Austri - 02.10.1893, Blaðsíða 3

Austri - 02.10.1893, Blaðsíða 3
Nk:.2G A U S T R I 103 Krafa vor er pví háskóli, ogvér vitum, að í þeirri baráttu höfum vér hluttöku alís liins menntaða heims. Yæntanlega skýra blöðin ræki- lega þýðingu þessa máls og hvernig því verður bezt fram komið í verki. Aþingi hefir fyllilega viðurkennt hftskólaþörfina, en áhuga þjóðarinnar má eigi bresta til að halda máli þessu fram til sigurs, og álmga sinn sýnir þjöðin bezt með því nii þegar að byrja samskot til hnskólasjóðs, sem fram verður haldið til þess er stofiiunin kemst á. Yér skorum því á alla íslend- inga hér og erlendis og alla íslands- víni að styðja mál þetta af alefli, orði og verki. Sjöðurinn, sem heitir „Háslcóla- sjöður íslands1', ávaxtast i Lands- bankanum og hefir bankastjórinn, herra Tryggvi Gunuarssen, tekið að sér. geymslu fjárins, og rná senda ft.llar gjafir lieint til hans, eða til hvers sem vill af undirrituðum. I byrjun hvers árs verður birt á prenti upp- hæð sjóðsins og auk þess verða allar gjafir tafarlaust augiýstar í blöðunum. þegar svo er konn'ð, sem vér vonum að verði innan skamms tíma, að löggjafarvaldið er orðið samtaka um stofnun lráskóla á. landi liér, renn- ur Háskólasjóðurinn til þeirrar stofn- unar eptir nánari ákvörðun alþingis í samráði við konnendur hinna innlendu embættisskóla, og öll aðalumsjón sjóðs- ins er falin alþingi og ber jafnan að gjöra því skilagrein fyrir sjóðnum. Reykjavík i7. ágúst 1893. 15. Svcinssou. Ilanncs forstcinss. Jón Yítlalín. J. Jónasscn. Jón ]>ovkeiss. Sighvatur Árr.ason. Si g'ii vft ti r G u n n arsson. Sigurður Stcfánsson. í»órhallur Bjarnarson. Leiði Iír. slailds Jónssonar. Herra Sigurður Jönsson á Yest- dalseyri hefir. fyrir liönd nokkurra gefanda, mælzt til þess að eg gerði grein fyrir hve langt væri komið í framkvæmdinni að setja stein á leiði Kristjáns skilds ónss onar. J>að er því fremur skylt að skýra frá þessu nú, sem það hefir dregizt lengur en eg ætlaði, að gefa um samskotin hina endilegu skýrslu, sem við Jakob Gísla- son loíuðnm i bríáðabyrgðaskýrslu þeirri, sem prentuð var i Fjallkonunni og Lögbergi snemma á árinu (í april?) 1891. Steinninn á leiðið var pantaður haustið 1890 hjá Júl. Schau stein- höggvara í Reykjavík; var sendur til Yopnafjarðar sumarið 1891; veturinn eptir var liann fluttur fram að Hofi. Ennþá er ept-ir að koma honurn fyrir á leiðinu, þrátt íýrir ítrekuð tilmæli mín við þá menn á Yopnafirði, er eg þekkti og treysti bezt til að fram- kvæma það. Meðan ókunnugt er um kostnaðinn sem af því leiðir, er ekki hægt að ge'fa endilega skýrslu. 011 þau samskot eldri og yngri austan hafs og vestan sem komið hafa til okkar Jakohs Gíslasonar eru um 470 kr. Steiiminn með áföllnum kostn- aði rúmar 230 kr: I söfnunarsjóðinn voru látnar 200 kr. I sparisjóði Reykjavikur eru geymdar um 40 kr. Til þess að verða ekki of lang- orður, vorð eg að öðru leyti nð vitna til fyrnefndrar bráðabyrgðarskýrslu. Eg leyfi mér vinsamlega að mæl- ast til þess, að Lögberg taki upp þessar línur. p. t. Seyðisfirði. Kr. Jónasarson. Mountain 20. júlí 1893, Tiðin hefir 'verið góð siðan eg skrifaði yður seinast, nerna þurkar voru of miklir um tíma, fyrir imkkrum dög- um siðan, sein kipptu úr vexti hveitis- ins surastaðar hér í nýlendunni, eink- um þar sem sendið og liálent er. Hinn 24. þ. m. gjörci svo mikla haglhrið að glerrúður brotnuðu sum- staðar þar sem haglið stöð á þær. Korntegundir á ökrum eyðilögðust þar sem það för yfir og misstu ein- staka bændur allt hveiti sitt. en marg- jr meira og minna. Annars eru upp- skeru-horfumar fremur góðar, en verðið á hveitinu virðist alltaf fara fremur lækkandi, enda er hér peninga- ekla hin mesta og verzlunar-vandræði sem bæði mun stafa af því og öðrum orsökum. í ríkinu ’W’yoming eru sagðir miklir hitar. í héraði einu þar sem Buffalo nefnist, hefir ekkert regn kom- ið i 9 vikur. Hitinn var þar stund- um móti sólu í næstliðinni viku 130— 150°. Skógareldar eru þar og i til- bót. Fyrir austan hérað þetta var skógareldur búinn að eyðileggja 10,000 ekrur af tirnbri. 1 öðrum stað í ríki þessu geysar einnig skögareldur sem ekki er hægt að slökkva nema rign- ing komi, 1. ágúst. í dag andaðist heiðursmaðurinn Jön Pétursson (prests að Yalþjófs- stað) að heimili sínu Hallson hér inn- an íslendinga byggðarinnar íDakota. Seyðisfirði 20. september 1893- Stro.líamciui. Héðan frá Seyð- isfirði hafa þrír menn strokið í sumar til útlanda; liklega allir til Ameriku, og allir frá töluverðum skuldum. Fyrst levndist hreppsnefndarmað- ur Sújurður Sigurðsson í „Björgvin" burt með fyrstu ferð „Thyra“ til út- ' landa.. Hann var stórskuldugur og i skildi Seýðfirðingum eptir konu með sex ungum b'óvmum. Siguíður var Jugnaðar maður og fremur vel látinn. ]pví næst fór Hermann nokkur Eiriksson frá Brimnesi (Borgarhól) með „Lake Huron“. Hannvarmað- ur töluvert skuldugur, en aunars lít- il eptirsjón í lionum. Líkur eru til þess, að Hermann hafi fengið skip- verja til þess að fela sig á skipinu, —- fyrir brennivin, því hans var leitað um borð og fannst hann eigi. Lestina þessara strokumanna rak Jówas bóndi .Jónsson (frá Litlu- Gilá í Húnavatnssýslu) úr Nóatúni á Fjarðaröldu. Ivona lians og börn fóru með „Lake Huron“, og undi hann sér ekki eptir það. Hann leynd- ist á brott með gufuskipinu „För- ingen“. |>egar bæjar- og lögreglustjóri kemst hér væntanlega á áður, enmjög Jangt um líður, þá er vonandi að ö- reiðumönuum takist eigi að leynast svona burtu frá fjölskyldu sinni og óborguðum stðrskuldum. |>ann 25. f. m. kom gufuskipið „Jcoderenu með sildartunnur, salt, kol o. fl. til O. Wathnes. Jæderen fór héðan til Reykjavikur þ. 26. f. m. með Sunnlendinga af Austfjörðum. Gufuskipið „Ernst“ kvað liggja við Færeyjar með bilaða skrúfu. þ>ann 25. f. m. birti upp hríðina og úrkomu þá, er kom hér eystra um gangnaleitið. Göngum varð að fresta um nokkra daga í Upphéraðí; eu þó halda menn að fé hafi ekkl fennt á fjöllum uppi til nokkurra muna. 196 Ept-ir dálitla stund skaut eíturslangan hinum hryllilega haus sbium upp i gegnum brjóstklaufiua á skyrtu Boltons og teygði sig yfir andlitið á lionum. Vér sáum glöggt hina klofnu tungu lafa út úr lienni og hin logandi augu, þegar liún var að skíma í kring um sig. Alltaf var Bolton hreifingarlaus, þvi hann vissi að ef liann lirærði sig liið minnsta, væri úti um lif sitt, en f'ölur var liann sem nár. Jim NevanS. smn var bezta skammbyssuskyttan af okkur, tók upp marghleypu og dróg bógínn liægt. Hausinn á slönguuni var varla sex þumlunga frá augum Bolt- ons, og búast mátti víð að þetta kvikindi mundi bíta þá og þcgar. „A eg að skjóta, Dave“, spurði Nevans lágt upp. „Skjóttu11 var það einasta orð sein Bolton svaraði. Kevans rétti hægt upp hina spentu skammbyssu og miðaði henni dálitla stund. en við héldum niðri okkur andanum. Skotið reið af og kúlan molaði í suudur hausinn á slöngunni. Eins og elding fiaug Dave Bolton á fætur þreif hina hauslausu slöngu af brjóstinu og kastaði henni í eldinn. Svo datt hann máttlaus niður og nær því meðvitundartaus, og stórir svitadropar runnu niður eptir andlitinu. En hann hafði sýnt, að lionum var ekki fisjað saman. 193 þú vesalingnr ert búin að fá nóg af basli eg barnahrini. J>að fer aldrei vel að hefta menn saman“. Garnla Regerl settist upp í rúminu; skelti hendinni á hnéð og sagði: „Já. það er nú svo, og þó ætti eg að láta þig kröa mig hérna með þér!“ ,.f>ú getur nú sjálf séð“, sagði skógarvörðurinn kýmilega, „hér er ekki svo mikið sem slá fyrir hurðinni“. Svo dróg hann stölinu aö sér og settist við rúraið. „Taktu nú sönsum, Regerl, við kærum okkur ekki um veröklina, og veröldin kau-ir sig ekki um okkur. þ>að hefir nú ævinlega staðið svo i hausnum á mér, að ef piltur ng stúlka vildu sjá fyrir sér, þá væri það eiginlega ekki húhnykkur eða neitt sérlegt hátiðahald, að gjöra hjónaástina að iðnaðargrein, til þess að viðhalda mannkyninu. þarna fylla þau kotið með krökkum, og því stærri sem krakkarnir verða, því óþarfari þykja gömlu lijónin; loks- ins verða þau rekin burt, þegar krakkarnir fara að geta setið kotið. Nú, þú ert nú búin að reyua það. Eg fyrir mitt leyti er ekk- ert gramur útaf því, að hafa sloppið við það. Eptir að þú giptist sat eg opt i rökkrinu á kvöldin, eg gjörði mér marga dagdrauma um, hvað það liefði verið miklu betra iyrir okkur; ef öðruvísi hefði f'arið; en i dag liggur mér nú reyndar við að halda, að draumarnir sjálfir hafi verið skemtilegastir af j>vi öllu, og þegar eg liorfi nú á þig, dettur mér hreint elcki í hug að þú hafir verið gipt og áttbörn; nú finst mér alt, sein á dagana liefir drilið vera tómir draumar, og göralu draumarnir mínir lifið, sem eg hef lif'að“, Hann tök með knúastóru krummunni siifni í hrukkóttu hendina á gönilu konunni og þrýstí henni. „Máske þú líka einhverntíma seinna meír getir gleymt öllu þvi, sem fyrir þig hefir komið, þegar við sitjum saman og horfum aptur til æskuáranna, þegar við hlup- um og hoppuðum, hugsuuarlaust eins og kiðlingar, geg-nnm vorgræna verölclina. ' Til æskuáranna. þegar við lœddumst svo opt gegnum kyrra skóginn, þangað til við alt í einu komum úti ljósíð og sáum langar leiðir útyfir sléttulandið, með smáþorpunum, viuviðargörðunum og bláu ijöllunum á bak við; og þegar svo blessuð sólin skein yfir, og golau vakti alstaðar bylgjur og geislabrot, þá f'anst unglingssál- inni ekkert „í gær“ og „á morgun“ vera til, hara tilfinulngin fyrir deginum „í dag“ — og allt þetta átti síðan að geymast, og við

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/141

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.