Sunnanfari - 01.08.1912, Qupperneq 1

Sunnanfari - 01.08.1912, Qupperneq 1
SUNNANFARI XI, 7. REYKJAVIK AGUSTMAN. 1912 F eðgar. Þegar gefin voru út kvæði sira Stefáns Ólafssonar í Vallarnesi fyrir 26—27 árum, liefði þólt mikið í það varið að gcta lálið mynd af honum fylgja út- gáfunni, en þá var mönn- um ókunnugt um,aðnokk- ur mynd værilil af honum. Siðan hefir það komið í Ijós, að á altarisbrík, sem fylgt hefir kirkjunni í Kirkjubæ í Hróarstungu, er ekki einungis mynd af síra Stefáni, heldur einnig af foreldrum hans og systkinum; standa þau hjón Ólafur prófastur Ein- arsson og Krislín Stefáns- dóttir í miðju og börnin út frá þeim eplir aldri, liin el/tu næst og hin yngstu fjærst. Er Stefán annar í röðinni piltameg- in, sem kemur heim við Barnatöluílokk síra Ein- ars afa hans: Prír synir Olafs eru, Eiríkr fyrstur þeira, Slefán og meö Jóni, allir gæfumenn kallast. Gervilegastur þeirra bræðra er Stefán á myndinni. Brík þessi er nú komin á Þjóðmenjasafnið í Reykjavík, og koma hérmyndirafþessumtveim- ur merkilegu feðgum, síra Ólafi og síra Stefáni. Eaðir síra Ólafs í Kirkjubæ, og afi síra Stefáns, var sá nafnfrægi maður síra Einar Sigurðsson í Eydölum, snildarskáld á sinni tíð, og svo kynsæll maður, að afkomendur hans eru nú um endilangt þelta land, og hafa jafnan verið alt frá honum og til vorra daga einhverir afburðamenn lil einhvers á hverjum mannsaldri meðal niðja hans ein- hverstaðar. Meðal annara sona sira Einars var Odd- ur biskup, faðir Gísla bisk- ups, — eins liins mesta gerðar- og drengskapar- manns, — og Árna lög- manns, sem ágætastur þótli allra veraldarhöfð- ingja hér á landi á 17. öld. Eplir síra Einar er allur fyrri — og bezti — hluti Vísnabókarinnar.sem Guð- brandur biskup gaf út 1612. Er bók sú afar- merkileg fyrir Ijóðagerð landsins á 16. öld og fram yfir 1600. En auk þess er rnart til af óprentuð- um Ijóðmælum eptir síra Einar. Síra Einar kveðst fæddur 1538. Þrítugurseg- ist hann hafa feingið köll- un eða vitrun til þess að fara að gefa sig við and- legum kveðskap, og orti þá kvæði það, sem hann kallar Hugbót, og prentað er í Vísnabókinni 1612. Þar um kvað hann þetta: Þrítugum var mér vitrnð að vanda ljóð guði lil handa, lét eg pá Hugbót heita liróðr fyrst pann liinn góða; aumur var ungdóms timi Síra Steian Ólaísson.

x

Sunnanfari

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sunnanfari
https://timarit.is/publication/140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.