Austri - 31.10.1893, Blaðsíða 4

Austri - 31.10.1893, Blaðsíða 4
Nr. 29 AUSTRI 116 miklu þarfara að hjálpa einhverjum fátæklingn- um, til pess að koma upp einhverjum kofanum, svo sem fæst hús væri í rústum í sveitinni, iield- ur en að fara að hlaða krónum á leiðið sitt. Og göfuglegast mundu sveítungaf Halls heiðra minningu hans með pví að láta ekki deyja út, heldur fara vaxandi þann hugsunarhátt. sem er svo almennur hjá þeim, og sem Hallur vakti og glæddi manna bezt með dæmi sínu, þann hugsunarhátt að 1 Ha aldrei nokkurn sannari þurfamann synjandi frá sér fara, og reynast jafnan bezt á vandræðatímunum þegar ílestir þurfa hjáipar við. B. * * * Framanritaða grein höfum vér tekið í blað- ið af vinsemd og virðing við hinn heiðraða höf., en erum þó á annari skoðun en hann um efni það, er greinin ræðir um (sbr. niðurlag greinar vorrar í 25. tbl. Austra: Héimagreptrun). Yilj- um vér geta þess hér, að nokkrir af sveitung- um Halls Einarssonar hafa tjáð sig að vera sömu skoðunar, sem vér, um þetta efni; og finnst oss vel við eiga að hvetja þá, en letja eigi, að sýna ininning hins látna höfðingsmanns þann sóma að reisa Jionum minnisvarða á leiði lians. BAtstjórinn. Til taupenda Austra. Með „Thyra;i var mér i misgripum sendur þessi pappír, sem er nokkru minni en pappir sá er Austri heíir verið prent- aður á. En leturmergðin i blaðinu er fullt eins mikil, J>ví hæði eru spássiurn- ar mikln minni, og ekkert brukað af stærra letrinu, og eigi nema þrískipt dálkunum. Ritstj orinn. Lampaglös á 15 aura. og úr bezta krystal á 30 aura. Einnig ágæt vasa- úr og margskonar vandaðar vörur; eru í verzlan Magnúsar Einarssonar á Seyðisfirði. Auglýsing. Samkvæmt fengnu leyfi landshöfð- ingjans yfir íslandi verður á næstkom- andi vori haldið fyrir Hálskirkju við Hamarsfjörð er fauk og brotnaði veturinn 1891—92. Munirnirnir eru þessir: 1. Hestur (gæðingur ur Horna- firði)...........150 kr. virði. 2. Loptþyngdarmælir (barometer) . . . 25 — — 3. Kikir . . . . . 25 — — Seðlar verða útgefnir 1200 og hver seldur á 1 kr.; ág’óða skal varið til að kaupa nýjan messuskrúða handa kirkj- unni og önnur fleiri nauðsvnleg áhöld. Kirkjan var fólaus þegar hún fauk og í mikilli skuld. Hofi í Álptafirði 11. sept. 1893. Jön Finnsson. Hérrneð auglýsist, að verzlunarhús Gránufélagsins á Baufarhöfn með bryggju, verzlunaráhöldum og einu salthúsí er til sölu; sömuleiðis verzlimarhús Gránufélags- ins „Liverpool“ á Seyðisfirði með bryggju og verzíunará höldum. þ>eir sem kynnu að viJja kaupa, snúi sér til framkvæmdarstjóra félagsins herra Chr. Hav- steens, í stjórnarnefnd Gránufélagsins Oddeyri 23. september 1893. Davíð Gaðnmndsson, Frb. Steinsson, ______________J. Gunnlogsson.,_____________ Góðar og vel skotnar rjúpur kaupir 0. Watlme á Búðareyri, fyrir peninga útí hönd. -Sl^ptir ákvörðun aðalfundar Gránufélagsins 9. ágúst síðastl. auglýsist. hérmeð, að félagið greið- ir hlutamönnum 3% eða 1 kr. 50 au. af ákvæð- isverði lilutabréfa þeirra fyrir yfirstandandi ár. Oddeyri 10. september 1893. Chr. Havsteen. í bókrerzlaii L. S. Tómassonar 8'eta uienn gjörzt áskrifendur aft: kr. au. „Ilhistreret Tidende“.............. 12 00 árg. „Kordstjernen“ ....................... 5 00 — „Ulustreret Familiejournal“ . . , . 5 00 — „Flyvende Blade“................... 4 00 — „Sundhedsbladet“................... 2 50 — „Musikvennen“...................... 2 50 — „Nordisk Mönster Tidende“ ... 2 40 — „Börnevennen“.......................1 40 — „Lys i Hjemmet“.....................1 00 — fysg- Borgun verður að greiða fyrirfram. gQF’ Bækur nýkomnar i hóliYei zlan L. S. Tömassonar á Fjarðaröldu. Alþingistiðindi 1893 ................ 3,00 kr. Landafræðí (Erslevsj 3. útg. í b. . . 1,50 —- Latnesk Orðmyndafræði í b. . . . 2,50 — Ljóðmæli Einars Hjörleifss- í b. . . 0,75 — — Kr. Jónssonar í skrautb. . 3,90 —- Barnasilmár eytir V. Briem í b. . . 0,50 — Dauðastundin eptir B. Jónsson . . 0,25 —- Smásögur Ólafs Ólafssonar .... 0,25 — Stafrofskver eptir Eirík Briem í b. . 0,25 — Áb y r g ð á r m a ð u r o g ritstjóri Cand. phil. Skapti Jósepsson. Prentari: S i g. G r í m s s o u. 206 Hin unga málflutningskona tók fram, að sakboruingur hefði til þessa hagað scr óaðfinnanlega og nefndi lmn dæmi um vináttu liatis og tryggð við frænda sinn. þvínæst minntist hún á það, að Jön hefði farið til New-York til að afla sér fjár og 'frama; hún henti og til þess, að grunur um morðið liefði þessvegna fallið á Jón, að þessi ferð var fyrirliuguð um það leyti sem Ensley dó. Sakbera ríkísins hefði enn ekki tekizt að koma með gilda sönuun fyrir þ'ií, að sak- borningur liefði myrt hann. Grace bætti þvi næst við: „Hver getur með réttu sagt við Jón Abery að það sé liann, sem sé morðinginn? Enginn þeirra, er þekkja liann, getur ætlað lionum slíkan gla’p. En þarf það nú og svo að vera. lierrar mínir, að glæpur hafi orðið hinum gamla manni að fjörlesti? og að liann liafi verið myrtur af manni?“ Um leið og hún bar upp þessar spurningar, heyrðist hljóð um salinn, eins og þcgar vindur fer yfir kornakur. Hún hélt þvinæst áfram að spyrja: „Má ekki ætla, að hann liafi dáið af slysi eða einhverjum at- burði, er menn ráða ekki við?“ Ungfrú Grace bað síðau dómendur að fresta réttarhaldinu um stund, til þess að hún gæti gjört tilraun i viðurvist yfirvaldsins í húsi Ensleys; og ætlaði hún að það mundi leiða sannleikann í ljós. Dómendur réðust nm stutta stund, veíttu henni bæn hennar, og héldu til húss hins látna í Konungsgötu og fylgdist mikill fjöldi manna með; en Jón var fiuttur aptur í klefa sinn. Jafnskjótt sem komið var inn í stofuna, þar sem Ensley fannst dauður; drö Grace tjöld frá glugguin, svo að sólin gat skinið inn; siðan hlóð hún byssuna og lagði hana á borð fyrir framan legu- bekkinn. þvínæst klypptí hún mannsmynd úr stórrí pappírsörk og lagði hana í beklcinn, síðan setti hún fulla vatnsflöskú í gluggann svo að sólargeislarnir féllu á hana. og þvi næst varpaði hún þeim aptur á byssuna, hafði vatnsflaskan sömu áhrif sem brennigler, er safnaði sólargeislunum á byssubóginn. Yeðrið var óvenjulega hlýtt, og allir sem viðstaddir voru, biðu fullir óþreyju og eptirvœntingar: Nokkrum minútum eptir klukk v i 3 207 heyrðist skot, sólarhitirm liafði lileypt úr byssunni og kúlan liafði farið gegnum liiifuðið á pappirsinyndinni. Grace horfði nú sigrilirösandi á dömendurna og spurði: .Ætlið pér nú enn, að Jön Abery sé sekur? Ætlið þér að Ensley gamli liafi dáið af mannavöldum? því fer fjarri að eg ætli það; eg hygg aptur á móti, að sólin sé vegandinn. Gamli maðurinn liefir líklega legið sofandi i bekknnm, þa lieiir hlaupið úr byssunni af' sólhitanum og hann hefir latizt. Jafnskjótt sem Graco liafði lokið 'máli sinu, klappaði allur þingheimur lof í lófa; nienn vildn fyrir alla muui iá að vita, hv°rnig henni hefði komið þessi úrlausn gátunnar til hugar; liiu unga mál- fliitningskona svaraðí því. „Mér datt þetta í liug, er eg si sólargeiJana falla á vatns- flösknna heima lijá mér, eg liugsaðí þá sem svo, að þeir gætu og hleypt úr byssu. Næsta dag gjörði eg nákvæma tilraun ei’ns og núna og með lienni lieíir mér tekizt að ráða malið lieppilega til lykta“. Eptir að hún hafði skýrt svo irá, úrðu dómendur opinskárri og Cambridge mælti hrosandi. „|>ér hafið hlotið virðingu allra, ungfrú Bishop, þér eigið skilið að kallast önnur „Portía“. |>að leiðir af sjálfu sér, að sakborningur var sýknaður með öll- um atkvæðum. * * Missiri seinna voru þau Jón og Grace orðin lijón; Jón liafði erí't allmikið fé eptir frænda sitin, svo að hin unga málaflutnings- kona gat framvegis lioðið hjálp sina. endurgjaldslaust þuifandi mönnum. Hún gat nefnilega ekki fengið af sér að sleppa þeirri stöðu, sem hún hafði einusinni valið sér, Jón hafði lika styrkt'nana í þessu áformi hennar, hann var nú orð- inn annars lnigar, það er kom til kvennfrelsis.

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/141

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.