Austri - 19.06.1900, Blaðsíða 1

Austri - 19.06.1900, Blaðsíða 1
Koma út 3lltblað á mkn. eðr 42 arkir minnst til noosta nýárs; kostar hér á landi aðeins 3 kr., erlendis 4 kr. Gjalddagí 1. júlí. Upps’ógn hmM* wi áramót. ógild nemti ksqi- in sé til ntstj. fýrir 1 l-cr. Innl. avgl. 10 awrn línan,eða 70 a. hvtr þwml. dállcs og h&lfn dýrnra & 1. síðu. X. AR. Seyðisfirði, 19.júní 1900. NR. 21 Til kaupenda Austra. Kaupendur og útsölumenn Austra eru hérmeð vinsamlega beðnir um að borga blaðið nú í sumarkauptíð, annaðhvort í peningum eða innskript, Sérstaklega skora eg á pá, er skulda mér fyrir fleiri fyrirfarandi árganga Austra, að láta nú ekki lengur drag- ast að greiða mér andvirði blaðsins. Borgunina fyrir Austra má skrifa inn við allar verzlanir á Austurlandi, á Norðurlandi við verzlanir 0rum & 'W'ulffs, Gránufélags, konsúlsHavsteens, Höefners og Jóhanns Möllers, á Vest- urlandi við verzlanir Isl. Handels & Kiskeri Oo. og á Suðurlandi við verzl- un H. Th. A. Thomsens. Ekkert íslenzkt blað gjórir kaupend- um sínum svo hœgt með borgunina. Seyðisfirði, 20. júní 1900. Skapti Jósepsson. AMTSBÓKASAFNIÐ á Seyðisfirði er opið á laugardögum frá kl. 4—5 e. m. Vigilantia. Munið eptir pví, að Vigilantia tekur á móti bæði starfandi og ekki starf- andi meðlimum hringinn í kring um ísland. Eyðublöð fyrir uppljóstranir um ólöglega veiði botnverpinga fást á lyfjabúðmni á Seyðisfirði. Consul I. V. HAYSTEEN Oddeyri Ofjord anbefaler sinvel assorterede Handel til Skibe og Rejsende. Útlendar fréttir. —o— Ófriðurinn. Vesalings Búarnir verða nú alltaf að hopa á hæl fyrir ofurefli Englendinga og pokast stríðið og bardagarnir með hverjum degi nær höfuðborginni Prætoria. Roberts lávarður, yfirhershöfðingi Englendinga, hefir nú náð hinni gull- auðugu Johannesbúrg af Búum og segir hann, að gullnámurnar par séu öskemmdar. Hann hefir og náð á sitt vald miðstöð járnbrautanna í grennd við Johannesburg, er flýtir mjög fyrir ferð hans til Prætoriu, sem varla getur nú dregizt. lengi fyrir Engleudingum að ná á sitt vald, svo mikið lið, sem Roberts hefir nú yfir að ráða og ágæta herforingja, par sem eru peir fullhugarnir írench og Hamilton, er alltaf eru í broddi herliðs Roberts, og taka við verstu skellunum af Búum. Gallifet, hermálaráðgjafi Frakka hefir sagt af sér pví embætti, að sögn sökum vanheilsu, og er pað míkill mannskaði fyrir lýðveldið að inissa pví- líkan ágætismann úr stjórn landsins, sem með festu sinni og skörungskap tókst að leiða Dreyfusmálið til polanlegra úrslita, prátt fyrír mótstöðu æsingamanna og mikils hluta her- manna. Sá heitir A n d r é, hershöfð- ingi, er mælt er að muni taka við sjórn hermálanna eptir Gallifet. Kína. par gjörir leynifélag eitt, sem nefnir sig B o k s a r a, nú all- miklar óspektir í ýmsum héruðum landsins og ræður stjórnin í Peking ekkert við uppreistarmeun enn pá sem komið er, er hafa sigrazt opt á hermönnum hennar. Enda er stjórr.in í Peking grunuð um að henni sé vel vært, pó að uppreistin vaxi, par sem Boksarnir hatast mest við kristna menn og trúboða, sem peir hafa drepið marga af og eyðilagt ogbrennt hýbýli peirra, sem Kínastjórn er litlu betar við en Boksurunum. Stórveldin hafa nú hótað Kínverjum hörðu, ef peir heptu eigi skjótlega pessi hryðjuverk og hafa komið sér saman um að senda hvert um sig 100 hermanna í land til pess að liðsinna kristnum mönnum, og hefir Kínastjórn ekki porað annað en láta sér pað vel líka. Kongoríkið. pað fara nú mjög ljótar sögur af níðingsverkum Norður- álfumanna par á svertingjum og villi- pjóðunum, er par eru saman komnar, Heíir mál petta verið rætt á pingi heima í Belgíu og mælst mjög illa fyrir. Drachmann, höfuðskáld Hana er nú aptur heim komin úr P/2 árs Ame- ríkuferð sinni, par sem honum var ágætlega fagnað af Korðurlandamönn- um, er héldu hon;un dýrðlega stór- veizlu að skilnaði í Ohieago, og í peirri veizlu orti Drachmann eitt af sinum ágætustu kvæðum, er hann flutti par í veizlunni undir tryll- ingslegum ameríkönskum fagnaðar- látum. Drachmann hefir í Ameríku ort leikritið, „Hallýreður vandrœðaskáldu, sem enn er óprentað. Ætlaði skáldið bráðum til Kristjaníu til pess að semja par við leikhússtjórann, Björn Björn- son um að láta leika par fyrst “Hall- freð vandræðaskáld“ á pjóðleikhúsi Norðmanna. Korskir ferðan enn. Blaðið Bergens Tideude segir svo frá 2. p. m. að líkindi séu til pess að Norðmenn muni heimsækju ísland i sumar; var pegar verið að semja um leigu á skipi til fararinnar og ef að tækizt að leigja skipið með viðunandi kjörum pá áleit blaðið að eigi mundi skorta farpegja, Bech Glsen, hinn ósigrandi aflrauna- maður Dana, er nú á leiðinni frá Ameriku heim til sín. Ameríkumenn hafa ekkigetað, frem- ur en aðrir yfirstígið hann i fang- brögðum, og hefir Becli Olsen yfirstígið pá alla, er preyttu aflraunir við hann. En um gjaldíð fyrir aflraunir pessar sviku Amerikumenn liann, svo Bech Olsen kemur miklu fátækari heim aptur. Norðurheimskautinu ætlar skipstjóri Hans C. Jöhannesen i Tromsö sér að ná með sleðabát, er hann ætlar sér að láta í s b i r n i draga yfir heimskautaísinn og vakirnar í honum. Ætlar Johannesen sér aðná nokkrum ísbjarnarhvolpum og temja pá og beita peim svo fyrir sleðabátinn, er hann ætlar sér aðeins að vera í við annan mann, og segir Johannesen „að pað megi pá hundur heita i höfuð sér, hafi hann eigi reist hinn hreina norska fána á nyrðri enda jarðarmöndulsins að sumri komauda.“ Síðustu fréttir segja höfuðborgina Prætoríu tekna af Englendingum og forsetana Krúger og Stejen og herlið hörfað norður í fjöll við Lydenburg. Kjösendafmicl m\ --0-- Mánudaginn 21. mai 1900 var al- mennur kjósondafundur fyrir Sauða- nes- og Svalbarðshreppa haldinn í fórshöfn, og mættu par allmargir, er kosningarrétt hafa. Fundarstjóri var kosinn Snæbjörn verzlunarstjóri Arn- Ijótsson í pórshöfn, og skrifari að- stoðarprestur Jón porsteinsson, Sauða- nesi. Á fundinum vóru pessi mál rædd: 1. Stjórnarskrármálið.- — Sam- pykkt með öllum atkvæðum eptir- fylgjaudi áskorun. „Fundurinn gjörir pá kröfu til pingmanns kjördæmisins, að hann fylgi pví fast fram á alpingi, að hin skaðvænlega stjórnmálastefna, „Yal- týzkan“, fái par eigi framgang, enað stjórn sérmála vorra færist sem mest inn í landið og út um landið“ (Land- stjórn og héraðsstjórn). 2. Tillaga: „Að réttari og eðlilegri skipting á landsmálum og héraðsmálum komist á framvegis en hingað til hefir verið.“ Sampykkt með öllum atkvæðum. 3. Tillaga: „Að skattalöggjöf landsins verði gjörð sem jafnaðarfyllst eða réttlátust, og pví létt peim hinum ójafnaðarfullu skattgreiðslum, er nú hvila á landbúnaðinum“ Sampykkt með öllum atkvæðum. 4. Tillaga: „Að forðast sem mest ónauðsynleg og of skjótt ráðin kostn- aðargiöld landsjóðs.“ Sampykkt með öllum atkvæðum. 5. Tillaga: „Að hafna hlutafélags- bankanum sem gjörsamlega öpörfum og næsta skaðlegum fyrir landoglýð“. Sampykkt með öllum atkvæðum. 6. Tillaga: „Að fé verði lagt fram sem fyrst af landssjóði til að brúa Jökulsk í Axarfirði“. Sampykkt með öllum atkvæðum. 7. Tillaga: „Að alþingi veiti meira fé til barnaskóla og umgangskennslu, en hingað til befir verið.“ Sampykkt með öllum atkvæðum. 8. Skoraði fundurinn í einu hljóði á síra Arnljót ólafsson á Sauðanesi að gefa kost á sér til pingmennsku fyrir kjördæmið. 9. Fundirinn sampykkti í einu hljóði að skora á kjörstjórann að halda næsta kjörfund að Svalbarði, p a r e ð sá staður virðist eins vel fallinn til kjörpingsstaðar sem Skinnastaður, p a r e ð kjörfundir hafa áður aldrei haldnir verið austan Axarfjarðarheiðar, og p a r e ð kjósendum peim megin heiðarinnar hefir pví eigi verið sýndur hingað til fullur jöfnuður, að prí er petta snertir. 10. Samkvæmt ákvörðun fundarins að Ærlækjarseli 9. apríl p. á. kaus fundurinn 2 menn fyrir hvern hrepp- anna, Sauðanes og Svalbarðs, til að, mæta á sameiginlegum kjördæmisfundi; og hlutu pessir kosningu: Fyrir Sval- barðshrepp: Arni bóndi Davíðsson, Gunnarsstöðum, og síra Páll Jónsson Svalbarði; og fyrir Sauðanesshrepp: verzlunarstjóri Snæbjörn Arnljótsson, pórshöfn, og borgari Friðrik Guð- mundsson, |>órshöfn. Fleira kom eigi til umræðu, og var pví fundi slitið. Snæbjern Arnljótsson. Jón Porsteinsson. Sýslunefndarkosningm i Hjaltastaðahreppi. —o— Yér íslendingar erum nú farnir að veita alpingiskosningunum talsverða eptirtekt, pví fer nú betur. Yér erum farnir að skilja pað, að pað skipti miklu hverjir vinna að lög- gjafarsmíði pjóðarinnar, og að pað geti haft talsverð áhrif á hag einstakling- anna, hvernig farið er með pað fé sem bændur borga til almennra parfa. En pað eru fleiri kosningar sem t pörf er á að bændur athugi vel. ! Rað varðar miklu fyrir hvernhrepp j og hvert sýslufélag, að kosnir séu í i hreppsnefnd og sýslunefnd góðir og j gætnir menn, sem hafi góða pekkingtt ! og áhuga á almennum málum. | fað mun ekki pnrfa að leita langt aptur í tímann til pess að finnadæmi pess að hreppsfé nafi glatazt fyrir vanpekking, hirðuleysi og kæringar- leysi hreppsnefndarmanna. Gjaldendur hafa auðvitað orðið að ! borga pað aptur, eu vanpekking peirra ■ og áhugaleysi hefir hjálpað til að peir i hafa gjört pað möglunarlítið. Störf sýslunefndanna verða ár frá ; ári vandasamari og umfangsmeiri og pessvegna verður alltaf að leggja meiri og meiri alúð á að kjósa í sýslunefnd menn, er hafa sem bezta menntun og pekking á almennum málum, og sem hafa hreinskilni til að beita ekki „miskun sem heitir skálkaskjöl“. Eitt af hlutverkum sýslunefndar er að vaka yfir pví, að hreppsnefndir misbeiti ekki valdi sínu né sói út lirepjisfé að ópörfu. J«að er pví allmikið undir pví komið, að sýslunefndarmenn beri gott skyn á reikningsfærslu, og hafi einurð til að kveða upp úr með pað ef eitthvað fer aflaga, pó við vel metna menn sé um að eiga. Sýslunefndin hér er nú skipuð mörg- um góðum drengjum, og kosningarnar hér bera pað með sér, í flestum hrepp- um, að bændur eru smám saman að opna augun fyrir pví, að peir purfi

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/141

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.