Austri - 26.11.1892, Blaðsíða 1

Austri - 26.11.1892, Blaðsíða 1
Kemur út 3 á mánufti, eúa 36 blöA til næstn nýárs, og koBtar hér á landi aAeins 3 kr., erlendis 4 kr, (fjalddagi 1. júlí. Uppsögn, skrifleg, bund- in viA áramót. Ogild nema komin sé til ritstjórans fyrir 1. október. Auglýsingar 10 aura linan, eón 6(1 aura bver |»ml. dálks og hálfu dýrara á fj’fstu síAu. II. Ar. SEYÐISFIRÐl, 26. YÓV. 1892. Nr. 32 Yinnautii og aðfl utni ngsbannið. Austri hefir nú á 2. árgangi flutt liinar ýtnsu skobanir manna á þessum málum, sem engan veginn hafa allar fallið við skoð- anir vorar á þeim. En vér á- lítum það mjög nauðsynlegt, að lofa formælendum hinna ýmsu stefna í þessu velferðarmáli lands- ins, að komast að í blaðinu, svo málið verði sem bezt rsett frá liinu ýmislega sjonarmiði aður en Jtað verður tekið til umræðu á alþingi; því að þar mnnu þá að öll- um líkindum gjörðar mikilsvarð- andi lagaákvarðanir. Jjykir oss nú tími til kom- inn að vér sem ritstjóri Austra látum vora skoðun á þessu áhuga máli þjóðarinnar í ljósi, og leið- réttum nokkrar rangar skoðanir og misskilning, er oss virðist hafa kornið i ljós, jafnvel hjá þeim, sem eru annars bindindi og allri takmörkun áfengisnautn- ar mjög meðmæltir. Og af þvi vér tölum lrér af Jangri reynslu sem fyrverandi drykkjumaður — enþótt vér fyrir guðs náð höfum getað séð að oss og snúið við, og nú mörg ár veriðiGoodtemplarafélaginu,— þá vonum vér, að orð vor hafi BOkkru meiri þýðingu í þessu máli. fykjumst og sem annar elzti blaðamaður landsins þekkja all- vel afstöbu milsins og álit al- jþýðu á því víðsvegar um land. |>að álit hetír komið fram hjá nokkrum ritböfundum hér í blaðinu, að það væri enn sem komið er ab eins lítill hluti þjóðarinnar, sem væri meðmælt- urtakmörkun áfengisdrykkjunnar. En vor reynsla er allt önn- ur. Almenningur kaupir nú tölu- vert minna af vínfóngum heldur en viðge^^gt í voru ungdæmi og I alþýða rninnkar alltaf vínnautn- ina ■— þð hún sé enn langt of mikil, — en aptnr munu heldri menn, sem svo eru k-allaðir, brúka meira af vini en áöur tíðkaðist, eg' það einkum dýrari vínunum, sem mikið gengur upp af í hin- um altíðu drykkjuveizlum og gild- wffl, sem einkum mim tið í höf- uðstað landsins, og sem smákaup staðirnir út um landið leitast svo við að apa eptir í þessu efni; og þar af rís það, að miklu leyti, að tollgreiðslan fyrir áfenga drykki fer ekki meira minnkandi, þó alltaf só drykkjuskapurinn að minnka tií sveitanna, — eptir því sem sú sannfæring verður meira rótgróin hjá alþýðu, að drykkjuskapur sé vanvirða. Að hin íslenzka þjóð í heild sinni sé núfarin að aðhyllast takmórkun áfengisdrykkja, sýnir það ]jós- lega, að á öllum kjörfundum landsins liefir það mál mætt nú við síðustu kosningar göðum und- irtektum hjá kjösendum, og viða haft töluverð áhrif á kosn- ingarnar, og víða verið heimtað af þingmannsefnirm, að hann yrði málinu fylgjandi á þingi. gama sýna og hinar góðu undirtektir, er áskorun „níumanna nefndarimmr“ í Rej’kjavík hefir fengið víðsvegar um Iand, og er þó undirslcriptum undir áskorun- ina hvergi nærri lokið í öllum sveitum landsins. En sem hinn þýðingarmesta og órækasta vott um hina mink- andi vínnautn liér á landi teljum vér hinar .ágætu undirtektir, er ávarp biskups og félaga hans hefir fengið hjá andlegrar stétt- ar mönnum um allt land. Presta_ legast hluti embættismanna hér á landi, sá hluti þeirra er stend- ur bændastéttinni næst og hefir mest áhrif á hana, og því er því máli vís sigurinn, fyr eða síðar, er prestastéttin veitir fullt fylgi. Og það verður herra Hallgrími Sveinssyni til ævarandi heiðurs, að hann gekkst fyrstur íslenzkra biskupa fyrir því kær- leiksverki meða) stéttarbræðra sinna, að koma þeim í æfilangt bindindi, því reynslan hefir sýnt, að í engu máli verkar eptirdæm- ið meira en í þessu, í hverja átt sem það gengur. þetta er því meira kær- leiksverk af öllum hávaöa und- j irskrifenda, sem flestir þeirra hafa verið stökústu hófsmenn alla æfi, og fyrst og fremst herra biskupinn sjálfur. En þó þessi hreyfing tij að takmarka vínnautnina hér á landi hafi fengið allgöðar undirtektir og áfengisbrúkun meðal alþýðu fari töluvert minnkandi ár frá ári, — þá viljum vér leyfa oss að sýna hér með tölum, sem. jafnan eru ólýgnastar, — að enn- þá erum vér all-langt frá talc- ro.arki voru, algjörðri útrým- ing áfengra drykkja hðr á landi, og þetta ekki síður hér austanlands en annarstaðar. yínfangatollurinn er á yfir- standandi fjárlögum áætlaður að muni nema á öllu landinn 95,0.00 kr. á ári, en árið 1891 nam á- fengistollurinn fyrir Norðurmúla- sýslu kr. 13,397, 32. Er dregið er frá allt kvenn- fólk, allir unglingar innan ferm- ingar og allir bindindismenn og Goodtemplarar í sýslunni, þá veröur það æði há summa sem kemur á hvert brennivínsnef sýslunnar, og alltilfinnanleg í þessu harðæri, því til þess að fá upp eyðsluféð, þá mun óhætt að þrefalda, ab minnsta kosti, toll- upphæðina, og verður þá það sem Norðurmúlasýsla hefir árið 1891 borgað fyrir vínföng milli 40—50 Jiúsuiid króna, sem er | vobaleg summa, þó þess sé gætt, að 3 hreppar Suðurmúlasýslu munu taka vínföng sín á Seyð- isfirbi. Hér við bætist, að hagfræb- ingum telst svo til, ab það muni ekki muna minna í fjármunalegu tilliti þær frátafir, iðjuleysi og annað fjártjón, er af vínnautn- ínní leiðir, en vínkaupin sjálf. Og þegar þess er gætt, ab vér íslendingar drekkum helzt um bjargræðistímann, þá mun þessi áætlun hagfræðinganna láta nær sanni eigi síður hjá oss en öðr- um þjóðum. Ef fariö væri að gefa nákvæma og rétta skýrslu yfir helztu orsakir til hinna voba- legu sveitarþyngsla, sem víða ætla alveg að sliga sveitarfélögin— þá mundi eflaust sú verða1” niður- staban, í ab 9 af tiu tilfellum ætti fyrstu og lielztu rót sína að rekja til víimautnar þurfa- lingsins. Vér höfum þekkt nokkra erfingja og einbirni, sem, eptir því sem hér á landi er um aö | Sjöra, hafa rnátt heita stór- 1 ríkir og byrjað búskap meb þetta 10—30 þús. kr, en veriö að fám árum liðnum orðnir fast ab því þjarfar, sökum vínnautnar. Vér þekkjum mörg brúð- hjón, sem hafa varið því litla sem þau áttu til að setja bú fyrir, — til þess ab drekka það upp í brúðkaups- veizlunni sinni, og hafa svo þeg- ar á fyrsta hjönabandsárinu hvergi fengið eyrisvirðí til nauösynja- kaupa hjá nokkrum kaupmanni. Vér gætum tilgreint noklcra dugandi aflamenn, sem í mörg ár hafa lagt inn í fiski árlega fjTÍr mörg Imndruð krónur og verið einhleypir, og þö eitt mest öllu í vinkaup; þar sem hinn bindindissami háseti þeirra hefir orðið á sama tlma vel fjáður maður. Hversumargir islenzkir kaup- menn ng verzlunarstjórar hafa faríð á höfuðið og eybilagt glæsi- lega framtíð sína og sinna við vínbrúkun, bæði handa sjálfum sér og öðrnm, eptir að þeir um fieiri eba færri ár höfðu haldið nokkurskonar drykkjuskóla fyrir almenning, ástundnm meðpening- um frá lánardrottnum þeirra? Og þannig mætti halda á fram i hið óendanlega að telja Iiinar skaðvænu afleiðingar vín- kaupanna og vínnautnarinnar i efnalegu tilliti, sem ,er. þegar á allt er litið, margfallt Út- dráttarsaiiiari og dýrkrypt- ari en vínið sjálft. Vér íslendingar mundum þvi ábatast fyrir mörg hundruð þús- undir króna, ef vértækjnm uppá þvi snjallræði að fleygja þeirri hálfu millión króna. er vér nú kaupum vin fyrir, — i sjÓÍHIl t‘l Þess að verða lausir vib hin- ar banvænu afleibingar vinkaup- anna i efnalegu tilliti. Nú höfum vér nokkub drep- ið á hið feykilega efnatjón, er leiðir af vínnautninni, sem eitt ætti að vera nægilegt til þess að gjöra vinið liið alira fyrsta rækt af landi brott. Og þó er enn þá ótalíð að- albölið er vínnautnin hefir i för með sér: hin sibferðislega spilling, eraf vínnautninni leiðir, afmyndun guðsmyndarinnar h já manninum, þar sem vírmautnin

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/141

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.