Sunnanfari - 01.06.1912, Page 5

Sunnanfari - 01.06.1912, Page 5
45 Bókafregn. Ljóðmæli Signrðar Brciðfjöi’ðs, hafa verið og eru enn einhver vinsælustu Ijóðmælin í þessu landi, og Sigurður einhver hagorðasti maður, sem vér höfum átt. Rit hans og rímur, sem prentaðar hafa verið, hafa nú um langa tíma verið uppseld og ófáanleg, nema Úrvalsrit hans, þau er Einar Dene- diktsson gaf út hér um árið. Smámunirnir eldri °8 yngr'i Grænlandsritið og rímur hans allar hafa svo að kalla ekki verið fáanlegar, hvað sem í boði hefir verið. Úr þessu hefir nú Sigurðtir bök- sali Erlendsson bætt mjög þrjú síðustu árin. igio gaf hann út rímur af Fertram og Plalo (0,65), sem þá höfðu ekki verið prentaðar í 74 ár. 1911 komu út hjá sama bóksala Ljóða- smámunirnir síðari (1,00), og höfðu þeir þá ekki verið prentaðir ( 72 ár. Og nú ( ár hefir Sigurður Erlendsson gefið út Jómsvíkingarimur (0,75), Ljóðasmámunina fgrri og Grœnlandsrit (1,00) Breiðfjörðs, sem ekki hafa komið út síðan 1836. Rímur Sigurðar þekkja allir og Smámun- irnir eru ein skemtileg- ustu ljóðakverin, sem hér hafa verið gefin út. I fyrri Smámununum eru Grænlandsvtsurnar, sem fólkið hefir haft mest gam- af. Og Grænlandssagan er snildarrit. Bækur þessar eru hollari landsfólkinu en mart annað af því, sem út hefir verið gefið hin stðari ár, og ættu að vera til á sem fiestum heimilum landsins. Ennfremur hefir Sigurður Erlendsson gefið út fyrir- lestur þann hinn fróðlega um Sigurð Breiðfjörð, er Sig- hvatur Borgfirðingur hélt síðasta skírdag fyrir Alþýðu- fræðslu Stúdentafélagsins. Auglýsing frá Sigurði Erlendssyni um þessar bækur var í síðasta blaði Sunnanfara. íslenzkui1 kirbjuréttur eptir Einar prófessor Arnórsson er nýlega út kominn. Hafa ýms af blöðunum minzt hans og lokið á hann lofsorði. Bókin er 200 bls. í stóru 8 blaða broti, á góðum papp(r. Bók þessi er merkileg og kemur víða við, og vitnar til laga allar götur frá þv(, er kristni var lögtekin hér á landi og alt til þess dags, sem nú er. I tilvitnunum þessum bregður fyrir smávegis ónákvæmni á stöku stað. Á bls. 8 er kirkju- skipan Kristjáns 3. talin gefin út „23.“ í staðinn fyrir 2. Sept. 1537. Ann- ars er eins og aðrir höf- undar hér á landi hafi um langa tímalítið til hennar vitað. Á sömu bls. er og vitnað ( kgs- bréffrá „27." April 1556, er banni afhending kirkju- eigna. En þetta mun þó að réttu lagi eiga að vera bréf frá 16. Apr. sama ár. Á bls. 9 er og vitnað í kgsbr. frá 25. Maí 1859 um fermingu, en ártalið mun þó eiga að vera 1759. Og svo kann að vera um fleira smávegis þesskonar, sem að öðru leyti haggar ekki gildi bókarinnar í heild sinni, og er að skoða sem meinlitlar prentvillur. Enda hefir höfundurinn um prófarkalesturinn næga afsökun í því, að hann hefir bagast af augn- veiki síðastliðinn vetur. Um meðferð efnisins mun flestum þykja nafn höfundarins nægtrygging, enda fá hér allir þeir, sem eitthvað eru við opinber störf riðnir í landinu, löglærðir og ólöglærðir, áreiðanlegan og nauðsynlegan leiðarvísi í mörgum efnum og skýra úrlausn á ótalmörgu, sem menn annars gætu opt verið í vafa um. Á bls. 163, þar sem talað er um máldagabækur kirknanna, væri réttara frá skýrt, að Sigurðarregistur er gert að upphafi 1525, þegar Jón biskup Arason tók við Hólastól, en síðan í það ritaðar skrár stólsins bæði 1550, eptir Jón Arason myrtan, og 1569 eptir Olaf biskup Hjaltason andaðan, með öðrum fleiri skrám. Þó að Einar prófessor Arnórsson sé enn ungur maður, er hann án alls efa lærðastur allra nú lifandi Kristján konungur X. og drotning lians.

x

Sunnanfari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sunnanfari
https://timarit.is/publication/140

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.