Sunnanfari - 01.10.1912, Blaðsíða 7

Sunnanfari - 01.10.1912, Blaðsíða 7
70 Háskólinn og árbók hans. Eins og menn muna voru á þinginu 1909 sam- þykt lög um stofnun liáskóla hér á landi, og á þann hátt, að það mál var ekki gert að neinu tlokksmáli. Að vísu fylgdu málinu liinir svonefndu heimastjórnarmenn, þvi að lagafrunivarpið var lagt fyrir þingið af þeirri stjórn, sem þá fór frá. Hins vegar var sjálfstæðisflokkurinn í heild sinni málinu ekki fylgjandi. Yar það því einstökum mönnum úr þeim flokki að þakkn, að mál þetta var ekki gert að flokksmáli, og að það hafðist þá fram. Hins vegar var þá ekki nærri því komandi við heimastjórnarmenn, að þá væri veitt neitt ié til undirbúnings háskólans í verki og framkvæmd. Mátti það þó virðast auðsætt, að slikri stofnun væri ekki hægt að dcmha á vanzalaust, án nokk- urs undirbúnings eða fyrirhyggju. Eá kvað svo ramt að, að ekki var hægt að fá fram á því þingi ákvæði um nein réttindi háskólanum til handa. Nemendur þaðan voru ekki rétthærri hér á landi en frá hverjum öðrum liáskóla í heimsbygðinni. Á þinginu 1911 fékkst þó þessu kipt í lag. En að öðru leyti var veitt fé forsjárlaust til stofnunar liáskólans, og skipað fyrir, að hann skyldi stofn- settur þá þegar það ár. Var það mál þá gert að svo blindu kappsmáli, að gamlir stuðningsmenn málsins, sem ekki er ofsagl að þakka má það, að málið gekk fram 1909, gátu ekki fylgzt með forsjár- ieysinu. Pað var þá alment álit, að sumir þeir væri hvað óðaslir í að koma háskólanum á und- irbúningslaust, sem siálfir hugsuöu sér að hafa gagn af stofnun hans, enda kom fyrra kastið í fjárveitingartillögunum 1911 ekki fram, að neins annars þyrfti við en launa og launaviðbóta handa kennurum við skólann. Ilitt glcymdist: að hlynna þjrrfti, stofnunarinnar sjálfrar vegna, að nemend- unum, — þangað til aðrir vöktu eflirtekt á því. Að vísu kom fram tillaga um það, að fyrsti und- irbúningur stofnsetningar háskólans i verki vrði að vera sá, að hugsa háskólanum fyrir byggingum, sem honum væri nauðsynlegar í öllum efnum. En sú tillaga heyrðist ekki fyrir ofsaroki ákafans þcirra, er alt vildu hafa fram undirbúningslaust. Nú er það komið fram, sem þá mátti öllum vera fyrirsjáanlegt, þegar farið var að jafn rasanda ráði, sem gert var. Danir hafa nú hækkað slyrk til stúdenta, og stúdentar landsins sækja ekki is- lenzka háskólann, nema að litlu leyti. Af 21 stúd- entum í ár hafa tveir þriðjungar farið til Kaup- mannahafnarháskóla, og þeir eru þcssir: Bjarni Jósefsson, Finnbogi Rútur Porvaldsson, Geir Einarsson, Hallgrímur Hallgrímsson, Ilelgi Guðmundsson, Jón Björnsson, Karl Ármannsson, Karl Möller, Kjartan Jensen, Olafur Jensen, Olafur Þorsteinsson, Páll Auðunarson, Sleinn Steinsson, Porsteinn Kristjánsson. Nöfn þeirra eru hér engan veginn upp talin þeim til vanza, því að það er bæði eðlilegt, að ungir menn vilji litast um í veröldinni, og eins hitt, að allir vilji sæta sem beztum kostunum. Sumir af þessum stúdentum munu og leggja ým_ islegt það fyrir sig, sem ekki er kent við háskól- ann hér. En þetta útstreymi stúdenta er háskóla vorum góð áminning um það, að hér þarf að ráða bætur á, og að hér hefir verið illa fyrir séð i upphafi. En á þá að leggja lögbann fyrir utan- farir stúdenta eða taka til annara einokunar en- dema liáskólanum til handa,þessu til viðréttingar? Nei, stúdentana þarf að hæna að háskólanum, lilynna að þeim, svo að þeir finni, að hér eigi þeir heima og hér íari ekki ver um þá en annarsstað- ar. Par til heyrir fyrst og fremst af öllu, að hér sé reistur sem bráðast liæfilega stór stúdenta- garður eða bústaður, þar sem stúdentar helði ó- keypis húsnæði, og það er án efa sú fyrsta bygg- ing, sem háskólinn þyrfti að fá, og ríður honum þó á allsherjarbyggingu, því að slíkar stofnanir þarf að múra fastar í landið. Nú er komin út Árbók eða skýrsla háskólans fyrir síðasta skólaár, og er svo sem ekkert sérlegt um hana að segja. Sá er vani liáskóla að láta fylgja skýrslum sínum jafnan visindarit nokkur ýmislegs efnis eftir atvikum. Sá siður er og tekinn hér upp. Með fyrstu skýrslu liáskóla vors liefði maður búizt við því að fá áreiðanlegt og glögt yfirlit og útsýni yfir skólamentan íslendinga frá öndverðu og til þessa dags, hvernig þeir liafi far- ið að því að menta sig, livert nú yrði stefnt og hverja merking liinn nýstofnaði háskóli ætti og mundi hafa lyrir mentan landsmanna, hvert erindi hans og hlutverk væri, og hvað annað, sem þar til lilýddi. En hvaða rit er það svo, sem liáskól- inn tekur í merki silt í fyrsta skipti? — Slúfs saga blinda Kallarsonar, á 7+XVI blaðsiðum í útgáfu próf. Björns M. Olsens. Á þetta aö lákna háskólann og það útsýni og víðsýni, er hann veili? Á háskóli landsins að verða Shi/ur blindi Kallarson meðal háskólanna ? Slingt yrði þér um mart, ef ekki fylgdi slysin með. Annan metnað viljum vér liáskólans en þennan. Pótt háskólinn v.æri stofnsetlur forsjálítið, vilj- um vér þó að vegur hans verði sem mestur, úr þvi að skólinn er á kominn. Öll handaskol og auvirði viljum vér af honum skilja. Og þar undir skilst það meðal annara greina, að prófessorarnir, hálaunaðir menn, sé ckki að svæla undir sig aukakenslu við aðra skóla

x

Sunnanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnanfari
https://timarit.is/publication/140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.