Austri - 22.09.1900, Blaðsíða 1

Austri - 22.09.1900, Blaðsíða 1
Kcma út 3ll2blafi á mán. eð < 42 arkir minnst til nctsta nýárs\ kostar hér á landi aðeins 3 hr., erlendis 4 Ur. Gjalddagí 1. júU. Dppsogn skrifieg bunclin vi áramót. Ógild nema kom- in sé til nistj. fýrir 1 olftifi lcr. lnnl. avgl. 10 m*rn línan, eða 70 a. hverþmnl. dálks og hálfn dýrartt á 1. SÍÖll. X. AR. Seyðisfirði, 22. september 1900. XR. 33 Biðjið ætíð um Ofto Monsteds tlanska smjörliki, sem er alveg eins notadrjugt og bragðgott og smjör. Verksmiðjan er hin elzta og stærsta í Danmörku, og hýrtil óefað hina beztu vóru og ódýrustu i samanburði við gæðin. Fæst hjá kaupmönnum. J>á mættumst við Jóhansen! Og sjá, mér birtist sýn: eg sá hvar breiddi armana fósturjörðin mín, og breiddi pá mót austri, sem byði vinum heim, og bjartir sviín knerrir móti faðminum þeim. Eg sá það voru Eorðmenn, hin nýtasta þjóð, og nútímans hreinasta, dáðmesta blóð. Eg stökk upp af gleði, því eg stíga leit á sand þá stórskörunga aptur, sem námu petta land. Eg sagði við mig sjálfan: |>á sýn eg bezta leit; nú sé eg íslands framtíð, pví Drottinn Gfuð pað veit, ef landi vor og Norðmaður lita saman rautt, pá lifir hvað peir vilja, en hitt fellur dautt. Ýinsiu* jarðir fást til kaups á Vesturlandi, par á meðal hófuðbólið Hagi á Barðaströnd og störeignin Svefneyjar á Breiðafirði, líka hið alpekkta sýs!u- mannasetur Auðsbaugar og Auðnir í Barðastrandarhreppi og enn fleiri jarðir. Lysthafendur snúi sér til Björns kaupstjóra Sigurðssonar í Elatey. Mikill smjörauki fæst, ef pér brúkið þyril- skilvindur (Krouseparatorer), pær skilja bezt og mest og eru hinar vönduðustu, eu pó ódýrastar allra skilvindna. Biðjið kaupmann pann, sem pér skiptið við, | að panta þær frá Islandsk I Handels & Fiskerikomp- a g n i í Kjöbenhavn 0. (eða á Pat- reksfirði), svo pér séuð vissir um að fá beztu og ódýrustu skilvindurnar. (Sjá líka augl. í ísafold í júlí og ág. p. á. um ýmsar skilvindur). B o r g i ð andvirði Austra! Auglýsiug til Héraðsinanna. Gufuskipið „Angelus“ kemur hingað 2. oktöber til pess að flytja fé mitt til Englands. Eru pví allir, sem hafa lofað mér fé, beðnir að koma pví í tæka tíð hingað ofan yfir, helzt ekki seinna en 30. þ. m. Seyðisfirði, 5. september 1900. Sig. Jobansen. AMTSBÓKASAFNIÐ á Seyðisfirð i er opið á laugardögum frá kl. 4—5 e. m "Consul í. V. HAVSTÉbF Oddeyri i 0Qord anbefaler sin vel assorterede Handel ] il Skibe og Reisende. Vigilantia. Munið eptir pví, að Vigilantia tekur á móti bæði starfandi og ekki starf- undi meðlimum hringinn í kring um ísland. Eyðublöð fyrir uppljóstranir um ólöglega veiði botnverpinga fást á lyíjabúðinni á Seyðisíirði. (Við hátíð Austfirðinga 13. ágúst 1900.) Eg sé eitthvert skrið, eitthvert fjör eða flug hér í fjörðum, sem glæðir og lífgar minn hug, eins og sæi eg vin eptir æði-mörg ár með unglegri svip og með fjörugri brár. ]pví eg bjóst ekki við að pau Bjólfur og Horn hefði breytzt eða skinnað upp kumblin sín forn. eða himininn mannað in harðsnúnu fjöU, eða hraunskriðan iðrast og breytt sér í völl. Og fólkið mitt blessað, eg bjóst við að pað við Bjólf hefði ei skilið nó þotið á stað og enn kvæði Ægir sitt eldgamla lag, og urgaði í pokunni dag eptir dag. — Mér fanst eg væri í vagni með leiðinda lest, með Jokaðan gluggann og sitjandi hlest, og allt fanst mér stöðvað og standandi kyrt, sem stundaklukka forn, sem ei lengi var hirt. Við eigum saman örlög, við eigum saman blöð, við eigum saman lífið og hreystinuar glóð við óðinn saman eigum og eina hjartarót, af einni rót við teygum og piggjum heilsubót. Ef báðir leggja saman, pá batna veðrin köld, ef báðir leggja saman, pá kemur manndómsöld, Jþvi skörungur er Dofri við skorpu sem við slit, og skjaldan skorti frænda hans í kolli sínum vit. Svo bíð pú gamli Bjólfur og brettið kampinn tröll, senn birtist Göngu-Hrólfur og haslar ykkur völl! Úr hólum ganga huldur og hnýta blóm og lyng og hafsins Grotti malar sinn dýra Fafnisbyng J>eir ungu verða hetjur, og ellin kastar belg, og ómenriskan steypist í rjúkandi svelg. Og aldrei hljómar snjallara Ólafs helga mál: — pér ungu Norvegs synir, eg lyfti bræðraskál! Matth. Jochumsson. Ný aðferð í stjórnarskipunarmálinu. Nokkrar athugasemdir eptir Boga Th. Melsted. Tramh, (:0:) II. Arið 1881 hófu íslendingar baráttu að nýju til pess að reyna að fá endur- bætur á stjórnarskrá sinni. J>eir hafa háð baráttuna alveg á sama grundvelli og áður, revnt að ná meiri sjálfstjórn án pess að minnast á hitt atriðið, skaðabæturnar eða fjártillagið úr ríkis- sjóði, pví pað er afgjört með stöða- lögunum 2. janúar 1§71, sem peir vildu pó eigi viðurkenna." J>eii vilja halda tillaginu úr ríkissjóði, skaðabótunum, sem eyðilögðu fyrir peim sjálfstjórnar- málið. J>eir vilja sjálfstjórn endilega, segja þeir, en pað er pó eins og peir vilji ekkert gefa fyrir hana, og bjöða engin góð boð til pess að fá hana. Undarlega að farið, Vilji menn eignast eitthvað, eru menn vanir að vilja gefa eitthvað fyrir pað, eða leggja eitthvað í sölurnar til pess að hlotnast pað, og pað því meira, pví betra og dýrmætara sem pað er, sem eptir er sótzt. Vilji íslendingar eignast sjáljfsforræði í sérmálum sínum og fá pau réttindi sín veltryggðfyrir sig og niðja sína. pá verðaþeirað leggja töluvert í sölurnar. J>eir vevða að breyta meginreglunni fyrir stjórnfrelsisbaráttu sinni og í s t a ð pess að reyna að fá skaða- b æ t u r — eða eins og nú er komið, halda pví endurgjaldi um ókominn aldur, sem peir pegar hafa fengið á- kveðið með lögum — og stjórn- frelsi, eiga þeir einungis að reyna að fá stjórnfrelsi. A pessu er geysimikill munur. J>að er meginregluskipti. í stað þess að Islendingar heimtuðn áður stjórnfrelsi og skaðabætur og ýfðu þannig upp í fornum meinsemdum og erjum, pá yrðu þeir nú samkvæmt pessu, að sleppa algjörlega skulda- skiptnm hins liðna tima og öllum gömlum erjum og segja sem svo við Danastjórn: Látið oss fá algjörða sjálfstjórn eða heimastjórn yfir sér- málum vorum og látið oss fá hana vel tryggða í stöðulögunum, en vér aptur á móti minnumst eigi framar á gaml- ar skuldakröfur og kritur, og sem merki upp á pað gefum vér upp til- lagið úr ríkissjóði við yður. Allt hið umliðna skal vera gleymt, en aptur á móti leggið pér framvegis eigi neinar hindranir fyrir oss~ í sjálfstjórnarroál- um vorum. Danastjórn ræður eptir sem áður yfir öllum sameiginlegu mál- unum, svo samband vort minnkar ekki

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/141

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.