Austri - 29.11.1893, Blaðsíða 3

Austri - 29.11.1893, Blaðsíða 3
N„ 33 A U S T R I 1 31 sínar fyrir minna verð, en kaupendur vilja gefa fyrir pær, pað rakar hver eld að sinni köku og er ekki að pvi að finna, en hitt er lastvert, að láta í öllu raka eld frá sinni köku og leggja hönd á verkið með og knurra svo á eptir og kvarta yfir illri meðferð á sér. Olag pað, sem er á sveitarstjórninni hér, er eigi að Öllu leyti hreppsnefndinni að kenna, heldur á og eptirlitsleysi sýslunefndarinnar nokk- urn pátt í pví. J>að mætti pó eigi minna vera, en sýslunefndin gengi eptir pvi, að reikningar hreppsins væru endurskoðaðir samkvsemt fyrir- mæl un 20. greinar sveitarstjórnarlaganna, en slíkt hefir, mér vitanlega, aldrei verið gjört. Meira _ Jfin Ög mnndsson bóndi á Bárðarstöðum Loðmundarfirci, andaðist 25. ágúst 1893. Hann var fæddur 26. oktober 1828 á Hólalandi í Borgarfirði og ölst par upp hjá foreldrum sinum par til 1844 að hann fluttist ineð peim að Bárðarstöðum i Loðmundarfirði, og var par hjá peira pangað til hann giptist 24. október 1851 Önnu Katrínu Sveinsdóttur, bónda á Seljamýri. 1856 flutti hann frá Bárðarstöðum, og var Paðan burtu í 4 ár, par til 1860 að hana flutti alfarinn að Eárðarstöðum, og byrjaði par bú- skap með litlum efnum. Konu sína missti hann 4. marz 1885; höfða pau eignast 7 börn psnn 34 ára t ma er pau bfðu sam&ii i hjónabandi, hvar af 4 peirra voru d ‘ in m uiidan móður sinni, öll ung, en prír synir peirra lifa, allir mannrænlegir menn ógiptir, og búa tveir peirra á Bárðarstöðum eptir föður sinn. Jón sálugi var meðalmaður á hæð, prek- vaxinn vel og fríður sýnum, hanu var snemma ástundunarsamur við verk sín, hvort heldur hann var hjú eða átti með sig sjálfur, og pó hann lifði við fatækt framan af æfinni kom pað hvorki af ódugnaði né pvi, að hann kynni ekki með efni sin að fara, heldur af pví að hann vann foreldrnm sínum svo lengi, án pess pau gætu goldið honum kaup til muna, og svo af pví að hann vantaði gott jarðnæði um nokkur ár eptir að hann gipti sig. pví pað kom fljótt í ljós eptir að hann fór að búa á Bárðarstöðum, að hann var búmaður meiri en almennt gjörist, honum græddist fljó.t- lega fé, svo hann gat keypt ábýlisjörð sína ept- ir nokkurra ára búskap, byggt hana vel upp, og búið á henni blómabúi til æfiloka. Allir sem til pekkja annála elju pá og dugn- að, er Jón sál. sýndi í pví a<? annast bú sitt og heimili, jafnvel pó hann um mörg áv síðarihluta æíi sinnar, liði talsvert af brjóstveiki peirri er síðast leiddi hann til dauða, var elja hans og umhyggja söm og jöfn svo lengi sem honum entust kraptar. Hann var maður stilltur og fá- skiptinn, en gestrisinn, greiðvikinn og glaður heim að sækja, vinfastur og tryggur í lund. Hans er pví að vevðugu saknað af sveitar- mönnum og öðrnm sera hann pekktu. Jón sálugi var jarðaður á Klippstað 2. sept. Útförin var fjölmenn, og með rausn og sóma gjörð af sonum hans. Sira Björn porláksson hclt fyrst húskveðju heima á Bárðarstöðum og sican likræðu í kirkjunui. - -------ttoo---—— Fjarðarheiði. í 27. tbl. „Austra“ p. á.ergrein um vega- gjórðina á Ejarðarheiði næstliðið sumar og er í henni ekkert ofhól um Pál vegfræðing Jóns- son og pá félaga lians, heldur hreinn og beinn sannleiki. að peir uimu verk sitt með trú og dyggð. o. s .frv,. I greininni er skýrt frá, vegabótinni í heild sinni, að mestu leyti. — vegi og vörðum — og hvað væri ábótavant við veginn uorðan til á heiðinni, eu höf. hefir ekki getið um, hvað vörð- uuum er ábótavant, og er pað sjálfsagt af ö- kunnugleik, vil eg pví leyfa mér að fara um pær nokkrum orðum. Allir kunnugir vita að vörðurnar ná nú orðið yfir alla heiðina brúna á milli; (af norður- brún og á austurbrún á Felli) og sýnist í fljótu bragði að pað muni duga: en samt sem áður virðist ekld einlilítt að vörðurnar nái ekki yfir lengra svæði en pær gjöra. Að norðan (Héraðs megiu) pyrftu pær að n i ofan að hinum svo- kallaða Fardagafossi, að minnsta kosti, og að austan (Seyðisfjarðar megin) ofan á hinn svo nefnda Neðri-Staf og mundu - vörðurnar verða að samanlögðu —austan og norðan — a að giska 20—25. |>að eru mörg dæmi til þess að menn hafa villzt mikið afvega á pessari leið (of- an heggja vegna), pó peir hafi komizt övilltir af sjálfri heiðinni; auðvitað mun fleirum hafa orðið villuhættara Seyðisfjarðar megin, enda er mjög viliugjarnt milli Efra-Stafs og Neðra-Stafs, peg- ar slétt er orðið með fönn af hverri brekku og hæð og ekkert er við að styðjast. J>að má 6- hætt trúa pví, að nú munu menn verða óragari að leggja til heiðarinnar en áður, pó dimmt sé veður, pegar vörðurnar eru yfir sjálfa heiðina, en hvað dugar pað ef þeir ná peim aldrei? og pó peir næðu þeim, pá eiga peir pað á hættu, hvernig peim muni reiða af ofan hinu megin. Af því margir fara á vetrum vfir heiði pessa, ættu nú Norður- og Suðurmúlasýslurnar, að leggja fé fram á næsta snmri til varðanna, svo paer komist pá strax upp, en bíða ekki ept- ir pví í óvissu, hvort pingið lætur nokkuð af hendi rakna til þessarar heiðar framvegis eða ekki Fjarðarseli. Ritað í oktober 1893. Yic/fús Olafsson, Seyðisfiréi 29. nóv. 189.'?, J>ann 25. p. m, kom ,.Yaagen“, skipstjóri Endresen, frá Norvegi á Beyðaríjörð. Með „Vaagen“ kom hr. 0 Wathne og fór strax yfir í „Jæderen“, er lá par ferðbúinn, og hélt hann skipinu hingað, dvaldí hér 2 kl. tíma og fór svo með skipinu áleiðis til Leith. „Yaagen“ var aðeins 17 daga fram og apt- ur í þessari ferð og var pó átta daga á leiðinni hingað. I næstu ferð á undan kom „Yaagen“ á mánud. e. m. 6. p. m. á Reyðarfjörð, affermdi par og tök c. 1200 tn. af síld og sigldi til Eski- fjarðar á priðjud. e. m. 7., tók par farpega og kom hingað snemma morguns 8., tök hér ýmsar vörur og kol og fór héðan aflíðandi miðjum degi alfarinn til Norvegs eptir tæplega 2 daga dvöl hér við land. Má hér af marka hina framúrskarandi ráð- hyggni og dugnað skipstjórans og útskipenda. 224 fara tii Bostock og væri bczt að hann tæki skymiRan nunn mel sér. — Við höfum nýlega kymizt þessum herra B. og hann i-r sagður að hafa gott vit á námugrepti .... eg fékk að vita hvar hann byggi. „Elsku kæra prinsessan mín, var pað þessvegna, sem pú áttir svo lengi tal við B“. I sama bili stökk Hallur til Ivy og faðmaði hana að sér. J>að leit út fyrir að Ivy hefði fyrirgefið honum sKopið, þvi hún leit mjög hýrt til hans. Hallur sagði iðrandi: „Og pó hefi eg látið pig kenna á afbrýði minni, Æ, hjartkæra Ivj’, geturðu nokkurntíma fyrirgefið mér það? Eg var svo reiður útaf pví að pú talaðir svo lengi og innilega við þennan B. Prinsessa niin. héðan af skal okkur aldrei bera neitt á milli. eg skal strax ldýðnast fyrirskipunum pinum. Ivy sneri sig úr faðmlögunum og sagði; „Yiltu pá elsku Hallur fara strax til Bostock ... O, pú erfc pó beztur allra manna“ sagði hún (>g klappaöi lof i lófa, Hallur játti pvi. „Eg skrifa B. strax til, og ef hanh gefur kost á sér, pá förum við með næstu járnbrautarlest. það er alls ekki óiuögulegt að kola- náman sé að gagni. Ivy, hver veit, live sellauðug prinsessa pú verður á endanum. En ætlarðu svo að lána okkur auðsefi þín til pess að bcrga herra. Katch skuldina?" Ivy sló a mnnn Halli og rak liann svo uppá herbergi hans til þess að skrifa hréfið, sem skömma síðar var sent á stað. B. var til með að fara með Hulli, og næsta dag fóiu peir af stað. Rannsókn peirrn gaf góðar vonir. Gætum við aðeins iengið fé til pess að láta viima að námumii, pá var víst að hún inundi gefa niikið í aðra hönd. þegar byrjað væri að vinna í námnnum, pá mundi liægt, að fá lánað fé uppá pær til pess að borga með skuld föður míns. En timinn var naumur, og allt var undir pví komið að fá frest. gjaldfrest. Fyrir jólin var ekki hægt að byrja á vinnunni í námunni. Hallur kom sjálfur með pessi tíðindi, en í'ór svo strax aptur. 221 „Hvernig geturðu talað svoaa, elsku pabbi! Mér kom að eins til lnigar að við gætum borgað pessura leiðindasegg skuldina, ef nánian gæfi töluvert af sér“. Hin unga raær grét hástöítm meðan hún sagði þetta. „þú ert gott barn“, sagði faðir minn ireð bliðu. „(luð varð- veiti þig“. Siðati stóð hami upp og fór út. Ivy settist hjá mér og spurði inig: „Heldnrðu að Hallur færi til Bostock, ef eg bæði hann um það?“ „það er vísast; 6u pú verður að spyrja hann sjálf um það“. Ivy stundi: „þú hvetur mig ekki til pess, Mona“. „Máske pú hafir geíið öðrum undir iotinn, Ivy, mér er ekki ljost urn samlyndi ykkar Halls“. „Eg er eins við alla“ sagði Ivy, „en eg vildi óska, að við værum laus við allan pennan gestagang, og allt væri orðið eins og pað var áður“ „Mona, en parna stendur Hallur og er að reykja. Mér sýnist liann vera svo sorgbitiun og einmana“. Eg svaraði Ivy: „Máske hann sé sama liugar og pú, og sé nu einmitt að hugsa tim, að pað hafi verið langt um skemmtilegra hér áður en pessi gestaljöldi fcr að koiua hingað“. Ivy endurtók ósjálfrátt orð miu. Allt í einu spratt húu upp og sagði: Eg ætla sjálí að spyrja Hall uin petta. Á eg ekki að gjöra pað, Mona?“ Eg lineygði mig til samþykkis pví, og hún hoppaði út úr dyr- unum eins og kátt barn. Bráðum nálgaðist hún Hall og sméygði með inndœlum blíðusvip hamlleggiium innundir handlcgg Halls og leit upp á hann. Lengur gætti eg ekki að þeim; en gladdist af pvi, að hjarta hennar vísaði henni liinn rcdta veg til samkomulags. Að tveini tímum liðnum koiuu pau aptur med fullkominn ánægju

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/141

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.