Austri - 19.06.1900, Blaðsíða 3

Austri - 19.06.1900, Blaðsíða 3
NR. 21 A U S T E I. 77 pool ætli fyrir milligöngu peirra Cop- land & Berries, en fyrst og síðast fyrir áeggjan verzlunarstjöra peirra Ásgeirs Sigurðssonar í Reykjavík — að kaupa 2—4 vetra sauði í haust og gefs vel fyrir þá, og eru pað mikil gleðitíðindi fyrir hændur og aðra fjáreigendur En pví miður höfurn vér enga vissu fyrir pví að pessir fjárkaupmenn komi líka hingað austur til okkar eða norð- ur. Yildum vér pví ráða bændum til pess að halda sem fyrst fundi með sér í fjársveitunum hér austan- og norðanlands og skora pá sem fiestir á nefnda fjárkaupmenn að kaupa í haust sauði hæði eystra og nyrðra, sem líka ætti að vera kaupendum mestur hagurinn, par hér og nyrðra eru að jafnaði bestu sauðir á íslandi. Bréf pessi ætti svo sem fyrst að senda Ásgeiri Sigurðsyni til flutnings við húsbændur sína og ijárkaupmenn. Nú á bráðum að verða kjósenda- fundur á Eossvöllum og væri gott að bændur notuðu hann til pess að ræða líka petta nauðsynjamál og koma pví á sem heppilegastan rekspöl. Strandferðirnar. „Hólar:< höfðu tekið niðri í Hornarfjarðarmynni á suðurleið bæði á inn og útsiglingu, pvi ægisandurinn er par sem annar- staðar svo breytilegur með legu sína, svo landshöfðingi ákvað að skipið skyldi eigi koma par nú við, og líklega ekki fyr en „Diana“ liefir kannað innsiglinguna betur. G u f u s k i p i ð „Moss“, eitt af leiguskipum stórkaupm. Thor E. Tuli- níus, brann á Reykjavikurhöfn nú alls fyrir skömmu. Skipið hafði timburlest og var 3 daga að brenna. Seyðisfírði, þ. 19. júuí 1900. TÍÐARFARIÐ er nú hið inndæl- asta á degi hverjum, en pokur miklar úti fyrir og lafa pær tafið •skipin að mun. EISKIAFLl nokkur. er síld fæst, sem „Elin“ fór nýlega eptir til Eyja- fjarðar er F r. W athne seldi svo sjávarb ændum fyrir hæfdegt verð með venjulegri hjálpsemi. Fiskurinn er alltaf mjög vænn. „EGILL,“ skipstjóri Endresen,kom hingað 10. p. m. frá útlöndum með ýmsar vörur. Með skipinu var frá útlöndum kaupstjóri W. Bache, fröken Ingibjörg Skaptadóttir og prentari porsteinn Skaptason, verzlunarstjóri Ohristensen, bókhaldari Björn Stefáns- son og fröken Anna Andreasen; frá Fáskrúðsfirði: kaupm. Otto Tulinius. „SNÆFFLL,“ botnverpingurinn, kom hingað 11. p. m. og með pví Hewett hinn yngri til aðalfundar. „HEIMDÁLLUR,“ Commandör Schlúter, kom 13., hafði nýlega tekið 2 botnverpinga við syðra Horn og voru peir sektaðir og veiði og veiðarfæri gjörð upptæk af sýslumanni A. Y. Tulinius, sem selur veiði peirra í smáhlutum, svo hún kemur alpýðu miklu betur að notum, enda sýna hinir eskfirzku kaupmenn almenningi pann velvilja að hlaupa ekki í kappboð um veiði pessa. „YESTA“ kom hingað 14. p. m. með fjölda vesturfara. Með skipinu var agent Christofferson, er lia.fði verið sektaður á Eyjafirði um 50 kr. fyrir ólöglegar æsingar. „Yesta“ fór héðan út p. 15. „MJOLNIR, skipstjóri Hansen, kom 14. p. m. hafði tekið niðri útaf Borgarfirði en sakaöi ekki, fór héðan út p. 15. „HÓLAR,“ skipstjóri 0st-Jacohsen, komu 17 p. m., með skipin var frú Soffía Danielsdóttir og vegabótastjóri Magnús Yigfússon o. fl. og fjöldi sunn- lendinga. „DIANA“ kom hér aptur inn s. d. „SKÍRNIR“ til Thorstrup s. d. „IMMANUEL“ til Sig. Johan- sens s. d. „EGILL“ kom að norðan í gær. „ANGELUS,“ gufuskip, kom í dag roeð vörur til pöntunarfélaganna. Með skipinu var herra stórkaupmaður Louis Zöllner, og kemur samtal hans og ritstjóra Austra í næsta blaði. „ELIN'1 kom í das með 1300 fiskjar. AFREKSYERKIN. Aðalfundur Garðarsfélagsins 14. p. m. hefir nú að sögn Bjarka afsett C. B. Herrmann frá framkvæmdarstjórninni, eptir að stjórnin hafði sýnt honum pað dreng- lyndi, að ákveða fyrst aðalfund ejjtir brottför Herrmanns héðan af landi, með svo stuttum fyrirvara, að hann gæti naumast sótt fundinn, sem hann heldur ekki kom á, og er pví eðlilegt að stjórn Garðars sé uú í Bjarka allgleið yfir pessu afreksverki sínu á fjarverandi mótstöðumanni hennar. UPPBOÐIÐ í BORGARFIRÐI. Grímur Laxdal hafði keypt verzlunar- hús protabúsins fyrir kr. 6300. Stefán í Stemkolti fékk nú með „Agli“ mildar hyrgðir af sérlega vönduðum skofatnaði handa ungum og gömlum. Enginn ætti að kaupa annarstaðar: liöfuðfot, hefiltannir, sporjárn, sagfíla, skæri, skegghnífa, slípólar, vaturpassa, vaturpassaglös, kaffi, sykur, allskonar tóbak. Margt var til áður og fleira kom. Yerzlið par með lausakaupin, Ull og fiskur tekinn á móti vörum og uppí skuldir hjá Stefani í Steinholti. Leiðrótting: í nokkrum hluta af I síðasta tbl. Austra stóð 9. mai, átti I að vera 9. júní, Nýkomið til u ndirskrifaðs: Bókasafn alpýðu, 4. ár: 1. jpættir úr Isl'endingasögu, eptir Boga Th. Melsteð, með myndum og uppdráttum 1. h. kr. 1,00 2. Lýsing íslands, eptir dr. porv. Thoroddsen, 2. útg. endurb. með mörgum ágætum myndum og uppdr. innb. kr. 1,50, skrautb. kr. 1,75 Nýjasta barnagullið innb. — 0,80 Stafrofskver — 0.55 Ennfremur nokkur eintök af fyrri árg. bókasafsins. Seyðisfirði, 19. júní 1900. f’orsteinn J. G. Skaptason. IPlfí'" Hjá undirskrifaðri geta, á næsta vetri, ungar stulkur fengið til- sögn í ýmsum greinum til munns og i handa, sömuleiðis guitarspili. |>ær, sem vilja sinna pessu, eru vinsamlega beðnar um að hafa samið við mig fyrir 1. september. Búðareyri við Reyðarf., 9. júní 1900. Lára Ölafsdóttir Lesið með athygli f»að sem verður efst á fýrsta d. %rstu s. i næsta tbl. Austra. Sundmagar hertir langbezt borg- aðir við Wathnes verzlun. Allar íslenzkar vörur teknar við Wathnes verzlun. Seyðisfirði, 14. júní 1900. Jóhann Vigfússon. Stefán í Steinholti borgar bezt af öllum fyrir lambskinn. Vort tilbúna Pineste Skandinavisk Export Eaffe Surrogat hefir unnið sér fáheyrða útbreiðslu reynið pað, ef pér eigi brúkið pað nú pegar. F. Hjorth & Co. Köbenhavn K. 74 við mig: „Nú, herra Odiot, verður yður ekki illt? f>ér eruð ekki prumu losticn né orðinn að steingjörfingi? f>ó segja menn að hér sé mikið fallegt. Mér pykir vænt um penna stað a'f pví hér er svo svalt. En komið uú með œér inn í pessa sköga — ef pér hafið hug til pess — pá skal eg sýna yður pessa frægu steina.“ Fröken Marguerite var nú miklu fjörlegri og kátari heldur en eg nokkru sinni áður hafði séð hana, hún hljóp í hendingskasti yfir grundina og upp á götuslóð er lá upp í skógirm, slðan Alain og eg hvor á eptir öðrum. Eptir að hafa, gengið rösklega í nokkrar mínútur, nam forgöngukona okkar staðar, og virtist vera að átta sig, en svo afréði hún fljótt hvað g-jöra skyldi tók tvær greinar sem vöfðust saman, í sundur, og fór út af stignum og inn í runnana. J>á fór gangurmn að verða hálf ópægilegur. ]pað var mjög erfitt að komast áfram milli hinna péttu ungu eykitrjáa, sem hömluðu mjög ferð vorri. En einkum áttum við Alain íllt með að komast áfram; við urðum að ganga álútir og rákum okku: pó áí hverju sporiog heltum yfir oss mesta kynstri af daggardropum er við fórum um skóginn. En fröken Marguerite smaug mjög lipurlega í gegnurn skóginn og skaut fimlega gieinunum aptur fyrir sig, er lömdust svo í andlitin á okkur Alain Loks náðum við inn í opið rjóður í skóginum á hæð nokkurri og par hnykkti mér við, er eg kom auga á steinborð eitt mikið, er hvíldi á 5 eða 6 voðalega stórum hellubjörgum, er voru hálfar sokkin í jörðu niður og mynduðu milli sín geigvænlegan helli. |>á menn koma fyrst auga á pessar lirykalegu leyfar fornaldarinnar, er parna hefir geymst í svo mörg púsundir ára, sem sýnilegar leyfar hinnar elstu goðadýrkunar, pá fyllist hugur manns hræðslu og lotningar. Nokkrir sólargeislar höfðu smogið í gegnum hið pétta lauf skógarius og skinu nú á blótborðið og blótgryfjuna og breiddi inndæli yfir penna hryllilega blótstall forfeðra vorra. Jafnvel fröken Marguerite virtist hrifin af mikilleik og tign pessara fornmenja aldrei pekktra alda. En sjálfur hafði eg farið ofan í blótgryfjuna og rannsakaðinú pennan blótstað á alla vegu og fór svo að teikna hann á blað. Eg hafði verið önnum kafinn við teikninguna hér um bil í 10 mínútur og vissi ekkert af pví lxvað fram fór í kring um mig, pá eg 71 Eptir kvíða pann er eg hafði ástæðu til að bera til hugarfars fr ökenarinnar til mín, kom pessi vinsamlega kveðja mér svo mjög á óvart, að eg hélt mig vera í einhverri leiðslu. „Fyrirgefið mér fröken------------Hvað eruð pér að segja.“ „Viljið pér róa dálítinn spöl með Alain, Mervyn og mér?“ „Gjarna, fröken.“ „Flýtið yður pá, og hafið myndabók yðar með yður.“ Eg flýtti mér að fara ofan og niður að ánni. „Ha, ha,“ sagði hin unga mær hlæjandi, „í dag lítur út fyrir, að pér séuð í góðu skapi.“ Eg stamaði út úr mér afsökun eitthvað í pá átt, að eg væri ætíð í góðu skapi, sem fröken Marguerite neitaði, og svo settist eg niður í bátinn við hlið hennar. „Róðu nú Alain!“ skipaði hún, og gamli Alain spertist við í líf og blóð að hafa gott áralag sem gamall róðrarmaður, en tókst pað ekki meira en í meðallagi. — Eg neyddist til pess að tæla yður út úr turni yðar,“ sagði fröken Marguerite, „par sempér bafið nú lokað yður inni í tvo daga og verið fúll.“ „Eg fullvissa yður fröken um pað, að pað var aðeins kvíði minn fyrir að háfa móðgað yður — lotning mín — hræðsla mín-------—.* „Lotning!------Hræðsla--------------------J>ar komið pór með pað-----------Nei nei. J>ér hafið verið fýldur, yður tjáir ekki að neita pvi! J>á erum við býsna mikið brjóstbetri en pér. Mamma mín krefst pess, að við sýnum yður sérstaka virðingú og hefir krafist pess að eg fórnfæri sjálfri mér á stærilætisaltari yðar, og hér em eg nú til pess komin,“ Eg fullvissaði hana um innilegasta pakklæti mitt. „Og til pess að ekki verði neitt hálfverk úr pessu ætla eg mér að halda yður hátíð, sem sé alveg eptir yðar geði. Hér njótið pér nú fyrst og fremst hins inndælasta sumarmorguns, og skógar með rjóðrum og fögrum litabreytiugum, fuglasöngs i skóginum, eg eruð hér í töfrabát á ánni. —---------Yður sem hafið skemtun af ölla pessu, ættuð pó loksins að vera ánægður“. „Eg er alveg frá mér numinn fröken“. „J>að var pó heppilegt.“

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/141

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.