Austri - 10.01.1903, Blaðsíða 1

Austri - 10.01.1903, Blaðsíða 1
Kemnrút 3llabiaid m ánuöí 42 arkir minnst til nœsta nýáfs,kostar hér á landt aðeins 3 kr., erlentis 4Lr. Qialddagi 1. júlí. Xm. Ar. Seyðisfirði 10. jantiar 1903. Úppscgn skrideg bundin við áramót. Oqdd nema komm sé til ritstj. fyrir 1. októ ber. lnnl. angl. 10 aura línan,eða 70 a. liver J)uml. dálks og hálfu dýrara á 1. síðu. | NR. 1 w Islands banki. Samkvæmt l0gum 7. júní p. á. hefir undirritu^um setn hlutafélagsfullUúum verið veitt leyfi til að stofna blutafélagsbanka á íslandi, er nefnist „Islands banki" og hafa einkarétt um 30 ára tímabil til að gefa út seðla, er greiðist handbafa með mótuðu gulli, pegar krafizt er. 1 1. grein pessara laga segir svo meðal annars: „Islendingar, hvort sem erueinstakir menn, sjóðir eða stofnanir, skulu látmr sitja fyrir í. 6 mánuði frá pví að lög pessi öðlast gildi, að skrifa sig fyrir hlutum í bankanum, anuaðhvort með pví, að borga hlutaupphæð- ina í peningum með ákvæðisverði, eða með pví, að gefa út skuldabréf fyrir hinni somu upphæð með 1. veðrétti í fasteignum á Islandi. er pó nemi ekki meira en 20°/0 af virðingarverði fasteignanna. Af skuldabréfum pessum greiðast 4°/0 í ársvexti, og skal greiðsla á peim vöxtum trygð bankanum af landssjóði. Skuldabréfin mega aðeins nema heilum hundruð- um. Útgefendur peirra og seinni eigendur fasteigna peirra, sem ræða er um, mega, eptir vfld, hvenær sem peir vilja borga lánið raeð pening- um með sex mánaða uppsögn í 11. júní og 11. desember gjalddaga.“ Eptir 2. grein laganna má hlutafé bankans eigi nema minna en 2 milj- ónum króna og eigi vera meira en 3 miljónir króna. Hlutabréfin verða gefin út fyrir 100, 500 og 2000 krónum. J>á er tilsögn er getín um að skrifa sig fyrir hlutum gegn peningaborgun, verður samtímis að borga alla hluta-upphæðina. En óski menn, að skrifa sig fyrir hlutum gegn skuldabréfum með 1. veðrétti i fasteignum á Islandi, er ekki nemi meira en 20°/0 af virðingarverði fasteignanna og greiddir séu 4°'0 í ársvexti af, verður að láta fyJgja um leið: a. virðingargjorð á blutaðeigandi fasteign, sem sé lögum samkvæm; b. eignar- og veðbókarvottorð fyrir fasteigninni, svo og yfirlýsing peirra, er nú eiga veðrétt í henni, um, að peir láti veðrétt sinu víkja fyrir veðsetningunni til bankans. Af skuldabréfunum greiðist vextir frá l. apríl 1903. feamkvæmt framansögðu er hérmeð skorað á íslendinga, er kynnu að vilja nota rétt sinn eptir lögum 7. júní 1902 til pess að sitja fyrir, að skrifa sig fyrir hlutum í „íslands banka“, eptir áðursögðum skilmálum, að hafa gefið sig fram um slík hlutabréfakaup fyrir 31. marz 1903 á Seyðisfirði við hr. bæjarfogeta Jöhannes Jóhannesson, í Reykjavík við hi\ cand. juris Hannes Thorsteinsson, í Kaupmannahöfa við annanhvorn okkar undirritaðra. Eyrir greiddar upphæðir verða gefnar bráðabirgðakvittanir, sem síðar verður skipt á við hlutabréf eptir nánari auglýsingar. Kynni tilboð um hlutabréfakaup að verða um of, áskilur félagið sér rétt til nauðsynlegrar niðurfærslu, ef til kemnr. Kaupmannahöfn þann 14. nóvember 1902. Ludvig Arntzen Alexander Varburg hæstaréttarmálaflutningsmaður stórkaupmaður Holmens Kanal 2. Frihavnen. Hérmeð auglýsist, að eg hef selt og afbent syni mínum |>órarni E Tulinius, verzlanir mínar á Eskifirði og Keyðarfirðí — að undantekinni vínverzlan minni á Eskifirði — ásamt öllum húsum, áhöldum, vörum og útistandandi skuldum, en hann hefir tekið að sér að greiða innieignir peirra manna, sem eiga til góða við verzlanirnar. Um leið og eg alúðlega pakka peim, sem nafa verið mér góðir viðskipta- menn pau 40 ár, sem eghef rekið verzlan hér. vonaegaðpeir sýni eptirmanni mínum sama traust. Eskifirði, 23. oktober 1902. Carl D. Tulinius. A uglýsing. Eg tilkynni hermeð mínum heiðruðu viðskiptavinum, að eg frá 1. jan. 1903 hætti að stjórna verzlun peirri, sem eg áður hefi veitt forstöðu, og hef ráðið sem forstoðumann fynr sömu verzlun herra Sigurð Jónsson hér í bænum, og eru pví allir viðskiptavinir minir ’oeðnir að snúa sér til hans í öllum viðskiptaerindum framvegis. Um leið og eg pakka viðskiptavinum mínum fyrir góða samvinnu, ber eg pað traust til peirra, að peir sýni hinum nýja verzlunarstjóra pá sömu veivild og traust, sem peir hafa sýnt mér hingað til. Seyðislirði 31. des. 1902. ‘ Sig. Johansen. =t= * * J^amkvæmt ofanritaðri auglýsingu tilkynni eg hérmeð hinum heiðruðu skiptavinum Sig. Johansens verzlunar að eg frá 1. jan. 1903 tek við stjórn téðrar verziunar, og leyfi eg mér um leið að vonast pess, að peir sýni verzl- uninni sömu velvild og traust, og peir hafa sýnt henni áður, og skal eg gera mér far um, að reynast lipur og áreið- anlegur í öllum viðskiptum. Erá nýári eru margar vörur með niðursettu verði og seljast gegn 10°/0 afslætti gegn peningum. Nánari auglýsing verður birt í næsta blaði. Seyðisfirði 31. des. 1902. S. Jónsson. AMTBÓKASAENII) á Seyðisfirði er opið á laugardögum kl. 2—3 e. m. Áramöt. Við áramót er ætið mikils að minn- ast, bæði hryggðar og gleði, prauta og pjáninga, sigurs og sældar. Aramótin eru áfangastaðir vorir á lífsbrautinni, vér stöldrum ósjálfrátt við og rennum huganum til baka yfir umliðna árið, og pá vaknar sú spurning hjá oss: „Höfum vér gengið til góðs götuna fram eptir veg?“ Höfum vér beitt öllum vorum ýtrustu kröptum til pess að vinna að pví sanna, fagra og góða, til framfara og heilla fyrir land og pjóð. J>eir munu of fáir, er geta játað pessum spurningum iyllilega og með góðri samvizku. En pað er heldur ekki von til pess, pví að mennirnir eru nú pví miður ekki eins fullkomnir og peir ættu að vera, og pó peir af og til öski eptir pví, margir hverjir, og ásetji sér að keppa að pví, pá eru par margir prepskildir í vegi og heita peir ýmsum nöfnum, svo sem: sundur- lyndi, öfund, tortryggni, illgirni, hatur^ heimska o. fl. En of vér sjáum, að vér höfum getað einhverju góðu og gagnlegu áorkað, pó að vér höfum eigi náð pví takmarki, sem vér belzt hefðum óskað, pá getum yér verið ánægðir og horffc hugglaðir út á hina óförnu braut til næsta áfangastaðar, með einbeittum rilja á pví, að reyna að höggva hurtu pá prepskildi, sem áður hafa verið oss til hindrunar. Yíð pessi áramót höfum vér Islend- ingar ástæðu til pess að vera glaðir og borfa vondjarfir móti pvi ókomna. Á pessu ári fáum vér að fullu stað- festa heimastjórn, góða og hag- felda; og þó að nú pegar sé að vísu eigi uppfylltar allar vorar innilegustu og kærustu óskir í pessu efni, pá verðum vér samt að vera glaðir og pakklátir, pví að allir hljóta að sjá og viðurkenna, að dagur frelsis og frama er nú hátt á lopti. En hvað gagnar oss heimastjórn, hversu óháð sem hún er, ef vér kunn' ura eigi með hana að fara. Vér verð- um allir „að vakna með degi“ og vinna í einingu og bróðerni, en reka. á burt alla sundrung, illgirni, tortryggni, ódrengskap. „Sameinaðir stöndum vér, suftdraðir föllum vér“. Já, vér getum tekið undir með skáldinu: Eyr’ borð, fyr’ borð og brott frá storð, með blindan flokkadrátt! Á flótta jag, en festum lag með frjálsan manndómshátt! Yér tókum starf og stríð í arf, en stórt vort bíður hnoss, og petta láð parf djarfa dáð, ef duga skal pað oss. Austri fagnar við pessi áramót, fyrst og fremst yfir pví, að stefna sú í stjórnarmálinu, sem hann hefir fylgt, nær fram að ganga, vonandi til far- sældar fyrir pjóð vora. Og Austri fagnar yfir vinsældum sínum og pakkar pær. Vinsældir hans hafa vaxið ár frá ári, og hvað mest petta síðasta ár; enda hafa margir af beztu mónnum pjóðar vorrar stutt að peim með pví að senda blaðinu ritgjörðir eptir sig, og höfum vér von um, að framhald verði á pví. Austri hefur pví hughraustur göngu sina á pessu nýbyrjaða ári, um leið og hann pakkar öllum, sem á einhvern hátt bafa stutt að vexti hans og við- gangi á umliðna tímanum, og hann játar fúslega, a3 /án fylgis og trausts hefði hann eigi megnað svo mikils. Hann óskar að árið megi færa osb öllum björg og blessun og að ljós drengskapar og kærleika, frelsis og framfara nái að skína sem bjartast yfir vora kæru fósturjörð. Grott og farsælt ár!

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/141

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.