Sunnanfari - 01.06.1902, Blaðsíða 8

Sunnanfari - 01.06.1902, Blaðsíða 8
4 alt annað, sem hér er sagt frá Þorleifi og ætt hans. Sögurnar 6. og y. sagði mér gömul kona í Olafsvik, er sjálf mundi þau atvik. Sögurnar 8. og n. sagði tnér Guðríður Jóns- dóttir í Bjarnarhöfn. Söguna 8. hafði Kristín, kona Þorleifs, sagt henni, en söguna 11. mundi hún sjálf, því þá var hún orðin vinnukona í Bjarnarhöfn. Sögurnar 9. og 10. hafði eg áður heyrt, en bar þær svo undir Kristínu og Guðríði; sögðu báðar, að það væri sannar sögur. Söguna 12. sagði mér síra Arna Þórarinsson. En honum sagði síra Eiríkur Kúld sjálfur. fír. J. Fuglar á þingi. Sagan sú, ásanit »Hreiðar í Vilpu« o. s. frv. synir greinilega, að' vér höfum eignast mjog efnilegt dæmisöguskáld eða heimsádeilu í sundurlausu máli, þar sem er Guðni. Friðjónsson. Hann verður að öllum líkindum mesti listamaður í þeirii grein, ef hann vanar það. Fegursti lýðskóli á Norðurlöndum. Myndin á bls. 45 sýnir fegursta lýðskólahús (barnaskóla) á Norðurlöndum. Skólinn var vigð- ur 29. jan. þ. á. Hann stendur i útjaðri Stokk- hólms við breiðan veg með skógartrjám á tvær hendur, er nefnist Valhallarvegur, og útsýn yfir fagran skóg. Allur útbúnaður er svo frábærlega tausnarlegur, hentugur og fagur, sem frekast verður á kosið. Skólasvæðið er 'js mílú að flat- arrnáli, og skólinn með lóð hefir kostað um 1 '/2 milj. kr. Aðalhlið skólans er 260 fet á lengd. Út frá henni liggja, í nálega rétt horn, 2 ahnur 160 feta langar, er lykja um skólagarðinn — leikvöllinn. Upp að gluggum á i.loftieru vegg- irnir úr graniti; annars úr múrsteini. Um hinn veglega aðalinngang er umgjörð úr rauðum sand- steini. Þökin eru að utan klædd svörtum járn þynnum. Gólfin í göngunum lögð steintiglum og i stofunum með korkmottum. Litirnir á veggj- um og loftum eru svo vel samvaldir, svo bjart- ir og blæhreinir, að hver sem í skólann kemur verður undir eins brúnaléttur og hugrór. Auð- vitað hefir skólinn miðstöðvarhitun með nútím- ans snjallasta útbúnaði. Ljósfærin eru Auer-lamp- ar. Skólinn tekur 2600 börn og eru þar 65 kenslustofur. Sérstakir kensiusalir eru íyrir nátt- úrufræði, dráttlist, söng og skólaiðnað. Við lýð- skólann í Stokkhólmi læra drengir að gjöra muni úr pappa, tré eða járni. Þá eru hannyrðastofur; stúlkurnar læra prjónles og saum. I »skólaeld- húsinu« læra þær að matreiða og baka. Við hliðina á því er borðsalur; þar borða eldabuskurn- ar ungu og fátækustu börnin ókeypis miðdags- mat. Við þennan skóla borða dag hvern 50 skóla- börn, auk þeirra 20 stúlkna, sem eru í eldhús- inu. Þá er laugar-útbúnaður ekki amalegur: hita- stofa (til að svitna), steypibað með köldu og heitu vatni, og stór sundlaug. Auðvitað sérstök her- bergi til að afklæðast í. Svo eru leikfimissalir, kennarastofur fagrar, afgreiðslustofa, salur fyrir bókasafn skólans; þar hafa börnin bókasafn snið- ið fyrir þau. Og loks er í skólahúsinu bústað- ur skólastjóra, dyravarðar og vinnuíólks skólans, og enn fleiri vistarverur og herbergi, er eg hirði ekki að nefna. Eg skal þó að sins geta þess, að í s'kólanum eru salir fyrir svonefndar »vinnu- stofur barna.« Markmið þeirra er, að kenna fá- tækum börnum einhveija iðn, venja þau á reglu- semi, halda þeim frá götusollinum og gjöra þeim tímann arðberandi, því þau fá dálitla þóknun fyr- það sem þau gjöra þar. Svona gjöra Stokkhólmsbúar skóla sína úr garði. Þegar hér við bætast ágæt kensluáhöld og góð- ir og vel tarndir kenslukraftar, þá er ekki ofsagt, að talsvert er lagt í sölurnar til að afla öllum börnum jafnt sem beztrar undirbúnings-mentun- ar, — og það alt ókeypis. Stokkhólmi a6/6 1902. G. F. • kostar 2'/2 kr. 12 arkir, auk I titilbl. og yfirlits. Aðalútsala I í bókverzlun ísafoldarprentsm. Ititstjóri Björn Jónsson ísafoldarprentsmiðja.

x

Sunnanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnanfari
https://timarit.is/publication/140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.