Austri - 02.10.1893, Blaðsíða 4

Austri - 02.10.1893, Blaðsíða 4
A U S T R I 1-04 a«ÆaFW!ÖB«Æ í'vóIWhe HITT OGr jþETTA. Menn hugsa almennt, að andlits- hrukkur konn af gráti, pað er að segja, pegar pær ekki konia af elli. En svo er eigi. Hrukkurnar koma fiestar af hlátri. Ungir menn, meyjar og sveinar ættu pví að gá að sér, er peir hlæja. Einn læknir hefir sagtj að menn ættu að eins að iilæja með munninum. en „ekki með andlitinu". Hugsið eptir pessu! Eg áminni og bið alla um, að verða við pessum tilmælum mlnum. Læknirinn á Seyðisf., 27. sept. 1893. Seheving. Ógrafism konnngur. Eáir vita að Alfons XII, kon- ungur á Spáni, sem dó fyrir 6 árum s;8an, er ógrafinn ennpA. Sveipaður fínu líni liggur líkami konungs á hellu við lind nokkra sem rennur í gegnum helli í fjallinu sem höllin Escurial er byggð á. Hér v. likið að vera pangað til pað er alveg innpornað; síðan verður hinn framliðni konungur fluttur í Jaspis-hvelfinguna undir Escurialhöllinni, par sem Spán- arkonuugar hvíla. Sum konungalikin hafa legið 20 til 25 ár í hellinum áður en pau hafa verið flutt í grafarhvelfinguna. Helhrinn er nefndur Pudrida. II s 1 gli Xu stendur sláturtíðin yfir. J>ér, sem slátrið, gahið pess, að k yður hvilir sii siðferðislega skylda, að láta ekki hunda ná i sulli pá, sem finnast kunna innan í kindum peim, sem slátrað er. Hiröiö vandlega alla sullina. grafið ]>í oðci brennið, svo hundar komist með engu móti að peim. Munið eptir hinni hryllilogii veiki, sullaveikinni; hún er að miklu leyti sprottin af vanrækslu í pessu efni. érmeð læt eg ekki hjá líða: að til- kynna pað öllum mínum heiðruðu skiptavinum, að eg er fluttur með skó- útsölu og skösmíðaverkstofu mína i nýja húsið á torginu og tek par á móti öllum pöntunum og aðgjörðum eins og áður. Seyðisfirði 29. sept. 1893. Andr. Easmussen. 1 Tl a k i o e |>eir sem ekki hafa samið við ' undirskrifaðan um rjúpnagöngu í ! Hjálmárstrandar landi fyrir petta ár, j mega búast við lögsókn, ef gengið er i leytisleysi. Hjálmárströnd 24. sex>t. 1893. - Hallgrímur Metúsalemsson. HW Muilið Optir, lað lij A Andr. Rasmussen á Fjarðaröldu fæst beztur og billegastur sJcófatnaður, svo sem: Karlmanns-fj aðraskór, dömuskór linepptir, dömu-fjaðraskör, ballskór og filtskór, barna-skór mjög sterkir og barnastigvél m. m. Ennfremur er til sölu með vægu verði, ágætur stígvéla-áburður, skósverta, skinntreyju- sverta, skóhorn, skóreimar, skeifur o.fl. BYSSUR bæði fratn- og apturhlaðnar eru nu komnar i verzlan S t e f á n s T h. J ó n s- sonar. 8 í>eir, sem óslca hús (líka bæjarhús) og abrar eigur sínar vátryggðar fyrir eldsvoða, geta í því efni snúið (1 sér til ÍÚ Carl D. Tulinius, á Eskifirði. Undertegnede Agcnt t’oi- Islands Ostland — for Det Kongelige Octroicrede Almiiidelige for Bygninger, Varer, Effecter, Kreaturer, Hö etc., stifted 1798 i Kjöbenhavn, modtagcr Anmeldelser om Brandforsikring, meddeler Oplysninger om I’ræmier etc. og ndsteder Policer. Eskefjovd i August 1893. Carl 1>. Tnlinius. Auglýsing. Eg undirskrifáður sel allan greiða sem eg get úti látið, mót sanngjarnri borgun iit í hönd. Brúnahvammi í Yopnafirði 18. sept. ’93. Páll Jónsson. FJÁRMARK Sæbjörns Jóhanns- sonar á Hleiðargarði í Eiðapinghá er: 1. Sýlt fj. fr. h. Stýft fj. fr. v. 2. Hamarstúfrifað bæði eyru. Hallgrims Metú- salemss. á Hjáim- árströnd er: sýlt bæði eyru og lögg i aptan. þetta Margarin-smjör, er a mennt erlondis álitið hin bezta teg- und pessa smjörs, og er í pví 25°/0 af bezta hreinu smjöri. Ábyrgi'.ármaður og ritstjóri Oand. phil. Skapti Jósepsson. Prentari: S i g. G r í m s s o n. itaaww: wnansnaans«T«Biss»«wnra«*i i;ij*Bn«iarjiVjaKfc:urÆai.,X3aa.'írisiisae.'iiaec«r.oj.tj,jrj r.w.rjiwjMisiwjnvaíai.nui* 194 höfum orðið að andvarpa: Drottinn minlt dýrí, hvað verða menn ekki að leggja í sölurnar fyrir lífið?“ Og gamla kempan starði framaní öldruðu konuna, og hún horfði útí bláinn, og skógarvarðarkofinn var horfinn, revkurinn rokinn burt, pað voru ljósgöng milli grenitrjánna, greinarnar skulfu, í ljómandi sólskini lá sléttlendið með hvítu smáporpunum, grænu vínviðargörð- unum og fjarlægu bláfjöllunutn, og fuglarnir suugu undir furutrénu, og í mjúkum mosanum sátu tveir unglingar — fastvaxni pilturínn hafði tekið handleggnum yfir mittið á lítilli, kviklegri, broseygðri stúlku. Nú ætlaði hann með hinni hendinni að grípa undir liökuna á henni og fá rjóða munninn að vörunum á sér. En hún deplaði glettilega framan i liann augunum: „þú ert svo heimtufrekur“, sagði hún, „pað er líka dagur á morgun“ — og tók svo með bíðum höndunum um hendina á honum. * * 'Jfi Regerl gamla hélt með mögru fingrunum um hnúastóru hendina á skógarverðinum. „Vinur minn“, sagði hún, „manstu eptir, einusinni . : það lék angurvært bros um fölar varirnar á peim báðum, pau satu og liéldust í hendnr og horfðu útum gluggann á grænar barr- viðargreinar; og hvítu fjúkin, sem héngu hér og par á barinu, hlutu sjálfsagt að vera hlömstur. þ. A. SLAN 6AN. Yér vorusn fjórir sarnan, sem höfðum leitað okkur hæiis um nóttina i hellisskúta einurn við tíunnisoníijótið í vestur Kolorado í Ameríku. Vér höfðum um nokkurn tíiua verið að graía eptir gullþ en árangurslaust, svo að illa lá á okkur, en við leituðumst við, að skemmta hver öðrum með söguin og öðru pví um líkn, og lágum svo reykjandi í kring um eldinn. En allt í einu heyrðum vér liljóð, sem vér pekktum allir. „það er eiturslanga liér nálægt!“ hrópaði Jeffries, um leið og hann stöklc á fætur. „Varið ykkur1-. Vér rukum allir strax á fætur nema Bolton, hann lá grafkyr með hendurnar undir höfðinu; krítpípan datt út úr honum. ,,í guðs nafni, verið kyrrir", hvíslaði liann. „Slangan er komin inn undir skyrtuna mína“. Vér vissum hvað pað reið á niiklu og pögnuðum strax og stóð- um grafkyrrir. Mér rann kalt vatn á milli skinus og hörunds, pegar eg hugs- aði um petta eiturkvikindi sem nú skreið eptir brjöstinu á Bolton og sem pá og pegar hlaut að bíta liann með hinum eitruðu tönnum. Hið leíptrandi bál kastaði draugslegum skugga á svarta hellisvegg- ina, og áin rann með eyðilegum og ónotalegum uið. Úti í myrkrinu skrækti einmana ugla. Bolton lá alveg hreyfingarlaus og pað var svo að sjá sem liann væri liættur að anda, hin einasta lireyfing setn sást, var pegar slang- an skreið, innan undir skyrtunni, upp eptir beru brjóstinu á hon- um. Vér sátum parna hjálparlausír og máttvana af hræðslu, án pess að gcta gjört nokkuð til að frelsa félaga vorn.

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/141

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.