Austri


Austri - 20.07.1899, Qupperneq 1

Austri - 20.07.1899, Qupperneq 1
Keinur út 3 á má,nuðí e'd 36 blöð til nœsta nýárs, cg kostar hir á landi aðe ns 3 kr., erhndis 4 kr. Gjalddagí 1. júlí. ÚppsÖgn skrifieg lundin vié áramót. Ógild nema kom- in sétilritstj. fyrir t.októ- ber. Auglýsingar 10 aura línan, eða 70 a. hverþaml. dálks og hálfu dýra.ra á 1. síðu. IX. AB. Seyðisfirði, 20. júlí 1899. NR. 20 Sjúhrahúsið á Aliureyri. Sjúklingar, sem leita spítalans, verða annaðhvort að greiða ípeningum vænt- anlegan legukostnað, eða hafa skrif- lega ábyrgð eins eða tveggja áreiðan- legra manna, sem gjáldkeri tekur gilda. Borgun fyrir sjúklinga er ákveðin pannig: Fyrir menn úr Akureyrarkaupstað, Eyjafjarðarsýslu og; fingeyjarsýslu á dag . . kr. 1,10. — — — Skagafjarðarsýslu, Húnavatnssýslu og N or ður-þingeyj ar- sýslu á dag kr. 1,20. — — — öðrum sýslum lands- ins á dag kr. 1,50. Fyrir útlendinga, sem eigi eru vist- ráðnir ársmenn hjá búsettum borgur- um innanlands, á dag, . . . . kr. 1,75 Fyrir pessa borgun fá sjúklingarnir hús, rúm, fæði, pjónustu og alla að- hjúkrun, en verða að borga sérstaklega alla lœknishjálp. Fyrir ljós og hita á tfmabilinu frá 14. sept. til 14. maí greiði hver sjúkl- ingur á dag..............kr. 0,15. Fyrir heita kerlaug '. . kr, 0,50. Köld steypiböð ókeypis. Fyrir vökunætur ef karlmaður vakir....................kr. 2,00 Fyrir vökunætur ef kvennmaður vakir....................kr. 1,00. Akureyri, 1. júlí 1899. Stjjárnin. Magasin du Nord. Ejebenhavn, K. Stærsta vefnaðarvörnforða- búr a Norðurlöndnm. Bæði stórkaupskapur og smúsala. Gufuvélaverkstofur, gluggatjalda- og húsbúnaðarvefnaðarstofur. Útibú og útsala í 54 borgum landsins, og í Málmey. Nœgtir af allskonar vörubyrgðum i hverri grein, allt frá hinum öbrotn- nstu vörutegundum til hinna dýrustu. Af vörum peim, er eiga við vort hæfi, hefir Magasin du Nord miklu meiri byrgðir, en nokkurt annað verzlunar- forðabúr í öðrum löndum. Yöruverð- ið er ætíð ódýrt og fastákveðið. Þegar verurnar eru sendar til útlanda, er hinn danski tollur bættur upp. íbúðarhús til sölu. Alpiljað 2 ára gamalt hús, 11 álna langt og 10 álna breitt, er til sölu, á Barðsnesi í Norðfirði, með vægum borgunarskilmálum. Kaupandi getur fengið leigt txin- stæði, sem gefur af sér 20 hesta af töðu, en alræktað getur gefið 50—60 hesta. Lysthafendur snúi sér sem allra fyrst til undirritaðs. Barðsnesi við Norðfjörð, 14. júlí 1899. Sigurður Stefánsson. Ny verzlun. Seint í p. m. kemur skip frá Norvegi hingað til Austurlands- ins með allskonar matvöru, er verður seld fyrir lágt verð mót peningum eða vörum. Skipið kemur á Eskifjörð, Norðfjörð, Mjóafjörð og Seyð- isfjörð. P. t. s. s. „Hólar“, 14. júlí 1899. E. Kloster. AMTSBÓKASAFNIÐ á Seyðisfirði er opið á laugard. kl. 4—5 e. m. Heimastjórn og Hafnarstjórn. Bréf til herra dr. Valtýs Guðmundssonar frá Boga Th. Melsteð. Nokkru eptir að bæklingur minn um stjórnarskrármálið kom út í fyrra vetur, léztu pað í ljós við mig, að bezt væri að við töluðumst við opinberlega um stjórnarskrármálið, og nú í vetur, er ritgjörð pín um pað mál kom út í „Eimreiðinni“, drapstu á pað við mig, að nú væri ástæða til fyrir mig að rita um stjórnarskrármálið. petta pykir mér vel mælt af pér, og virðist mér pað benda á, að pú viljir að stjórnarskrármálið skýrist sem bezt fyrir löndum vorum, en pannig hefi eg eigi getað skilið ýms orð pín og gjörðir. Eg skal nú eigi draga dul á pað, að eg hefði aldrei ritað á móti stjórnar- skrárpólitík pinni, ef eg hefði eigi vit- að með vissu að hinu veika og litla sjálfsforrœði íslands væri hin alvar- legasta hætta af pér búin. Eg hafði helzt hugsað mér aldrei að skrifa um pað mál, nema að pví leyti sem sögu málsins og landsins snerti. pess vegna pagði eg pangað til pú fullyrtir að breytingartillögur pínar mundu komast á og kvaðst pegar afgjört, og eg sá hins vegar, að hættan var mikil. En pótt eg gæfi út ritgjörð um stjórnar- skrármálið, var pað alls eigi ætlan mín að taka pátt í umræðum um málið » í dagblöðum vorum, pví eg hefi allt annað að gjö.a og engan tíma tilpess. En pó hafði eg hugsað mér, ef eg rit- aði eitthvað í blöðin um mál petta, pá skyldi eg ræða pað fremur við pig en nokkurn annan mann. Bar pað sérstaklega til pess, að pú ert aðal- foringi og flutningsmaður peirrarpóli- tisku stefnu, er pú kennir nú við sjálf- an pig og eg hefi ritað á móti. Mér er pví skyldara að ræða málið við pig en aðra; og líka hefir pað miklu meiri pýðingu, að mönnum verði ljóst hvað sjálfur foringi Valtýskunnar flytur, en hvað róðrarmenn hans við blöðin kunna að segja um málið. Enn fremur ert pú prúðari í rithætti pínum en ýmsir aðrir ritstjórar eða blaðamenn, sem halda fram stjórnarskrárstefnu pinni, og pví er mér líka ljúfara að ræða málið við pig en pá. Eg man pó vel, að eg hafði, að nokkru leyti, lofað einum ritstjóra heima, að eg skyldi svara hoirim, ef hann færi að yrða á mig í blaði sínu. fessi maður er herra Skúli Thorodd- sen. Svo bar nefnilega við 1893, er við vorum á alpingi saman, að han. reiddist mér illa, af pví eg vildi eigi kjósa hann fyrir endurskoðunarmann landsreikninganna. p>á hét hann pví á síðasta fundi fjárlaganefndarinnar — einsog að minnsta kosti sumir menn, sem pá voru í fjárlaganefndinni, muna enn — að hann skyldi koma svo við mig í blaði sínu, að eg slyppi ekki óskemmdur af pví. Eg bað hann koma, ef hann vildi, og sagði að eg mundi svara aptur. J>etta síðasta hefði eg auðvitað eigi sagt, hefði mig grunað að Skúli Thoroddsen myndi reynast svö sem nú er raun á orðin; pví nú get eg eigi, né neinn góður drengur, lagt mig niður við að fara að svara honum, einsog pú getur svo vel skilið. Einungis vil eg vísa peim ösóma orð- um, sem hann hefir verið að senda í jpjóðviljanum sínum, aptur til hans, og biðja hann að eiga pau sjálfan, og geta pess, að eg stend við pað, sem eg hefi sagt um afskipti hans af Val- týskunni í bæklingi mínum. En vildi Skúli Thoroddsen manna sig upp úr rudda- og hörmangaraskap sínum, pá skyldi eg virða hann svars. Mér er meira að segja ljúft að gefa honum gott ráð, til pess að pað geti tekizt og hann geti náð virðiugu góðra manna. |>á er Skúli Thoroddsen hafði tekið embættispróf í lögum,' var hann að hugsa um að stunda íslenzka lögfræði, einsog nauðsyn er á að einhver gjöri; en hann vantaði pá fé til pess að geta gjört pað og lifað góðu lífi, og fjrir pví hætti hann við pað, enda sá hann að pað borgaði sig betur að gjörast embættismaður. Nú aptur á móti á hann hægt með að stunda íslenzka lögfræði og vinna pannig landinu gagn, pví nú fær hann 1500 kr. fjárupphæð fyrir ekkert úr landsjóði á ári, og auk pess hefir hann íengið 5000 kr. fjár- upphæð í einu, sem gefur af sér góð- an styrk á ári. Nú vil eg ráða hon- um til pess að stunda lög vor og rita vísindalegar ritgjörðir um pau að fornu og nýju. Hann er enn svo ungur maður, að hann getur petta, ef hann vill, og væri honum slíkt margfalt sæmilegra en að vera hörmangari með landsjóðsstyrk.* fað er svo margt í greinum pínum, bæði í svari pínu til mín, sem prent- að er í „ísafold11 13. apríl 1898 og í „Bjarka“ 23. apríl s. á. og i öðrum greinum. sem síðar hafa komið út, sem vert væri að minnast á, af pví pað er svo rangt og villandi. Aðaltilgangur með öllu pví, sem pú hefir rit-að og talað um stjórnarskrármálið síðan 1897,** virðist mér hafa verið sá, að bera í brestina á stjórnarskrárbreyt- ingum peim, sem pú flytur, og gylla pær pannig fyrir löndum vorum, að peir skyldu taka pær í lög. Til pess að koma pessu á, hefir pú reynt bæði að villa sjónir fyrir mönnum í stjórn- arskrármálinu og varast að lýsa rétt peim áhrifum, sem breytingartillögur pínar mundu nafa, ef pær kæmust á, pangað til nú síðast í Eimreiðinni. far lætur pú í ljós ýmsar sannar skýriugar á pví, hvað pað er, sem pú í raun réttri ert að berjast fyrir í stjórnarskrármálinu, en pú fléttar pær svo innan um ýmsa vafninga, ósannindi og flækjur, að eigi verður hálft gagn að peim. Eg skal t. d. nefna byrjunina á Eimreiðargrein pinni, par sem pútal- ar um að margar séu nú orðnar stefn- urnar í stjórnarskrármálinu, og svo nefnir pú ekki færri en sjö. Af pess- um svo nefndu stefnum pínum ganga sex í sömu stefnuna, heimastjórnar- stefnuna, en Yaltýskan ein gengur í aðra átt, eða Hafnarstjórnarstefnuna. fiað eru ekki tú nema tvcer stefnur í stjórnarskrármálinu, einsog eg hefi greinilega skýrt frá í bæklingi mínum. En mér hefði verið óhætt að taka par dýpra í árinni, en eg hefi gjört, pví síðan á 12. öld, eptir að menn fyrst alvarlega fóru að deila um æðstu yfirráðin á íslandi, hafa aldrei verið nema tvær stefnur í máli pessu, heima- stjórnarstefnan og útlenda stjórnar- stefnan, sem var framan af Norvegs- stjórnarstefna, en nú Hafnarstjórnar- stefnan. pér dugar nú eigi að segja að petta sé misskilningur og vitleysa hjá mér pví eg hefi kynnt mér töluvert allt stjörnarskipunarmál vort frá upphafi *) pað er almenningi kunnugt hvernig chörmangararnir snuðuðu íslendinga á öld- inni sem lcið, en þess ber þó að gæta, að þeir höfðu engan styrk til að reka vorzlan sína, heldur urðu þeir að greiða þung gjöld af henni í ríkissjóðinn. **) petta var aptur á móti alls eigi til- gangurinn með fyrirlestri þínum, semprent- aður var í Eimreiðinni 1896.

x

Austri

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austri
https://timarit.is/publication/141

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.