Austri - 20.06.1892, Side 1

Austri - 20.06.1892, Side 1
Kemur ,út 3 á mánuúi eða 3(5 blóð til næsta nýárs, og kostar hér á iandi aðeins 3 kr., erlendis4 kr, Gjalddagi 3t. júE. Uppsögn, skrifleg, hund- in við áramðt. Ogild nema komin sé til ritstjórans fyrir 1. október. Auglýsingar 10 aura línan, eða 60 aura hver þml. dálks og hálfu dýrara á fyrstu siðu. II. Ár. SEYÐISFIUÐL 20. JÚNÍ J892. Nr. 16. Stjórnarslvrármálið. 1 fyrra hluta þessarar ritgjörð- ar komumst vér að þeirri niður- stöðu, að hvorugt stjórnarskrár- frumvarpanna frá 1889 eða 1891 væri fnlltryggjandi fyrir lands- réttindi vor, hefðu ofmikinnkostn- að í för með sér, og að minnsta kosti frumv. frá 1891 hleypti landinu í endalaust stjórnarskrár- þref með þar af ieiðandi þing- rofum með miklum árangurslaus- um tilkostnaði fyrir landið,— og því teljum vér það einmitt ham- ingju fj-rir landið, að þau náðu hvorug' fram að ganga, því áð- ur taldir okostir þessara frumv. lieíðu óðara hlotið að koma í 'ijós og vekja nýja óánægju með stjórnarskrána og nýja kostuað- nrsíima stjörnarskrárbaráttu. Aðalkjarninn og mergur þess- firar stjórnarskrárbaráttu er að færa þ u n g a m i ð j u v a I d s i n s inn í landið tii þings og þjóðar, að gjöra landstjórnina í vorum Yr- stöku málum alinnlenda. þ>etta liefir hið löggefandi alþingi ver- ið að berjast við 1881, 1883,1885, 1886, 1887, 1889 og 1891, og slegið jafnan uieir eða minna af kröfum vorum, tii samkomulags við stjórnina, sem þó eigi heíir getað náðst, þrátt fyrir aila til- slökun frá þingsins hálfu, þvi stjórnin befir að svo komnu máli sagt sitt siðasta orð með auglýs- ingumii af 2. nóv. 1885, sem landshöiðingi hefir jafnan skýr- skotuð til á hinum síöari þingum. jfegar nú samkomulagsveg- urinn var þrotinn og engin von var til að hin endurskoðaða stjórn- íirskrá næði staðfestingu konungs, þrátt fyrir mjög svo ísjárverðar tilslakanir af hendi alþingis, en henni einmitt þverneiiað afstjórn- inni — þá virðist sá einn kost- ur ssemilegur fyrir oss fyrir liendi, uð reyna aðra aðferð til þess að ná-takmarkinu, sem tryggi fylli- ú'ga þjóðréttindi vor og veiti oss fulla sjálfstjórn í vorum sér- stöku niálum. Ætti súaðferðað vera svo ijós og brotalaus, að þjóðin gæti fylkt sér um hana sem einn maður og framfylgt henni með staðfestu. í>essi fulla trygging vorra innlendu mála, svo ab þjóðin og alþingi hafi í þeim 'töglin oghagld- ir, er það, að konungur hafi að- eins frestandi neitunarvald í vorurn sérstöku lands- málum, svo að þau frumvörp verði lög, sem jþrjú alþingi stað- festa óbreytt hvert fram af öðru, svo að konungur geti ei með neitun sinni liept framgang laga- boðanna nema tvisvar, að stjórn- skrárbreytingum einum undan- skildum. Með þvi fyrirkomulagi lieiðum vér íslendingar fulltþing- ræði í vorum sérstöku málum og góðan undirbúningstíma til þess að hugsa þau sem bezt og vanda allan frágang lagasmíðisins. |>etta ætti og að kenna oss íslending- um sambeidni og göða samvinnu á alþingi, sem svo mjög hefir skort á bjá þingmönnum. þ>essari breytingu á tukmörk- uðu neitunarvaldi konungs ætti og að verða samfara, að hinn íslenzki ráðgjafi sæti ekki íríkisráðiDana, mæ11i sjá 1 f- ur á h v e r j u a 1 þ i n g i o g b æ r i ábyrgð fyrir þinginu á o 11- um stj órnarstörfum. Meb þessum tveim ákvörð- unum væru fyriibyggðir og úti- lokaðir hinir tveir stærstu aðal- ókostir á stjórnarskrá vorri, nfl. synjun þeirra laga, er alþingi lieíir staðfest, og ábyrgðarleysi ráðgjafa íslands, sem er ábyrgð- arlaus allra sinna gjörða(!) gagn- vart þingi og þjóð, að undan- teknum brotum á sjálfri stjórn- arskránni. jþessi breyting hefir og þann milda kost, að hún eykur ekki um einn eyri útgjöld landsins, sem sýnt hefir verið fram á, að stjórnarskrárfrumv. alþingis hlytu stórum að gjöra. Um þessa breytingu er lík- legt, að hin íslenzka þjóð mundi vilja fylkja sei' í eindrægni og samhuga, því liún er Ijós og öll- um vel skiljanleg og ókostnað- arsöm fyrir landið, og hana hefir þjóðin sjálf aðhyllst á tveimur hinum merkustu þ i n g v a 11 a f u n d- um síöari tíma, nfl. 1873 og 1885, þar sem mættu, aulc margra al- þingismanna, kosnir menn úr ná- lega öllum kjördæmum landsins. Breytingin heiir oss vitanlega ekki átt sér annan verulegan mótstöðu- mann, en hinn heiðraða fram- sögurnann flestra stjórnarskrár- frumvarpanna, sýslumann Bene- dikt Sveinsson, sem náttúrlega hefir haft tillöguna að olnboga- barni fyrir sínum eigin tvíræðu og óákvebnu stjórnarskrárfrumv. og þá gleymt því, ab þjóðin liafði skýrt kveðið upp úr með það, að hún óskaði frestandi neitun- arvalds, þö hann annars sé sí og æ að klifa á þjóðviljanum. Og hafi það veriö tilgangur vorsgóða konungs, að veita oss íslending- um full ráð vorra sérstöku mála með nábargjöf sinni, stjórnar- skránni 2. jan. 1874, sem enginn efi er á, — þá getum vér ekki séð, ab þetta nýmæli sýni nokk- urn skort á þeirri lotningn er vér erum vorum ástsæla konungi skyldugir um. Og sízt mundi hinn elzti þingmaður dr. Grímur Thornsen, sem sjálfur hefir verið sendimaður konungs í öði'um ríkj- um og hár embættismaður í ut- anríkisstjörninni, — hafa borið þessa tiliógu fram, hvab landsins sérstöku atvinnuvegi snertir á siðasta alþingi i sjálfri efri deild, hefði hann álitið hana nokkurt ódæði, og þar greiddu þá allir liinir þjóðkjörnu þingm. atkvæði meb henni, og var henni aðeinslin- lega mótmælt af tveim hinna kon- ungkjörnu þingmanna. Hinn háttvirti mótstöðumað- ur hins frestandi neitunarvalds (B. Sv.) mun finna það því til íoráttu, að þvílíkt ákvæðiséekki í grundvallarlögum Dana, og því muni konungur aldréi veita oss það. En fyrst er þetta enn alveg óreynt, en aptur á móti höfum við ótvíræð orð konungs fyrir því, að hann ekki muni samþykkja stjórnarskrárfrumv. herra B. Sv. Vér íslendingar höfum og í stjórnarskrá vorri önnur mikil- væg ákvæði, er Dani vantar í sína stjórnarskrá (sjá 28. gr.) þar sem þingdeildirnar skulu báðar ganga í eina málstofu til þess, að ráða málunum þar til lykta, ef þeim ber á milli, og ræbur þar í fjárlögunum einfaldur at- kvæðamunur. Iíefbu Danir liaft þessamik- ilvægu ákvörðun í sinni stjórn- arskrá, þá lieíðu þeir ekki lent í öðrum eins ógöngum og svo mörgum bráðabyrgðar fjárlögum. í>etta frestandi neitunarvald veitti Carl Johann (Bernadotte) Norðmönnum á hinum rammasta einveldistíma, þó að S\íar liefðu það ekki, og þótt hann hefði flest stórveldi Norðurálfunnar að bak- jarli, sem löttu bann þess að láta þetta eptir Norðmönnum. En hann var líka talinn einhver vitrasti þjóbhöíðingi þeirra tíma. En Norðmenn kröfðust þessa sem einn maður á þjóðfundin- um á Eiðsvelli, og hefir þeim jafnan reynzt það öruggur skjöid- ur fyrir þjöðfrelsi þeirra gegn yfirgangi Svía. A Englandi er þingræði orð- ið svo rötgróið og samvaxið þjóð- ar meðvitundinni, að þar leyfir engin stjörn sér að synja þeim lögum um samþykki, er samþykkt eru í ’báðum málstofum, og því hefir það veftð álitið óþarft að setja neitunarvaldi konungsnokkr- ar skriílegar skorður, er aldrei þarf til að taka, þar sem synjun steðfestingar- lagaboða getur ekki komið nokkrum heilvitamanni til hugar. Enda mun það varlafyr- ir lcoma nú á dögum í nokkru menntuðu og stjórnfrjálsu landi, ab þeim lagaboðum ; sé synjaö staðfestingar er þjcðþingin bafa samþykkt, og því þvílikt ákvæði : grundvallarlögum álitib óþarft hjá þeim. |>ab getur því engan vegínn verðið gagnstætt- hátignarrétti konungs að fara fram á takmörk- un neitunarvaldsins gegn ráðgjafa hans, heldur aðeins neyðarvörn, þar lagasynjanir liafa verið svo tíðar hér á landi. Yér öskum þess, að hinn spak- vitri aldursforsetr alþingis hafi reynzt forspár að því, ab hann með frumvarpi sínu um frestandi neitunarvald lconungs hafi lagt það frækorn, er seinna kunni að bera góðan ávöxt, ef vér íslend- ingar rétt einu sinni geturn orð- ið sammála ■ og fylgt fram málinu sem einn maður. Annað mikilvægt atriði i þess- ari uppástungu vorri er það, að ráðgjafi íslands sitji ekki í rík- isráði Dana, beri ábyrgð allra sinna stjórnarathafna, og mæti á alþingi til þess að ræða þarmál- in með þingmönnum. Með þessum þrem störvægilegu

x

Austri

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austri
https://timarit.is/publication/141

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.