Austri - 10.02.1898, Blaðsíða 1

Austri - 10.02.1898, Blaðsíða 1
Kemur út 3 á m&nuðí eða 36 blöð til næsta nýárs, og koetar hér á landi aðeins 3 kr., miendis 4 Jcr. Q-jalddagi 1. júlí. vni. AR. Seyðisflrði, LO. febrúar 1898. AMTSBÓKASAFNIÐ k Seyðisfirði er opið á laugartl. kl. 4—B e. m.. Jafnrétti og sanngirni. — 0-- Einsog kunnugt er, er Seyðisfjarðar- kaupstað skipt í prjá hluta, næstum pví jafn-fjölmenna, sem eru nefndir, Fjarðaralda, Búðareyri og Yestdals- eyri. Búðareyri og Fjarðaröldu að- skilur aðeins Fjarðará, sem núínokk- ur ár hefir verið góð brú yfir, svo peir hlutir bæjarins eru lítt aðskildir og byggjast alltaf meira saman eptir pví sem nýbyggingum fjölgar innan til á Búðareyri, rétt gagnvart Fjarðar- öldu. En Yestdalseyri liggur pó kippkorn útmeð Seyðisfirði norðanverðum, liklega hérumbil priðjung úr mílu frá Fjarð- aröldu. Af pessari prískipting bæjarins kom pað, að sýslumaður og pá verandi bæjarfógeti hér á Seyðisfirði, A. V. Tulinius vildi gjöra pann viðauka við bæjarstjórnarlögkaupstaðarins, að jafn- an skyldi hver hhiti bæjarins hafa 2 fulltrúa í bæjarstjórn kaupstaðarins, er virtist hefði verið sanngjarnt, par pá hefði hver hluti bæjarins haft jafn- marga menn frá sér til pess að gæta sérréttinda peirra, en pað sem Aldan muridi hafa einna tlesta íbúa, pá mundi hæjarfógetinn sitja par, og var hann pá gildur priðji maður paðan, og mjög vel fallinn til pess að miðla málum milli bæjarhlutanna. En reynslan hefir viljað verða sú, að Oldubúar, par sem líka kjörpingið er haldið, hafa ráðið kosningunum, og valið sína menn inní bæjarstjórnina, svo hinir tveir hlutar kaupstaðarins hafa stundum haft einn mann, eða pá engan með köflum, í bæjarstjórninni, sem hefir valdið öánægju, og getur valdið eigi sem ákjósanlegustu jafn- rétti og sanngirni milli bæjarhlutanna innbyrðis. Hagsmunir Oldubúa og Búðareyr- iaga fara að miklu leyti saman, enda hefir bæjarstjórnin varið töluverðu fé til regabóta og brúargjörðar i peim hlutum bæjarins síðap Seyðisfjörður fékk kaupstaðarréttindi, er mun nema eigi svo fáum púsundum króna, sem aðallega kemur Öldubúum og Búðar- eyringum að beztum notum, svo sem brúin yfir Fjarðará og vegurinn beggja megin við hana. En pó petta hafi nú allt fallið í ljúfa löð með Öldubúum og Búðareyr- ingum, sem er eins og pað á að vera, og gleður oss, sem aðrar nytsamar fram- kvæmdir hinnar háttvirtu bæjarstjórn- ar — pá efumst vér samt um, að bæj- arstjórnin hefði látið eins ljóta og illa skriðu yfirferðar liggja lengi pvers yfir Ölduna, og hún nú hefir látið meir en i hálft ár skriðuna við Pöntunarfé- lagið og Steinholt hggja alveg óáreitta á Búðareyri, eins og hún brunaði par ofanúr Strandatindi í sumar. Og eins virðist pað líka eigi sem sæmilegast fyrir bæinn að horfa á pað, að eigi ríkari maður en Stefán í Steinholti ræðst í mikinn kostnað til pess að rýma skriðunni af lóð sinni, en bæj- arstjórnin lætur hana vera parna ó- snerta á fjölsóttustu verzlunarlóð bæj- arins, yfir pveran veginn, svo illfarandi er par yfir með hesta, og pví verra með æki. — Jað roá s?tla pað, að pess- um 5 kaupmönnum, sem sitja nú í bæjarstjórn kaupstaðarins taki svo sárt til hins vinsœla „Pöntnnarjélags Fljótsdœlingau, að peir láti pó að minnsta kosti bráðlega ryðja pennan aðal-veg höíuðstaðar Austurlandsins; og geta mætti pess til, að enginn peirra hefði látið pað óátalið, ef önnur eins skriða væri látin liggja kyrr meir en í hálft ár fyrir framan búðardyr sínar. Eins og áður er á vikið, er pó nokk- ur spölur frá Öldunni útá Vestdals- eyri, og væri pað mjög áríðandi, að sá vegur væri sem greiðfærastur, par hann samantengir pessa 2 bæjarhluta. En par á vantar mjög mikið, pó dá- litið hafi við hann verið kákað siðari árin; hann ætti helzt að verða bráðum akfær, bæði suraar og vetur, og væri Seyðisfjarðarkaupstað pað varla meiri ofraun, en Akureyringura með hinn á- gæta veg peirra milli Akureyrar og Oddeyrar. En minnst jafnrétti og sanngirni virðist oss hafa verið sýnd Vestdals- eyringum í pví, að Vestdalsáin er lát- in flæða yfir Eyrina á hverjum vetri, og fylla par marga kjallara og skemma matvæli manna og gjöra Eyrarbúum annan óskunda, sökum pess hrákasmíð- is sem er enn á peim stíflugarði, er hlaðinn hefir verið til pess að áin falli ekki í sinn gamla farveg ofaneptir Eyrinni, svo hún fer bæði yfir hann og einkum pó í gegnum hann, par hann er enn ósteinlímdur, sem pó get- ur aldrei orðið nein frágangssök fyrir bæinn að kosta; eðabyggja nógu dugleg- an garð úr grjóti og torfi, sem vatnið færi eigi í gegnum. Engu betur er Vestdalseyri varin fyrir sjónum, sem mcð hverju flóði er látinn falla óhindraður innum hinn forna árfarveg innan við Eyrina og með stórstreymi fer yfir mikinn hluta hennar, og fellur bæði í kringum skól- ann og kirkjuna, svo eigi verður purt komizt pangað, og má nærri geta, hversu hollur sá vaðall er fyrir messu- fólk, og skólabörnin, er verða að sitja vot i fætur pá dagana á skólanum. Sjórinn brýtur sig og með ári hverju lengra uppí veginn sunnantil á Eyr- inni, er naumaster nú fær lengur með háflóði og mun bráðum takast alveg af, ef eigi eru braðlega ráðnar bætur á, sem sjálfsagt mætti gjöra með eng- um stór-tilkostnaði, með pvi að hlaða steinlimdan garð uppí hinn gamla mjóa árós, er sjórinn fellur innum, og leggja lítinn steinlímdan vegarspotta innst á Eyrinni fram með sjónum. Enginn götuspotti ertil á Vestdals- eyri, og er pað hálf-kátlegt, að vegur- inn skuli einmitt enda, par sem pessi hluti hæjarins byrjar! J»að er aðeins til brú yfir Vestdalsána, sem banka- stjóri Tryggvi Gunnarsson gaf. — fað virðist eigi til of mikils mælst af hinni háttvirtu bæjarstjórn, að hún léti leggja eina einustu götumynd um Eyrina, svo messufólk og skólabörn gætu pó komizt purrfætt leiðar sinnar, og pyrftu eigi lengur að stofna heilsu sinni í voða I peim elgi, er opt verður nú á leið peirra. B,étt fyrir utan sjálfa Vestdalseyr- ina, en í kaupstaðnum sjálfum, liggur umferðin (par er heldur enginn vegur eða gata) eptir dálitlum fjöruspotta, sem er ófær umferðar með flóði, og verður pá að ganga mýrar nokkrar niður af bænum Vestdal, sem á vetr- um eru alsettar svellbunkum ofanað fjörunni og par víðast all-hátt ofaní fjöruna og sjóinn, er skellur par með flóði uppí bakkann, og er mesta mann- hætta að fara yfir pessa svellbunka og ha’fa menn opt hrapað ofanaf peim niðurí fjöruna og meitt sig. En eink- um er pessi hættulega leið opt ófær skólabörnum » vetrum, sem ganga mörg á skölann á Vestdalseyii paðan utanað, par sem nú er orðm töluverð byggð út með firðinum útað takmörk- um Ytri-hreppsins; og pyríti pví nauð- synlega að vinda bráðan bug að pvi, að leggja færan veg uppá sjávarbakk- anum. fað gæti orðið of-pungur á- byrgðarhluti fyrir bæjarstjórnina, að leggja framkvæmd pess lengur undir höfuð sér. |>að er jafnan hygginna bæjarstj.órna venja, að styðja vinnumenn sína í at- vinnuleysisárum, með pví að fá peim eitthvað að starfa fyrir bæinn. Nú um há-vetrartímann er atvinna hér svo sem engin, og virðist pví heppi- legt að nota nú vinnukrapta bæjarins í hans parfir, t. d. við að taka upp grjót, svo pað væri til taks, er ak- færi kemur, o. s. frv. Oss finnst Vestdalseyringar hafa jafuréttis- og sanngirniskröfu á pví, að minnsta kosti einhverju af fram- angreindu sé kippt í lag hjá peim. ÚTLENDAR PRÉTTIR. —0— Danmerk. far ber fremur lítið til tíðinda nú; en pó hafa Danir myndað í vetur með sér all-mikið hlutafélag, er á að reka hér fiskiveiðar undir ís- landi, og verða veiðarnar byrjaðar peg- ar í sumar með premur botnvörpu- gufuskipum og 12 fiskiskútum, er eiga að veiða með línu. Ætla Danir að fá sér íslenzka og færeyska sjómenn á skipin, i sumar um 150—160 manns. Uppsögn skrijleg luudin við áramót. Ógild nema hom- in sé til ritstj. Jyrir 1. oktb- ber. Auglýsingar 10 awa línan, eða 60 a.hverþutnl. dálks og hálju dýrara á 1. síðu. NR. 4 En pegar félagið er reglulega komið á laggirnar, er ráð fyrir pví gjört, að pað muni purfa um 2000 manns á skipin, héðan og frá Færeyjum. Stofnfó hlutafélagsins á að verða 1 millión króna, og öllu hlutafénu skal safna innan ríkis, og voru pegar gefin nú út hlutabréf fyrir 200 pús. kr. í stjórn félagsins eru: bankastjóri Forum í Esbjærg á Jótlandi, óðals- bóndi Johansen og barún Lerche, en framkvæmdarstjóri félagsins er Herr- mann nokkur, er áður hefir stýrt lík- um félögum á Hollandi. Svíþjóð. J>ar hefir nýlega fundizt gull í ijallinu Mottilavaara í grennd við bæinn Torakankorva norður undir Torneaa-fljótinu, er rennur á landa- mærum Finnlands og Svípjóðar. Er haldið að par muni vera töluvert af gulli í árfarvegum, pó eigi komizt pað í samjöfnuð við ósköpin i Klondyke við Beringssundið. Norvegur. Eigi lítur enn líklega út fyrir pað, að bráðlega semjist með Norðmönnum og Svíum, og eru ráð- gjafaskipti talin vís, eptir pví sem kosningar fóru vinstrimönnum í hag par i landi i haust. Eru nú sum blöð N orðmanna svo úrkula vonar um pam- komulag í deilumálunum, að pau stinga uppá pví, að gjöra Carl, son Óskars konungs, er gekk að eiga Ingibjörgu dóttur Friðriks króuprinz 1 sumar — að Norðmannakonungi, og ætla að Svíar og Óskar konungur muni pvi síður mótfallnir, er sonur hans er i kjöri. í vetur brann stór félagsprentsmiðja í Kristjaníu, með stór-miklu bókaupp- lagi og dýrura handritum, svo sem handriti Hjálmars Johansens, — félaga og samferðamanns Friðpjófs Nansens á ísförinni miklu, frásögn Johansens um pá för, o. m. fl. handrit. Skaðinn allur við pennan bruna, er metinn um 400 pús. kr. Nýdáinn er í Kristjaníu prófessor Monrad, einn af helztu vísindamönn- um og ritsnillfngum Norðmanna. Gjörðu Norðmenn útför hans sem við- hafnarmesta, og Oskar konungur sendi háskólanum samhryggðarkveðju sína. England. I>ar varð í vetur 20. nóv- ember einhver hinn voðalegasti elds- voði í City (gamla bænum) i Lund- únaborg, er par hefir nýlega orðið. Brunnu par um 200 hús til ka)dra kola með hinum dýrasta varningi, sro fjártjónið er metið um 90 milliónir króna, enda geysaði eldurinn yfir marg- ar götur og stræti, par ómögulegt var að verja honum að hlaupa yfir hinar mjóu götur og með pvi hann jókst mjög við að par voru víða eldfimar vörur geymdar í húsum peim er brupnu. Eldurinn kom upp við pað, að gasrör sprakk og kveykti út frá sér á alla vegu. Eptir hina vasklegustu framgöngu, tókst slökkviliðinu loks að kæfa eldinn,

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/141

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.