Austri - 04.11.1901, Blaðsíða 2

Austri - 04.11.1901, Blaðsíða 2
m 40 A U S T R I. 134 sjálfsagt auðið að sannfæra með pví að sýna bonum fram á, að ráðgjaíinn fái eins að bera gyltu hnappana og pann príhyrnda, pó hann verði heima.. Raunar væri pægilegra fyrir hann að sitja í Höfn, ef hann áður hefði bú- slóð sína par og kynni bezt við sig svo nærri konginum; en hvað er að meta pað, pó mikið sé, á móts við hitt, sem hann pó telur til frambúðar fyrir föðurlaudið. Ef til vill verður hægt að sannfæra guðsmanninn með pví, að hinn „eilifi friður“ sé enn langt undan landi, pví enda margir Yaltýsliðar sjáinúpegar að pað er ekki einusinni stundarfnður, ef Yaltýskan verður sampykkt. Nú og að pví er bernsku okkar íslend- inga sneitir, má benda barnafræðar- anum á pað, að ekki ei vert að hafa börnin of lengí á fangi, heldur koma peim sem fyrst af höndum. til pess pau læri að ganga sjálf. Og einhvern tíma fara pó flestir að staulast, eða á vaggan að verða að kör? Hannmá líkja pekkja okkur íslendinga svo, að við erum peír óróaseggir, að við eirum ekki fyr en við fáum okkar mál fram, og pó að við í einhverju hlaupum af okkur hornin fyrst i stað, er betra að leika lausum hala en togast á við tjóðuibandið. Yaltýr er pegar sjálfur að miklu leyti orðinn anti-valtýskur, pað sést bezt á priðju, auknu og endurbættu útgáfunni af frumvarpi hans. Hann kvað líka segja, að pað liggi í orðinu Valtýska, að laga sig á alla bóga eptir atvikunum. Hvað sæmir ekki flokks- manninum, /ægar forÍDginn talar svo. Yaltýskan hefir hingað til verið teygj- anleg, hvað er pá að pví, pó Valtý- ingar fari nú allir að hrópa einum munni: „Valdið inn í landið!“ l>að er raunar dálítil ósamkvæmni í pví, en manni kann að hafa misheyrzt áður, og hvað gjöra ekki ættjarðarvinirnir fyrir föðurlandið! |>að er svo sem lítil útlát í pví að ganga öfugur ofan í sjálfan sig. K.höfn, 14. október 1901. Studiosus. Ferðasöguagrip. Eptir Friðhjern Bjarnarson á Grýtuhakka. —o— Herra ritstjóri! Samkvæmt umtali okkar á Seyðis- firði, vil eg hérmeð leyfa mér, að biðja yður um rúm í yðar heiðraða blaði, fyrir stutt ágrip af för minni suður til Englands í haust sem leið. Eg álít réttast, að eg segi hið helzta í opinberu blaði; allir vilja vita sem flest, að pví er ferðina snertir, en hæði er pað, að margir menn taka misjafnt eptir og segja misjafut frá; par af gcta leitt missagnir, sem oft og tíðum víkja frá sannlexkauum. * * * ^ f>á er umboðsmaður Zöllner var hér á ferð í síðastl. júním., óskaði Lann mikillega eptir pví að geta fengið á pessu hausti hinn fyrsta fjárfarm héðan uf landi 16. sept. Atti haDn um petta tal við alla pá kaupfélaga- form. og sömuleiðis pú kaupinenn, er víð hann veizla í Eyaíirði, er hanu hitti alla á Akureyrarhöfn. Enda- lyktun á pví umtaii vaið sú, að við Pétur á Giíutlöndum tókum að okkur, að hafa til fé í fyrsta skíp ,er Zöllner sendí eptir fjárfarmi, hinn 18. og 19. sept. Eyrri var pað ómögulegt. — Zöllner lét okkur Pétur heyra samn- ing, er hann hafði gert um fyrirfram sölu á fénu 10,000 fjár, sem hann á pessu hausti hafði lofað sama manni í Liverpool, svo að verðinu pyrftu menn ekki að ganga gruflandi. — Eyfirðingar tóku að sér eða gengu inn á, að færa göngur hjá sér — að minnsta kosti í sumum hreppum sýslunnar — svo mikíð, að peir í samlögum með pví fé, er eptir varð at' kaupfélögunum í pingeyjarsýslu, gætu haft næsta farm til 23. sept. og var pá pessu máli ráðið tii lykta. — Eg skal taka fram, að petta er 4. árið, sem kaupfélag Svalbarðseyrar heíir strítt við að smaia saman sínu féfyrr enn á vanalegum gangna- tíma, og öll pessi ár hefir pað átt meginhluta af öllu fé í fyrsta farm- inum. — Einungis fyrsta árið hefir pað fengið sjáanlega betra verð, enn aðrír sem senda fé í næstu förmum, en pað hefir líka orðið fyrir stðrtjóni; t. d. í fyrra haust, fyrir utan pá erfiðleika, verktjón o. fl. o. fi., sem pvi fylgir, að fiytja göngur ár eptir : r. — Sumarið leið nú eins og vanalega og 18. sept. var hópur Svarfdæla til á Oddeyri og hinn 19. var féð að streyma að Svalbarðseyri úr öllum áttum. En hvað skeður pá? Skipið, sem á að taka féð, er ekki tilbúið að taka á móti pví. í pví var talsvert eptir af kolum, vörur til Svalbarðs- eyrar o. s. frv. — Timaleysi verður pó naumast um kennt, að skipið var ekki til, pví hinn 13. fyrir miðjan dag kom „Erithjof“ á Akur eyrarhöfn. |>að sem mun hafa valdið, hefir verið að nokkru leyti óheníugt veður, upp- burður af síld, sem pá daga var ínn á firðinum, en aðal orsökin mun pó einkum hafa verið sú, að enginn einn maður var til pess, að sjá um upp- skipunina, og afgreiðslan par af leið- andi linleg og í molum. — J>essi bið eptir skipinu var mjög óheppileg að pví leyti, að hina réttu daga var hentugra veður r.ð skipa fram fé, sem er fyrsta skilyrðíð fyrir vellíðan fjárins að pað komist purt og vel með farið um borð, en aptur gat féð fengið að hvíla sig fyrir pessa bið, en hefði annars farið preytt og pjakað um borð einkum pað sem iengst var að. — Loksins var skipíð til kl. 3. á fimtudng 19. sept. Vóru pá strax reknir um borð Svarfdælasauðir 192 að tölu, og undir eins að pví búnu, hélt skipið að Svalbarðseyri. |>ar var skipað upp vörurn um kvöldið. — Hicn 20. á föstudag var skipið fermt. Var pá poka og súld og við og við nokkur rigning, en eiginlega gott veður einlægt. |>etta er í 3. sinn, sem fó hefir veiið skipað fram á bátnm á Svalbarðseyri. í petta sinn gekk framskipunin með lang seinasta og erfiðasta móti. Stafaði pað af prí, að útbúnaður á skipinu var ekki góður, sérstaklega að pví er uppgöngu fjórins sneiti, en mikið mun pað einnig hafa gert til, að íeð var meira og minna blautt, dauft og latt; rekst pað pá eins og allir vita ver og bryudir meira á práa i pví cnu endramær. — Samt varð skipið til að fara kl. 9 um kveldic'. Vóru pá í pví alls 2660 kindur; 1430, sem til heyrðu kaupfél. Svalbarðs- eyrar, sem viktuðu að meðaltali 112,43 pd. og 1230 frá kaupfélagi þingeyinga', sem vógu um 120 pd. að meðalVigt. Allt féð á skipinu var að meðaltali rétt um 115,7 pd. Um leið og skipið var búið að taka á raóti fénu og farmskrár undirskrif- aðar, var farið að hugsa til ferðar. Tókum við Ohristen Havsteen — sem var með skipinu, að okkur að lóssa skipið út fyrir Hjalteyri. Gekk pað vel. Eu aldrei á æfi minni man eg eptir jafn svörtu myrkri eins og pað kvöld, pví deiling á himni og jörð var alls eDgin að vestanverðu við fjörðinn og mjög lítil að austan. Lá við að mér fyndist petta níðamyrkur spá illa fyrir ferðinni. Um nóttina var haldið út úr firðin- um og djúpt til hafs. J>á nótt var suðaustan og austan drif og sama veður allan næsta dag. Ekki var óguriegur sjór, en pó árans miklar kvikur opt. — J>enna sólarhring var preifandi sótmyrkurs poka, svo varla nokkaintíma sá út af borðstokknum. Eénu leið pennan dag eptir öllum vonum, eu ferðin gengur hægt, bæði af pví drifið er á' móti og svo preifandi myrkur, en pá munu gufuskip ekki haía leyfi til að fara fulla ferð, pótt í miðju hafi sé. — A sunnudaginn var íalsverður kaldi á móti, en nokkuð minni kvrka. Sama preifandi pol^umyrkrið optast nær allan daginn. ]pó rofaði ofurlítið til við og við, svo hægt var að sjá Dokkra faðma frá skipinu. 1 dag er hægt að hixða féð vel. J>enna dag drápust pó 2 kindur, báðar á efsta pilfari. Annari peirra var strax fieygt fyrir borð, en hin var geið til, og sást pá greinilega, að banamein bennar var pest. — A mánudaginn er bærilegt veður. Eokkur kaldi á móti, eu sjór lítill tij pess að gera. Lengst af er preiíandi pola, siundum kolsvört. Um kvöldið var pó um tíma bjart veður og nokk- urt tunglsljós. |>að má heita að fénu líði öllu vel, eptir pví sem um er að gera. |>ó eru nú einkenni liins sára porsta farin aö koma í ljós, sem meðal anDars sést a pví, að féð sleikir óaflátanlega tró, járn og alit sem pað nær í, til pess að leita uppi einhverja svölun. Samt tók pað vel á móti heyinu, enda er pað gott og lystugt; helzt mætti pó finna pao að pví, að pað er purt og safalítið og háif hrjóstugt, sem ef til vill orsakast af pví, að pað er svo ákaflega sarnan- pressað. A priðjudag mátti heita gott veður, pó var stinnings kaldi á móti, nokkur alda sömul. og talsverður straumur, sem teíur ferð skipsins. í nótt sem leið var enn preifaridi poka, og lengst af pví ekki íarin nema hálf ferð og einlægt pipað í sífellu. |>egar í birt- ingu pennan dag sást til Eæreyja og er íárið suður með peirn allan daginn framundir kvöld, enda munu pær vera um 15 inílur frá norðri til suðurs. Sést nu einstaka skip á siglingu, trol- arar o. s. frv. Höfum við ekki séð nokkurt skip og aldrei séð neitt land fyrr enn í dag. j>enna dag gengur feiðin alivel, en seint. Eénu líður við pað sama fremur öllurn vonum. 1>Ó fui.dum við nú 4 kindur niður í skípinu, sem ekki íengust til að snerta eitt strá. Eru pær með lipurð halaðsg upp á pilfar, gefið að bragða vatn og ná pær sér aílar vel á eptir. l>etta kvöld er bezta veður, stjörnu- bert lopt, tunglsljós og bjartviðri. A miðvikudag 25. sept. var gott veður. Að eins sunnankaidi péttur á móti — sem er rniklu hetra fyrir féð; en litill sjór, aðeins dálítil uiídrr- alda rétt á móti. ]>ennau dag gengur ferðin vel, við fórum að meðaltali 38 enskar mílur á vökunni, með öðrum orðum 91 '2 danska mílu á hverjum 4 timum, sem er mesta hraðskreiði, er við höfum haft að heiman. ]penna dag vorum við einlægt svo að segja iunan um féð. Eru nú margar kindur. sem ekki líta við heyi. Við íörum pvr með vatnum allt skipið, og gefum peim kindum að bragða pað, sem ekki viija eta, en pær alira aumustu förum við með upp á dekk, búum um picr í heyi í sérstöku skýli, sem við höfum fyrir veikar kindur, gefum peim vatn við og vrð, en emlægt lítið i einu og ná pær sér svo smátt og smátt, ]pö var einn sauður á miðdekki í framlest svo veíkur, að ekki var um naitt annað að gera, enn láta’ hann verða Ægi að bráð. Eénu líður aunars yfirluitt betur en eg bjóst við; verð eg að álíta að pokur og súld og mótbyr, sem verið heíir optast nær síðan við fórum að heimnn, hafi verið iéttir fyrir féð, að pví er porstann snertir, pví iogn og hiti er hið versta. [>etta kvöid ki. 6 Eendum við hrað- skeyti tii Zöilners irá „Stormoway“. Vórum við pá búnir aðverafrá Sval- barðseyri 117 klst. eða 27 tímum lengur enn „Gweut“ sfemu leið árið 1899. Eá fengum við pó einlægt mótbyr, en minui hafbjó og einíægt bjart og gott veður. — Lím ieiö og hraðskeytið var komið frá skipinu, er haldrð á stað suður eptir tii íyrirheitna landsins. A fimmtudag 26. sept. var péttings sunnandrif og taisverður sjór. Skipið gengur íremur hægt, og erfiðiega gengur pví að stríða áfram móti höfuðskepnunum. þetta er nú 6. dag- urinn síðan við íórum að heiman. Er ekki ofsögum sagt aí pví, að bardag- inu er langur og strangur, og pó er langt eptir enn. Eennan dag erum við Aini einlægt innan um féð og peir af skipsmönnum með okkur, cem við geturn fengið tii pess. Er nú íyrir alvöru sjáanlegt, að íónu er farið að líða verulega illa. Við reynum pó að gefa pví hey eins vel og mögulegt er, og brynnum fjölda af pví, eptir pví sem mögulegt er að komast yfir. þær kíndur ailar, sem ekki vilja snerta hey og eru sjáanlega veikafctar, hölum við upp á pilfar, séu pær niðri í skipi, og færum pær í sérstaka rétt á dekk- inu. Gefum peim sinátt og smátt vatn — aldrei nema lítíð í einu — og svo gott og lystugt hey á milli. Koma pær fiestallar tit. — A pilfari gátum við brynnt öllu svo að segja og í apturlestinni, par sem íónu líður sjáanlega verst, einknra á miðdekln, bleyttum við i vatni alít heyið, áður enn við gáfum kindunum pað, og virtist eins og peim svala mikið af gjöfinui. — penna dag drápust 5 kindur prátt fyrir alit okkar strit. Veðrið er einlægt pað samu, sunnan hvass stormur, eri ekki neitt verulegt drif. En hann tefur pó ferð skipsins stórmikið. — Eöstudaginn 27, sept. er allan dag- inn látlaust freyðandi sunnan drif. I

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/141

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.