Austri - 22.09.1900, Blaðsíða 2
NR. 33
A U S T R I.
120
þa.ð mun pvert á móti styrkjast mjög
með vináttubandi. Yérskulum endur-
skoða stöðulögin samkvæmt pessu og
tryggja þannig réttindi og skyldur
Danmerkur og íslands gagnvart hvort
öðru, og gjöra pau pannig úr garði,
að baðir aðilar megi vei við una. Síð-
an eigum vér íslendingar sjálfir ásamt
konungi vorum að semja stjórnarskrá
vora samkvæmt stöðulögunum fyrir
sérmál vor.
petta boð er svo ólíkt öllum undan-
farandi boðum íslendiriga í stjórnar-
skrármálinu, að varla parf að óttast,
að pví yrði eigi gaumur gcfinn í Dan-
mörku og að pað nmndi eigi fá par
gúðar undirtektir, ef íslendingar vildu
bjóða pað af sinni hendi. lJví betur
sera rnenn athuga stjórnarskrármálið,
mun pað eíiaust verða ljósar fyrir
mönnum, bæði Dönum og íslendingum,
aö eigi m á kljá á enda
stjórnarskipunarmálið, ,svo
a ó b a ð i r máispartar m e g i
vei við una og h e i 1 a r sættir
k o m i z t á, n e m a m e ð p v í a ð
lyigja peirri meginreglu,
sein h.ér hefir verið bent á.
Öamkvæmt hinni aðferðinni geta aldrei
heilar sættir komizt á, pví ept'ir henni
hlýtur ávailt að verða emhver broddur
eptir, sem styngur vjö og við annan-
hvorn málsaðiia; auk pess geta Is-
lendingar aldrei fengið stjórnarskip-
unariög síu svo góð og réttindi sín svo
vei tryggð, sem vera á, nema með
pví að stöðulögin séu endurskoðuð.
Ug hvi skyldu Islendingar pá, ei peir
viija fá góð stjórnarskipunarlög og
réttindi sín vel tryggð, eigi viljagjöra
pað, sem i peirra valdi stendur til
pess, heldur nema staöar á miðri leið.
Að endurskoða stjórnarskrána eina er
að sínu leyti einsog að rífa hrörlegt
hús niður að uudirstöðunni og hreyfa
eigi við henni, heldur reisa upp aptur
nýja húsið á gömlu undirstöðunni, pútt
liún geti alis eigi borið pað, svo vei
sé né varanlega.
Enginn má ætla að Danir muni eigi
sjá pann mun, sem er á pessari aðferð
og hinni fyrri; eí stjórnarskipunar-
málið væri vel skýrt fyrir Dönum, pá
má euaust fá meiri hluta peirra
til pess, að vera með pví að veita oss
íulla heimastjörn í sérmálum vorum
gegn pví a) gefa ujip árstillagið. En
einsog stjórnurskrármálið nú horfir við,
er varla hægt að skýrapað fyrir Dön-
um svo, að Jslendingum megi að liði
veiða, at pví að allt er nú á ringulreið,
í vitleysu og reyk lijá í-lendingum
sjálfum að pví er mál petta snertir,
svo að peir sjálfir, eða að minnsta
kosti mikili hluti peirra skilur eigi,
eða læst eigi skilja, hvort breytingar
pier, sem í ljós hafa komið, miða að
pví að eíla eða veikja pá litlu heima-
stjórn, sem vér höfum pegar fengið.
A meðan ástandið er ponnig, segir pað
sig sjáift, að íslendingar geta eigi
komið sér saman um neitt nýtilegt í
stjórnarskipunarmáhnu, enn síður að
peir hati nokkur sæmileg boð að bjóða,
og puð væri peim að svo stöddumeira
til vansóma en gagus, að skýrt sé frá
pví 1 öðrurn löndum. En livenær sem
petta breytist algjörlega til hins betra,
pá fær hka stjórnarskipunarmálið bráð-
iega betri undirtektir í Danmörku.
A pvi getur varla 'leikið nokkur efi,
að ef rétt er að farið frá 'íslendinga
ái íu og málið er vel skýrt fyrir dönsku
lipjóðinni, pá munu peir getr fengið
| góða stjórnarbót. Hins vegar ætti
hver maður, sem kosningarrétt hefir á
íslandi, að vita pað, að eigi lætur allt-
af jafn vel í ári til pess að ræða
stjórnarskipunarmálið við Danastjórn,
hvernig sem hún er skipuð og livernig
sem á stendur. Um slíkt ætti öll
stjórnarbaráttan að hafa frætt oss,
pótt eigi væn annað. Stundum getur
stjórnin verið skipuð peim mönnum,
sem eru íhaldssamir og vilja eigi gjöra
neina breytingu til pess að auka sjálf-
stjórn vora, heldur jafnvel miklu frem-
ur flytja pau yfirráð aptur undir
Hafnarstjórnina, sem heim eru komin,
enda pótt pyrfti að verja miklu fé til
pess af Dana hálfu, pví peir vona, að
pá verði girt fyrir allt stjórnarskrár-
pref. J>að segir sig sjálft, að eigi er
hægt að koma neinum stórum breyt-
ingurn á til bóta fyrir sjálfstjórn Is-
lands yfir sérmálum pess, pá er svona
stendui' á, eti slíkt stendur aldrei
mjög lengi. Er pá Islendingum vanda-
laust að fara eins að og allir skyn-
samir menn eru vanir að gjöra í dag-
legu lífi, er peir purfa að eignast vörur
eða eitthvað, sem peir auðsjáanlega
purfa að nota seinna, en bráðliggur
eigi á pví. feir sæta lagi og afla sér
pess, pá er bezt gegnir, en eigi pegar
verst gegnir og verðlagið er hið óliag-
Ikvæmasta, Yér höfum fengið fjárfor-
ræði og löggjafarvald með stjórnar-
I slcrá vorri, og erum pyí eigi neyddir
Ítil pess að breyta henni, einmitt pá
er verst gegnir, og breytmgin getur
eigi orðið að verulegu gagni fyrir ís-
lenzku pjóðina.
Útleudar fréttir.
—o—
Klna. Rússar hafa nú stungið upp
á pví við hin stórveldin, að pau létu
herinn fara út úr Peking og tækju að
semja um frið við Kinverja. En flest-
um hinna stórveldanna leizt illa á pessa
fyrirætlun, er peir halda að yrði ein-
úngis ttil pess, að Kinverjar mundu
byrja aptur að myrða kristna menn.
Er pegar farið að brydda æði mikið
á pessum hryðjaverknm aptur, par
sem síðustu fréttir segja 50 Vestmenn,
konur sem karla, myrta fyrir augunum
á keisaraekkjunni í bæ peim er Taiy-
uanfui nefnist, en konur fyrst smánaðar
af Boxunum.
Liggur sá grunur á, að Kússar hafi
lagt petta til af peim ástæðum, að
Li-Hung-Ohaug hafi lofuð peim öllu
Mantsjúríinu í ómakslaun, ef peir gætu
komið fullum sættum á milli Kín-
verja og Vesturpjóðanna.
Buar. það gcngur alltaf í sama
eltingaleiknum rnilli Englendinga og
Búa, og er De Wet Euglendingum
skeinuhættur, brýtur fyrir peim brýr,
spillir fyrir peim járnbrautum, ræuir
pá vistum og ber á peim sjálfum hve-
nær sem hann sér sér færi 4 pví.
Norvegur. !>að lítur nú út fyrir,
að hægrimaunaflokkurinn í Korvegi
ætli að gjöra rögg á sig við kosning-
arnar að pessu sinni, pví síðustu útl.
blöð segja, að hægrimenn hafi sigrað
í ö 11 u m kjördæmum í Kristíaniu, og
að parbafi fallið allir ráðgjafar vinstri-
manna, að einum undanskildum.
l>essnm óförum hafa víst nolckuð
valdið fjárglæfrar Bloms, ritara
forsætisráðgjafans, er ráðaneytið vildi
gjörn sem minnst úr, og helzt breiða
í yfir pað í lengstu lög, par til hægri-
t mannablaðið „Morgenbladet“ neyddist
til pess að bera pær sakir á manninn,
! að ráðaneytið hlaut að höfða mál gegn
' blaðinu, er svo sannaði áburðinn.
f það er og fundið ráðaneyti Steens
j rektors til foráttu, að pað hafi lofað
í miklu, en efnt lítið.
Danmork. Kristján konungur hefir
nú í haust kallað flest börn sin og
barnabörn til sín á hina lögru og
j stóru konungshöll, Fredensborg, til
; pess ad halda hátíðlegan fæðingardag
: Lovísu drottningar 7. p. m.
\ — Dáínn er frægasti málafærzlum.
Dana, L i e b e, áttræður að aldri.
» Hann var lengi hæstaréttarmálafærzlu-
j maður og síðar yfir 20 ár forseti
j landspiugsins, og pótti jafnan hinn
j mesti ágætismaður.
f — Svarti dauði eða pestin hefir nú
i gjört töluvert vart við sig í Glasgow
á Skotlandi, og eru par nú um 100
sjúkir og grunaðir. Og pó að par
muni gætt allrar varúðar með sam-
f göngur, pá böfum vér fyllstu ástæðu
j til pess að skora á yfirvöld vor að
; viðhafa nákvæma gæzlu við öll pau
skip, er konia hingað til Austurlands-
ins frá Englandi eða Skotlandi.
Dunsku stúdentarnir eru nú heim
komnir úr Islandsför sinni og láta
hið bezta yfir ferðinui, og pykir Dön-
um almennt mjög vænt um hve vel
peim hefir verið fagnað syðra. Eiga
Kaykvíkingar hinar beztu pakkir skilið
af öllum landsmönnum fyrir allan pann
skörungskap og stórmiklu gestrisni, er
peir hafa sýnt frændum vorum, stú-
dentunum dönsku.
En sérílagi eiga peir prófesor dr.
Finnur Jónsson og konsúll pitlev
Thomsen beztu palckir af oss íslend-
ingum skilið iyrir pjóðrækni pá og
höíðingskap er peir hafa sýnt í pessu
máli. Dr. Einnur með pví að hvetja
fyrst til ferðar pessarar og halda
síðau bæði í Höfn og hér heima
fræðandi fyrirlestra um ísland og sögu
pess með miklum tilkostnaði, en
konsúll Thomsen með pví að reisa
gistitskála við Geysi og fyrir hinar
höfðinglegu veitingar sínar á leiðinni
pangað austur fram og til baka.
O f v i ð r i.
Skipstrond
og manntjón.
—0—
Aðfaranóttina pess 20. september
féll loptvogin hér á Seyðisfirði ofan
fyrir storm, enda kom pá pegar um
morguninn hér eitt af pessum voða-
legu ofveðrum, er hér eru pví miður
eigi sjahlgæf, er fór vaxandi er á
daginn leið og hélzt við með ofsa-
byljum, er eigi mátti heita stætt í,
langt fram á aðfaranótt p. 21. septbr.
ítétt á undan pessu voðalega of-
viðri höfðu nokkrar færeyískar fiski-
skútur loytað hér hafnar, og fóru pær
allar 4, er lágu hér á höfn á rek
undan veðrinu, er mun hafa staðið af
suðvestri og hrakkti skúturnar 3 upp
að norðurlandinu. Ein peirra að
nafni „Fearless,“ skípstjóri J ó h a n n
Mortensen frá Trangisvaag á
Eæreyjum, tók grunn fiam af Yest-
dalseyri utanverðri og hrukku pá
atkerisfestarnar pegar í suudur og
réðu pá skipverjar ekkert við skipið,
pó peir reyndu til að lægja sjóinn
, með pví að bera i hanu bæði stein-
olíu og lýsi, en brimið gelck yfir skipið
og alveg upp í siglutopp.
Loks afréðu skipverjar að setja
bát með trossu frá skipinu upp á
líf og dauða í brimgarðion og halda
honum til lands. Eu hefðu eigi
nokkrir hugaðir menu í landi vaðið
út í brimgarðinn undir hendur og
dregið bátinn í land með eigin lifs-
hættu, pá hefði báturinn liklega
eigi náð par lenlingu, og mennirnir
allir 5 farist eða meiðst undir bátnum.
Svo var kaðall sá, er kom með batn-
um frá skipinu festur og strengdur,
og á honum fór svo af handafli hinn
röski skipstjóri með björguuarhring
í gegn um brimið og hvarf hann
nokkrum sinnum í pví, en hélt sér
kallmannlega og komst með heilu með
björgunarhringinn og taug aðra úr
skipinu í land; er í land kom var ann-
ar kaðall bundinu í björgunarhringinn,
er síðan var festur með lykkju um
kaðaliun er í land lá úr skipinu, svo
að draga mátti hringinn eptir kaðlin-
um bæði af skipinu og úr landi og
á pennan hátt voru allir mennirnir
sem eptir voru, hver af öðrum, dregnir
í land í gegn um brimið; en sumir
peirra voru svo pjakaðir, að peir varla
gátu gengið. Yar skipverjum síðan
hjúkrað sem bezt varð, og léð föt
eptir pörfum á Yestdaíseyri.
Annað færeyiskt fiskiskip rak upp
á Grrýtáreyri innst í Dvergasteinslandi
og er par fjöruborð mjög stðrgrýtt og
bxiin ákaflega mikið. Bað ekip hét
„Reyndin frída“, skipstjóri
Daniel Jespersen. Rá skipið keundi
grunns og hjó ákaflega mikið í brim-
garðinum, öttuðust skipverjar, að pað
muudi pá og pegar höast í sundur
og réðu pað pví af að fara allir 13 í
skipsbátinn, en bundu sig pó íiestir
fyrst á kaðal en báturinn var of
hlaðinn og hvolfdi og sökk í brim-
garðmum, eu huguðum mönnum, er
i landi voru tokst með lífsháska að ná,
í kaðalinn og draga skipverja 11 í land
eu skipstjóra og einu hásetanna skolaði
buitu í brimgarðinum, og hafa peir
líklega eigi getað fest sig við kaðaiinn
feir eru báöir ófunduir enn.
Eriðja færeyiska skipið, að nafni
„Y i n u r i n n“, skipstjóri Jaköb Kiku-
laisen, rak í land á Hánefstaðaeyri,
en par var mannbjörg og skip og
farmur í ábyrgð.
Ejórða skipið „Energi,“ skip-
stjóri L u i d, varð að höggva frá sér
rá og reiða út undan Vesthalseyri,
til pess eigi að relca í land og var
pað síðan daginu eptir dregiö inná
höfnina, og verður iíklega síðar sett
{ pað mastur og reiði úr öðru hvoru
hinu strandaða skipi, „Eeariess“ eða
„Reyndin frída“ er bæði verða víst
dæmd ósjófær.
Yms pessara fiskiskipa höföu aflað
vel, en pví miður muuu flest peirra
ekki hafa aflann vátryggðan, og sum
ekki einu sinni veiið sjálf í ábyrgð,
og verða pessir skipsskaðar pví tii-
fiunanlegt tap fyrir skipverja, er
áttu flest skipin í félagi.
Annað tjóu varð eigi hér að ofviðri
pessu nema að 4 bátar, er á landi
stóðu, fuku og brotnuðu í spón, og
hákarlabáturinn „Trausti“, er lá rétt
utan við Vestdalseyrina, fylltist af sjó
og sökk.
Hin nýja kirkja, er verið var að
reisa á Bakkagerði í Borgarfirði,
fauk í ofviðrinu og pakið af Good-
Templarhúsinu, er par var líka verið
að byggja.
f Dáin er frú Elín Pétursdóttir
amtmanns, koxia Lárusar sýslumanns
Bjarnasonar.