Austri - 30.06.1910, Blaðsíða 3

Austri - 30.06.1910, Blaðsíða 3
NR. A U S T R t 87 Stógrælitini landsjns. Skógræktarstjórinn, Kofoecl Hansenj kom hingað um daginn með Botniui eins 02 áður er um getið, eg'fór héð- an upp að Hallonnsstað. Paðan fór hann svo, nú rétt fyrir mánaðamótin, norður í Möðrudal, til að skoða par nppblásturssvæði. Héðan heldur bann til Fnjóskadals, til pess að líta eftir skógunum par, á Hálsi og Vcfglum. Um miðjan júiímápuð fer hann af Akureyri vestur á ísafjörð og ferðast um ísafjafðarsýslu, Strandasýslu og Barðastranda-ýslu, til pess að leið- beina mönnum par í skógrækt og skógarhöggi og ákveða hvaða skóg- lendi á að friða par. Seint í ágúst-< mánuði ferðast skögræktarstjórinn um Borgarfjörð syðra, Hvítársíðu og Píngvallasveit, ^og í septemhermánuði fer hanii um Árnes- og Rangárvalla- sýslur til pess að líta par eptir vinnu við skógrækt og sandgræðslu. Skógræktarstjórinn hefir mikinn og lofsverðan áhuga á ræktun landsins, og vill fúslega veita ollum, er til hans leita, allar nauðsynlegar upplýsingar og leiðbeiningar viðvíkjandi skógrækt- un og skógarhöggi Skógræktarstjörans skýrði oss frá pvi, að skóglendi lands- ins væri nú slcipt í ti skógræktar- umdæmi eða skögræktarhéruð: 1. G-ullbringusýsla með Reykjavík. 2. Kjósarsýsla, Borgarfjarðar- Mýra- Hnappadals- Snæfelísnes- og Dalasýsla. 3. Vestur-Barðastrandasýsla, Isa-* fjarðar- og Strandasýslur. 4. jÞingevjarsýsla. 5. Múlasýslur og Austur-Skapta- fellssýsla. 6. Vestur-Skaptafellssýsla( Rang- árvalla- og Arnessýslur. Skógarverðir eru pegar skipaðir í 2. 4. 5. og 6. skógvarðarhéraði og eru peir: Sumarliði Halldórsson, er heíir aðsetur í Borgarnesi, Stefán Kristjánsson á Vöglum, Guttorraur Pálsson á Hallormsstað og Emar Sæmundsson á Eyrarhakka. Á hverju ári skulu skógarverðirnir ferðast um umdæmi sín og leiðbeina mpnnum og líta eptir skógleudi sem á að vera friðað. Jöh. Jóhannesson sýslumaður lagði af stað héðan landveg norður í land 28. p. m., til pess að vera viðstaddur biskupsvígsl- una að Hólum 10. júlí. Hann þingar á Jökuldalnum nú er hann fer norður um, en þegur h.inn kemur að norðan aptur heldur haDn þing á Ströndum, Vopnafirðt, Hlíð, Hróarstungu, Hjalta- staðwþinghá og Borgarfirði, eins og áður bofir verið auglýst, og kemur hingað 24. júlí. Jónas Kristjánsson læknir fór suður til Reykjavíknr nú með Austra, til þess að leita sér lækninera við innvortismeinsemd. Hann veiktist hastarlega nú fyrir nokkrum dögum og var fluttur sjúkur hingað ofan i Seyðisfjörð. Brytinn á Ingólfi var af bæjarfógeta dæmdur í 500 króna sekt, nú er bann kom að norð- an um daginn, fyrir óleyfilegu vín- sölu þá, er getið var nm í síðasta blaði. Skip. „I n g ó 1 í u r“ að norðan 19. þ. m. Með skipinu var frú Guðoý Jónas- dóttir. jHéðan fóru til útlanda: írú Tiap-Holm ásamt dóttur sinni. flF 1 o r a“ skipstjöri Stuhr, kom frá Reykjavík norðan um land 22. þ. m. með fjölda marga farþega, þar á meðul: lögmennirnir Björn |>órðarson og Valdemar Thórarensen, disponent Júlíus Gruðmundsson, frú Porbjörg Olgeirsdóttir, fröken Amauda Stange- land o. fl. „ J 0 r u n d u r“, skipstj. Oddur Signrð.son, að norðan 26. þ. m. og för aptur samdægnrs norður aptur. Héðan fór A. Fjeldáted augnalæunir o, m. fi. „Austri“, skipstj. Júlíus Júli-< níussou, kom að norðan 27. þ. m. meo allmarpt farþega_ svo s^m Ingólf (jfíslason lækni, Ólaf Eyjólfsson verzlunarskólastjóra, Ingimurd Einars- son kaupmann, Maanús þó'ariusson frá Steintúui, séra P.ál Jónsson frá Svalbarði, írú Jóhönnu Jónasdóttur o. m. fl, „F r i ð þ j ó f u r “, flutningsskip Zölluers, kom hingað 28. þ. m- á út- leið. Tók bér tölu'ært at' tiski hjá verzluDÍuni „Framtíðin“ og St. Th. Jóns«yDÍ, og íót héðan í gær. 6 botnvörpungar komu hingað 26- þ. m. ng keyptu kol af j>órarni Guðmundssyni kaup uanni. FISKIKAUP. VERZLITNO EDINBORG kaupir f I s k, fullverkaðan og upp úr salti, fyrir hæsta verð, og borgar harni í peningum út í hönd. Símaskeyti Hér á Seyðisfirði snúi menn sér til (frá fréttaritara Austra.) T. L. Imslands. Borðeyri 29. júní 1910. Eljan strenduð. Gufuskipið Eljan strandaði aðfaranótt hins 26. p. m. á Létt- hpfðaskeri framundan Keykjar- nesi við Reykjarfjörð. Mann- björg varð á bátum til lands. Byrjað var strax á vörubjörgun prátt fyrir norðanstorin og pok- ur, par til Eljan rann af sker- inu og sökk 27. p, m. um nón- bil. Fjárkláða befir oröið vart á fleiri bæjum í Miðfirði. Gróðurlitið hér um sveitir. Sildaraiii mikill á Hrútafirði- Bunaðarskölinn á Eiðum veitir píltnm verklega og bóklega kennsin. Verkleg kennsla fer fram næst frá 1.—30. september n. k. Bókieg kennsla fer fram frá 1. nóv. til 10. maí n. k. Eiginhandar umsóknir frá þeim er njóta vilja kennslunaar, skalu vera komnar til undirritaðs minnst 6 vikum áður en það námsskeið byrjar, sem um er sótt, og gildir það jatnt fyrir þá, sem áður hafa dvalið á skólanum, sem fyrir nýiveina. Umsókninni fylgi vottorð um heilbrigði, hegðnn og kunnáttu umsækjanda. Að jafnaði veitist ekki inntaka yngri piltum en 16 ára. Kemendur leggi sér rúmfatnað, klæðnað allan og skæðaskinn. Kennslu, húsnæði, ljös og hita fá þeir ókeypis. Fæði og þjónustu fá þeir keypt hjá bústjóra fyrir 20 kr. á mánuði og borgist það fyrir fram eða tryggist með ábyrgð. Bækur og ritföng fá þeir Keypt á skólanum gegn peningum. Eiðum 13. júní 1910. Metúsalem Stefánsson skólastjóri. 48 hún og Klaus jústizráð komu auga á klaustrið. Vagninn, er hafði sótt þau til járnbrautarstöðv- anna fór eptir trjáeongum meðlram vatninu og klaústurbyggÍDgin sýndist koma uppúr vatninu, sem flaut fast að gömlu og gráu múrveggjun- um. pað var líka fögur sjón. Vatnið, dimm- grænt, gárað af smáöldum, klaustrið speglaði sig í því með alla sína turna, þakið vafningsviði og skóginn á bak við — og þetta á heiðbjörtum vordegi í glaða sólskini. Trix hafði aftekið að bera sorgarbúning vegna frænda síns, sem hún aldrei hafði þekkt og ekki harmaði í hjarta sínu. Hún vildi ekki gjöra sér upp sorg að ytra áliti, þó hún hefði erft auð hans. Príóressan vildi ekki fallast á það, kvað það vekja hneyxli að bera ekki sorgarbúning vegna látins náfrænda. En Trix fór sínu fram, henni stóð á sama hvað náunginn mnndi segja. pegar hún ók í hlaðið á hinu nýja heimkynm sínu, var hún klædd hvítuœ kjól, með hvítan stráhatt, lagðann svörtu flos- bandi, á höfðinu. 1 þessum látlausa ungmeyja- húningi var hún svo yndisleg á að líta, að vinnu- íólkið, verkalýðurinu og umsjónarmennirnir á Frauensee, sem höfðu fylkt sér fyrir framan klausturdyrnar, þóttust aldrei hafa séð fegurri mey. Hún stökk útúr vagninum og stóð eins og ímynd æskunnar frammi fyrir hinum spari*- búnn undirmönuum sínum, hún roðuaði af geðs- hræringu, þegar klukkunum var hringt í klaustur^ 45 hann ekki margmáll maður- Eg hef t. d. aldrei heyrt neitt nákvæmar um hið stutta hjónaband hans, og engum manni er kunnugt nm það, því hann kom ekki til nágranna sinna, Truchsess á Kroschwitzog Rablonowski á Weisenrode. Eg held að hann haíi aldrei fyrirgefið frú v. Truch- sess, að hann kyntist konu sinni á heimili hennar, en það var algjörlega ranglátt, því ólíkari konur gáfust ekki en Lovisa Truchsess, sem var stillt og greind kona, er í sorg sinni hugsaði úm son sinn og búið, og mágkoaa heunar, er eiugöngu hugsaði um glaum og skemtanir, og þótti meira lagi vitgrðun, pér hafið víst hejrt getið um Rablonowski greifa? Nú, ekki það, Rudolph Zell helði víst ekki kunnað vel við sig hjá honum, ef hann hefði heimsótt hann. pá kaus hann heldur að heimsækja göœlu Richters- hjónin á búgarðinum í þorpinu Frauenseeva— þér vitið að dálítill hluti af klausturjörðinni var seldur — það er nú búgarður Richter3. Rudolph reyndi allt hvað hann gat að fá þennan hluta keyptan aptur, en gamli Richter vildi ekki selja hann þó mikið væri í boði, og um það þjörkuðu karlarnir fram og aptur; það var orðin lífsnauð- syn fyrir þá, að slá í brýnu að minnsta kosti einu sinni í mánuði. En nú er Rudolph dáinn, og það varðar meztu að hann hefir með erfða- skrá sinni viljað bæta það upp, sem samviska hans ákærir hann mezt fyrir Yið skulum nú vona að Beatrix Dornberg verði fyrirmyndar húsmóðir fyrir hyggilegar tillögur frú v. Gras

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/141

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.