Austri - 22.12.1899, Blaðsíða 2

Austri - 22.12.1899, Blaðsíða 2
NR. 35 A 13 S T R I 138 sameiginlegum óvinum þeirra, Eng- lendingum. Er mælt að sá árungur hafi orðið af pessari áskorun, að uiu 8000 hafi vopnazt í Natal og Kap- landinu gegn Engíendingum. Geta pessir uppreistarmenn orðiö aliskæðir Englendíngum að baki herdeilda peirra norður í landi. J>urfa Englendingar sjálfsagt mörg púsund hermanna til pess að gæta samganganna við* borg- irnar Durban og Kapstaðinn, par sem herinn heiman að og frá nýlendnnum fer í land, og paðan sem herinnnorð- ur í landi fær öll hergögn og vistir og allar aðrar nauðsynjar sínar. Ófriðurinn hefir hingað til gengið par eptir sem Joubert hershöfðingi á að hafa ritað blaðinu „Magdeburger Zeitung41 frá Ladysmith 27. okt. s. 1.: Joubert heldur Búum vissan sigurinn. Hann álítur, að Englendingar geti ekki sent yfir 85 pús. hermanna á vigvöll- inn, og hann heldur að par af muni 10 pús. vera fallnar, særðar og hand- teknar áður Englendingar fái safnað öllu pessu liði par syðra. Af peim 75 pús. er pá verða eptir, purfi fullan helminginn til pess að halda uppi sam- göngunum milii hersins og sjávar- borganna. Hann heldur ekki að Eng- lendingar muni geta hrakið Búa aptur inn yfir landamærin. En fari svo, muni Englendingum sækjast enn iniður í Búanna eigin landi, par sem allir íbúar sitji á svikráðum við pá og verji peim hverja púfu. Joubert játar, að Englendingar séu hroustir hermenn. En hann heldur að peir muni upp- gefast á löngum hergöngum, í óvönu loptslagj og af allskonar skorti; og loks muni uppreist frænda Búanna á Kaplandinu og í Natal líða Englend- ingum að fullu. En ófriðurinn lieldur Joubert að muni vara íramt að heilu ári, en pá muni líka Englendingar vera orðnir uppgefnir, enda pá fyrir löngu orðnir miklu liðfærri en Búar og peirra sambandsmenn. Núna síðast voru Englendingar að hugga sig með peirri fregn paðan að sunnan, að gamli Joubert væri orðinn sjúkur og væri kominn frá hernum til Yolksrust, og hefði sett pann yfir- hershöfðingja í sinn stað, er Siiaik- burger heitir. En sú fregn er má- ske ekki áreiðanlegri, en er peir sögðu karl f&llinn við Ladysmith pegar í byrjun umsátursins. Englendingar hafa nú loks tilkynnt hinum stórveldunum, að peir væru komnir í ófrið við Búa i Transvaal og Oraníuríkinu, og par með haf'a peir viðurkennt sjálfstæði beggja ríkjanna, sem Chamberlain vildi alltaf neita peim um í haust, og vildi álíta pá sem enska pegna, en par af leiddi að önnur ríki máttu eigi skipta sér neitt af ófriðn- um eða reyna að miðla málum, senr uú er peim leyfilegt, er Euglendingar hafa viðurkennt sjúlfstæði mótstöðu- manna sinna. Jpegar Yilbjálmur keisari var nýlega á Englandi gaf hann 5400 kr. til her- deildar peirrar ensku, er hann er heiðursforingi fyrir. Hin ensku blöð pakka keisara gjöfina. En segja að hann hefði sýnt Englendingum eDnpá meira vinabragð, ef hann vildi banna öllum pýzkum herforingjum og her- nrönnum að ganga í lið með Búum. Erakkar hlakka mjög yfir óförum Englendinga fyrir Búum, og mnna peim nú hinar nöpru skammir, er ensk blöð létu í heilt ár dynja yfir Erakka útaf Dreyfusarmálinu. Hafa Englend- ingar orðið pví reiðastir, að Erakkar hafa dregið Viktoríu drottningu inn í málið og dregið dár að sætindagjöfum hennar til hinna særðu hermanna, og jafnvel flutt myndir af blessaðri kerl- inguani par sem einhverjir ópverrar eru að flengja hana. En drottningu sína álíta Englendingar nær helga fyrir mannkosta og aldurs sakir, og hafa hótað Erökkum hörðu fyrir strák- skap sinn. Kreuzzeitung ber pað á bróður Cham- berlains að hann hafi á undan ófriðn- um selt Búum allra mesta kynstur af skotfærum, en haan neitar pví. hvað sem svo satt er. í ófriðnum vjð Kalifann af Sudan gengur Englendingum miklu betur en við Búana. Eptir hinn mikla sigur yfir Kalifan- um og berserkjum hans, Dervisjunum við O m d u r m a n i sumar, er áður er ýtarlega getið í Austra, sendi Kitchener lávarður ungan herforingja, er heitir Yindgate, með nokkrn liði í eptirför. Hefir Vindgate og her- menn hans loks náð Kalífanum og liði hans lengst upp með Kílarkvíslum. og barizt par við pá par er G e d i d heitir og unnið par algjörðan sigur á honum og Dervisjum hans, er par féilu hver urn annan pveran, en pó komst yfirherforingi Kalífans, Osman Ðígma enn undan á flótta, en flestir herforingjar fellu par og allur liðsins, ásamt Kalifanum sjálfum. Tóku Englendingar par marga hernrenn til fanga og hlutu mikið annað herfang. Er nú hetjunnar Gordons, er Kalífinn sveikst að í Kartum, og lét par myrða — að fullu irefnt, og öll Nuiiía og Sudan á valdi Englendinga suður undir Mrðjarðarbaug, og hinn versti grinimdarseggur og níðingur felldur til jarðar, og flestir hans fylgd- armenn. Danmerk. Konungur vor er ekki vel frískur, pó hann beri sig ágætlega, einsog hann á vanda fyrír, á öllum mannfundum, og réðu ættingjar hans og læknarnir honum fastlega til pess að fara sér til heilsustyrkingar suður i lönd, en konungur vildi helzt vera kyrr heinia fyrir á Amalíuhöll um hátíðar og hávetur. En pó lét hanrr loks til leiðast og fór af stað suður með dóttur sinni, keisaraekkjunni af Bússlandi, 2, desember, og var ferð- ínni fyrst lreitið til yngstu dóttur konucgs, jJyri, í Gmunden r grennd við Vínarborg, par senr hann líklega situr jólin, en fer svo úr nýárinu suður að Miðjarðarhafi, par sem margir pjóðhöfðingjar eru nú farnir að hafa vetursetu sér til heilsubótar. Ungur læknir, dr. .med. llsöe, var með konungi, pví líflæknir hans, Schou, var lasinn. Dönsknm blöðunr verður tíðrætt um níðingsverk bo.tnverpinganna á Dýra- firði. Var pað álit bæjarfógetans i Friðrikshöfn, Ramsings, að fara ætti nreð glæpanrenn pessa heini til íslands og dæma pá par, er glæpurinn var frarainn, gegn ísienzkum lögum. þar skall hurð nærri hælum, er „Royalist“ var tekinn í Eriðrikshöfn. Skipið var að enduðu prófi og feldunr dómi yfir broti hans við Jótlandskaga að fara út úr höfninni, er hraðskeytíð kom til Eriðrikshafnar frá íslenzka ráðaneytinu unr að lrepta för skipsins, pvi einmitt pá barst ráðaneytinu sagan af nýðings i verkunum á Dýrafirði og brá bæði fljótt og vel við með að ná í prælmenni pessi. Eu stór skaði var pað að ekki náðist í Valdimar Rögnvaldsson frá Keflavík, er nrun hafa farið í land með hjski sínu í Hull. En hann átti pó einkum ráðningu skilið fyrir að hafa bent botnverpingum á að par færi Hannes Hafstein að peim, sem urðu banaráð við Hafstein. Er vonandi að ráðaneytið íslenzka, er svo duglega hefir snúizt við pessu rnáli, sjái um að náð verdi sem fyrst í pennan pokka- pilt Valdimar. Hinni stærstu verzlun Dana, Magasin du Nord, verzlun peirra cWessel & Vett, hefir nú verið breylt r hlutafélag með 7 milliona höfuðstól. Er herra J. Ferd. Pctersen cinhver helzti maður í stjórn pessa nýja félags, einstaklega lipur og áreiðaniegur rnaður að skipta við, sem vér af eigin reynd viijum ráðleggja kaupmönnum vorum og privatmönnum að reyna viðskipti við. Yér efumst ei;J unr, að peinr rnuni pað vel gefast einaog oss. þjóðskáldið llsen hefir að vanda sent bókverzlun Gyldendahls í Höfn skáldrit til prentunar fyvir jólin, nefnist pað: ,,K a a r v i d 0 d e v a a g n e r“, og átti að koma út 19. desember. Hæstiréttur hefir bert á dörni yfirréttarins yfir Bjarna presti J>ór- arinssyni og fært hann úr 8 máuuðum betrunarhússvinnu. En nú langt undan landi, vestur í AV’innipeg. par sem hann heldur nú fyrirlestra „fyrir fólkið“ um ísland! Dáinn er Nutzhorn, amtmaður í Yeile, er var íslands ráðgjafi á árunum fyrir 18/0, og íslandi fremur velviljaður. Baron Gregers Wedell W edellsborg, sem fyrir 1 x/2 ári síðan datt af hesti við veðreiðarnar i Óðinsey og meiddist ákaflega eins og áður hefir verið skýrí frá hér í blaðinu, er nú dáinn suður á J>ýzka- landi, par sem hann var sér til heilsu- bótar. Baron Wedellsborg var einhver glæsilegasti rnaður í riddaraliði Dana. Frakkland. J>ar stendur nú yfir landráðamálið fyrir Senatinu gegn peirn, er kollvarpa ætluðu lýðveldinu við jarðarför Eelix Eaure forseta, en gátu eigi fengið herinennina til að fylgja sér og ráðast á forsetahöllina og stjórn lýðveldisins. Derulede hét sá, er helzt var fyrrr pessunr öaldarflokki, og hefir hann hagað sér svo ósæmilega fyrir réttinum, að Sen- atið hefir dæmt hann fyrir skammir um Loubet lýðveldisforseta, í 3 mánaða fangelsi. þeim G a 11 i f f e t, hermálaráðgjafa og W a 1 d e c k lí o s s e a u, forsætis- ráðgjafa hefir tekizt svo vel að verja aðgjörðir sinar gagnvart óhlýðnum herforingjum, að pjóðpingið lauk lofs- orði á pær rneð miklunr atkvæðamun, var pó einkum Galliffet ali-harðorður í garð herforingjaflokksins. Yísindamenn og skáld á Erakklandi hafa særnt Z o 1 a heiðursgjöf fyr- frammistöðn hans í Dreyfusmáliuu. Tyrkland. Soldán hefir látið setja í höpt 3 ráðgjafa sína og dænra í æfilangt fangelsi fyrir landráð. Ætl- uðu peir að afsetja Soldán og koma elzta. syrri hans til ríkis. Spánn. par litur mjög ófriðlega út og hafa ýmsar borgir sýnt stjórn- inni og heriiðinu mótpróa, er einkum aðrir \ u ppí 1 árs porri presturinu “er | fitafar af hinum pungu sköttum, or hvíla irú par i landi á pjóðinni og lrúrr l’ær eigi lengur un:lir risið. Englendingar 0g Bandarikjamean preyttu í haust kappsigliugu mdila, við Nevv York, á bezt útbúnurn seglskipum, „S c h a m r o c k“ frá Englandi og „C 0 1 u m b í a“ fj'á Bandaríkjunum, er tveir auðmenn beggja landa höfðu kostað yfir T/2 nriilión króna upp á tíl pess að hvort sldpið um sig væri sem bezt og haganlegast útbúið, on undii: var lagður bikar mikill og skrautbúinn, er kallaður er „Ameríku bikarinn,“ og hafa peir áður preytt siglingar u:n hanu og Bandamenn orðið hlutskarp- ari, og hefir Englenrlingum pótt pað súrt i broti. Og enn unnu Banda- menn pessa kappsiglingu. Hið mikla fréttabláð „New Yorfc Heraid“ fékk M a r c o n i til pess að senda blaðjnu fyrstu hraðskeyti um kappsigliuguna og alian gang hennar, utan práðar, og tókst honum pað svo mæta vel, að lrann sendi blaðinu einn daginn 4000 orð, og var pó úti á skipi á hraðri ferð. Haun sendi líka hrað- skeyti í land og tók á móti hraðskeyt- um úr landi, er hann sneri aptur ireini til Englands og kom par í nánd við land, og gekk allt vel. 1 New York. ætiuðu lrinir blaða- mennirnir að stela hraðskeytunum frá „New York Herald“, en Marconi bafði svo um búið, að peirn tókst pað ekki. Nú hafa Englendingar fengið 6 læri- sveina Marconis suður á vígvölliun, og eiga peir að senda skeyti práðarlaust miili hinna umsetnu borga og hersveit- anna, og má vel verða að petta komi Englendingum að iniklu gagni. Ferdinand Lesseps hefir nú verið reistur mikill minnisvarði í Port Said við myrmi Suezskurðarins Miöjarðar- hafsmegin, og voru sendiherrar frá öllum ríkjum. viðstaddir aíhjúpunina. Tolsíor greifi, hinn frægi rússneski skáldsagnahöfundur, liggur nú hættu- lega veikur af gallsteini. Heiðursmerki. Konungur hefir pann 1. p. m. sænrt pjóðskáld vor íslend- inga, pá síra M a 11 lr í a s J 0 c h- umsson og yfirkennara Stein- g r i m Thorsteinsson, riddara- krossi dannebrogsorðunnar. Á pað vel við, og er verðskulduð viðurkenn- ing, og pað pó fyr Jiefði verið En marga mun furða á pví, aðelztapjóð- skáld vort núlifandi, snillingurinn sí- ungi, liann Benedikt vor Grön- d a 1, er ekld líka í pessari tölu. J>að hefði vrd farið á pví fyrir konung vorn, að verða ekki nrinni cn Haraldur hárfagri og eiga sér prjú höfuðskáldin. Heiðurssamsæti hélt félag'.slenzkra kauprnanna í Höfn 9. p. m. bunka- stjóra T r y g g v a Gunnarss y n i, er dvalið hafði um nokkurn tíma r Höfn. og ætlaði nú hoirn til R.vrkur moð póstskiprnu 15. p. m. Amtmaður Páll Briem var nú í Lundúnunr, er „Egill“ fór frá Höfn, og kemur líklega ekki heim fyr en í marzmánuði n. k. En frú amtmanns- ins dvaldi sér til heilsubótar r Höfn., Stóra bankamálinu kvað miða frem- ur lítið áfram, enda er ennpá engran íslenzkur ráðgjafi tilkvaddur, en öllum fjármálum Dana, dónrsniálum og Is- lands málum, hrúgað upp á forsætis- ráðgjafa Hörring; henda blöð Dana mikið gamau að pví, hve iila honum gangi að ná sér í reglulegan dóms- málarágjafa.

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/141

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.