Austri - 29.05.1900, Blaðsíða 3

Austri - 29.05.1900, Blaðsíða 3
NR. 19. AtíSTBI. 60 heimi. Báðir hafi hætt við áform sitt. Honum virðist óskiljanlegt, að nokkur maður geti farið út í lönd til pess að leita sér fjár og menningar, nema þeir átelji sér jafnframt að koma hingað aldrei aptur. — Mikilla pakka mega peir vænta, er leitað hafa sér atvinnu eða menntunar erlendis, ef peir setjast að aptur í ættlandi sínu, að vera settir á bekk með Sigvalda Klakkharaldssyni, „peim er Svein konung sveik úr landi ok Tryggvason á tálar dró.“ Höf. segir síðla í bréfinu, að pótt hann hatí einhverntíma bitið sig í sporðstirtlu ílónskunnar, pá telji hann sér óskylt að halda pví taki um aldur og æfi. J>að er ólíklegt, að nokkur amist við pví, pótt hann sleppi pessu taki, — meira að segja óskandi, að hann gjöri pað sem fyrst. Fundat maður. Consul Carl D. Tulinius. J>ann 23. april voru liðin 50 ár síðan Consul Carl D. Tuliníus hafði byrjað verzlun hér á landi, sem hann hefir síðan í allan penna langa tíma rekið liér með mesta sóma og dugnaði, einsog hús peirra hjóna er nafnfrægt um allt ísland fyrir fáheyrða gestrisni og rausn. J>au hjón hafa og sýnt fátækum hið mesta örlæti og tekið í neyðarárum fjölda barna og aðra fá- tæklinga til framfæris, og jafnan verið megin- stoð og stytta Eskifjarðar og Reyðarfjarðar, ank pesssem hannhefír veitt fjölda manns vinnu við hina stór- felda og margvislega atvinnurekstur hans sem kaupmaður, námumaður, síld- arveiðai i, hóndi o. fl. Er pví hér að minnast mikils og fá- gæts æfistarfs og einhvers hins mik- ilfenglegasta og nýtasta manns hinnar ízlenzku verzlunarstéttar. Ritstjóri Austra bætir sinni innileg- ustu lukkuósk við pær er Consúllinu og frú hans munu hafa fengið við petta sjaldgæfa tækifæri. Mætti föðurlandinu jafnan auðnazt ao eiga marga pvílíka ágætismenn! Yerzlan H. Th. A. Thomsen í Reykjavík er einhver hin lang- fjölskruðugasta og stærsta og bezt fyrir komna á íslandi, allri niðurskipt í deildir, svo miklu hægra er, að fá yfirlit yfir vörurnar og um alla afgreið- slu enda er vörunum prýðilega vel fyiir komið og smekklega. En mest er pó um pað vert að oss virtust pær bæði góðar og ódýrar, enda er hinn nuverandi eigandi, herra Ditlev Thom- sen. mesti framfaramaður og víst einn af okkar ofnilegustu yngri kaupmönn- um. Sem eitt dæmi upp á framtaksemi hans, mátilfæra: Að páer RejAvíkingar álpuðust hingað austur í fyrra i fiski- levsið, svo ei fékkst í soðið í Rvík, pá gjörði Thomsen út báta og menn til sjóióðra og bætti úr pessu vandræði bæjarmanna. Og eins gjörir hann í ár. Iv o 1 eru fundin nálægt Stafholti við Hvitá, sem eru álitin vel hæf til eldsneytis og sá kostur við staðinn, að kolm má flytja ofan eptir Hvítá til sjávar. ; Nylega fótbrotnaði á götu í Keykja- vík, læknaskólakennari Guðmund- u r Magnúfsson. Missteig sig á grjóti. N ý d á n a r eru frúrnar: M a r g r é t D a ni e lsdóttir, kona prófasts sira Jóhanns L. Sveinbjarnarsonar á Hólmum, ogGuðlög Gísladóttir, kona síra Benedikts Eyjólfssonarí Berufirði. Höfðu pær báðar lengi verið sjúkari Seyðisfirði, 29. mai 1900. T í ð a r f a r nú sumarlegt og gróð- í rarveður, sólskin og skúxtír skipt- ast á. F i s k u r lítur út fyrir að sé kominn á djúpmið, pví Færeyingar hlóðu og kjölhausuðu úti á „Banka“ á föstudag- mn. J>eir höfðu víst beitu frá Færeyj- nm, en Seyðfirðinga vantar nær alla beitu, og pó síld hafi aflazt nokkuð í fyrirdrætti siðustu dagana, pá gleypa Garðarsskipin hana jafnóðum, svo Seyðfirðingar fá ekkert, og er petta ein blessunin! er stafar af pví félagi fyrir petta byggðarlag. Botnvörpu bera mörg vitni, að Garðarskipið „Esbjærg“ fiafi dregið hér í fjarðarmynninu nýlega, og má nærri pví geta hver áhrif pað hefir á göngu fiskjarins inn í Seyðisfjörð. „C e r e s,“ skipstjóri Ryder kom ár- degis 20. p. m. með 140 vesturheims- fara. „H ó 1 a r“ skipstjóri Öst Jakobsen komu að sunnan seint um kvöld 20. p. m. með fjölda farpegja. „Y e s t a,“ skipstjóri Holm, kom pann 23. með fjölda farpegja. „R e s e r v e n“ kom 21. p. m. með kol til O. Wathnes erfingja. „B r æ m n e s“ skipstjóri Bendik Mannes kom með ýmsar vörur til Imslands. Frakkneska Varðskipið kom hingað sem snöggvast 25. p. m. Fiskiskipin hafa aflað fremur lítið í síðasta túrnum, enda veður óstillt og beita eigi góð. Af gufuskip- unum mun „Eiríkur“ lang hæstur. Frönsk fiskiskip koma nú íingað nær pví á hverjum degi. N o rðanpóstur kom í nótt, sagði gröðrarlítið í Héraði. Fullt af síld á Akureyri, dregið par fyrir dag og nótt. Með pví að félagsskap peim, sem við Magnús Magnússon kaupm. á Eski- firði höfum hingað til haft um verzlan á Mjóeyri, er nú lokið, og velnefndur M. Magnússon er nú einn eigandi verzlunarinnar, húsa og útistandandi skulda, pá kveð eg hérmeð alla við- skiptavini okkar með pakklæti fyrir sýnda velvild, og vona eg peir sýni hér ofangreindum eiganda verzlinar- ínnar sarna traust og velvild og þeir hingað til hafa sýnt félagsverzlun- inm. Eskifirði 30. apríl 1900. Ingvar Guðmundsson. Með tilliti til ofanskrifaðrar yfirlýs- ingar, er hér með fastlega skorað á alla pá, sem skulda við verzlun M. Magnússonar & Co á Mjóeyri að borga skuldir sínar til min fyrir lok júlímánaðar næstk. eða semja við mig um borgun á peim. Framvegis fást bezt kaup á Mjóayri; — einungis mót borgun út í hönd. Eskifirði 30. apríl 1900. M. Magnússon. Lesið þetta! Með gufuskipinu „Yosta" komu til undirskrifaðs ljómandi falleg mynda- album. Mynda-rammar, margar teg- undir, mjög -ödýrt. Myndir tek eg nú á hverjum degi og afgreiði pær svo fljótt og vel sem unnt er. Vestdalseyri 26. maí 1900 Brynjólfur Sigurðsson. :OrgeI Har moniuni, heimasmiðuð, verðiaunuð með heið- urspeningi úr silf'ri í Málaeý 1896 og í Stokkhólmi 1897. Verí frá 125 kr. -f- 10°/0 afslætti. Yfir 4 0 0 kaupendur hafa lokið lofsorði a Harmonia vor, og eru margir peirra á Islandi. — Yíð höfum líka á boðstólum Harmonia frá b e z t u verksmiðjum í Ameríku. Af peim eru ódýrust og bezt Keed- hams með 2 r ö d d u m og K o p- lers með fjórum, í háum kassa af hnotutró með standhyllu og spegli á kr. 257,50 au. „netto“. — Biðjið um verðlista vora með myndum. Petersen & Steenstrup, Kjöbenhavn Y. 66 Eg varð að veiða við bæn frökeninnar. En pað fór að líkindum, að sannanirnar fyrir erfðarétti frökeninnar fundust ekki fremur í pessum 116. skjalaliagga heldur en hinum fyrri. Klukkan standandi 12 kom fröken de Porhoet inn til mín og leiddi mig sjálf hátíðlega út í hiun litla aldingarð er ásamt ofurlitlum bletti voru einu leyfarnar af allri landeign Porhoet ættarinnar. A borð var lagt í laufskálanum og skein sólin inn um iaufið á hinn drifhvíta borðdúk. Eg borðaði parna ágætan hænu- unga með salati og gömlu góðu Bordeauvíni, og pótti frökeriinni vænt um að sjáhvað ágæta matarlyst eg hatði, En er eg haíði borðað nægjumína, leiddi frökenin samtalið að Laroquefölkinu á pessa leið: „Eg neyðist til að júta pað fyrir yður, að mérlízt hvergi nærri vel á gamla víkinginn. Eg man eptir pvi, að fyrst er hann kom hingað, hafði hann með sér stóran apa, er var klæddur sem maður og gekk um stofurnar sem pjónn, og kom honum og gamla víkingnum mæta vel saman. En apinn var hreinasta plága fyrir nágrennið og eg hafði alltaf sterkan grun á pví að petta væri præll víkingsins sem eg er hræddur um að hafi rekið prælaverzlun áður fyr meir í Afríku. En sonur gamla Laroque var aptur á móti mesti heiðurs maður og vel að sér görr. Hvað kvennfólkinu viðvíkur __________ eg á náttúrlega ekki við frú Aubry, sem mér gezt illa að — pá eru pær mæðgurnar Laroque beztu og elskulegustu konur.“ Lengra var samtalinu ekki komið, pá er við heyrðum riðið eptir veginum, er lá fram með aldingarðinum; og rétt á eptir var barið fast á dyrnar í múrinn við laufskáiann —- „Hver ætli petta geti verið?“ spurði fröken de Porhoet mig. Eg leit upp 0g sá á svarta fjöður yfir múrvegginn utan við laufskálann. „Lúkið upp!“ var nú hrópað með hljómfagri röddu. Lúkið upp!“ „J>etta var pó skemtilegt að pér skylduð koma núna, væna mín“ hrópaði gamla frökenin. Flýtið pér yður, frændi minn, að lúka upp fyrir henni.“ Eg var varla búinn að opna dyrnar, er Mervyn hafði rétt velt mér um koll með að hlaupa milli fóta mér, og sá svo fröken Marguerite par sem hún var að binda hest sinn við grindurnar. 63 ekki pungt á hjarta; en mér finnst pað eiga við, bæði hvað málið sjálft snertir, og vegna eptirdæmisins, að slík ætt, sem mín, hverfi ekki algjörlega úr sögunni án pess að nokkrar verulegar menjar um fegurð hennar geymist komandi kynslóðum, sem sæmilegt minnismerki um mikilleik hennar og trúrækni. Og pessvegna er pað, kæri frændi, að eg, samkvæmt pví dæmi er nokkrir af forfeðrum mínum hafa gefið mér, hefi áformað að framkvæma guðræknisverk, sem þér hljótið að hafa heyrt talað um, og sem enginn fær mig til að hætta við, á meðan eg lifi.“ í>á er hin drenglynda gamla fröken sá, að eg skildi hugsanir henn- ar, færðist ró yfir hana, og hún lét hinar punglyndu hugleiðingar sínar staðnæmast við myndir forfeðranna; og pað var kemið miðnætti er hún aptur hóf mál sitt hátíðlega á pessa leið: „Eg ætla mór að setja við kirkjuna fjölmennt klerkafélag er syngi par messur. Og á hverjum morgni skulu prestar kirkjunnar biðja fyrir mér og forfeðrum mínum í bænahusi ættarinnar; en sjálf ætla eg mér að hvíla undir nafnlausum marmarasteini fyrir framan altarið." Eg hireigði mig fyrir hinni ágætu gömlu hefðarmey í virðingar- skyni við hinn göfga hugsuuarhátt liennar. Fröken de Porhoet greip þakklát hönd mína og sagði hrærð —: „Eg er ekki viti mínu fjær, kæri frændi, þrátt fyrir illt umtal heimskra manna og illviljaðra. Faðir minn, er aldrei sagði ósatt orð, staðhæfði ætíð í mín eyru, að pegar hiian spænski ættbálkur væri aldauða, hefðum við ein erfðaréttinn til auðsins. Hinn voveiflegi dauðdagi föður mins bannaði honum að færa fullar sannanir fyitír pessu, en par eð eg get ekki efazt um að hann hafði satt að mæla, pá get eg ekki efazt um erfðarétt minn. En þeir vita pað á Spáni’ að eg stend á barmi grafarinuar, og því hafa mótstöðumenn mínir dregið málið í 15 ár og draga pað enn í von um dauða minn, sem ekki getur dregizt lengi úr pessu. Eg finn það glöggt, að paðgetur ekki varað iengi, að eg verð að færa þessa síðustu fórn, vesalings kæra siðasta drauminn minn, blessaða dómkirkjuna mína, sem var síðasta unan hjarta míns, er hefir rúmað svo margar brostnar vonir

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/141

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.