Sunnanfari - 01.06.1912, Síða 3
43
hyggnari og vitrari maður en Danir hafa
alment viðurkent, og stýrði meistaralega með
viðsjálli skipshöfn vondan sjó framan af rik-
isstjórnarárum sínum. Eitt af merkisvið-
burðunum í stjórnartíð hans var stjórnarbótin
lil handa íslandi, og án efa hefir liann
sjálfur sett metnað í það mál.
Friðrik VIII. og önnur börn Kristjáns IX.
feingu uppeldi, sem var að nokkru leyli danskt
og að nokkru leyti þýzkt. Friðrik var því
ekki fremur en faðir hans danskur í stór-
danskri merkingu. Enda er svo að sjá sem
hann hafi tekið það í föðurarf að vilja fram
hag og hlut lands vors, og líkt og hann sett
metnað í það, að vjer ættum yfir sem bezt-
um kostum að búa og yfir sem mestum
sæmdum að sitja.
Oss mun það öllum í fersku minni að Frið-
rik konungur, er hann var hjer heima 1907,
þrátt fyrir ódyljandi gremju margra danskra
stórmenna, sem með honum voru, talaði marg-
sinnis um y>bœði ríkin sína. Mörg, ef ekki
flest, af þeim stórmennum eru nú gengin
fyrir ætternisstapa i stjórnmálalífinu, enn orð
konungs lifa enn. þessi orð konungs sýna
oss, að hann hafi í raun rjettri verið langt á
undan samtíðarmönnum sínum.'
Af góðu þeli konungs til vor var án alls efa
af hans hendi stofnað til milliríkjanefndar-
innar 1907, því að Friðriki konungi var það
tvímælalaust eitthvert allramesta áhugamál
að fá skipað sambandi Islands og Danmerkur
á sem hagkvæmastan hátt fyrir íslendinga, og
á þá leið, að rjettur og metnaður landsins og
þjóðarinnar yrði sem mestur. Nefndarmenn
vorir höfðu víst öflugasta stoðina og athvarfið
þar sem konungur var. Það er varla efa-
samt, að hefðu þeir haldið því fram með
nægri festu, að lálið væri ósamið þá um ut-
anríkismál vor og hermál, mundu þeir með
fylgi konungs hafa fengið það fram, og þó
feingið haldið öllum kostum milliríkja frum-
varpsins, enda óþarfi af íslenzku nefndar-
mönnunum að stinga npp á forseta hæstaréttar
öana sem oddamanni í gerð milli Dana og
íslendinga tmi, livað væri sammál og sjermál.
Góð orð og einlægan vilja þakkar þjóðin
íslenzka nú Friðriki konungi og tekur vilja
hans og konunglegt orð fyrir verk, sem hann
ætlaði að framkvæma, en gat ekki framkvæmt
fyrir misskilinni mótspyrnu »bræðranna«
dönsku. Og hún þakkar honum það að
hann einn, af mörgum, sem yfir oss hafa
ríkt, hefur ekki verið í efa um það, að hann
væri konungnr hins íslenzka ríkis, jafnt sem
liins danska, og þorði að standa við það.
Annar maður, Kristján X. Friðriksson,
hefur nú tekið við stjórn beggja ríkjanna, og
öll íslenzk þjóð óskar, að hann megi stjórna
þeim sem bezt. Enn við vitum, hverju við
sleppum, en ekki hvað við hreppum, og —
mundi ekki þjóð vor heimta Friðrik konung
úr Helju, ef hún gæti það?
En hann er nú horfinn, er vildi oss bezt.
Sonur hans, er tekið hefur við ríkisstjórn, er
enn ungur maður og á langa starfslíð fyrir
höndum. Verði liann oss hagstæður í orði,
vilja og verki, óska honum hjer allir góðs,
og þá mun hann verða langlífur hjer í land-
inu sem faðir hans og afi. Hamingjan skjóti
honum þvi i brjóst að feta í fótspor feðra
sinna oss til handa, og veiti honum þrek og
vitsmuni lil þess að fylla þær kröfur tímans
og komandi kynslóða, sem guð ljeði þeim
vilja og vit, en ekki aldur, til.
Jr'jóíWilíiir er sagt, að nú sé látinn, fullra
63 ára gamall.
V ísur Jónasar Ilall^rímssonar
iiiii fráfall Sunnanpóstging.
Pósturinn er sálaður sunnan,
syrgir bæði halur og nunnan,
af pvi hann var allra ánægja,
utan lands og innan »að segja«,’)
»Fóta gat ei fram róið árum«,1 2)
forar hlandsins sökk hann i bárum.
Liggur þar í leðju á botni.
»Lifir dygð þó fjöræðar þrotni#.3)
1) »að scgja« orðatlllæki Jóns leklors Jónssonar.
2) Ur kvæði eptir Arna biskup Helgason, i Sunnanpósti.
3) Úr erfiljóðum einum, er Þórður Sveinbjörnsson lieiir
kveðið.