Austri - 30.11.1896, Blaðsíða 2

Austri - 30.11.1896, Blaðsíða 2
NR 33 A U S T R I, 130 þessarar hressingar11. Hér er nú eink- um tekið tillit til gagnsemi söngkennsl- unnar í skólunum. far hefir það reynzt að söngurinn hetir verið öfiugt meðal til að knýja áfram hina ungu kynslóð. En söngurinn hefir hvervetna hlessunarrík áhrif, ef hann er rétt notaður, í heimahúsum, í kirkjum, í samkvæmum og hvar sem er, því „Sönglistin himneskan uppruna á Og afl til að hrífa og kæta“. Söngurinn hrífur og gleður svo gamla sem unga, huggar sorgbitna, „mýkir mein, lyptir sál til ljóss heímkynna“, og gjörir hjörtun „æskuprúð um lífs- ins haust'1. „far sem söngur dvín, er dauðans ríki Dumbs á strönd í klakastirðri pögn, Sóllaus æfi söngnum fyrir víki, Söngs við hljóma vekjast andans mögn“. segir skáldið með sönnu, og eg vildi óska, og eg veit að fjöldi manna vildi óska pess af heilum hug, að sönglistin tæki sér bólfestu hjá oss, að hún yrði fyrir vort andlega líi', pað, sem leikfimi á að vera fyrir vort líkamlega líf. Hvorttveggja er eins nauðsynlegt og andardrátturinn fyrir líf og proska hinna ungu. Mesta toiii p ssí r, r , Idar. ei pýzka tóm-.skalcijð L ■ Ui y vun Beet- hoven. pmimj sem eigi hafa hevrt hans áður getið, ætla eg að skrifa pað sem fylgrr til fróðleiks og geta jafnframt annara tónskálda, er komið geta við sögu hans að einhveiju leyti. í>eim, sem eru söngvinir ætla eg að muni vel koma, að heyra eitthvað sagt um pá, er hefir verið gefin hin guðlega gáfa, tónaskáldgáfan og skarað hafa fram úr öðrum í pví, að yrkja tóna- ljóð, sem slegið hafa töfrasprota sín- um á mannleg hjörtu og „tendrað líf úr hörðum steini“. Ludvig v. Beethoven er fæddur árið 1770 í bænum Bonn á pýzkalandi. Faðir hans var settur söngvari í söng- húsi kjörfurstans í Köln. B. átti tvo bræður, peir voru yngri en hann. Eoreldrar B. bjuggu að hörðum kosti. Faðir hans bar illa örbyrgðina; var hann pví opt harður og kaldlyndur við konu sína og börnin. Jegar fram úr keyrði með ópolinmæðina í föður hans, pá leitaðist hann við að drekkja raun- um sínum í Bakkusarlindinni, sem pó gjörði aðeins illt verra eins og dæmin eru til. J>egar faðir B. var að spila á hljóð- færi, pá héldu engin bönd hinum unga syni hans frá pví, að hlusta á. Löng- um sárbændi hann föður sinn að spila, spila dálítíð á hljóðfærið fyrir sig. Tók pá faðir hans hann opt á hné sér og lét hann spila lagið með sér. En eigi leið um langt áður en drengurinn gæti spilað pað sjálfur hjálparlaust. Faðir hans ásetti sér pví, er B. var fimm ára, að láta hanu læra að spila á „Klaver“ (einskonar söngfæri) og fiðlu. Báðum peim var petta áhugamál, en pó gekk eigi allt að óskum. Eaðir hans herti um of að honum við nám- ið, svo að hann gæti sem fyrst aílað sér atvinnu með íprótt sinni. En skjótt fannst pað á, að Beethoven var eigi gefinn fyrir langar fyrirsettar æf- ingar; hann fékkleiða á peim. Hann vildi vera sjálfráður, spila pað er hon- um sjálfum sýndist og kom pa.r fram tónskáldskapargáfa hans. þessu reidd- ist faðir hans og B. var kominn á fremsta hlunn með að hætta við allt- saman, en móðir hans gat. talið hann frá pví. Enga sögu sagði móðir hans honum, er honum væri kærri, en pá, að afi hans hefði verið söngvari við leikhúsið í Bonn. Opt dáðist hann að pessum „mikla meistara“, er hann svo kallaði; talaði hann löngum um hann við- félaga sína. (>egar B. var sjö ára gamall var honum komið í skóla hjá ágætum söng- meistara, er Pfeiffer hét. B. minntist pess opt síðar, hve mikið hann ætti honum að pakka. J>ar tók hann skjót- um. framförum; lék hann pegar dável á „Klaver“ og orgel. Opt lék hann á hljóðfæri í sönghúsi. (Kapellu) kjör- furstans og menn dáðust að honum, pótt ungur væri. Kæsti kennari B. er nefndur van der Eden. Hann lék á „Klaver “. f>egar Eden dó, varð Keefe, organisti við hirðina, kennari hans. J>að var hann, er fyrst vakti tónskáldsgáfuna hjá B. Fyrstu tóna- ljóð B. pau er komu fram opinber- lega birtust pegar hami var á 11. ár- inu. Árið 1785 var B. gjörður að organista í sönghúsikjörfurstans. Kjör- íurstinn gjörði hann jafnframt að her- bergissveini sínum og lét hann spila fyiir sig. Nú gat B. smátt og snátt | komiö fví við, að styrkja foreldra sina. Hufði B. notið að góðra manna; Eden kennari hans hafði í fyrstu veitt hon- um tilsögn ókeypis, en síðan hafði kjörfurstinn kostað hann. B. var ákafur í lund og tilfinniuga- ríkur, og kunni eigi að dylja tilfinningar sínar. Hann lagði ofurást á un?a stúlku frá Köln, Jeannette d’ Honrath. Hún var 10 árum eldri en hann. J>egar hann lék á hljóðfærið fannst pað ljósast hvað honum bjó í brjósti, pað var eins og hver tónn yrði töfrandi ástar- guð, sem læsti sig inní hvers manus hjarta. En — hún var Lofuð her- manni ættuðum úr Austurríki. |>ó lýsti hún pví í orðum og atferli við B. að hún ynni honum fölskva- laust. En pó giptist hún hermannin- um skömmu síðar. Nærri má geta hve ill áhrif petta hefir haft á hið tilfinningarríka barnslega hjarta hins unga tónaskálds. Árið 1786 ferðaðist hann til Yínar- borgar til að fullkomna sig í íprótt sinni og dvaldi par eitt ár. ]>ar var pá Mozart, hinn mikli meistari, „kon- ungur tór?skáldanna“. B. fór á fund hans og lék á hljóðfæri í áheyrn hans. Eitt sinn varð Mozart að orði við vini sína, er hann heyrði B. leika á hljóð- færi: „Hlustið pértil! hann fær fólk eirihverntíma til að tala um sig“. Woljgang Amadeus Mozart er fæddur 1756 og dáinn 1791. Hann var bráð- gjör eins og B. J>vi að 1762 er sagt að hann hafi verið orðinn meistari í hljóðfæraslætti, og 1766 ferðaðist hann um Frakkland og England og dásöm- uðu allir íprótt hans. 1769--70 ferð- aðist hann til Ítalíu og birti par söng- leik, er hann hafði ort (,,Miprídat“) og vakti hann aðdáun allra. Samt sem áður hafði hann eigi æðra em- bætti á hendi en að vera söngstjóri í Salzburg, fæðingarborg sinni og hafði lítil laun. |>ar að auki varð hann margt illt að pola erkibiskupnum í Salzburg, er var drambsamur og kunni eigi að meta tónskáldsgáfu hans-. En 1781 flutti M. sig til Vínarhorgar. Árið 1780 hafði hann ort mörg fögur tónaljóð og söngleiki, og er hann kom til Vínarborgar kom hvert tónaljóðið öðru meira og miklfenglegra frá hendi hans. Munu pau flest vera ókunn hér á landi. Um 1790 orti hann hinn dýrðlega svanasöng sinn („Mozarts Requiem“). Eptir hann liggja alls um 600 tónaljóð smá og stór. Nokk- ur af lögum Mozarts eru pegar orðin kunn hér og pykja, hvarvetna vel koma, t. d.: „O! hvað eg uni mér“, „I skýj- um fölleit sólin sígur“, „Um morgun æfi minnar“ og „í>að skeið sem mönn- úm markað er“ o. fl. J>ó komst hann aldrei hærra en svo í heiminum, að hann varð herbergissöngvari keisarans í Vín og hafði 800 gyllini í laun um árið; og hann var jarðaður í grafreit fátækra manna. Slíkur var sá maður, sem Beeth. heimsótti í Vínarborg og var pví eigi lítill sómi að piggja lof af hans vörum. Árið 1792 fór Beethoven aptur heim í fæðingarborg sína. Sama ár kom pangað hið fræga tónaskáld Joseph Haydn, er um pað leyti var tekinn fram yfir Mozart. Naut B. tilsagnar hans um tíma. Haydn hrósaði lionum og hvatti hann til . að halda áfram námi sínu. Joseph Haydn er fæddur 1732 og dáinn 1809. Árin 1760—90 var hann söngvari í sönghúsi ung- versks fursta, er Esterhazy hét. 1791 og 1794 ferðaðist hann til Lundúna- borgar og hélt par samsöngva, en síð- ustu ár æfi sinnar bjó hann í Vínar- borg. Hann er höfundur hinnar nýrri hljóðfæraSönglistar og orti fjarska mörg tónaljóð. J>au munu vera lítt kunn hér á landi. Af pessu má ráða að Haydn hafi getað gefið B. margar ágætar bendingar og pær féllu eigi í ófrjósaman jarðveg. Nú fór B. aptur til Vínarborgar, pví að hún var pá aðalstöð hljóðfæra- söngljstarinnar, |>að sem B. orti af tónaljóðum par til hann var 22 ára garaall, er bæði lítið og ber mikinn blæ af tónaljóðum Mozarts,: að fáum lögum undanteknum. En með 19. öldinni kemur fram í B. hinn skap- andi tónlistarandi. Haydn og Mozart höfðu á undan honum opnað hvert hús og hjarta í Vínarborg fyrir söng- listinni, B. var pvi mjög kærkominn gestur par, og stórmenni löggðu fram fé handa honum. Árið 1801 skrifar hann einum æskuvini sínum petta meðal annars: „J>að er mín einasta og æðsta gleði að stunda íprótt mína; eg finn, að æska mín byrjar fyrst nú. Mér ' hefir aukizt líkamlegt prek á síðustu tímum, og að pví skapi glæð- ast og proskast sálarkraptarnir. Með hverjum degi kemst eg nær pví marki, sem eg stefni að, sem eg finn til, en get ekki lýst með orðum. B. pinn ifir í pessu og engu öðru. Af rósemi og hvíld hefi eg eigi aðjsegja; eg pekki enga hvíld nema svefninn og, pví mið- ur, parfnast eg nú meiri svefns en áður......... O! pað er svo fagurt að lifa púsundföldu lífi! Fyrir kyrrðar- íf — nei, fyrir pað finn eg að eg er ekki skapaður“. Ekki gaf hann sig neitt að dómum annara um hann, heldur sagði: „Heimurinn er konung- ur, er engum sýnir hylli nema smjaðr- að sé fyrir honum; en hin sanna list er einlynd, hún fer sínu fram og lag- ar sig eigi eptir hóli og smjaðri til- heyrendanna“. B. var lýðveldismaður. Hann dáð- ist mjög að Napoleon mibla. fegar Bernadotte sendiherra Napoleons mikla var staddur í Vínarborg 1798, pá bað hann B. að yrkja tónaljóð Napoleon til vegsemdar. pess var B. fús; en er hann hafði lokið pví, kom sú fregn til Vínarborgar að Napoleon hefði gjörzt keisari. J;>á varð B. æfur og sagði: „Hann er pá ekki nema einsog aðrir menn; hann ætlar pá líka að troða mannréttindin undir fótum og láta leiðast eingöngu af virðingagirni sinni, liann ætlar að ráða yíir öðrum og verða harðstjóri! Hann var pvínær ófáanlegur til að láta prenta petta söngrit sitt. Hann hafði kallað pað „tónaljóð til heiðurs frelsishetjunni Napoleoni“, en nú breytti liann nafni pess og kallaði pað: „hetjuljóð til að helga minningu merks manns“. B. felldi öðrusinni ástarhug til stúlku.. En pað fór sem fyrri. Hún giptist öðrum manni. ]>ót,t honum félli pað illa, lamaðist pó eigi andi hans. Heim- urinn tók á móti hverju listaverkiuu á fætur öðru frá hendi hans. Einatt íor hann einförum úti dag sem nætur og komu pá eiriatt hin fegurstu tón- aljóð fram í sálu hans og teiknaðí hann pau upp samstundis. Hvorkí gat hann sungið né lært aðstígadanz. En hann var hrifinn af hinum skap- andi tónlistaranda er bjó í honum, og sæll um leið. Allir, sem sönglistina kunnu að meta, töldu hann fremstan. allra samtíðarmanna sinna og jafnan fyrirrennurum sínum J. Haydn og Mozart. En eitt varð honum að til- finnanlegu angri: hann missti heyrnina. smátt og smátt og árið 1814 hafði hann misst hana að öllu. Honum varð pá ósýnt um að leika á hljóð- færi, en að tónunum gat hann leikið sér ennpá í huga sínum. Hann orts mörg fögur tónaljóð eptir pað. Hann heyrði tónana með eyrum sálar sinnar og purfti æ minna og minna á hinum líkamlegu eyrum að halda. Einhvers- staðar stendur í dagbók hans: „Lífí® er eitur heyrnarlausum manni“, og lýsir pað pví, hve pungt honum hafi fallið heyrnarleysi sitt. Ávallt hafði hann práð að mæta einhverri konu á a>fivegi sínum, er blómum gæti stráð á lífsleið lians og gjört honum lífið inndælt og pægilegU en hann fann enga. Hinn nafnfrægi höfundur hins dýrðlega tónaljóðs; „Fid- elis“, var ókvæntur til dauðadags. Hann dó 25. marz 1827. Beethoven er lítt kunnnr hér á landi. Eg minnist pess eigi að hafa séð annað af lögum lians: en „pekk- irðu land par gul sítrónan grær“, í einu af söngheptum Jónasar Helga- sonar. Flest tónaljóð hans eru og erfið viðfangs, Bit hans eru gefiu út á árunum 1864—67 í 24 bindum og má af pví marka, hve mikið liggur eptir hann. Tónskáldíð Reichardt bjó einusinni til pessa líkingu um framfarir tón- listarinnar: „Haydn hefir búið til ljómandi fallegann aldingarð. Mozart íefir byggt í honum liöll, og Beethoven íefir sett á hana turninn. Sá, sem ætlar að byggja par ofaná, háls- úrotnar“. 7 A s k o r u n. J>að eru nú liðin 19 ár, síðan skáld- in Steingrímur og Matthías lofuðu að gefa löndum sínum samskonar pýðing*

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/141

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.