Austri - 30.06.1897, Blaðsíða 1

Austri - 30.06.1897, Blaðsíða 1
Kemur út 3 á mó,nuðí eða 3G blöð til ncesta nýárs, og kostar hér á landi aðeins 3 Jcr., erlendis 4 Jcr. Ojalddagí 1- júlí. Uppsögn sJcrifieg lundin við áramót. Ógild nema kom- in sé til ritstj. fyrir 1. oJdó- ber. Auglýsingar 10 aura línan, eða 60 a.Jiverþuml. dálJcs og Jiálfu dýrara á 1. síðu. VII. AR. Seyðisflrði, 30. júní 1897. MR. 18 AMTSBÓKASAFNIÐ á Seyðisfirði er opið á laugard. kl. 4—5 e. m.. Á s li 0 F 11 11 . í tilefpi af hinum mikla skaða, sem útlendir fiskarar, sérstaklega botn- vörpuveiðimenn hafa gjört Austur- landi undanfarandi ár, og útlit er fyrir að peir Iramvegis gjöri, bæði með pví að fiska í landhelgi á fiskimiðum vorum og einnig með pví að stöðva og eyði- leggja fiskigöngur að sunnan meðfram landinu, á peim stöðum sem bátfiski ekki nú á sér stað á, með hinum skað- legu fiskiveiðarfærum sínum, er hérmeð skorað á alla í Suður Múlasýslu, sem stunda sjó eða við sjó búa, að taka nákvæm mið, nafn, númer og pjóðar- einkenni peirra fiskiskipa sem fiska nær landi en 3/4 (prjá fjórðu) úr danskri mílu, og senda mér skýrslu um pað með nöfnum vottanna, og mun eg sjá um að hæfilegum verðlaunum verði út- býtt handa uppljóstrarmönnum, ef náð verður í skipin og pau sektuð. Skrifstofu Suðurmúlasýslu: Eskifirði 6. mai 1897. A. V. Tulinius §JSfr~ Stjórnarnefnd Grénufélagíins hefir fengið tilkynning um að pau hluta- bréf séu glötuð er nú skal greina: No. 884, 885, 886, 1035, 1199, 1273, 1274, 1797, Eyrir pví er skorað á hvern pann, er hafa kynni í höndum hlutabréf með téðum tölum að gjöra pað kunnugt stjórnarnefndinni, áður 6 mánuðir sé liðnir frá birtingu pessarar auglýsing- ar, pví að peim tíma liðnum verða pessi bréf ógild og önnur ný gefin út í stað peirra. Oddeyri 2. júnil897. Davíð Guðmundsson. Björn Jónsson. Frb. Steinsson. Reykjavík fyrri og nú. Bað er merkilegt, hvað fáir íslend- ingar hafa orðið til pess að skrifa um Reykjavík, svo margir af oss sem koma pangað næstum pví árlega, og svo miklum umskiptum og framförum sem bærinn hefir tekið frá prí á yngri ár- um voi' eldri manna. Og pó er Reykjavik höfuðstaður íslands, og höfuðstaðirnir eru jafnan hafðir í hávegum hjá pjóðunum, og pað að maklegleikum, pví par er víða sem sjálft hjarta pjóðarinnar berjist í brjósti höfuðborgamanna, paðan sem framfara- og frelsisstraumaimir eiga helzt að færast lití pjóðlíkamann. En Reykjavík hafa roenn opt viljað kenna við apturhaldsskoðanir í lands- málum og dönskukenndan hugsnnar- hátt og dönskuslettur, svo eitt af pjóð- skáldum vorum kveður um hana: „0- pjóðernið úr peim krik, ætti Doktor skcra“. fetta hefði máske getað verið pjoð- ráð fyrir heilum mannsaldri, en á nú alls ekki lengur við. J>etta mátti máske til sanns vegar færa í pá tíð, er aðalkjarni bæjarbúa voru ifinir dönsku kaupmenn, og peim háðir vinnu- menn, og svo sem engiiln íslenzkur embættismaður. En pessi danski bæjarbragur í Reykjavík breyttist smámsaroan við flutuing latínuskólans til Reykjavíkur og stofnsetning liinna æðri menntun- arstofnana landsins í höfuðstaðnum, og fjölgun íslenzkra embættismanna par, og eigi sízt við breyting pá, sem hetír orðið á verzlunarstétt bæjarins á hinum siðasta mannsaldri. A skólaárum vorum voru nær pví allir kaupmenn Reykjavikur danskir, en nú er hávaðinn af peim al-íslenzkir menn, búsettir í sjálfri Reykjavík, og fer pað að líkindúm, að svo margir al-íslenzkir efnamenn hafi góð áhrif á bæjarlífið í pjóðlega átt. Bæjarstjórn kaupstaðarins, par sem að sitja menn af öllura stéttum, er allir eiga að gjöra sér far um vöxt og viðgang og sóma höfuðstaðar lands- ins — hefir og óefað haft góð áhrif á bæjarlífið í íslenzkari átt, en áður átti sér stað, undir forustu og ein- veldi hinna konunglegu embættismánna, einsamalla. Iðnaðarmenn bajarins hafa og stór- um fjölgað á hinum síðasta mannsaldri, og eru peir pvínær allir íslendingar, og hefir félagsandi peirra mjög próast, svo peir hafa myndað stórmikið félag sín í milli, er óefað gjörir peim sjálf- ura og félagslífi bæjarins mikið gagn. Hafa iðnaðarmenn reist veglegt sam- komu- og leikhús tvíloptað, sem er prýði fyrir höfuðstaðinn. Ejnldi annara félaga er og í Reykja- vík, sem stefnir í pjóðlega, og mennt- andi átt, og nefnum vér hér aðeins nokkur: bóJcmennta- og þjóðvinafélögin, félag cmbættismanna, sem mun vera lestrar- og samkömufélag, stúdentafélag- ið, sem heldur fræðandi fyrirlestra, verzl- unarmannaýélagið, er veitir meðlimum sínum bæði tilsögn og aðstoð, eins og lika hið áðurnefnda iðnaðarniunnafélag, „Good-Templarafélagiðu, sem hefir unnið með svo ágætum dúgnaði, að útrýmingu ofdrykkjunnar, að Reykja- vík er ekki pekkjanleg í pví tilliti frá pví sem hún var fyrir rúmum 30 árum síðan. Svo liafa og kvennmenn- irnir einir sér mytulað ýms félög í Reykjavík, er miða bæði í siðbætandi, menntandi og hjálpandi átt, og mun Eramsókn geta peirra nákvæmar í næsta blaði. Bæjarlíf Reykjavíkur rná pví með sanni kalla gegnumsýrt í pjóðlega, menntandi og siðbætandi átt, og er pað pví með öllu ranglátt, að bera það framar á Reykvíkinga, að peir séu apturhaldssamari eða dansklyndari en aðrir landsmenn. Enda hafa Reykvíkingar sýnt pað við hiuar síð- ustu alpingiskosningar, er peir vörp- uðu hinum mosta hæfileikamanni, að- ein* af pví hann var grunaður um apturhald eða meðhald með stjórninni, og pað pó, að vorri hyggju, ranglega. Vér höfnm orðið svo langorðir um hinn pjóðlega anda Reykjavíkur, af pví oss pykir pað miklu skipta, að pjóðin hari rétt og satt álit á höfuð- stað sínum, og geti treyst honum, engu siður en hinum öðrum kjördænmm landsins til pess að bindast fyrir nauð- synja- og framfaramál pjóðarinnar, og fer pað pví fremur að líkindum, sem par situr allur kjarninn af mennta- mönnum landsins, bæði gömlum og ungum, og' par er háð alpingi, er hlýtur að hafa vekjandi og pjóðleg áhrif á hnga bæjarmanna. J>að mun standa í einhverri landa- fræði vorri, að Reykjavík liggi í kvos einni. En petta gefur manni pá hug- mynd, að bærinn liggi svo lágt, að eigi sjáist nema uppí heiðan himin. En pessi hugmynd er alveg röng, pví óvíða er fríðara útsýni en frá Reykjavík í góðu veðri, par sera fjall- garðurinn, Snæfellsjökull, er tignarlega rís yzt við unnir lilá, og svo Mýra- og Borgarfjarðarfjöll, Akrafja.ll og Esjan að vestan og norðan, en hinu- megin fjöllin á Reykjanesskaga, -— um- kringja í fjarska höfuðstað landsins, og er sú fjallasýn all-fríð, en hinar skrúðgrænu ejrjar, Akurey, Orfirisey, Engey og Viðey innilykja höfnina, svo að óviða mun fríðara útsýni hér á landi. Elzti hluti bæjarins stendur á slétt- um velli milli „Tjarnarinnar'1 og sjáv- arins, á milli Arnarhóls og fingholt- anna og annara hæða, eigi hárra, par andspænis, er heita nú ýmsum nöfnura, og var fyrir rúmum 30 árum á pess- um hæðum aðeins torfbæir sjómanna og einstaka timburhús á stangli. En nú eru allar pessar hæðir, er vita að bænum, alsettar, opt prýðileg- nm timburhúsuni, og á stöku stað múr- húsum, og hefir smekkvísi höfuðstað- arbúa, hvað byggingar snertir, vaxið að pví skapi, sem bærinn hefir stækk- að, en hann mun nú minnst helmingi stærri en á skólaárum vorum. fað er ein stór framför í bygging- um Reykvíkinga á síðari tíð, er önnur rigningapláss landsins ættu víst að veita eptirtekt, og er hún í pví fólgin, að ílestöll nýrri hús munu nú ekki einungis klædd járnþalci, heldur líka Jiliðar peirra, er ver pau svo miklu betur fúa og skemmdum af rigningum, en Inál og tjara, og mun margfalt borga sig, er framí sækir. Að innan hafa og hús manna teldð miklum framförum frá skóla.árumyvor- um; pví bæði eru herbergin skraut- legri og haganlegar fyrirkomið, par sem pau í öllum nýrri húsum liggja nú fleiii í röð, hvort innaf öðru, með prýðilegum . húsbúnaði. Einkum 'tók- um vér eptir pví, hvað góðurn mál- verkum hafði víða fjölgað, og. pað sem mest gladdi oss, að á all-mörgum stöð- um sáust ,nú ágæt málverk eptir Isleudýiga sjálfa, einkum eptir nokkrar lista-frúr og frökenar í Reykjavík sjálfri, sem er gleðilegur vottur um hina vaxaudi fegurðartilfinning pjóðar- innar, og gott eptirdæmi hinum upp- vaxandi efnilegu fröuenum höfuðstað- arins. það er auðfundið, er rnenn haim- sækja Reykvíkinga, að peim er full- ijóst, hvílíkur vandi. og vegsemd hvílir á peim, sem höfuðstaðsbúum, með að taka sæmilega á raóti heimsækendum sinum, pvi hvergi höfum vér par komið, að vér höfum fundið meiri gestrisni og alúð en hjá Reykjavíkurbúum. J»eir bafa flestir petta ótvíræða merki sannr- ar íslenzkrar gestrisni, að sannfæra gestinu um pað, að liann hafi gjört húsbondanum störpægð með að lieim- sækja hann. Og er pað skemmtilegt fyrir landið í heild sinni, að vita oss Islendinga svonavel „repræsenteraða“ af íbúum höfuðstaðarins, jafn-margir útlendingar sem heimsækja Reykvík- inga á ári hverju. Yér tókum pað áður fram, hve pýð- ingarmikið tákn tímanna pað væri, hvað mörgum dugandi al-íslenzkum kaupmönnum hefði fjölgað á hinum síðasta mannsaldri í Reykjavík, sem márgir hvorir hafa byrjað bláfátækir, en eru nú taldir ríkir menn. Verzlunarfjrirkomulagið liefir og í flestum hinum stærri búðum meðal annars tekið peim umbótum, að klæða- og léreptasala er nú höfð sér, sem flýtir mikíð fyrir afgreiðslunni. Sumir kaupmenn eru og’ alveg hætt- ir að selja allt áfengi, og álíta sig græða á pví, að purfa ekki að hanga yfir góðglöðum náungum, er ekki kaupa pó meira ’en á eina 3-pela flösku, en eyða opt miklu meiri tíma fyrir búð- armanninum, en ágóðanum nemur. X>ó sáum vér, /aí miður, smábúðir í Reykjavik, par sem helzti varningur- inn virtist að vera, brennivín, Wisky, romm og Oognac, og brjóstsykur, lík- lega til að bæta kaupendum í munni. í * sambandi við brennivínssöluna viljum vér geta pess, að mikill munur er á Reykjavik nú og fyrir rúmum mannsaldri, pví pá sáust inenn mjög opt ölvaðir á almannafæri, en nú sá- um vér aðeins emn mann drukkinn útá götu, og liann útlendan. Eiga víst Good-Templarar par góðan pátt að máli eins og áður hefir verið bent á. En svo sjálfsagt líka dugandi lög- reglupjónar, eins og t. d. Rorvaldur Björnsson, er vér höfum séð líkastan erlendum lögreglupjónum að kurteisi og lipurð, og sem á dugnað og einurð, að sögn, er á pví parf að halda. Götum bæjarins er fremur vel við- iialdið og pær svo rennsléttar, að al-

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/141

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.