Sunnanfari - 01.12.1912, Blaðsíða 4

Sunnanfari - 01.12.1912, Blaðsíða 4
92 vorum. En auk þessa gaf hann út Eðlisút- málun manneskjunnar (1798) og Spurninga- kver heilbrigðinnar (1803), sem Sveínn Páls- son hafði hvorttveggja þýtt. Sjálfur hafði hann annars áður samið rit um Skaptáreld- eldinn og um meteora, bæði náttúrufræðilegs efnis. Lögfræðinni var heldur ekki gleymt, og til leiðbeiningar landsfólkinu gal' hann út Instrux fyrir hreppsljórnarmenn (1810), samdi Hentuga handbók fgrir hvern mann (1812). Um sœttastiptanir (1819), Um legorðsmál (1821). Og þá er Leirárgarða-tagasafnið 1806—1830, Til vísindalegra lögfræðisstarfa í streingra skilningi mun heyra doktorsritgerð hans (Commentatio) 1819 og útgáfa hans af Jóns- bók, sem aldrei var prentuð, en hefði verið til mikilla bóta á þeirri tíð. Það, sem ein- kennir lögfræðisritgerðir Magnúsar, er það, að hann gerir strangan greinarmun á því, sem eru gildandi og birt lög hér á landi, og hinu, sem einir og aðrir töldu athugalaust gildandi lög, Á 18. öld hætti sumum við að taka mart gilt. sem eingri átt náði, og sama gerði Þórður Jónasson i Sáttakveri sinu (1847), sem lögfræðingar því telja apturför frá bók Magnúsar. Auk þessa, sem nú var talið, Iét Magnús prentsmiðju sína auðvitað gefa út þær nauð- synlegu guðsorðabækur. En hann gerði meira. Hann samdi sjálfur Föstuprédikanir, sem hann eignaði Anonymo, og gaf þær út 1798. Kunn eru afskipti Magnúsar af sálmabók- inni 1801, sem orkað hafa heldur en ekki tvímælis. Hann treysti sér einnig til að vera skáld. Þar var hann þó miður heppinn. Demas carmina, major erit. En hann hafði annað til þess að vera þar nýtur maður i verki, og það var, að hann var þá saungfróð- astur maður hér á landi. Ekki er hægt að sjá, að Magnús hafi haft verulegan skilning á mentunargildi fornrita vorra fyrir landslýðinn. Þó byrjaði hann á að gefa út Heimskringlu (1804), en hætti þvi í miðju kafi. Sjálfsagt hefir hann verið vel að sér í sagnafræði, en hvort honum hefir látið sagna- ritan að sama skapi, er annað mál. En einnig það lagði hann á gjörva hönd og gaf út minn- ingarrit um 18. öld (1806) og aðra útgáfu á dönsku (1808). Þetta rit kallaði hann Eptir- mœli 18. aldar. Efnið er merkilegt. Stýllinn er fyrir sig, eins og á öllu því, sem Magnús ritaði. Þessu gat hann orkað. En okkur vantar enn yfirlit yfir 19. öldina. Hefði Magnús verið ritsnillingur og smekk- maður að sama skapi og hann var fjölhæfur og fjölfróður og sýnt um hvað gagnlegt var, hvílíkur fræðari landsmanna hefði hann þá ekki verið. En eingum er alt gefið, og tím- arnir, sem hann lifði á, voru smekklausir. En hvað um það: sem lœrifaðir landsmanna verður Magnús konferenzráð altaf sá mikli maður, Þetta hefir aldrei á tveim tungum leikið: Að afla oss nautum upplýsingartöðu lætur ekki leiðast sér Leirárgarða Júppíter. Hver hefði fylt það skarð, sem verið hefði, ef vér hefðum ekki átt hann? Hver vill bæta læriföður sæti? segir Sigurður Breiðfjörð í erfiljóðum eptir hann. Sem dómari var Magnús víst einstakur á sínum tíma. Hann var þar sem annarsstaðar nýbreytingamaður, og kom þvi á að líta nokk- uru vægara á hrasanir náungans en áður hafði verið gert. Áður en hann kom, voru dómarar vanir að láta svo að segja hverja smáyfirsjón varða Brimarhólmi eða búslóðar- missi, ærutjóni og alt að lífláti. Dæmdu svona hér um bil eins og hálfgeggjaðir menn. Af því að hér er ekki hægt að rita neitt til hlítar um þenna mann, verður hér ekki farið út i afskipti hans af landsstjórn. Þeir, sem vilja vita um afskipti hans af Jörundar tnálunum 1809, geta lesið Jörundarsögu. Þó verður hér að geta afskipta Magnúsar af verzl- unarmálum landsins, bæði þess, hve dreingi- lega hann og faðir hans komu fram 1795 og næstu ár og fylgdu fram almennu bæna- skránni um rífkað verzlunarfrelsi, þó að á-

x

Sunnanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnanfari
https://timarit.is/publication/140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.