Austri - 10.12.1897, Blaðsíða 1

Austri - 10.12.1897, Blaðsíða 1
Kemur út 3 á rn&nuðí eða 36 blöð til ncesta nýárs, og kostar Jiér á landi aðeins 3 kr., erlendis 4 kr. Gjalddagí 1. júlí. Uppsögn skrifieg lundui við áramót. ógild nema kom- in sé til ritstj. Jyrir 1. októ- ber. Auglýsingar 10 aura línan, eða 60 a. hverþuml. dálks og liálfu dýrara á 1. síðu. Seyðisíirði, 10. desemJber 1897. TSR. 84 YTL. AR. AMTSBÓKASA FNIÐ á Seyðisfirði er opið á laugartl. kl. 4 5 e. m.. Nýir kaupendur að VIII- árg. AUSTRA 1898, fá ókeypis allt sögusafn blaðsins 1897, innhept í kápu. í sögusafni pessu er, meðal annars, liin ágæta saga „Jafnir fyrir lögun- um“, sem er viðurkennd, af öllum nú- verandi kaupendum blaðsins, að vera einhver hin lang-bezta saga, er komið hefir í íslenzkum blöðum. peir, sem vilja sæta pessu kosta- boði, eru beðnir að snúa sér til út- gefandans með pantanir á blaðinu, fyrir nýár 1898. fplffr Eins og að undanförnu hefl eg margskonar vörur til söluí vetur, og tek borgun ípen- ingum, ull, tölg, smjöri, fé og innskrift við pöntunarfélag Fljötsdalshéraðs. í*eim, sem skulda um nýjár við verzlan mina, reikna eg 6°/0 í rentu. Egilsstöðmn -20. nóvember 1897. Jón Bergsson. Grafskript Valtýskunnar. —o-— „p>vi fátt er frá Dönum, sem gsefan oss gaf, og glöggt er það enn. hvaö þeir vilja“. ' porsteiim j!.rlingsson, I. Ein af hinum allra-hættulegustu fals- kenningum Yaltýsliðaá alpingi í sum- ar, var sú, að hægt væri, og jafnvel sjálfsagt, að lialda áfram stjórnarskrár- haráttunni framvegis, pó gengið væri að pessu tilboði, er dr. Yaltýr Guð- mundsson fór með í sumar, pví með peirri ílugu veiddi doktorinn allau pann íióp alpingismanna, er loks fylgdu hon- nm a.ð málum á pingi og siðan eptir ping, að útgáfu liins óvinsæla ávarps sextári-mannanna. Hefði doktorinn og hans lævísustu fylgifiskar ekki komið pessari han-eitr- uðu ílugu í munn alpingismanna, pá hefði hann og pessi stjórnarbótarapturúr- kreistingur hans og stjórnarinnar varla fengið eitt einasta atkvæði með sér á pinginu, pví allir alpingismenn, að (doktornum sjálfum meðtöldnm, voru sammála um pað, að petta tilboð ■stjórnarinnar fullnægði hvergi nærri réttroætum stjórnarbótarkröfum vor Islendinga, en pað væri pó reynandi, með pví að hægt væri eins fyrir pvi að halda eptirleiðis áfram sjálfstjórn- arkröfum landsins og pað strax á næsta alpingi! En að petta sé liin hættulegasta falskenning skulum vér hér sýna og sanna. Skulum vér pá fyrst taka pað fram, að pað sem alpýða hér á landi práír í pessu máli, er polanlegur endi á stjórnarskrármálinu, svo pað eigi ping eptir ping, baki landinu óhærilegan kostnað, og tefji fyrir öðrum nytsenul- armálum landsins. En hefði alpingi gengið að frum- varpi dr. Valtýs, eða efri deildar, pá befði pessi almenningsprá og nauðsyn ekki orðið uppfyllt, heldur verið rif- izt framvegis, ping eptir ping, um nýj- ar stjórnarskrárbreytingar, par öllum alpingismönnum kom saman um, að pessi, sem nú var í boði, væri engan veginn fullnægjandi. En pað er nú síður en svo, að vér Islendingar getum huggað okkur við pað, að pað geti pó verið að oss auðn- ist með tímanum að breyta pessari nýju stjórnarskrár-ómynd doktorsins í viðunanlegt horf, eptir margra tuga ára baráttu og mörg hundruð púsund króna tilkostnað. Nei, nei, pví fer nú fjarri, pví Is- lands ráðgjafi hefia verið svo fram- sýnn, að setja undir pann lekann í bréfi sínu til landshöfðirigjans, er fylgdi stjórnarskrárfrumvarpi doktors Valtýs, par sem hann tekur pað skýrt fram, að petta séu nú „fullnaðarúrslit“ stjórnarskrárraálsins, „endelig Lov“, pví orðin „ved en for Tiden“ framan við „endelig Lov“ í bréfi ráðgjafans, hafa eptir sögu málsins og margítrek- uðum skilningi stjórnarinnar á málinu. ekkert að pýða, séu pau ekki sett par af ásettu ráði, sem vér viljum pó eigi fullyrða, — til pess að veiða „græna“ alpingismenn með léttvægri ávísun uppá framtíðina. Danir hafa jafnan haldið pví föstu, að stjórnarskráin af 5. janúar 1874, hefði átt að vera fullnaðarúrslit stjórn- arskrármálsins prátt fyrir pað pó sjálf stjórnarskráin gjöri ráð fyrir hreyt- ingunum í 61. gr. Ennúáttiað breyta pessari 61. gr. svo, að pað væri fram- vegis komið undir geðpótta ráðgjafans, livort hann vildi sinna breytingum á stjórnarskránni, og pað pví lagt alveg á hans vald og hins danska ríkisráðs, nr ekki inundi láta lengi standa á pvf, að segja við hann: „Bikisráðið hefir í samráði við Is- lands ráðgjafann látið pað eptir lang- varandi kvahbi Islendinga, að breyta svolítið til um stjórnarskrá peirra, en með pví ótvíræða skilyrði, að hérmeð væri ákomin fullnaðarúrslit á stjórn- arskrármál Islendinga, eins og Islands ráðgjafi tók svo greiniíega fram i bréli sínu til landshöfðingjans, er _ fylgdi frumvarpinu. Að pessu hafa Islend- irigar gengið og par við situr pað“. Hvað viðviluir orðum ráðgjafabréfs- ins „ved en for Tiden endelig Lov“, pá mun páverandi ráðgjafi leggja pau út á sinn veg ogláta annaðhvort vera ,,preirtvillu“, eða pýðingarlaus, eða pá óheppilega mótsögn ('contradictio in adjecto) við „endelig Lov“, pví „hráða- byrgðar fullnaðarúrslit11, er blátt áfram vitleysa. En hvernig núverandi ráðgjafi mundi líta á málið, má sjá á bréíi hans til landshöfðingjans 29. maí síðasth, par sem hann telur pað einn höfuð-ókost- inn á pví, að slaka til við okkur Is- lendinga eptir tillögum laudshöfðingja, að vér munnm samt eigi ánægðir og munum eigi hætta jarminum um meiri hreytingar á stjórnarskránni, pó vér fengjum pað, er landshöfðingi leggur til í bréfi sínu til ráðgjafans að við fáum. En petta sitt álit áréttar hann svo með pví, að létta peirri skyldu á ráðgjafauum, að fara að orðum Islend- inga samkv. 61. gr. stjórnarskrárinnar og leggja stjórnarskrárhreytingarnar fyrir nýkosið alpingi ; heldur getur ráð- gjafinn eptir pessu nýja fiumv. lians og dr. Valtýs. farið par alveg að eigin vild! Getur nú nokkur íslendingur með heilbrigðri skynsemi efast lengur um pað, hvað ráðgjafinn meini með orð- unum í hréfi sínu til landshöfðingjans, „ved enforTiden endelig Lov“? Og vilja menn ennpá gleypa við Valtýs- flugunni, pó peir gangi að pvi með opnum augum, að peim verður neitað um alla frekari lagfæringu á stjórn- arskránni, par sem petta Valtýsfrv, er „fullnaðarúrslit“, ef vér göngum að pvi. Að pessi skilningur vor á opt til- vitnuðum orðum ráðgjafans, „ved en for Tiden endelig Lov“, sé réttur, sést bezt á framkomu landshöfðingja á al- pingi í sumar. Engum heilvita manni getur hland- ast hugur um pað, að jafn vitur mað- ur og skarpur júristi sem laudshöfð- ingi Magnús Stephensen er, muni eigi hafa svo herfilega misskilið ráðgjafa- bréfið á meðan á öllum hinum löngu umræðum neðri deildar stóð, og full- yrt, að petta væru „fullnaðarurslit“, er hér byðust, ef eigi væri sá skilu- ingur hans á góðum og gildum rökum byggður. » I efri deild var skilningur lands- höfðingja á frumv. allur hinn sami og í n. d., — par til fiamsögumaður neyddi hann til að halda nokkuð meira hinni viðsjálu og tvíræðu málsfærslu- mannshlið orða ráðgjafans að alpingi, sem umboðsmaður ráðgjafans. Og meiri hluti lávarðanna! gein strax yfir agninu og situr par fastur á krók ráð- gjafans og doktorsins, enn sem komið er, En vel að merkja gaf landshöfð- ingi pessa yfirlýsingu tilneyddur sem umboðsmaður ráðgjafans á alpingi, og pó nokkuð tvírætt og með ummælum um nð, liann hefði máskc misskilið orð r áðgj a fa b r é fsins. En pnð var öðru nær en hann hefði gjört pað, eins og hefir verið sýnt og sannað hér að franron, en landshöfð- ingi var hér pví miður bundinn af stöðu sinni sem fulltrúi peirrar stjórn- ar, sem náttúrlega var pað áhugamál, að lkta okkur tslendinga slá sem mestu af landsréttindum vorum og binda okk- ur við boið í stjórnarskrármálinu og á klafa hins danska ráðaneytis og út- lendu stjórnar í hráð og lengd. En hin íslenzka pjóð mun vakna og standa árvökur og dygg á verði til að afstýra pessu tilræði við frelsi pjóð- arinnar. II. Sá pótti mestur ódrengskapur hafa komið fram á vorum tímum í Kaup- mannahöfn, er mótstöðumenn Jóns forseta Sigurðssonar lóru að rita gegn honum og pólitík hans í dönskum hlöð- um, og pað bakbit var pað eitt, er Jön átti bágast með að fyrirgefa, enda var pað prælsbragð, er bitnaði mest á hinni íslenzku pjóð og málstað henn- ar í augum. Dana, er pekkja hér heima svo sára lítið til, og má pví svo hæg- lega aflytja oss og málefni vor hjá peim. En hvað var mælgi peirra manna, hjá öllum peim ókjörum, er forvigis- menn Valtýskunnar, peir doktor Val- týr og Skúli Thoroddsen, haía í sum- ar og haust látið dynja yfir mótstöðu- menn sína á alpingi og landshöfðingja, i danska blaðinu „Politiken“. Eyrst skrifar herra Skúli Thor- oddsen langa grein í ágústmánuði í sumar, aðallega um framkomu lands- höfðingja Magnúsar Stephensens á pingi, og sérllagi í stjórnarskrárroál- inu í sumar, par sem hann segir, að landshölðingi hafi viljað spilla fyrir öllu samkomulagi í málinu til pess, að fá haldið í Hndshöfðingjadæmið, treystandi pví, að ráðgjafinn, sem ekki skilur íslenzku, yrði pessarar framkomu sinnar eigi var. Og pannig færi hinn ábyrgðarlausi landshöfðingi vanalega á lifik við ráðgjafann í íslajids málum, rétt einsog honum sýndist. En eptir pví sem landshöfðingja hafa verið borin vitni í sumar, bæði á aipingi og utan pings, fyrir fram- komu hans í stjórnarskrármáli vor ís- lendinga, er hætt við að hin íslenzka pjóð álíti petta rangan sakaráburð. því pjóðin hlýtur miklu fremur að vera pakklát fyrir síðustu tillögur landshöfðingjans í stjórnarskrármálinu við íslandsráðgjafa, sem sjálfum var pví kunnugt um, að landshöfðingi krafðist meira sjálfstæðis fyrir íslands hönd, en hann og Valtýskan vill unna pví. pessa grein Sk. Th. hrakti svo skólastjóri Jón A. Hjaltalín í „Poli- tiken“ snemma í októbermán. og sagði par frá allri pukurssögu Valtýskunnar. Einnig getur Jón Hjaltalín pess, að pá ritstjóri Einar Benediktsson á námsárum sínum í Höfn lá eitt sinn fvrír dauðanumá Friðriksspítala, páhafi dr. Valtýr ætlað að koma deilugrein gegn föður hans í „Politiken11, með stöfunum E. S. undir, sem sé dansk- að nafn Einars (Einar Svendsen eða Sveinsson). Tessari grein skólastj.Hjaltalíns svar- aði svo dr. Araltýr Guðmundsson jafn- harðan í „Politiken11, og segist nann hafa stefnt útaf síðast töldum áburði, og sé pví sanngjarnt að menn vænti dóms par um, áðnr en menn sakfelli hann, sem vér erum doktornum sam- dóma um; einsog oss er pað sárnauð- ugt að kasta jafn pungum steini á liann fyrir politik hans, par vér höf- um kynnzt honum persónulega i Höfn, sem einstaklega elskulegum, viðfeldn- um og framúrskarandi gestrisnum manni. * En pvílíkar óbótaskammir er hann ber á sampingismenn sína af mótstöðu- flokknum, og landshöfðingja, vísvitandi ósannar, mega ekki standa ómótmælt- ar, allra sízt par pær eru svo hættu- legar til að spilla málstað vorum hjá Dönum, er sökum ókunnugleika og frá- sagna óvandaðra fregnritara, gleypa við pessum ósannindum, eigi sízt, pá pau koma frá háskólakennaranum sjálf- um, er sízt skyldi ætla svo óvandaða meðferð á sannleikanum, og illmæli um sampingismenn sína. Doktorinn byrjar pá ritgjörð sína með pví að uppnefna skólastj. Hjaltalín, og kallar hann „Landshövdingens Baro- meter“, sem niun rangnefni. par vér höfum jafnan heyrt Hjaltalín talinn í röð hinna sjálfstæðustu pingmanna. Svo gæðir doktorinn sampingismenn sína af mótstöðuflokknum með nafninu „Nihilistar11!!, án nokkurrar útskýringar. En orðið Nihilisti er, einsog flestir vita, á venjulegu evrópeisku máli haft um illpýði pað og glæpamenn, er í flestu eiga sammerkt við „Anarkista11. |>að voru Kihilistar er myrtu Alex- ander 2. Rússakeisara, og hafa annars framið, hæði á Rússlandi og annars- staðar, mörg óbóta- og hryðjuverk. Og er pað hin mesta óhæfa og mjög svo ódrengilegt, að vilja troða jafn ó- sönnu áliti á sampingismönnum sínum inn hjá liinni dönsku pjóð, er ekkert pekkir til pingmanna vorra, og pað pví heldur, sem doktorinn hlýtur að-

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/141

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.