skörulega, eins. og hún ætti sérstaklega vel við það, er nú hafði gerst. Eftir nokkurn tíma bar það ekki við nema ör- sjaldan, að nokkurt blótsyrði heyrðist í vorum hópi. Ofdrykkja var iikaaðhverfa Ferðamenn, sem við og við fóru um gilið, furðuðu sig á þeirri fyrirmyndar-reglusenii, sem með oss ríkti, og orðrómurinn um það barst alt til Ballarat og vakti þar undrun mikla. Prédikaranum okkar var svo farið á ýmsan bátt, að hann var sérstak- lega vel fallinn til þess starfs, er hann hafði tek- ist á hendur. Maður, sem ekkert hefði mátt að finna, hefði engu fengið áorkað með þessum mönnum og enga góðvild getið sér. Þegar við fórum að kynnast Elias B. Hopkins betur, kom- umst við að raun um, að þrátt fyrir guðsótta hans, var hinn gamli Adarn ekki með öllu dauður í hans innra manni, og auðsætt var, að einhvern tíma hafði hann verið dálítið brokkgengur. Bindindismaður var hann alls ekki. Hann bar gott skynbragð á drykkjuföng og neytti þeirra eins og maður, sem vit hefir á þeim efnum. Billiardmaður var hann ágætur og leikinn í alls- konar spilurn. Hann gat setið hverja klukku- stnndina eftir aðra og spilað við þá í mesta bróð- reni, þorparana, sein nú voru tarnir að bæta ráð sitt, Philips og Maule — þangað til þeim varð það á að fara að blóta. Við fyrsta blótsyrðið kom raunalegt bros á andlitið á honum. Við annað blótsyrðið seildist hann eftir biblíunni sinni, og spilamenskunni var lokið í það skifti. Hann færði okkur líka heim sanninn um það, að hann var góð skammbyssuskytta. Því að þegar við vorum að temja okkur að hitta tóma flösku fyrir utað drykkjukra Adams, brást það ekki, að hann iéki sér að því að sundra flöskunni á 40 skrefa færi. Fátt var það, sem ekki lék í höndunum á honum, að gullgreftinum undanskildum. I því efni var hann réttur og sléttur ræfill. Það var hörmung að horfa á litla léreftspok- ann með nafninu hans á; alt af lá hann tómur í skála Woburns, en í öllum hinum pokunum varð meira og meira með hverjum degi; sumir þeirra voru jafnvel orðnir einstaklega sællegir, því að nú var þess skamt að bíða, er flytja átti gullið til Ballarat. Okkur taldist svo til, að al- drei hefði verið farið í einu nteð jafnmikið fé úr Jackmanns-Gili, eins og íúlguna, sem við höfðum nú dregið saman. Elias B. Hopkins virtist reyndar vel ánægður með þá dásamlegu breytingu, er hann hafði fengið framgengt. En eitt var þó, er honum þótti á vanta. Eina kvöld- stund lét hann það uppi við okkur, er hann bar fyrir brjósti. »Alt gengi blessunarlega hjá okkur, piltar mín- ir«, sagði hann, »ef við héldum ofurlitla guðs- þjónustu á sunnndögum; við erum að freista drottins með því að gera engan mun á þessunt degi og öðrum dögum, að því undanskildu., að við kunnum að drekka meira whisky og spila meira«. »Eu við erurn prestlausir«, sagði einn okkar. »En sá þvættingurl« sagði annar; »eins og við höfum ekki mann, sem er þriggja presta í- gildi og getur lagt út af hvaða texta sem er svo ljóst og skilmerkilega, sem við getum fram- ast á kosið«. »Við erum kirkjulausir», sagði annar. »Þá getum við verið undir berum himni«.

x

Sunnanfari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sunnanfari
https://timarit.is/publication/140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.