Austri - 31.07.1900, Blaðsíða 1

Austri - 31.07.1900, Blaðsíða 1
Koma út 3l/2blað á mán. ebi 42 arkir minnst til næsia nýárs; kostar hér á landi aðeins 3 Jcr., erlendis 4 kr. Ojalddagí 1. júlí. Vppsögn skrifleg bundm við áramót. ógild nemtí kcmi- in sé til ritstj. fvrir 1 oJttí- lcr. Innl. a,ugl 10 awra línan,eða 70 a. hverþuml. dálks og háifn dýrara á 1. síðu. X. AR. Seyðisfirði, 31. júlí 1900. NE. 26 Auglýsing tim fjárbaðanir og fjárflutning'. Samkvæmt tillögum amtsráðsins í Austuramtinu ogtilskipun 6. jan. 1866 um fjárkláða og önnur næm fjárveik- iudi, er hermeð ölium fjáreigendum og umráðamönnum sauðfjár, á svæðinu frá JökulsááBrú (Dal) að takmöi'kum Suður-fJÍngeyjarsýslu, skipað að baða eða láta baða allt sauðfé sitt í dýfu- baði með maurdrepandi baðlyfi. Böðunin á að fara fram næsta haust, sem fyrst eptir að fé er tekið í hús, þó svo að henni sé lokið fyrir lok októ- bermánaðar n. k. par sem alveg sérstaklega stendur á, má fresta böðun til ársloka, ef breppstjóri og aðstoðarmenn leyfa allir og taka að sér að sjá um að samgöngur sauðfjárins verði engar við aðrar sveitir. Böðun sauðfjárins á að fara nákvæm- lega fram eptir fyrirsögnum Magn- úsar Einarssonar dýralæknis og vera framkvæmd undir umsjón hrepp- stjóra og aðstoðarmanna hans. í Kelduneshreppi vestan Jökulsár (Stórár) er ákveðið að böðunin skuli vera ein, einsog ákveðið er í Norður- amtinu, og verða fjáreigendur par að kosta baðanirnar sjálfir, en á svæðinu milli Jökulsánna hefir amtsráðið ákveð- ið, að baðanir skuli vera tvær, með B—6 daga millibili og að fjáreigendur skuli geta fengið baðlyf, er keypt verði fyrir fé jafnaðarsjóðs Austuramtsins. Ejárflutningur austur yfir Jökulsáá Brú (Dal) er með öllu bannaður nema pví aðeins, að sauðfé sé baðað tvisvar- sinnum maurdrepandi ídýfubaði, undir umsjón hreppstjðra eða aðstoðarmanna hans, með 5—8daga. millibili, nema hlut- aðeigandi sýslumaður gjöri sérstakar ákvarðanir um útfiutningsfé. Einmg er bannaður allur fjárflutningur austur yfir Jökulsá á Fjöllum í Axarfirði (Stórá) nema féð sé ætlað til slátr- unar eða útflutnings, og að pað sé í stöðugri gæzlu, er hlutrðeigandi hrepp- stjóri tekur gilda, og vestur yfir ána er fjárflutningur pví aðeins leyfilegur, að féð eigi heima vestanmegin árinnar, eða pað sé ætlað til slátrunar eða út- flutnings, og að fjárflutningurinn fari fram undir umsjón, er hlutaðeigandi hreppstjóri tekur gilda. Amtsráðið í Austuramtinu nefir varið til útrýmingar fjárkláðanum 4000 krón- um, og næsta ár hefir pað veitt til útrýmingar fjárkláðanum 7000 krónur, og fyrir pví er alvarlega skorað á al- menning, að framkvæma fyrirskipaðar baðanir, og að fara eptir reglum peim, er amtið gaf út 18. júní 1897, með mestu alúð og samvizkusemi, svo er og skorað á hreppstjóra og aðstoðarmenn peirra, að sjá um framkvæmdir í pessu máli, svo sem bezt má verða, og loks er skorað á alla pá, sem verða pess yísir, að einhverjir sýni hirðuleysi eða óhlýðni í pessu máli, að kæra slíka menn tafarlaust. Amtmaðurinn yfir Norður- og Aust- urarnti Islands. P. t. Seyðisfirði, 24. júli 1900. Páll Briem. Jjaugardaginn 18. ágúst næstk. verður, að öllu forfallalausu, haldinn almennur kjósendafundur fyrir Suður- Múlasýslu að Arnhólsstöðum í Skrið- dal, til pess að ræða ýms pau mál, er væntanlega verða á dagskrá pings og pjóðar á næsta kjörtímabili. Fundurinn byrjar kl. 4 e. m. Æskilegt væri að sem flestir kjós- endur sæktu fund pennan, og eins peir menn, er hafa í hyggju að bjóða sig fram til pingkosningar á kjörfundi í haust. P. t. Ketilsstöðum, 22. júli 1900. Guttormur Yigfússon. Hérmeð tilkynni eg hinum heiðr- uðu kjósendum í Norður-Múlasýslu, að eg mun bjóða mig fram til pingmennsku við kosningar pær, sem nú fara í hönd. Til pess að gjöra urn leið litilshátt- ar grein fyrir skoðunum mínum skal eg geta pess, að eg get að mestu leyti skrifað undir pað, sem sampykkt var á Kangárfundinum. J>ær athugasemdir, sem eg vil gjöra við pá fundargjörð, mun eg koma fram með síðar. Stakkahlíð, 26. julí 1900. J. B. Jóhannesson. Aðalfundur Granufélagsins verður haldinn á Oddeyri mánudag'inn 20. ágúst næstkomandi, svo Austfirð- ingar geti notað „Hóla“ báðar leiðir. (Eundur pessi hefir áður af vangá verið auglýstur 22. ágúst). Fólagsstjórnin. Talin glötuð hlutabréf Gránufélags nr. 1658, 577, 153, 154. Að 6 mán- uðum liðnum frá pví að petta er auglýst, verða gefin út ný bréf handa eigendunum og falla pá niður allar kröfur annara til pessara hlutabréfa. í stjórnarnefnd Gránufélags. Oddeyri, 11. júlí 1900. Davíð Guðmundsson. Bjorn Jónsson. Auglýsing. far sem nú eru nýprentaðir rentu- seðlar af hlutabréfum Gránufélags fyrir 1901 o. s. frv. til 12 ára, er hér með skorað á alla eigendur téðra hlutabréfa, að skýra stjórnarnefnd Gránufélags á Oddeyri bréflega frá hlutabréfaeign sinni með tölu peirri, sem eru á hvers eins hlutabréfi, nafni og bústað eiganda. Að pví búnu skulu hinir nýju seðlar afhentir annaðhvort eigendum sjálfum, eða deildarstjórura hverrar deildar til pess að peir komi seðlunum til eiganda. í stjórnarnefnd Gránufélags. Oddeyri, 11. júlí 1900. Davið Guðmundsson. Bjorn Jónsson. ^igilantia. Munið eptir pví, að Yigilantia tekur á móti bæði starfandi og ekki starf- í andi meðlimum hringinn í kring um j ísland. Eyðublöð fyrir up]>ljóstranir j um ólöglega veiði botnverpinga fást á lyfjabúðinni á Seyðisfirði. Consul I. V. HAYSTBEN Oddeyri i Oflord anbefaler sín vel assorterede Handel til Skibe og Reisende. AMTSBÓKASAFNIÐ á Seyðisfirði er opið á laugardögum frá kl. 4—5 e. m. j Amtsráðsfundur Austuramtsins, 23.-27. júlí 1900. (Útdráttur.) —:o:— Yoru fyrst lagðir fram hinir venju- legu reikningar og peir rannsakaðir í nefndum og síðan sampykktir með nokkrum lagfæringum. Síðan kom kláðamálið til all-ýtar- legrar umræðu. I pví máli voru samp. eptirfar- andi ályktanir, auk peirra, sem fram eru teknar í auglýsing amtmanns hér fremst í blaðinu: a. Amtsráðið verður að álíta allt svæðið milli Jökulsánna kláðagrunað, og fyrir pví skoiar pað á forseta, að fyrirskipa tvennar baðanir á sauðfé á öllu pessu svæði. b. Amtsráðið ákveður að leggja bað- lyf til ókeypis og að verja til p'ess allt að 5000 kr. og felur forseta að sjá um kaup og flutning á baðmeð- ulunum. c. Amtsráðið ákveður að veita allt að 2000 kr. til pess að launa mönnum, sem sérstaklega hafa umsjön með lækning og útrýming fjárkláðans á stærri eða minni svæðum, eptir pví sem forseti nánar ákveður. d. Amtsráðið felur forseta að brýna fyrir hreppstjórum • og aðstoðarmönn- um peirra að hafa vakandi auga á heilbrigðisástandi sauðfjárins næsta vetur og rækilega umsjón með pví að fjárbaðanir fari vel fram og reglulega. e. Amtsráðið felur forseta að fyrir- skipa nákvæmar skoðanir á öllu út- flutningsfé á útskipunarstöðum næsta haust. /. Amtsráðið álítur að pað sé lífs- nauðsyn fyrir landbúnaðinn að fjár- kláðanum verði útrýmt, og felur for- seta að fara pess á leit við stjórnina, að hún taki að nýju til umhugsunar, hvernig pessu verði framgengt. En vilji stjórnin eigi aðhyllast pær til- lögur er amtsráðið hefir gjört, aðbún pá leggi fyrir n. alp. frv. pess efnis, að amtsráðinu sé veitt heimild til pess að setja sampykkt um útrýmingu fjár- kláðans úr amtinu með lagagildi og að stjórnin taki upp í frumvarp til fjár- laga 1902 og 1903 fjárveitingu til amtsráðsins til útrýmingar fjárkláð- anum 5 pús. kr. hvort árið. Amtsráðið fann eigi ástæðu til að sinna peirri beiðni sýslunefndar Norður- Múlasýslu, ura að amtsráðið tæki að sér Eiðaskólann, par sem sýslunefnd Suður Múlasýslu hefði eigi látið álit sitt í ljós um petta mál, en fól samt forseta að leita álits peirrar sýslu- nefndar um málið. Amtsráðið veitti kvennaskólunum á Akureyri og Ytri-Ey 100 kr. styrk hvorum, og sömuleiðis 150 kr. styrk hús- og bústjórnarskölanum í Reykja- vík, ef pað fjártillag eigi gæti fengizt hjá Búnaðarfélagi íslands. Yeittur 300 kr. styrkur til spítalans á Seyðisfirði. Eramlagt bréf frá héraðslækni Jóni Jónssyni á Yopnafirði viðvíkjandi bólu- setning sauðfjár og tillögur hans um pað efni. Samp. að fela lækninum útvegun á bóluefni til amtsins í heild sinni og úthluta bóluefninu til peirra manna, sem hann hefir vissu um að muni kunna að bölusetja sauðfé. Jafnframt yar ákveðið að veita téðum lækni 100 kr. póknun fyrir ómak sitt við útvegun og sending bóluefnisins, sem og að borga kostnað við flutning og sending bólu- efnisins, er skyldi greiðast úr jafnaðar- sjóði, og ákvað amtsráðið, að bólu- setjarar skyldu fá hjá fjáreigesdum 10 aura fyrir hverja kind er peir bólu- setja, og ennfremur skyldu fjáreigend- ur greiða pá upphæð, er bóluefnið kostar, ef pað eigi fæst ókeypis. Amtsráðið væntir að héraðslæknirinn sendi á sínum tíma aðalskýrslu um bólusetningarnar. Amtsráðið tók búnaðarmálið til ýtarlegrar umræðu, og fól forseta: 1. Að skrifa stjórn Búnaðarfélags Islands viðvíkjandi sjúkdómum fénað- arins: fjárkláða, miltisbrandi, berkla- veiki og næmri sóttarpest og fara pess á leit, að hún taki pessa sjúk- dóma til rannsóknar og íhugunar, undirbúi málið til næsta búnaðarpings og gjöri par tillögur um ráðstafanir gegn sjúkdómum pessum. 2. Að fela forseta að fara pess á leit við stjórn Búnaðarfélags íslands, að pað sendi vel hæfan garðyrkjumann, sem ferðist um amtið til pess að reyna að vekja áliuga manna á jarðabótum og leiðbeina bændum í pví efni. 3. Að lela forseta að fara pess á leit við Búnaðarfélag íslands, að taka búnaðarskólamálin til rækilegrar íhug- unar og undirbúnings undir næsta ping. 4. Að fela forseta að rita stjórn Búnaðarfélags íslands, að mikil nauð- syn só á, að auk peirra ráðanauta sem

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/141

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.