Austri - 30.04.1892, Blaðsíða 2

Austri - 30.04.1892, Blaðsíða 2
JNK. 12 AUSTRI 46 algallar. Sá fyrri er sá, live lítil hún er, og af pví stafa aptur aðrir gallar, sem sumpart er getið hér að framan, en sumpart ekki minnst á. En að semja svo stutta sögu er líka mikill vandi, og höf. á miklar paklc- ir 'skilið fyrir að hafa tekizt pann vanda á hendur, enda er hann sjálfsagt einn hinn færasti ef ekki sá allra íærasti til |>ess, |>að er pví mikið gleði- e^ni að geta innan skamms átt von á miklu stærri | og 1 fullkomnari hókmenntasögu frá hans liendi, par sem bætt mun verða úr öllum peim göllum. sem hér hefir ekki orðið hjá komizt, pótt hún pví miður verði ritin á útlendu máli. Hinn aðalgallinn er sá, að allir eiga ekki kost á að eignast pessa bök, eða getur að minnsta kosti veitt pað erfitt, par sem hún er ófáanleg nema sem fylgikver við blaðið „|>jóðólf“. |>etta er verulegur galli frá almennu sjónarmiði, en fyr- I ir útgef. er pað mikill kostur, pví pað er ekki vafi á pví, að margir muni skrifa sig fyrir blaði hans til pess að geta eignazt pessa hók. Kaupendur „f>jóðólfs“ mega pvi vera útgef. mjög pakk- látir, en aðrir eiginlega ekki. pví frá peirra sjónarmiði er pað ekki pakkavert, að gefa pað út, sem hver mundi hafafgripið við feginshendi, sem kostur hefði verið á pví gefinn. En hér kemur eitt atriði enn til greina, og pað er, að við hefðum ef til vill mátt bíða nokkur árin enn eptir bókmenntasögu vorri á íslenzku, ef útgef. hefði ekki fengið Dr. Einn til að rita hana, pví að óvist er að hann liefði gjört pað að svo stöddu óbeðinn. Og fyrir petta á útgef. sannarlega pakkir skilið. Kaupmannahöfn 25. júlí 1891. Valtýr Gruðmundsson. Sýslunefndarfimdur Suður-Múlasýslu. 30. marz 1892. (Niðurl.) Fimmtudaginn 30. marz var sýslunefndarfundur aptur settur og haldið áfram umræðum um fjallskila- frumvarpið. Sýslunefndin gjörði hreytingar við uppástungur nefnd- arinnar og ræddi'*frumvarp petta til fullnustu; á svo oddviti að sjá um lireinskript á frumvarpinu og senda pað amtsráðinu. Hið sampykkta frumvarp á að sérprentast á kostn- að sýslusjóðs í 300 eintökum, sem úthýtist um hreppa sýslunnar. 20. Oddviti hreppsnefndar JBreiðdalshrepps biður um leyfi til að selja undir hendinni 88 ál. úr jörðu. til- heyrandi hinum vitskerta Höskuldi Höskuldssyni, sem nú er framfieyttur af sveítarfé Breiðdalshrepps. og er húinn að éta upp að mestu andvirði pessara álna. Odd- vitinn hefir fengið 200 kr. tilhoð fyrir pessar álnir. Sýslunefndin sampykkir sölu peirra, pannig að oddvit- inn sjái um innborgun pessara peninga. 21. Fram er lagtbréf amtsins dags. 23. febr. p. á. um sameining Austur-Skaptafellsýslu við Suðurmúla- sýslu og breytingar við hreppaskipti útaf pessu. Mvð 7 atkv. móti einu var sampykkt sú aðalupoá- stunga, að Austurskaptafellssýsla í umboðslegu tilliti heyri til Suðuramtinu en sem sveitarfélag til Austur- amtsins (shr. Mýra-og BorgarfjarðarsýslaJ og vill sýslu- nefndin mæla með pessu. Til vara: 6 sýslunefndarmenn vilja mæla með, að Austur- skaptafellssýsla sameinist Austuramtinu að öllu leyti, en sjálfsagt, pannig, að Austur-skaptafellsýslu verði sýsla sér og undir sérstökum sýslumanni, en að Múla- sýslur haldist sér eins og pær nú eru. 2 sýslunefndarmenn vílja bóka peirra atkvæði pann- ig, að Austur-skaptafellssýsla sameinist Austuramtinu að öllu leyti, helzt pannig. að iiún verði sýsla sér; fá- ist pað ekki, álíta peir ekki frágangssök, að Austur- skaptafellsýsla verði sameinuð Suður-Múlasýslu pannig. að Mjóafjarðar, Norðfjarðar, Eiða. Yalla og Skriðdals- hreppar sameinist Norðurmúlasýslu; en Imnir hreppar Suður-Múlasýslu og Austur-Skaptafellssýslu verði hin nýja Suður-Múlasýsla; sýslumaður hinr.ar nýju Suður- Múlasýslu búi á Djúpavog. 22. Sýslumaður fram lagði bréf Amtsins um, að sýslunefndin segði álit sitt um nefndarálit alpingis um samning búnaðarskóla á landinu, einnig var framlagt nefndarálit alpingis Nr. 429 í skjalaparti alpingis. Yorn haldnar nokkrar umrœður um petta mál. Til að ræða petta mál og semja uefndarálit var kosin 3. manna nefnd og féllu atkvæði pannig : Jónas Eiríksson með 8 atkv. Séra J. Hallgrímsson með 5 atkv. Hans J. Beck með 3 atkv. Sigurður Einarsson hafði fengið 6 atkvæði, en mót- mælti kosningu af pvi hann er amtsráðsmaður. A nefndpessi að vera búin með uppátstungu sína og senda hana sýslumanni fyrir júnimán. lok. 23. Sýslumaðurinn fram lagði bréf frásýslumanni Norður-Múlasýslu dags. 9. marz p. á. viðvíkjandi við- skiptum sýslunefndar við Eiðaskóla, eptir pví átti sýslu- nefndin hér að eiga ógoldnar 126 kr. til Eiðaskóla frá undanfarandi árum. En par sem ekki er uppgjört um við- skipti sýslanna (Múla) við Eiðaskúla og talsvert fé er væntar.legt úr Norður-þingeyjarsýslu til Eiðaskóla. pá álítur nefndin ekki pörf á, að borga meira en búnað- nrskólagjald 1889, 1890, 1891 og 1892 með samtals. 483 kr. 24 au., sem pví verður áætlað nú. 24. par eð fundur pessi er lialdinn eptir skipun amtsins svo snemma, að ekki var hægt í hreppunum að halda próf um kennslu ungmenna, felur sýslunefnd- in oddvita að rannsaka skýrslur hreppanna um sveita- kennslu og mæla með peim til styrkveitinga, ef skýrsl- urnar eru í lagi. 25. Sýslumaður fram lagði hréf amtsins dags. 5. jan. p. á. um athugasemdir við sýslunefndarfund Suður- Múlasýslu 6. nóv. 1891; sýslunefndin felldi málið um tillag til gufuferju á Lagarfljótsósi frá frekari umræðu nú, með 5 atkv, (par í atkv. oddvita) gegn 4. sýsln- nefndin vill halda sér til pess, sem gjört var á fundi 6. nóv. 1891. Hans Beck vildi ræða málið, einnig Bjarni á Skála, séra Jónas og Sveinn Sigfússon. 26. Sýslunefndin sampykkir svo hljóðandi AÆTLIJN: á 21 aura á hvert hundrað í föstu og lausu og verður niðurjöfnunin samtals 1687 kr. 14 au. 27. Sýslunefndin pykist viss um, að hún hafi á- ætlað meiru en hún liefir leyfi til samkvæmt lögum, en par eð ekki var hægt að áætla gjöldin minni en gjört er, óskar hún, að amtsráðið vilji sampykkja pessa nið- urjöfnun. 28. Sýslunefndin ákveður, að borga hér fyrir hús- næði, hesta og átroðning frá 29. marz til 1. april 50 krónur. 29. Næsti sýslufundur verður haldinn í Skriðdal 1. júlí p. á. Fundi slitið 1. april 1892. Jón Johnsen. Sigurður Einarsson. Benedikt Eyjólfsson. H. Bjarnason. Bjarni J>órarinsson. Hans J. Beck. Jónas Hall- grímsson. Sveinn Sigfússon. Jónas Eiríksson. Á SUMARDAGr EYRSTA 1892. —o— Sumarið broshýrt og blítt byrjar að lifa í dag;

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/141

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.